Morgunblaðið - 24.08.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.08.1989, Blaðsíða 40
BYSSUR OG SKOTFÆRI Heildsöludreifing: I.Guðmundsson,sími:24020 SAGA CLASS Fyrir þá sem eru aðeins á undan __ FLUGLEIÐIR FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Útflutningur á eldislaxi nær þrefeldast milli ára Verðhækkun í Evrópu og Bandaríkjunum Útflutningsverðmæti í fiskeldi er áætlað rösklega tvöfalt meira á þessu ári en í fyrra eða 750-800 milljónir króna samanborið við um 300 milljónir í fyrra. Framleiðsluverðmæti fiskeldisfyrirtækja Ijórfald- ast frá því í fyrra og er áætlað kringum 4 milljarðar á árinu. I ár er reiknað með framleiðslu á 3.500 tonnum af laxi samkvæmt áætlun Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva. Búvöruverð hækkar um mánaðamót VERÐ á búvörum hækkar í byijun næsta mánaðar, en ekki liggur enn fyrir hversu mikil hækkunin verð- ur. Nýtt verð á mjólkurafúrðum tekur væntanlega gildi 1. septem- ber, en nýtt verð á sauðfjárafúrðum ekki fyrir fyrr en um 10. september. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar ritara sexmannanefndar koma magntölur og einingaverð búvara nú til endurskoðunar, auk þeirra verð- lagsbreytinga sem orðið hafa frá síðustu hækkun búvöruverðs. Þannig sé því ekki um venjubundinn árs- ijórðungslegan framreikning að ræða, heldur raunverulega nýja samninga. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri: Vextir lækki 1. september JÓHANNES Nordal, seðlabanka- stjóri, segir þann mun, sem nú er á verðbólgu og vöxtum óverð- tryggða útlána vera of mikinn. Gerir hann ráð fyrir að bankarnir muni lækka vexti sína verulega þánn 1. september næstkomandi. Jóhannes sagðist telja að þessi munur myndi minnka á næstunni og hefðu bankarnir verið að lækka vexti jafnt og þétt. Þar sem lánskjaravísit- ala hefði ekki legið fyrir fyrr en 21. ágúst mætti búast við breytingum á grundvelli hennar 1. séptember. „Við teljum að þessi munur sé of mikill núna. Það er greinilegt að verðbólgan er komin niður og mun haldast á því stigi næstu mánuði. Það er því ástæða til að lækka nafnvexti veru- lega 1. september og reiknum við með að það gerist. Við teljum enga ástæða til að ætla annað en að veru- leg lækkun verði hjá bönkunum 1. september." Þegar Jóhannes var spurður álits á því hvað hann teldi vera eðlilega lækkun vaxta við þessi skilyrði sagði hann vexti á verðtryggðum lánum nú vera í kringum 7-8% og mætti telja eðlilegt að ávöxtunin á víxillán- um væri á svipuðu stigi. Framleiðsluaukning á laxi er fyrst og fremst hjá strandeldisstöðvunum og má þar nefna að hjá íslandslaxi eykst framleiðslan úr 236 tonnum í 450 tonn. Hjá Lindalaxi var slátrað laxi í fyrsta sinn síðastliðinn mánu- dag og er gert ráð fyrir að framleiða þar 150-200 tonn af laxi í ár en auka hana í 1.000 tonn á næsta ári. Þá mun ísþór í Þorlákshöfn hefja slátrun á þessu ári og er reiknað með að framleiðslan verði innan við 100 tonn á árinu og nokkur hundruð tonn á næsta ári. Hjá þeim strandeld- isstöðvum sem þegar eru í rekstri er mikill áhugi fyrir að auka afköst stöðvanna meðal annars með súrefn- isábót. Stórar kvíaeldisstöðvar hafa einn- ig verið að auka við sig, fyrst og fremst ísno sem bæði er í Lónum í Kelduhverfi og Vestmannaeyjum svo og íslenska fiskeldisfélagið á Sund- unum við Reykjavík. T.d. er gert ráð fyrir að framleiðsla ísno verði um 450 tonn á árinu. Verð á laxi hefur hækkað í Evrópu og Bandaríkjunum að undanfömu. I Frakklandi er verð á hafbeitarlaxi orðið svipað og í fyrra, að sögn Jóns Sveinssonar framkvæmdastjóra Lá- róss, en verð á laxi lækkaði verulega um tíma vegna mikils framboðs frá Noregi. Jón segist hafa fengið óstað- fest tilboð frá Frakklandi um 335 króna skilaverð fyrir kílóið af tveggja til þriggja kílóa