Morgunblaðið - 24.08.1989, Blaðsíða 24
AKUREYRI
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Harður árekstur
Allharður árekstur varð á mótum Glerárgötu og Þórunnarstræt-
is laust fyrir kl. 10 í gærmorgun, en þá skullu tvær fólksbifreiðar
saman. Tildrög óhappsins voru þau að bifreið sem ekið var suður
Þórunnarstræti fór yfir á rauðu ljósi, að sögn lögreglu. Engin
slys urðu á fólki, en fjórir voru í öðrum bílnum og ökumaður einn
í hinum. Annar bilanna er óökufær og hinn talsvert skemmdur.
Slátrun hefst 12. september:
Rúmlega 44 þúsund
fíár slátrað í haust
SAUÐFJÁRSLÁTRUN hefst í Sláturhúsi KEA á Akureyri þriðjudaginn
12. september næstkomandi. Alls verður rúmlega 44 þúsund fjár slátr-
að nú í haust og er það nokkru fleira en var í síðustu sláturtíð. Á
undanfórnum tveimur árum hefúr fé sem slátrað er á Akureyri fækkað
um 1.500 að meðaltali.
Óli Valdimarsson sláturhússtjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið að
flölgunin nú væri til komin vegna
þess að nú yrði fé ekki slátrað á
Dalvík eins og verið hefði. Fé frá
Ólafsfirði og Arskógsströnd verður
ekið til Akureyrar þar sem því verð-
ur slátrað. í síðustu sláturtíð var
slátrað um 7.000 fjár á Dalvík.
Síðasta. haust var slátrað um
43.800 fjár á Akureyri, en auk þess
var Kaupfélag Eyfirðinga með rekst-
ur sláturhússins á Kópaskeri á leigu
þar sem slátrað var um 19 þúsund
fjár. Engu fé verður slátrað á Kópa-
skeri nú í haust og tekur sláturhúsið
á Húsavík við fé frá svæðinu.
Fé sem slátrað hefur verið hjá
Sláturhúsi KEA á Akureyri hefur
fækkað með hveiju árinu og á síðustu
tveimur árum hefur því fækkað að
jafnði um 1.500. Óli sagðist búast
við að fé myndi áfram fækka á svæð-
inu, en bændur væri í nokkrum
mæli að breyta fullvirðisrétti sínum
yfir í mjólk.
Óli sagði að nægt framboð væru
af starfsfólki til starfa við slátur-
húsið og mikið væri búið að hringja
og spyijast fyrir um störf, en enn
væri ekki farið að auglýsa eftir fólki.
Reiknað er með að sláturtíðin taki
um sex vikur og henni ljúki 24. eða
25. október.
Vinnuslys
MAÐUR sem var við vinnu hjá
Timburvinnslu KEA á Lónsbakka
slasaðist nokkuð á hægri hendi, er
hún lenti í límvalsa sem hann var
að vinna við. Slysið varð rétt fyrir
hádegið í gær og var maðurinn
fluttur í Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri þar sem gert var að
meiðslum hans.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. AGUST 1989
Öldungadeild MA sam-
einuð deildinni í VMA
Síldarkvóti
Til sölu er síldarkvóti í skiptum fyrir þorskkvóta.
Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á aug-
lýsingadeild Mbl., merkt: „Síldarkvóti - 7713“.
• Hentar bæði ó timburhús
og steinhús.
VERNDGEGN
veorun pBwf,
Hi
SMIÐJUVEGUR4BS: 641150
ÖLDUNGADEILD Menntaskól-
ans á Akureyri verður sameinuð
öldungadeild Verkmenntaskól-
ans nú í haust, en þeir nemar sem
langt eru komnir í námi munu
þó Ijúka því við MA, en þar er
um að ræða 15 manna hóp.
Ástæða þess að hætt verður að
kenna öldungum við MA er lítil
aðsókn nemenda siðustu ár.
Jónas Helgason kennslustjóri í
öldungadeild Menntaskólans á Ak-
ureyri sagði að deildin hefði að
miklu leyti þjónað tilgangi sínum,
en fjölmargir hafa stundað þarnám.
Starfsemi deildarinnar hófst haust-
ið 1975 og fyrsti hópurinn var út-
skrifaður vorið 1977, en alls hafa
90 stúdentar verið brautskráðir frá
öldungadeild MA.
„Það hefur dregið mjög úr að-
sókninni á allra síðustu árum og
því þótti okkur ekkert vit í að halda
úti tveimur öldungadeildum. Við
munum leggja niður deildina hér
og vísum væntanlegum nemum á
öldungadeild Verkmenntaskólans,
en hún hefur verið fjölmenn þau
ár sem hún hefur verið starfandi,"
sagði Jónas.
I vetur verður haldið úti nokkrum
námskeiðum við öldungadeildina og
m.a. er ætlunin að kenna frönsku
næstu tvö árin, en engin franska
er kennd í VMA.
j j * y * >c • Morgunblaðið/Rúnar Antonsson
Nettobuðin opnuð
Fjölmargir lögðu Ieið sína í KEA-Nettó þegar búðin var opnuð á þriðjudaginn. Strax eftir að búðin var
opnuð var töluverður hópur fólks kominn í verslunina. KEA-Nettó er við Höfðahlíð 1 og er fyrirkomu-
lagið með svipuðum hætti og í Bónusbúðunum í Reykjavík. Rekstrarkostnaði er haldið í lágmarki, sem
kemur viðskiptavinum til góða í lægra vöruverði. Starfsmenn í versluninni verða þrír, en fleira fólk
verður að störfiim í versluninni fyrst um sinn. Verslunin verður opin firá kl. 13.00-18.30 virka daga og
á laugardögum frá 10.00-14.00.
Sækið námskeið hjá traustum aðila
Haldin verða á næstunni eftirfarandi námskeið:
LOKSINS
er hún komin utanhússklæóningin,
sem allir geta sett upp:
ROCKWOOL
steinullarklæóning með höróu yfirborði.
Námskeið Dagsetning
Grunnnámskeið í einkatölvum.........................4.- 6. september
WordPerfect (Orðsnilld) - ritvinnsla...........................9.-10. september
Word - ritvinnsla..............................................16.-17. september
Multiplan - töflureiknir.......................................23.-24. september
Ópus - fjárhags- og viðskiptamannabókhald...........30. sept. - 1. okt.
dBase IV - gagnagrunnur.................................7.-8. október
Ýmis stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku.
Skraning og frekari upplýsingar: Sími 91-688400.
Verzlunarskóli íslands
Mjög auðveld og
fljótleg í uppsetningu.
• Stærð 600x200x80 mm
• Mjög hátt einangrunargildi
sem þýðir verulega lækk-
un hitakostnaóar.
Húðuó með Flexcrete FCR 848
Decadex teygjanlegri
plasthúð.
TOLVUNAMSKEIÐ
J