Morgunblaðið - 24.08.1989, Page 37

Morgunblaðið - 24.08.1989, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1989 Þessir hringdu .. . Óvirðing við sr. Bjarna Sigurður Runólfsson hringdi: „Eg fer oft niður í miðbæ Reylq'avíkur og það er eitt, sem ég er leiður yfír. Það er, að rusla- tunnur skuli vera hafðar fyrir aft- an höggmyndina af sr. Bjama Jónssyni við Dómkirkjuna. Mér fínnst þetta ósmekklegt og mælist til þess að þær verði fjarlægðar." Landbúnaðarmálin Þorvaldur hringdi: „Ég vil lýsa yfír stuðningi við það, sem Jón Baldvin sagði um landbúnaðarmálin. Mér finnst eins og bændur séu orðin sérréttinda- stétt, ef nýr búvörusamningur verður samþykktur. Gaman væri að heyra frá öðrum stjórnmála- mönnum um þetta mál. Hvað ætlar t.d. Sjálfstæðisflokkurinn að gera í þessu?“ Hjól og regnbuxur Lítið, rautt gírahjól af krakka- stærð fannst í Arbænum um verzlunarmannhelgina. Eigandi getur haft samband við Kristínu í síma 673848. Regnbuxur merktar Selmu töp- uðust á útihátíðinni í Húnaveri. Finnandi er beðinn um að hafa samband við Kristínu í sama síma. Græn taska Föstudaginn 11. ágúst tapaðist græn taska með krakkafötum annað hvort í Grafarvogi eða Kringlunni. Finnandi er beðinn um að hringja í síma 675816 eft- ir kl. 19. Veski Brúnt seðlaveski týndist 11. ágúst. Finnandi hringi í Önnu Eddu í síma 45346. Annað brúnt seðlaveski tapað- ist nýlega i Laugaráshverfi eða í Grafarvogi. Finnandi hafí sam- band í síma 675058 eða 985- 28696. Slæra framkoma við fatlaða Móðir hringdi: „Ég er móðir fatlaðs barns og vil vekja athygli á því skelfílega máli, hversu slæmt fordæmi full- orðið fólk sýnir í umgengni við fatlaða. Sem dæmi nefni ég, að á biðstofu lækna, þá er horft á bam- ið eins og það sé tvíhöfða lamb eða hvaðeina sem fólki dettur í hug í það og það skiptið. Annað dæmið er, ef bamið er úti á hjóli, þá hægir fólk á bflum sínum og gangandi stoppa til að virða fyrir sér „þetta fyrirbæri". Fólk almennt gerir sér ekki grein fyrir því, að heil sál sé gjam- an í fötluðum líkama og ég efast stórlega um að heilbrigðt fólk vilji láta góna svona á sig.“ Gleraugfu Gleraugu töpuðust í Norður- mýrinni fyrir um það bil mánuði. Finnandi hafi samband við Má í síma 24193. Hvimleitt agaleysi hjá SVK Til Velvakanda. Vegna reynslu minnar af strætis- vagnabílstjórum undanfarin ár lét ég loks verða af því að skrifa í fjöl- miðil, í þeirri von að bætur verði gerðar á aga hjá bílstjórum SVK og SVR, og þá sérstaklega SVK. Aldurs vegna hef ég þurft að nota strætisvagna til að komast leið- ar minnar, meðal annars í og úr vinnu sem ég hef stundað með skóla. Og það er ekki gaman að mæta of seint í vinnu, eða koma kl. eitt heim þegar maður er búinn að vinna klukkan hálftólf, vegna agaleysis og mistaka hjá vagnstjómm og yfir- manni þeirra. Svo fólk viti hvað ég er að tala um em hér nokkur óhöpp sem ég vitna í hjá SVK: 1. Farið af stað 10 mín. of seint og strætisvagnastjórinn keyrir mann upp á Borgarspítala og það er úr áætlun. 2. A.m.k. fjómm sinnum farið 3 mín. á undan áætlun hjá biðstöð, svo ég hef þurft að hlaupa innanbæjar- leiðina. 3. Nýliði fór út af áætlunarleið á malarplan „til að skoða bifreið," sagði vagnstjórinn, og þar rak hann framenda vagnsins niður harkalega þrisvar. 4. Nýliði gleymdi að stöðva þrisv- ar í sömu ferð þó að merki væri gefið um að stöðva. 5. Nýliði fór af stað 6 mín. eftir áætlun, keyrði eins og bijálæðingur (ég er nú ýmsu vanur), stöðvaði á miðri leið, talaði í 5 mín. og hélt svo áfram eins og vitlaus maður. 6. Svo að lokum hef ég a.m.k. þrisvar lent í að farin er önnur en áætluð leið vegna gatnagerðarfram- kvæmda án þess að skilja eftir skila- boð þess efnis og þar af leiðandi hef ég misst af vagninum. Hjá SVR man ég hins vegar að- eins eftir einu alvarlegu atviki. Þar var sleppt úr hluta af áætlaðri leið án nokkurs tilefnis og þegar ég tal- aði við SVR gegnum síma játaði maðurinn að hafa sleppt þessum hluta en yfirmenn hans gátu ekkert gert þar sem vagnstjórinn ræður sinni ferð að sögn SVR. Og geta nú ekki vagnstjórar og yfirmenn þeirra (ef nokkrir eru) sest niður og bætt úr þessu svo að ég þurfí ekki að vera lengur en þennan klukkutíma sem vanalega tekur mig að komast heim í strætó. Sæmundur Stefánsson a7 Sovéskir dagar 1989: Tðnleikar í Þjódleikhúsinu Lokatónleikar listafólksins frá Moldavíu, Kammerhljómsveitar moldaviska útvarpsins undir stjórn A. Samúile og óperu- söngvaranna Maríu Bieshú, sópran, og Mikhaíls Múntjans, tenor, verða í Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 27. ágúst og hefjast kl. 16 - kl. fjögur síðdegis. Á efnisskránni eru hljóm- sveitarverk, óperuaríur, einsöngslög og þjóðleg tónlist. Miðasala í Þjóðleikhúsinu laugardag kl. 13-17 og sunnudag kl. 13-16. MIR. Karlmannaföt kr. 5.500,- til 9.990,- Terylenebuxur kr. 1.395,- til 2.195,- Gallabuxur kr. 1.195,- og 1.420,- Flauelsbuxur kr. 1.220,- og 1.900,- Sumarblússur kr. 2.390,- og 2.770,- Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. ' Andrés, Skólavörðustíg 22, sími .18250. Hraölcstrarnámskeid Námskeið í hraðlestri hefst 30. ágúst nk. Þú lærir áhrifaríkar aðferðir í hraðlestri á námskeið- um Hraðlestrarskólans! Á níu ára starfstíma skólans hafa nemendur að jafnaði þrefaldað lestrarhraða sinn í öllu lesefni. Viljir þú bætast í hóp ánægðra nemenda skólans, skaltu skrá þig sem fyrst á námskeið. Skráning í síma 641091. Hraðlestrarskólinn ÞÆR ERD KOMN&R AFTUR! TVILUM VEGGSAMSTÆÐURNAR Á GÓÐA VERÐINU í beiki eða mahogny. Stærð: Breidd: 240 cm. Hæð: 176 cm. Dýpt: 41 cm. HúsgagnaAöllin REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.