hafbeitarlaxi. Sjá viðskiptablað Bl. Tilraunaveiðar hafriar við Eldey: Falleg og stór rækja TILRAUNAVEIÐAR á rækju við Eldey hófúst á mánudag en fimm bátar fengu fyrir skömmu leyfi til að stunda þessar veiðar til 15. september næstkomandi. Að sögn skipverja á Sandvík GK er rækjan við Eldey falleg og sæmilega stór. Enginn kvóti er á rækjuveiðunum við Eldey en árangur þeirra verður metinn eftir 15. september, að sögn Árna Kolbeinssonar ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu. Leyfi til veiðanna fengu Guðfinnur KE, Hjördís GK, Ólafur GK og Fengsælí GK, auk Sandvíkur GK. • » *---- Þúsund bíl- ar óseldir UM ÞAÐ bil 1.000 bílar af árgerð 1989 og eldri eru enn óseldir hjá bifreiðaumboðunum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þar af mun nær þriðjungur vera hjá éinu umboði. Minna en fimm þús- und nýir bílar hafa verið seldir það sem af er árinu. Bílar af ár- gerð 1990 eru þegar komnir til landsins og byrjað að selja þá hjá sumum umboðum. Óseldu bílarnir eru af árgerðum 1987 til 1989 og skiptast misjafnlega eftir umboðum. Eitt umboðanna á um 300 bíla óselda af öllum þessum árgerðum, samkvæmt heimildum blaðsins, annað um 150 bíla og tvö um 100 bíla. Mikill samdráttur hefur orðið í sölu nýrra bíla á síðasta ári og þessu. 1987 seldust um 18 þúsund fólks- bílar, í fyrra um 12 þúsund og það sem af er þessu ári innan við fimm þúsund bílar. Heimildarmenn Morg- unblaðsins telja ólíklegt að mikið eigi eftir að bætast við þá tölu, telja ekki ósennilegt að innan við sex þúsund bílar seljist á árinu öllu. Þessi trega sala hefur aftur orðið til þess að lífga viðskipti með notaða bíla og hækka verð á þeim. Morgunblaðið/Bjarni Tap þrátt fyrirgóða firammistöðu Islenska landsliðið í knattsyrnu stóð sig vel í landsleiknum gegn Austurríki þrátt fyrir 1-2 tap, enda var það ákaft hvatt áfram af íslenskum knattspyrnuáhugamönnum, sem fylgdu liðinu til Austurríkis. Sjá nánar bls. 38 og 39. Grunnskólar í Reykjavík settir 6. september: Árlega flölgar nemend- um grunnskóla um 250 ÁRLEG meðalflölgun grunnskólanemenda í Reykjavík, hefur numið 250 börnum á síðustu fimm árum. Á þessum tíma hafa sex ára börnin eða nýnemarnir verið mun fjölmennari heldur en árgangarnir, sem eru að ljúka grunnskólanámi. Auk þess fjölgar grunnskólanemendum í Reykjavík vegna fólksflutninga frá landsbyggðinni til höfúðborgarinn- ar, að sögn Ragnars Georgssonar, Grunnskólamir í Reykjavík verða settir miðvikudaginn 6. september, en skólarnir hefja starf föstudaginn 1. september með því að kennarar mæta til starfa eftir sumarleyfi. Þeir munu heija skólastarfið með kenn- arafundum og frekarí undirbúningur fer fram mánudag og þriðjudag, 4. og 5. september. Gera má ráð fyrir að grunnskólar annars staðar á landinu hefji störf á svipuðum tíma. skólafulltrúa í Reykjavík. Skólastjórum er þó í sjálfsvald sett hvenær nákvæmlega þeir hefja kennslustörf, en samkvæmt lögum geta skólastjórnendur ráðstafað átta starfsdögum yfir árið. „Við höfum ekki lengi séð svona stóra árganga eins og nú eru að koma inn í skólana og ef fram held- ur sem horfir, á enn eftir að fjölga í skólunum. Til dæmis eru 1.700 börn, fædd í fyrra, á manntali í Reykjavík. Svo stóran árgang í íbúa- skránni höfum við ekki séð síðan árið 1966. Meðalárgangur forskóla- barna í Reykjavík var kominn allt niður í 1.300 börn fyrir sex til átta árum. Síðan hefur þetta stigið upp á við ár frá ári og í haust setjast 1.540 sex ára börn á skólabekk í Reykjavík," sagði Ragnar. Að meðaltali munu 22,9 nemendur sitja í hverri bekkjardeild í grunn- skólum Reykjavíkur í vetur og mun það hlutfall hvergi annars staðar vera eins hátt, að sögn Ragnars. í fyrra mun þetta meðaltal hafa num- ið 22,6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.