Morgunblaðið - 24.08.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 24.08.1989, Síða 18
18 mi yhuoa .t-s u ;)ac urm,/n G)c<Aiavpj&í.C'.)ivi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1989 Austur-Þj ó ð verj ar réttlæta samning Stalíns og Hitlers Austur-Berlín. Reuter. Austur-Þjóðverjar viðurkenndu í fyrsta sinn í gær tilvist leyniá- kvæða í griðasáttmála þýskra nasista og Sovétmanna frá 1939 en rétt- lættu jafnframt þennan örlagaríka og umdeilda sáttmála. Pólska þing- ið samþykkti hins vegar ályktun, þar sem griðasáttmálinn er fordæmd- ur og sagður brot á alþjóðalögum. Heinz Kuhnrich, sagnfræðingur austur-þýska kommúnistaflokksins, sagði í viðtali, sem birt var í stærsta dagblaði Austur-Þýskalands, Junge Welt, að enginn vafi léki á því að leyniákvæði um skiptingu Austur- Evrópu í áhrifasvæði nasista og Sov- étmanna hefðu fylgt sáttmálanum, enda hefðu sovéskir sagnfræðingar staðfest að svo væri. Austur-Þjóð- veijar hafa þar til nú vísað því á bug að leyniákvæði hefðu fylgt sáttmá- lanum, en þau hafa aðeins verið varð- veitt í örfilmum sem geymdar eru í Bandaríkjunum og vestur-þýska ut- anríkisráðuneytinu. Kuhnrich sagði að nauðsynlegt hefði verið fyrir sovésk stjómvöld að undirrita griðasáttmálann við nas- ista. Sáttmálinn hefði veitt Sovét- mönnum landsvæði, sem hefðu verið nauðsynleg til að treysta vamir Sov- étríkjanna, og gert þeim kleyft að búa sig undir óhjákvæmilega styijöld gegn Þjóðveijum. Sagnfræðingurinn gaf hins vegar í skyn að Sovétmenn hefðu getað notfært sér betur þann frest sem þeir fengu til að treysta vamir sínar frá því griðasáttmálinn var undirrit- aður 23. ágúst 1939 og þar til Þjóð- veijar réðust inn í Sovétríkin í júní árið 1941. Hann bætti þó við að sátt- málinn hefði átt þátt í því að gera sigur Sovétmanna og bandamanna þeirra í heimsstyijöldinni síðari mögulegan. Þessi söguskoðun kemur einnig fram í austur-þýska mánaðar- ritinu Horízont, og segir þar meðal annars að það sé „helber lygi“ að Stalín hafi viljað semja við nasista um skiptingu Póllands. Dæmi um hugarfar heimsvaldasinna Fordæming pólska þingsins á griðasáttmálann var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, en rúm- lega 100 þingmenn tóku ekki þátt í' atkvæðagreiðslunni. „Sáttmálinn var svívirðilegur, braut gegn alþjóðalög- um og var því ómerkur frá upphafi," segir í ályktuninni. Sáttmálinn er einnig sagður gott dæmi um hugar- far heimsvaldasinna og óvirðingu við smærri þjóðir. Daginn áður hafði stjórnmálaráð pólska kommúnista- flokksins fordæmt sáttmálann. Jósef Stalín kom flokknum til valda árið 1944. í skýrslu nefndar pólskra og sov- éskra sagnfræðinga, sem rannsakað hefur aðdraganda og afleiðingar innrásar Þjóðveija í Pólland 1. sept- ember 1939, segir að með griðasátt- málanum og vináttu- og landamæra- samningnum við nasista hafi sovésk stjórnvöld gerst sek um alvarlegt brot á alþjóðalögum með hörmuleg- um afleiðingum fyrir Pólveija og Sovétmenn. Vladímír Potemkín, að- stoðarutanríkisráðherra Sovétríkj- anna, hefði afhent sendiherra Pól- lands í Moskvu bréf þann 17. septem- ber 1939, þar sem því hefði verið haldið fram að pólska ríkið væri ekki lengur til. Það hefði einnig verið brot á alþjóðalögum, einkum vegna þess að pólski herinn hefði enn varið Varsjá, auk þess sem bandamenn Pólverja og óháð ríki hefðu viður- kennt pólska ríkið. Pólsku sagnfræðingarnir í nefnd- inni hafa einnig sakað sovésku leyni- þjónustuna NKVD, fyrirrennara