Morgunblaðið - 24.08.1989, Side 27

Morgunblaðið - 24.08.1989, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1989, ■ ' - ' ■ ■ :_t 1______L Ríkey Ing-imundardóttir við verk sín. Hveragerði: Einkasýmng Ríkeyjar RÍKEY Ingimundardóttir myndhöggvari opnar í dag, fimmtudag 24. ágúst, einkasýningu í Eden, Hveragerði. Þetta er 11. einkasýning Ríkeyjar, síðast sýndi Ríkey í Lúxemborg, fyrr á þessu ári. Á sýningunni verða málverk og postulínsmyndir. Sýningin stendur yfir til 4. september. (Frcttatilkynning:) Minning: Þorsteinn Stefánsson frá Blómsturvöllum Selá góð Veiði hefur verið jöfn og góð í Selá í Vopnafirði síðustu vikurnar og lax alltaf að ganga. Þar eru nú komnir hátt í 800 laxar á land og ljóst að þama fer ein besta áin í sumar, því veitt er á sjö stangir í ánni og ljóst að talan mun hækka vemlega áður en yfir lýkur. Lax er nú kominn um alla á og nýlega vom Garðar H. Svavarsson og félagar á ferð á efra svæðinu. Vom þeir í fjóra daga og fengu á fimmta tug laxa, flesta væna mjög. Sem dæmi má nefna, að Haukur Garðarsson lét sig hafa að ganga í Efri Foss, sem er hálf þriðja klukkustund hvor leið. Hann veiddi sig niður með ánni og kom í hús kúguppgefinn seint um kvöld með drápsklyfjar, 7 laxa, allt að 17 punda, og meðal- þunginn 10 pund. Vesturdalsá mjög góð Mög góð veiði hefur verið í Vesturdalsá í Vopnafirði og vel á þriðja hundrað Iaxar komnir þar á land. Að sögn er stór hluti af- lans lax sem hefur verið tvö ár í sjó, 9 til 14 punda. Dijúgt mun af laxi í ánni og stöðugar göng- ur, ekki stórar, en jafnar. Langá Iéleg enn ... “Það er ekki ördeyða, en þetta er samt óttalega lélegt, kannski 4 til 5 laxar sem veiðast á dag og svona upp undir 400 laxar komnir á land á neðstu svæðunum í Langá og eitthvað á sjöunda hundraðið úr ánni í heild. Það hefur ekki verið jafn tregt síðan 1984, þegar það veiddust aðeins 610 laxar í ánni,“ sagði Runólfur veiðivörður við Langá í samtali við Mörgunblaðið í gær. Hann sagði jafnframt að enn væm að tínast inn nýgengnir laxar, en lítið magn. Þá væri ekki undan því að kvarta að enginn fiskur væri í ánni, það væri líf á hveijum veiði- stað, en laxinn væri orðinn grút- leginn og tæki illa. Fæddur 24. desember 1917 Dáinn 15. ágúst 1989 Mig langar með nokkrum orðum að minnast míns kæra tengdaföður, sem hefur lokið sínu ferðalagi. Nú verðum við að halda áfram án hans. Þorsteinn, eða Steini eins og hann var alltaf kallaður, fæddist að Gijótgarði í Glæsibæjarhreppi 24. desember 1917. Foreldrar hans vom Sigríður Guðrún Pálsdóttir og Stefán Valdimar Siguijónsson, bama- og unglingakennari og síðar oddviti. Voru þau hjóiiin mjög vel látin af öllum. Steini ólst upp við frekar kröpp kjör, eins og víða var á þeim tíma. Systkini Steina vom sex, þau Pálína, Baldur, Siguijón, Ragn- heiður, Frímann og Guðbjörg sem búsett er á Akureyri og ein lifir bróður sinn. Steini byijaði ungur að vinna eins og önnur börn hafa ávallt gert til sveita. Hann gekk í barnaskóla í Þinghúsinu, sem oftast var nefnt kuðungurinn. Þaðan lá leiðin í Alþýðuskólann að Laugum í Reykjadal. Þar lauk hann prófi vorið 1939 eftir tveggja ára nám. Á Laugum kynntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Jónínu Arn- fríði Víglundsdóttur frá Hauksstöð- um í Vopnafirði. Jónína, kölluð Ninna, réðst í vist að Möðruvöllum í Eyjafirði sumarið 1939, síðan í vist á Akureyri veturinn eftir, en Steini stundaði daglaunavinnu á Akureyri. Þarna endurnýja þau kynni sín og um vorið 1940 fluttist Ninna að heimili tengdaforeldra sinna að Blómsturvöllum í Glæsi- bæjarhreppi. Steini og Ninna giftu sig sumarið 1941 við skírn fyrstu barna sinna, tvíburanna Stefáns og Víglundar. Sumarið 1942 flytjast Steini og Ninna í Bjarg sem var lítið kot nið- ur við sjó í landi Blómsturvalla. Þar vora þau með smá búskap en einn- ig stundaði Steini vinnu utan heim- ilis á sumrin á Dagverðareyri og víðar. Árið 1948 flytjast þau aftur að Blómsturvöllum og taka þar við búi af foreldram Steina. Þar bjuggu þau til ársins 1970 að þau bmgðu búi og flytjast til Akureyrar. Steini og Ninna eignuðust átta börn, fyrst tvíburana fædda 24. júní 1941. Þau era: Stefán Valdi- mar, kvæntur Önnu Björnsdóttur, búsett á Akureyri; Víglundur, kvæntur Kristjönu Skarphéðins- dóttur, búsett á Húsavík; Haukur, f. 14.2. 1943, kvæntur Aðalheiði Gísladóttur, búsett á Akureyri; Sig- urður Guðmann, f. 5.12. 1946, kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur, búsett í Reylqavík; Páll, f. 7.10. 1948, kvæntur Sigurbjörgu Einars- dóttur, búsett á Akureyri; Ásta, f. 7.8. 1951, gift Jóhannesi Ola Garð- arssyni, búsett á Þinghól við Akur- eyri; Ragnheiður Guðbjörg, f. 22.1. 1955, gift Grétari Sveinbjörnssyni, búsett í Reykjavík; Þorsteinn Mar- inó, f. 30.4. 