Morgunblaðið - 24.08.1989, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1989
KNATTSPYRNA / LANDSLEIKUR
.. .Úti er ævintýri
Ítalíudraumur íslendinga á enda eftirtapfyrir Austurríkismönnum í Salzburg
ÍSLENDINGAR geta líklega gleymt öllum vonum um sæti í loka-
keppni heimsmeistarakeppninnar á Ítalíu á næsta ári. T ap fyrir
Austurríkismönnum í gærkvöldi, 1:2, gerir vonir þeirra nánast
að engu og líklega þyrfti kraftaverk til að koma íslendingum til
Ítalíu. En þrátt fyrir tap þurfa íslensku leikmennirnir ekki að
skammast sín, þeir léku vel og hefðu með smá heppni getað náð
í annað ef ekki bæði stigin.
Islendingar voru kannski minna
með boltann en þeir fengu ágæt
færi og áttu ágæta möguleika á
að ná að minnsta kosti jafntefli.
Austurríkismenn byrjuðu reyndar
betur og réðu ferðinni lengst af en
geta þó þakkað fyrir bæði stigin
úr þessum leik og samtals þrjú stig
úr tveimur leikjum sem hlýtur að
teljast mjög ósanngjamt.
íslendingar byrjuðu frekar illa
og á fyrstu mínútunum fengu Aust-
urríkismenn nokkur ágæt færi, tvö
þeirra eftir misskilning í íslensku
vöminni. Ragnar Margeirsson fékk
góð færi hinum megin, skaut fram-
hjá í fyrra skiptið en í því síðara
náði markvörðurinn að slá boltann
yfír. Sigurður Grétarsson fékk þó
líklega besta færi íslenska liðsins í
fyrri hálfleik. Bjarni Sigurðsson
átti langt útspark og Guðmundur
Torfason lagði boltann glæsilega
fyrir Sigurð. Lindenberger í aust-
urríska markinu varði hins vegar
glæsilega skot Sigurðar.
Tvö mörk á mínútu
Austurríkismenn náðu forystunni
á 48. mínútu er Pfeifenberger skor-
aði með þrumuskoti. Hann fékk
boltann út í vítateig, skaut föstu
skoti að marki, í Agúst Má Jónsson
og þaðan í netið.
Austurríkismenn vom ekki hætt-
ir að fagna þegar íslendingar jöfn-
uðu með glæsilegu marki. Ragnar
Margeirsson fékk boltann út í vítá-
teig, frá Ólafi Þórðarsyni, gaf sér
góðan tíma og lagði hann svo í blá-
homið. Glæsilegt mark sem þagg-
aði niður í austurrísku áhorfendun-
um. Ragnar var reyndar nálægt því
að skora aftur skömmu síðar er
gott skot hans fór framhjá aust-
urríska markinu.
Á 63. mínútu kom svo reiðarslag-
ið. Manfred Zsak fékk boltann
óvaldaður utan við vítateig. Hann
átti gott skot að marki en Bjami
Texti:
Logi B. Eiðsson
Myndir:
Bjarni Eiríksson
Sigurðsson virtist hafa boltann.
Hann náði þó ekki að halda honum
og boltinn datt inn í netið.
Austurríkismenn léku af skyn-
semi það sem eftir var og héldu
boltanum lengst af. Sigurður Jóns-
son fékk einu færi íslenska liðsins
en tvö góð skot hans fóm framhjá
austurríska markinu. Austurríkis-
menn fögnuðu því sigri og mikil-
vægu spori í átt til Ítalíu.
Mikil harka
Leikurinn var mjög harður og
greinilegt að bæði lið börðust af
krafti. Austurríkismenn bmtu oft
illa á íslensku sóknarmönnunum,
einkum á Sigurði Grétarssyni, og
komust upp með það. Þessi brot
drógu máttinn úr sóknarleik íslend-
inga og dómarinn hefði mátt gefa
fleiri spjöld til að koma í veg fyrir
slíkan leik.
íslenska liðið lék vel og það var
sorglegt að það skyldi tvisvar missa
niður jafntefli. Guðni Bergsson,
Sigurður Jónsson og Ragnar Mar-
geirsson áttu góðan leik og Sigurð-
ur Grétarsson. hélt austurrísku
varnarmönnunum við efnið, hélt
boltanum vel og skapaði hættu.
í heild má segja að íslendingar
hafi staðið sig mjög vel en augna-
blik án einbeitingar kostuðu dýr-
mæt stig og gerðu líklega vonir um
sæti í lokakeppninni að engu.
Pétur Arnþórsson fylgir hér vel eftir í leiknum. Hann varð fyrir því óláni
að einn Austurríkismaðurinn sleit af honum hálfsfesti, og varð Pétur að skilja
hana eftir utan vallar.
Sigurður og Ólafur í leik-
banni gegn A-Þjóðverjum
Islendingar urðu fyrir miklu áfalli í gær. Það var
ekki aðeins að liðið tapaði einum mikilvægasta
leik sínum, gegn Austurríkismönnum, heldur missti
það einnig tvo leikmenn fyrir næsta leik gegn
Austur-Þjóðveijum. Sigurður Jónsson og Ólafur
Þórðarson fengu nefnilega báðir gult spjald og
verða því ekki með.