KGB, um að hafa myrt þúsundir pólskra hermanna, sem handteknir voru eftir innrás Þjóðveija í Pólland. Reuter og Soviet Weekly. ^TEPPALANDS Teppi, dúkur, parket og flísar Nú sláum við öll met. Stórglæsilegt úrval af gólfefnum á ótrúlega lágu verði. Útsalan er á tveimur hæðum. í kjallaranum er Dúkaland með gólfdúk, flisar, parket og kork. En í Teppalandi, á fyrstu hæðinni, eru gólfteppin og motturnar í glæsilegu úrvali. allt að 60% afsláttur Gólfdúkur Eitt glæsilegasta úrval teppa og búta á útsölu til þessa, Margir gæðatlokkar og allir veröflokkar. Bútar allt aó 30 fermetrar aö stærö meö 50% afslættl. Dæmi: Uppúrklippt teppi með sígildu mynstri úr 100% polyamid. Tveir litir. Veröáöur 1.219- AFSLÁTTUR 27% 898- Lykkjuteppi (Berber) úr gerviefni meö viöur- kenndri óhreinindavörn. Fallegt og efnismikið teppi í tveimur litum; Ijósgráu og „beige". Einstakt tílboð. Verð áður 1729- AFSLÁTTUR 35% 1.297- Grimmsterkt teppi á skrifstofur, stofnanir og stigahús. Fallegt mynstur. Verð áður 2.350- AFSLÁTTUR 35% 1.534- Fallegt einlitt teppi með „velúr"áferð úr 80% ull og 20% nælon. Endingargott heimilisteppi i háum gæöaflokki. Verð áður 2.732- AFSLÁTTUR 22% 2.156- AFSLÁTTUR AF GÓLFTEPPUM ER 10-50% Fjölbreytt mynstur og margar þykktir. Ýmsar breiddir. Bútar á hellu herbergin meö 50% afslætti. Dæml: „Gerflor" 2ja metra breiöur dúkur sem er 2,2 mm að þykkt í frísklegum litum. Verð áður 898- AFSLÁTTUR 24% 685- „Gerflor" 3ja metra breiöur dúkur sem ekki þarf aö líma. Verð áður 1.365- AFSLÁTTUR 30% 955- „Gerflex" 2ja melra breiður dúkur á heimili, verslanir og skrítstofur. Slitþoliinn dúkur. Verðáður 1.376- AFSLÁTTUR 28% 998- AFSLÁTTUR AF GÓLFDÚK ER 10-50% Afgangar í ýmsum viöartegundum með allt aö 30% afslætti. Úrvalsparket frá ýmsum framlelöendum á lækkuöu veröi. Dæml: Beykiparket í tveimur gerðum og eikarparket i tveimur gerðum frá Káhrs AFSLÁTTUR 10% Vestur-þýskt gæöaparket frá Haro í úrvali. Antik-eik. Verð áður 3.462- AFSLÁTTUR 22% 2.769- „Kambala" Verö áður 3.353- AFSLÁTTUR 10% 3.018- AFSLÁTTUR AF PARKETI ER 10-30% Stökteppí Eitt glæsilegasta úrval landsins af stökum teppum i mörgum stærðum úr bæði ull og gerviefnum. Klassisk og nýtískuleg mynstur viö allra hæfi. AFSLÁTTUR10-25% Mikiö úrval af heimilisf lisum á gólf og veggi. Dæml: Einlitar veggflísar i stærðinni 15x20 sm. Verð áður 1.876- AFSLÁTTUR 20% 1.499- Bútar - sértilboö Mikið af gólfteppum i fullri breidd I heilum rúllum sem eru allt aö 70-80 fermetrar. Heilar dúkarúllur meö 40-60% afslætti. Haföu málin með þér og þú getur gert ótrúleg kaup f heilu góifteppa- og góffdúka- rúllunum fyrir heimiliö eða vinnustaöinn. AFSLÁTTUR 40-60% Börnin fá Emmess-ís og Hi-Ci. Þau una sér í Boltalandi rneðan foreldrarnir spara stórar upphæðir. Góðir greíðsluskiimálar. Euro og Visa afborgunarsamningar. Greiðslukort. mi Léttmynstraðar veggflísar og einlitar í þessum litum: hvítu, „beige“, Ijósgráu og rós. Stæröin er 20x25 sm. Verð áöur 1.525- AFSLÁTTUR17% 1.195- AFSLÁTTUR AF FLÍSUM ER 10-40% OP1Ð LAUGARDAGA FRÁ10 m 14. Teppaland • Dúkaland mmmmmmmmmmmm^mmmmm^mmmmmmmmmmmmmmm mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm öll verö eru uppgefin l fermetrum Grensásvegi 13, sími 83577, Rvik. Reuter Sendiherrann Shirley Temple Shirley Temple Black, fyrrum kvikmyndaleikkona og líklega frægasta barnastjarna allra tíma, tók í gær við embætti sem sendiherra Banda- ríkjanna í Tékkóslóvakíu. Hér er hún að ganga á