Morgunblaðið - 03.09.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 03.09.1989, Síða 1
96 SIÐUR B/C 199. tbl. 77. árg. SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS HORFT YFIR TIL HAFNARFJARÐAR Morgunblaðið/PPJ Færeyjar: Atvinnuleysi og erfiðir nið- urskurðartímar frannmdan Þórshöfh. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Landstjórnin nýja hefiir lagt fram sín fyrstu Qárlög og eru niðurstöðutölur þeirra um 25 milljarðar ísl. kr. Einkennast þau af sparnaði og niðurskurði og augljóst er, að i fyrsta sinn í langan tíma er atvinnuleysi framundan í Færeyjum. A það ekki síst við um byggingariðnaðinn. Hversu stórt er táknið pí? St. Cloud í Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BRÆÐURNIR Gregory og David Chudnovsky, stærðfræðingar við Col- umbía-háskólann í New York, eru nú að reikna út nákvæma stærð „písins“, sem er hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Á barnaskólaárum fiillvaxta íslendings var stærð písins talin vera 7? eða rúmlega 3,14159. Þeir hafa núna reiknað dæmið svo langt að aukastafir í útkomunni eru orðnir á annan milljarð að tölu, eða nákvæmlega 1.011.196.691 tölustafir. Dæmið er ekki enn gengið upp og bræðurnir .halda áfram að reikna og vilja ekki gefast upp. Grænland: Krómmengun í Julianeháb Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. KOMIST hefúr upp um umfangsmikla krómmengun í höfninni í Julianeháb á Suður-Grænlandi og hafsvæðinu fyrir utan höfiiina. Króm er notað við sútun á selskinnum hjá sútunarverk- smiðju grænlensku Iandsljórnarinnar í bænum. Dönsk umhverfismálayfír- völd mæltu með því á árinu 1986, að komið yrði upp hreinsibúnaði við verksmiðjuna, en því hefúr ekki verið sinnt enn. Á þessu ári hafa farið þijú til Qögur tonn af krómi í höfhina, þar sem íbúarnir veiða sér til matar. Reykingar kvenna: Barnið í hættu frá getnaði London. Reuter. KONUR verða að hætta að reykja áður en þær verða þungað- ar til að firra ófædd börn sín heilsutjóni. Hópur vísindamanna við Cambridge- háskóla komst að raun um að hjá konum sem reykja verða breytingar á legkökunni, sem flytur súrefni og næringu til barnsins. Þessar breyting- ar trufla súrefúis- og næringarflæði í gegnum legkökuna og geta haft skaðvænleg áhrif á barnið, að því er fram kom í skýrslu um rannsóknina. Það, sem við okkur blasir, eru miklir niðurskurðartímar og raunar má segja, að stjórnin hafi tekið það eitt í arf frá þeim, sem hér hafa farið með völdin," sagði Ivan Johannessen, fjármálaráðherra og þingmaður Sambandsflokksins, þegar hann lagði fram fjárlagafrumvarpið. Sagði hann, að það þyrfti sterkan „lút“ til að hreinsa upp og bæta úr því, sem aflaga hefði farið í landstjórninni allt frá 1984. Opinberum starfsmönnum verður fækkað og dregið verulega úr framkvæmdum. Johannessen kenndi einkum Jafnaðar- flokknum um hvernig komið er fyrir fær- eysku efnahagslífi og sagði, að almenningur væri að sjálfsögðu svartsýnn og horfði með kvíða til framtíðarinnar. „í mörg ár höfum við baðað okkur upp úr endalausu peninga- flóði og siðurinn verið sá að reyna að upp- fylla óskir allra, hveijar sem þær hafa ver- ið. Almenningur veit hins vegar, að við erum ekki að gera það okkur til skemmtunar að skera niður útgjöldin. Það er auðveldara að afla sér vina með því að deiia út fénu á báðar hendur, peningum, sem geta ekki komið frá öðrum en skattgreiðendum. Nú er bara einfaldlega komið að skuldadögun- um,“ sagði Johannessen og bætti því við, að nú riði á, að þjóðin sameinaðist um að vinna sig út úr vandanum. Tímarnir eru breyttir í Færeyjum og þeir fyrstu, sem verða fyrir barðinu á því, eru byggingarfyrirtækin. Eru þau fjögur, sem eitthvað kveður að, og hafa í mörg ár orðið að reiða sig á íslenskt og danskt vinnuafl til að anna verkefnunum. Sem dæmi má nefna Danberg-fyrirtækið, sem hafði rúörg hundruð manns á launaskrá en nú eru að- eins 40 eftir. Sömu sögu er að segja af öðrum fyrirtækjum og á verkfræðiskrifstofu landstjórnarinnar standa einnig miklar upp- sagnir fyrir dyrum. Verktakar eru mjög óánægðir með þessa þróun og sagði Eyðum Waagstein, forstjóri byggingarfyrirtækisins G. Waagstein, að vissulega hefði verið ráðist í of mikið á undanförnum árum en jafn rangt væri að loka á allt á svipstundu. Sagði hann, að afleiðingarnar yrðu mikið atvinnuleysi en það ástand þekkja flestir Færeyingar aðeins af afspurn. Færeyingar eru staddir á vandrötuðum vegamótum og enginn veit hvað Íramtíðin ber í skauti sér. Það vita þó allir, að „gull- öldin“ er liðin og kemur ekki aftur í bráð. IIIANRÍKISÞ JONUST AN í ÚLFAKREPPU ? 710

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.