„Það má segja að þetta komið á góðum tíma.
Við hjónin.eigum von á barni um svipað leyti og
leikurinn er gegn Austur-Þjóðvetjum og ég hefði
líklega ekki gefið kost á mér í þann leik,“ sagði
Sigurður Jónsson, sem fékk gult spjald strax á
sjöttu mínútu.
„Mér finnst það heldur lítið að leikmenn megi
aðeins fá tvö spjöld í heimsmeistarakeppninni. Þetta
eru harðir leikir og mikil barátta. En því miður er
ekkert við þessu að gera,“ sagði Ólafur Þórðarson.
Austurríki—ísland
2 : 1
Lehen-leikvangurinn í Salzburg, undan-
keppni heimsmeistarakeppninnar í
knattspymu, miðvikudaginn 23. ágúst
1989.
Mörk Austurríkis: Pfeifenberger (48.),
Zak (63.)
Mark íslands: Ragnar Margeirsson
(49.)
Gul spjöld: Sigurður Jónsson (6.), Rod-
ax (20.), Ólafur Þórðarson (78.) og Pfei-
fenberger (84.)
Dómari: Peter Mikkelsen frá Danmörku
án efa velkominn til Austurríkis í framt-
íðinni.
Línuverðir: Dangárd og Nielsen frá
Danmörku.
Áhorfendur: 17.000.
Lið Austurríkis: Klaus Lindenberger,
Kurt Russ, Robert Peci (Michael Steiter
31.), Anton Pfeffer, Heribert Veber,
Manfred Zsak, Gerhar Pfeifenberger,
Andreas Herzo^ (Alfred Hörtnagl 59.),
Andreas Ogris.
Lið íslands: Bjami Sigurðsson, Guðni
Bergsson, Ágúst Már Jónsson, Gunnar
Gíslason, Sævar Jónsson, Ólafur Þórðar-
son, Pétur Araþórsson (Rúnar Kristins-
son 70.), Si^urður Jónsson, Ragnar
Margeirsson (Ómar Torfason 80.), Guð-
mundur Torfason, Sigurður Grétarsson.
H GUÐNI Bergsson, vamar-
maður Islendinga, sýndi mjög
skemmtileg tilþrif er hann „skutl-
aði“ sér á eftir Gerhard Rodax sem
komst fram hjá honum. Guðni náði
hvorki leikmanninum né boltanum
og dómarinn lét leikinn halda
áfram. „Ég var nú bara nokkuð
ánægður með „skutlið," sagði
Guðni, eftir leikinn, og hló. „Boltinn
stoppaði í grasinu og því misreikn-
aði ég hann. Það var því ekki um
annað að ræða en að kasta sér á
eftir Rodax og reyna að stöðva
hann. Það varð ekkert úr þessu
færi og ég má þakka fyrir að ég
náði honum ekki, annars hefði ég
líklega fengið rautt spjald," sagði
Guðni Bergsson.
H ÞEGAR fyrri hálfleikur var
hálfnaður kastaði einn áhorfandinn
flugeldi inn á vollinn. Hann logaði
þar í smá stund en dómarinn stöðv-
aði ekki leikinn. Austurríkismenn
geta þakkað fyrir að ekki fór verr
en mega búast við áminningum frá
Alþjóða knattspyrnusamband-
inu, FIFA.
H RÚMLEGA tvö hundruð
stuðningsmenn Islendinga komu
gagngert að heiman til að sjá leik-
inn. Við ^ þann hóp bættust svo
margir íslendingar sem verið
höfðu á flakki um Evrópu og komu
við í Salzburg til að fylgjast með
leiknum. Þessi áhorfendur voru
kannski ekki margir en það var
tekið eftir þeim. Það hefði þurft
þjálfað eyra til að reikna út að öll
þessi hróp kæmu frá aðeins um 250
Islendingum.
Opna Olís -BP
golfmótið
fer fram í Grafarholti, helgina 26. og 27. ágúst
Leiknar verða 36 holur. Keppt verð-
ur í karla- og kvennaflokki án for-
gjafar og einum forgjafarflokki
karla og kvenna. Keppni hefst kl. 8
báða dagana. Þátttökugjald er
kr. 2.500,-
Karlaflokkur
1. sæti: 25.000 kr.; 2. sæti: 15.000
kr.; 3. sæti: 10.000 kr.
Kvennaflokkur
Keppendur fá í verðlaun vöruútekt
í OLÍS-búðunum. 1. sæti: 15.000 kr.
verðmæti; 2. sæti: 10.000 kr. verð-
mæti; 3. sæti: 5.000 kr. verðmæti.
Forgjafarflokkur
Keppendur fá í verðlaun vöruútekt
í OLIS-búðunum. 1. sæti: 15.000 kr.
verðmæti; 2. sæti: 10.000 kr. verð-
mæti; 3. sæti: 5.000 kr. verðmæti.
Allir keppendur fá glæsilegan
gjafapakka og sá keppandi sem
kemst næst því að slá holu í tveim
höggum á 14. braut
fær í verðlaun
gasgrill af
fullkomnustu gerð.
á holu i tveim
H
VERIÐ UPPSELT - SKRÁIÐ YKKUR TÍMANLEGA í G0LFSKÁLANUM GRAFARHOLTI í SÍMA 8 2815.