fund Gustavs Hus- aks forseta í Prag og eins og sjá má voru margir komnir til að líta þessa kunnu konu. Temple hefur áður gegnt sendiherrastörfum í Ghana og hún var siðameistari Geralds Fords Bandaríkjaforseta á sínum tíma. Hreinsanir í Kína; Þúsundir manna send- ar í endurhæfingu Peking. Reuter. KÍNVERSKIR ráðamenn hyggjast senda þúsundir menntamanna sem starfa í Peking í endurhæfíngu í sveitum landsins þar sem þeir þykja ekki nógu hlýðnir stjórnvöldum, að sögn erlendra stjórnarerindreka. Samkvæmt því sem segir í opinberu menningarriti stendur til að senda alla menntamenn, sem útskrifast hafa úr skólum 1985 eða síðar og starfa í stofnunum menningarmálaráðuneytisins, til starfa í sveitum landsins í eitt til tvö ár. Erlendir stjórnarerindrekar segja að með ákvörðun sinni sé stjórnin að reyna að sýna náms- og mennta- mönnum í tvo heima. Hún sé að refsa þeim fyrir þá forystu sem þeir höfðu í aðgerðum umbótasinna í vor, sem náðu hámarki er kínverski alþýðuherinn braut andófið á bak aftur í bióðbaði í júní, og að reyna að koma í veg fyrir frekara andóf. „Allir sem ekki hafa hlotið þjálfun hjá grasrótarsamtökum verða senn sendir í slíkar vinnubúðir,“ sagði í menningarritinu China Culture í gær. Með starfi hjá grasrótarhreyf- ingu mun jafnan vera átt við hefð- bundin sveitastörf. Samkvæmt upp- lýsingum frá hinúm ýmsu stofnunum ríkisins virðist ákvörðunin eiga að ná til mun fleiri en þeirra sem starfa hjá menningarmálaráðuneytinu. Að sögn vestrænna stjórnarerindreka er jafnframt ætlunin að hreinsa kínverska kommúnistaflokkinn af mönnum, sem ekki þykja nógu hall- ir undir sjónarmið harðlínuaflanna. Song Ping, háttsettur fulltrúi í stjómmálaráðinu, sagði í viðtali við kínverska fjölmiðla í gær að andófið í vor hefði að einhveiju leyti verið flokknum að kenna og þyrfti hann að losa sig við ósækilega félaga. Skipt var um rektor í Peking- háskólanum í gær en þar kom til mikilla andófsaðgerða í vor og náms- menn við skólann vom í forystu umbótasinna. Ding Shisun var látinn víkja og Wu Shuging, fyrram aðstoð- arrektor, settur yfir skólann í hans stað. Ding var vinsæll meðal stúd- enta og hermt er að hann hafi bar- ist gegn fyrirmælum kínversku stjórnarinnar um hertar reglur fyrir skólann eftir aðför hersins að and- ófsmönnum. Meðal þeirra fyrirmæla var ákvörðun um að allir nýstúdent- ar við skólann skuli ljúka ári í her- skóla áður en raunverulegt háskóla- námn hefjist. EB: Matvæli send til Póllands Brussel. Frá Kristjáni Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins (EB) hefúr ákveðið að hefla nú þegar fyrirhugaðar matvælasendingar til Póllands. Bandalagið sendir 500.000 tonn af hveiti, 300.000 tonn af fóður- korni, 10.000 tonn af nautakjöti og 5.000 tonn af ólívuolíu til Póllands. Verðmæti matvælanna er áætlað rúmlega sjö milljarðar íslenskra króna. Gert er ráð fyrir því að pólsk stjórnvöld selji þessi matvæli og noti peningana, sem fyrir þau fást, til þess að draga úr áhrifum mikilla verðhækkunar á nauðsynjavöra, sem varð þegar verðlag var að miklu ieyti gefið frjálst fyrir skömmu. I lok júlí var fundur 24 ríkja hald- inn í Brussel til að fjaila um sameig- inlegar aðgerðir til styrktar Pólveij- um. Þar var samþykkt að ríkin ski- luðu inn skýrslum um fyrirhugaða aðstoð við Pólland og Ungvetjaland fyrir ok þessa mánaðar. Áætlað er að fulltrúar ríkjanna hittist á nýjan leik fyrir næstu mánaðamót.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.