1957, kvæntur Guð- björgu Árnadóttur, búsett í Svíþjóð. Barnabömin em 24 og 1 langafa- barn. Eftir að Steini kom til Akureyrar vann hann lengst af hjá Plastiðj- unni Bjargi eða meðan heilsa hans leyfði. Að leiðarlokum langar mig að þakka Þorsteini tengdapabba fyrir hans ljúfa viðmót frá okkar fyrstu kynnum og allt síðan. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin, á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Hvíli hann í friði. Minning hans er ljós í lífi okkar. Kristjana Skarphéðins- dóttir og íjölskylda. + Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN Í. EIRÍKSSON, Barónsstfg 3A, andaðist þriðjudaginn 22. ágúst. Stella Guðjónsdóttir, Sigurður H. Konráðsson, Ómar Sigurðsson, Sigurbjörg Karlsdóttir, Bára Sigurðardóttir, Kristján Þorgeirsson, Erla Sigurðardóttir, Jón Arnar Sverrisson, og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR, fyrrum húsmóðir, Miðbæ, Hrísey, andaðist þann 22. ágúst að Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn. Prentvélar Óska eftir offsetprentvél og digulvél í góðu ástandi. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merk: „P - 1102“ FÉLAGSSTARF Aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Súðavíkurverður haldinn fimmtudaginn 24. águst nk. kl. 20.30 í kaffisal Frosta hf. Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Akureyringar - Eyfirðingar Halldór Blöndal, alþingismaður, verður með viðtalstima á skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins, Kaupangi, á morgun, föstudaginn 25. ágúst kl. 14.00-18.00, sími 21500. Wélagslíf Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20.30 almenn sam- koma. Jórunn Erla Stefánsdóttir talar. Föstudagskvöld kl. 20.00 bæn, lofgjörð og bænanótt (i kjallarastofunni). Allir velkomnir. Skipholti 50b 2. hæð Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. AGLOW - kristileg samtök kvenna Fundur verður í Menningarmið- stöðinni í Gerðubergi mánu- dagskvöldið 28. ágúst nk. kl. 20.00-22.00. Gestur fundarins verður Ester Jakobsdóttir frá Akureyri. Fundur hefst með kaffiveitingum, sem kosta 250,- krónur. Allar konur velkomnar. Samkoma í kvöld í Seltjarnarneskirkju kl. 20.30. Séra Sólveig Lára Guðmunds- dóttir predikar. Þorvaldur Hall- dórsson stjórnar söng. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almennur biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. [y^j útivist Helgarferðir 25.-27. ágúst Þórsmörk - Goðaland. Góð gisting í Útivistarskálunum Bás- um. Gönguferðir við allra hæfi. Fararstj. Egill Pétursson. Básar - Fimmvörðuháls - Skógar. Gist í Básum. Gengið á laugardeginum yfk hálsinn. Far- ið í Seljavallalaug. Fararstj. Hákon J. Hákonarson. Uppl. og farm. á skrifst., Grófinni 1, simar: 14606 og 23732. Ársrit Útivistar nr. 15 (1989) er komið út. Félagsmenn, vinsam- legast greiðið heimsenda gíró- seðla fyrir árgjaldinu. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. i kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þríbúðum, Hvefisgötu 42. Fjölbreyttur söngur. Vitnisburð- ir. Samhjálparkórinn tekur lagið. Ræðumaður er Þórir Haralds- son. Allir velkomnir. Samhjálp. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Frá Ferðafélaginu: 25.-30. ágúst: Landmanna- laugar - Þórsmörk (6 dagar). Gengið á fjórum dögum frá Landmannalaugum til Þórs- merkur. Gist i sæluhúsum F.í. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. 1.-3. sept. Óvissuferð. Spennandi ferð. Gist í svefn- pokaplássi. Upplýsingar og far- miöasala á skrifstofu F.I. Ferðafélag (slands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 0019533. Helgarferðir Ferðafélags- ins 25.-27. ágúst: Helgarferðin til Þórsmerkur verður frá laugardegi 26. ágúst til sunnudag 27. ágúst. Brottför kl. 8.00 laugardag. Ath. breyttan brottfarartíma. Landmannalaugar. Gist í sælu- húsi F.í. í Laugum. Ekið frá Laugum um Jökuldali i Eldgjá - gengið að Ófærufossi (dagsferð). Farnar gönguferðir um nágrenni Lauga. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 00 19533. Dagsferðir Ferðafélags- ins-sunnudag27. ágúst: Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 2.000,- Það er alltaf rétti tíminn til þess að dvelja í Þórsmörk hjó Ferða- félagi íslands. Kl. 10.00 Rauðsgil - Burfell f Reykholtsdal. Þetta er öku- og gönguferð. Gengið upp með Rauðsgili sem er afar fögur náttúrusmíð. Verð kr. 1.500,- Ki. 13.00 Eyrarfjall. Eyrarfjall er við sunnanverðan Hvalfjörð og verður gengið á fjal- lið að austan. Verð kr. 800,- Brottför frá Umferðarmlðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Fritt fyrir. börn að 15 ára aldri. Ferðafélag islands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.