Morgunblaðið - 24.08.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.08.1989, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1989 fclk í fréttum mjmM ■ ■ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þórdís Gísladóttir með dóttur sína við hástökksrána. HÁSTÖKK Þórdís byrjuð að æfa aftur Eg er ákveðin í að halda áfram að keppa. Maður bytjar rólega til að finna sig aftur í þessu,“ sagði Þórdís Gísladóttir íslandsmethafi í hástökki kvenna og afrekskona í öðrum greinum ftjálsíþrótta. Þórdís tók sér hvíld frá ströngum æfingum og keppni á meðan hún gekk með dóttur sína sem fæddist 14. júlí síðastliðinn. Þórdís býr á Laugarvatni ásamt manni sínum Þráni Hafsteinssyni. Hún er þegar byijuð að æfa en tekur það rólega í byijun. Hún sagði áhugann hafa blossað upp þegar hún fylgdist með bikarkeppni FRÍ á dögunum og engu munaði að hún tæki þar þátt. Litla dóttirin, sem enn er óskírð, fékk að fara með á völlinn fyrir stuttu í blíðskaparveðri á Laugar- vatni. Þá var hástökksráin sett í 1,88 m sem er íslandsmet Þórdís- ar. Sú litla hefur þegar fengið íþróttabúning sem er rækilega merktur Héraðssambandinu Skarp- héðni sem móðir hennar keppir fyr- ir. Sjálfsagt á hún eftir að trítla með móður sinni á æfingar þegar fram líða stundir. —Sig. Jóns. Morgunblaðið/Einar. Falur Á myndinni eru talið frá vinstri Anna Lísa, séra Vigfus Þór, Jón Thor og Áslaug. SUM ARFERMIN G Komu frá Kaliforníu í Dómkirkjuna Tvær íslenskar stúlkur búsettar í Kalifomíu voru fermdar í Dóm- kirkjunni á sunnudaginn var. Stúlkurnar heita Anna Lísa Jóns- dóttir sem er 14 ára og Aslaug Óskarsdóttir, 15 ára. Prestur var séra Vigfús Þór Ámason, sóknarprestur á Siglufirði. Hann var við fram- haldsnám í Berkeley háskóla síðasta vetur og hjá honum fengu stúlk- umar fermingarfræðsluna. Við þessa athöfn var einnig skírður lítill bróðir Áslaugar, Jón Thor Jónsson. Um 200 manns komu í kirkjuna og á eftir voru haldnar fermingarveislur. Stúlkumar hafa báðar búið í Bandaríkjunum í nokkur ár, Áslaug býr í E1 Cerrito sem er við San Francisco flóann og Anna Lísa býr í bænum Heyward, sem einnig er í nágrenni San Francisco. AFLAKLÓ Sjöhundruð rauðmagar á einum mánuði AFMÆLI Beatrice eins árs Beatrice litla, dóttir Andrés- ar Bretaprins og Söru eig- inkonu hans, varð eins árs göm- ul, áttunda ágúst. Þótt hún sé ung að ámm á hún stóran aðdá- endahóp í Bretlandi og veifaði tignarlega til mannfjöldans sem óskaði henni til hamingju með afmælið. Við íslendingar eigum marga góða sjómenn sem stundað hafa sjóinn í áratugi og em sumir hveijir enn að. Svo em þeir sem ekki hafa sjómennskuna að aðal- starfí og það em útvegsbændumir. Þeir rém áður fyrr til fískjar til að draga björg í bú og höfðu búskap- inn í hjáverkum þegar vel gaf til hafs. Margir em ennþá við þessa iðju og einn þeirra er Aðalbjöm Guðmundsson sem er ættaður frá Vatnsdal í Súgandafírði. Aðalbjöm ólst upp á Gelti þar sem foreldrar hans vom með bú- skap. Bjössi, eins og hann er kallað- ur, fór fljótt að róa til fískjar með föður sínum og hefur hann verið meira og minna við það síðan. „Já, ég hafði 700 rauðmaga og á fjórða hundrað glásleppur,“ sagði Aðalbjöm þegar hann var spurður um veiðina á vertíðinni. „Þetta var mjög stuttur tími eða rétt mánuð- ur. Eg man ekki eftir svona skarpri veiði, það hafa alltaf komið skorpur í veiðina yfír vorið, en núna var alltaf jafnmikið í netunum. Ég vildi ekki vera lengur að þessu, vegna þess að hann var farinn að verða dálítið grannur." „Ég hef eiginlega stundað rauð- magaveiði alla mína ævi. Ég var ekki nema lítill patti þegar ég fór að hjálpa til þegar farið var frá býlinu til veiða. Svo fór ég að stunda þetta fyrir alvöru eftir að hrogna- salan byijaði.“ - Hvað gerir þú við rauðmagann sem þú veiðir? „Ég læt taðreykja allan minn rauðmaga. Hann er saltaður fyrir reykingu og þá læt ég hann liggja í þurra salti í 8-10 tíma, það má ekki vera miklu meira því hann er Glaður í bragði heldur Bjössi heim frá höfhinni með soðmatinn sem trillukarlarnir gáfu honum. fljótur að drekka í sig saltið. Ég hef selt þó nokkuð og fólk lætur bara vel af honum.“ - R. Schmidt Morgunblaðið/Róbert Schmidt Bjössi á árabáti sínum sem hann kallar Leó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.