Morgunblaðið - 24.08.1989, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.08.1989, Qupperneq 23
2591 r-iUI»Á Jí jl'lífclj'i. U.il.A.-ttHl ífclCM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24: ÁGÚST1989 Aðalfund- ur Skóg- ræktarfé- + lags Is- lands 59. AÐALFUNDUR Skógrækt- arfélags íslands verður haldinn í Menntaskólanum á Isafirði 25.-27. ágúst nk. Helsta mál fundarins verður Atak 1990 — Landgræðsluskógar. Fundurinn hefst á föstudags- morgun með afhendingu fundar- gagna og setningu formanns fé- lagsins, Huldu Valtýsdóttur. For- maður Skógræktarfélags ísafjarð- ar ávarpar fundinn og fráfarandi skógræktarstjóri, Sigurður Blönd- al, flytur ávarp. Þá verða venjuleg aðalfundarstörf en um kvöldið ann- ast framkvæmdanefnd Átaks 1990 kynningu á landgræðsluskógum. Átak 1990 var ákveðið í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags Islands sem verður á næsta ári. Það er sérstakt átak í landgræðslu — ræktun landgræðsluskóga — í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins og landbún- aðarráðuneytið. I tengslum við aðalfundinn verð- ur skógarreitur Skógræktarfélags ísafjarðar skoðaður og verða þar veittar leiðbeiningar um alhliða uppgræðslustörf, farið verður í Skálavík og á Bolafjall og á heim- leið á sunnudag verður komið við í gróðurreit Matthíasar Bjamason- ar í Arnarfirði. Borgarlista- menn heiðraðir Menningarmálanefiid Reykjavíkur og borgarráð hafa valið borgarlistamann og veitt starfslaun listamanns til þriggja ára. Davíð Oddsson horgarstjóri afhenti verðlaunin við athöfii sem haldin var í Höfða 18. ágúst sl. Nína Björk Árnadóttir er borgar- listamaður 1989. Hún hlaut skjal því til staðfestingar og áletraðan stein með nafni sínu, nafnbótinni og skjaldarmerki Reykjavíkur. Einar Hákonarson hlaut starfs- laun listamanns til þriggja ára. Fulltrúi Einars tók við laununum þar sem Einar var í útlöndum. Borgarstjóri nefndi við athöfnina að menningarmálanefnd borgar- innar hefði lagt til við borgarráð að tímabundinni ákvörðun, sem tekin var í tengslum við 200 ára afmæli borgarinnar, um að veita starfslaun listamanns til þriggja ára, yrði framhaldið. Hlaut þetta góðar undirtektir viðstaddra. Norræn ráð- stefha um full- orðinsfræðslu NORRÆN ráðstefiia um fullorð- insfræðslu verður haldin á Hótel Sögu, föstudaginn 25. og laugar- daginn 26. ágúst, á vegum Nor- rænu ráðherranefiidarinnar. Ráðstefhan ber yfirskriftina „Nýjar leiðir í fullorðinsfræðslu á Norðurlöndum". Á ráðstefnunni verða flutt erindi um tengsl milli vinnumarkaðs- menntunar og almennrar menntun- ar fyrir fullorðna, um fræðslu á vegum stórfyrirtækja í Banda- ríkjunum og Evrópu og um reynslu Dana og Svía í fullorðinsfræðslu. Gert er ráð fýrir að 10-15 þátt- takendur verði frá hveiju Norður- landanna og að alls sitji 70 manns ráðstefnuna. Hestaíþróttir: Heimsmeistara- mót í Frakklandi Frá Valdimar Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMÞYKKT var á aðalfundi FEIF að Frakkar fái næsta heimsmeistaramót í hestaíþrótt- um sem haldið verður 1991. Þeir hafa þó frest til áramóta til að ákveða hvort þeir treysti sér til að halda mótið, en franska Is- landshestasambandið er hvorki fjöhnennt né sterkt. Islendingar buðust til að aðstoða Frakkana og yrði sú aðstoð ráðgjöf við skipulagningu mótsins ef af því verður, ef Frakkar hinsvegar gefa mótið frá sér, er talið líklegt að Norðmenn muni halda það. Þá var samþykkt að Hollending- ar fái mótið árið 1993 ogjafnframt ákveðið að framvegis skuli staður fyrir heimsmeistaramót ákveðinn með meiri fyrirvara en gert hefur verið, svo mótshaldarar fái lengri tíma til undirbúnings. Þá var samþykkt að framvegis verði mótin kölluð heimsmeistara- mót og sigurvegarar heimsmeistar- ar með tilkomu Bandaríkjamanna og Kanadamanna. Spurst hafði út fyrir fundinn að leggja ætti til, að staða varaforseta yrði lögð niður, en Islendingar hafa ávallt gegnt þeirri stöðu. Þeim Kára Arnórssyni og Pétri Jökli Hákonarsyni sem sátu fund- inn fyrir íslands hönd tókst að koma í veg fyrir að þessi tillaga næði fram að ganga. Af öðrum samþykktum má nefna að næsti aðalfundur FEIF verður haldinn á Islandi í júlí á næsta ári að loknu landsmóti. Fram kom á fundinum mikill áhugi á að haldið yrði svokallað „mini“-heimsmeist- aramót í tengslum við iandsmótið og verður því komið á framfæri við hlutaðeigandi aðila á íslandi. Samþykkt var að næstu ungl- ingabúðir FEIF yrðu í Sviss á næsta ári, en einnig kom fram áhugi á að þær yrðu á íslandi árið 1991. Góð hey í Meðallandi Hnausum. HÉR hefiir verið ágætis veðr- átta, sólardagar eins og þeir geta bestir orðið. Hafa þeir kom- ið sér vel, ýmsir á fullri ferð að ljúka slætti, en sumir höfðu það af fyrir verslunarmannahelgi. Hljóta að vera góð heyin austan Mýrdalssands þvi hér hafa verið ágætis þurrkar. Óvenju mikil um- ferð var á hringveginum um versl- unarmannahelgina og hefur líklega aldrei sést önnur eins hér. Mikið hefur verið um ferðafólk í sumar og hefur veðráttan boðið upp á það. Messa var í bænahúsinu á Núpsstað, sunnudaginn ö. ágúst og hefur lengi verið messað þar einu sinni á ári og valin til þess verslunarmannahelgin. Var íjöl- mennt við athöfnina. Tunglmyrkvinn sást hér vel, því heiðríkt var að mestu og a.m.k. sumir hér sáu slfkt fyrirbæri í fyrsta sinn sem naut sín mjög vel. Nú aka ménn hér í Meðallandi á malbiki þar sem áður var versti grjótvegur, maður var hér á ferð núna sem hefur ferðast um allt ísland og kvaðst hann aldrei hafa ekið á jafn ömurlegum vegi og hér var og fannst viðbrigðin með ólík- indum. - Vilhjálmur Bólstaðarhlíðar- kirkja 100 ára SUNNNUDAGINN 27. ágúst verður þess minnst við guðs- þjónustu kl. 14 í Bólstaðarhlíð- arkirkju, Bólstaðarhlíðarhr. í A-Hún, að kirkjan hefiir þjónað söfiiuðinum í 100 ár. Við sama tækifæri setur prófast- ur Húnvetninga, sr. Guðni Þór Ólafsson á Melstað, nýjan sóknar- prest, Stínu Gísladóttur, inn í emb- ætti, en sl. 4 ár hefur prestakallið verið prestlaust og því þjónað af nágr:1 nnaprestum. Fyrrverandi sóknarprestum og þeim prestum sem hafa þjónað prestakallinu er sérstaklega boðið að taka þátt í hátíðinni þennan dag, auk allra sveitunga og velunn- ara kirkju og prestakalls. Söfnuðurinn býður til kaffi- drykkju í Húnaveri að lokinni hátíð- armessunni. Fyrirlestur umjarðfræði SÍÐASTI fyrirlesturinn í „Opnu húsi“ í Norræna húsinu verður i dag, fímmtudaginn 24. ágúst klukkan 20.30. Ari Trausti Guð- mundsson jarðfræðingur talar um jarðfræði og eldvirkni á ís- landi. Ari flytur mál sitt á norsku og eftir stutt kaffihlé verður sýnd kvikmyndin Eldur í Heima- ey og er hún með norsku tali. I anddyri Norræna hússins stendur yfir sýning um Vestmanna- eyjar er lýsir jarðeldunum í Heima- ey og myndun Surtseyjar. Bóka- safn og kaffistofa hafa opið fram til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. Á laugardag 26. ágúst verður síðasti fyrirlesturinn um ísland sem Borgþór Kærnested hefur flutt fyr- ir norræna ferðamenn í sumar. Klukkan 17 talar hann á sænsku og klukkan 18 fer fyrirlesturinn fram á finnsku. Fiskverö á uppboðsmörkuðum 23. ágúst FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 52,50 43,00 48,27 34,415 1.661.249 Þorskur(smár) 22,00 22,00 22,00 0,015 319 Ýsa 90,00 42,00 83,01 6,771 562.114 Karfi 12,00 12,00 12,00 0,028 333 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,071 1.066 Ufsi(smár) 12,00 11,00 11,78 1,789 37.835 Steinbítur 49,00 15,00 47,96 0,980 46.977 Lúða 160,00 140,00 149,60 0,253 37.835 Koli 25,00 25,00 25,00 0,211 5.263 Gellur 255,00 255,00 255,00 0,045 11.475 Kinnar 75,00 75,00 75,00 0,066 4.950 Samtals 52,70 44,643 2.352.664 í dag verða meðal annars seld 32 tonn af þorski, 3 tonn af ýsu, 10 tonn af karfa, 3 tonn af ufsa og óákveðið magn af steinbít, lúðu, gellum og kinnum úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 54,00 30,00 49,38 80,779 3.989.276 Þorskur(smár) 14,00 14,00 14,00 0,151 2.114 Ýsa 100,00 45,00 66,86 12,650 845.811 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,224 3.360 Ufsi 29,00 15,00 26,41 11,110 293.423 Ufsi(umál) 10,00 10,00 10,00 0,294 2.940 Steinbítur 56,00 56,00 56,00 0,711 39.816 Hlýri 56,00 56,00 56,00 0,030 1.680 Langa+blál. 15,00 15,00 15,00 0,316 4.740 Lúða(stór) 205,00 115,00 183,85 0,571 104.980 Lúða(smá) 190,00 140,00 184,82 0,332 61.360 Sólkoli 25,00 25,00 25,00 0,021 525 Skarkoli 68,00 25,00 53,43 0,480 25.648 Hnísa 5,00 5,00 5,00 0,040 200 Samtals 49,85 107,927 5.379.703 Selt var úr Jóni Baldvinssyni RE. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 50,50 46,00 49,52 6,387 316.263 Þorskur(umál) 15,00 15,00 15,00 0,007 105 Ýsa 79,00 26,00 39,86 5,041 200.952 Karfi 28,00 15,00 18,05 4,230 76.332 Ufsi 21,00 15,00 18,05 4,230 76.332 Steinbítur 48,50 15,00 45,03 2.148 96.714 Langa 40,00 17,00 36,15 1,371 49.568 Lúða 200,00 180,00 185,53 0,100 18.460 Skarkoli 30,00 30,00 30,00 0,006 180 Keila 12,00 7,00 7,35 0,359 2.640 Lax 150,00 150,00 150,00 0,070 10.500 Samtals 36,04 23,533 848.016 í dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr ýmsum bátum. Eskifiörður: Dvalarheimili aldr- aðra tekið í notkun Eskifírði. D V AL ARHEIMILI aldraðraá Eski- firði hefiir verið tekið í notkun. Húsið er um 300 m2 að grunnfleti, þijár hæðir auk kjallara. Á heimil- inu er rými fyrir 22 vistmenn í hjónaíbúðum og einstaklingsher- bergjum. Þar af er rými fyrir 12 á hjúkrunardeild. Við vígslu heim- ilisins var því gefið nafnið Hulduhlið til minningar um Huldu Björgúlfsdóttur síðustu húsfreyj- una á höfuðbólinu Eskifirði. Við vígslu Hulduhlíðar rakti Hrafn- kell A. Jónsson forseti bæjarstjómar Eskifjarðar byggingarsögu hússins. Upphaf byggingar dvalarheimilis aldraðra á Eskifirði má rekja allt aftur til ársins 1979 er bæjarstjórn kaus nefnd til að annast byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða. Síðan hefur verið unnið að því að þoka málinu áfram. Bygging Hulduhlíðar hófst svo 16. apríl 1989 og var húsið vígt nú 18. ágúst. í heimilinu eru 3 hjónaíbúðir, ein einstaklingsíbúð auk herbergja og rúmar húsið allt 22 vist- menn. Þar af er gert ráð fyrir rými fyrir 12 á hjúkrunardeild sem ekki er að fullu lokið. í kjallara er gert ráð fyrir sundlaug og endurhæfingar- aðstöðu sem samnýtist með heilsu- gæslustöðvunum á Reyðarfirði og Eskifirði. Kostnaðurinn við bygginguna nemur nú um eitthundrað milljónum og gert er ráð fyrir að um 16 milljón- ir kosti að ljúka því sem eftir er af húsinu. Hinn mikli og almenni áhugi fyrir byggingu dvalarheimilis aldr- aðra á Eskifirði meðal bæjarbúa er forsenda þess að Hulduhlíð er nú ris- in, segir Hrafnkell A. Jónsson forseti Við vígslu Hulduhlíðar rakti Hrafnkell A. Jónsson, forseti bæjarstjórnar, byggingarsögu hússins. bæjarstjórnar. Fjölmargir einstakl- ingar, félagasamtök og fyrirtæki hafa lagt fram stórar og smáar upp- hæðir til dvalarheimilisins. Stærsti hluti kostnaðarins hefur þó hvílt á bæjarfélaginu en Framkvæmdasjóður aldraðra hefur lagt 9 milljónir til byggingarinnar og vonast er tii að það verði aukið enn frekar. Þá er gert ráð fyrir að til byggingar hjúk- runardeildar og til þess hluta kjallara sem nýttur verður af heilsugæslu- stöðinni komi framlag frá ríkinu sem nemur 85% af byggingarkostnaði þessara hluta hússins. Ekkert hefur komið enn af þessu ríkisframlagi en þess er vænst að úr því rætist sem fyrst. Efnt var til samkeppni um nafn á húsinu og varð nafnið Hulduhlíð hlut- skarpast. Er það í minningu Huldu Björgúlfsdóttur, síðustu húsfreyju á höfuðbólinu Eskifirði. Hulda var mik- il baráttukona fyrir byggingu dvalar- heimilis aldraðra á Eskifirði og gaf verulegt fé til byggingarinnar. Hún ánafnaði dvalarheimilinu allar eigur sínar eftir sinn dag. Hulda lést 23. maí 1985. - Björn Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson. Hulduhlíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.