Morgunblaðið - 03.09.1989, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989
ERLENT
INNLENT
Tvö skip
seld frá
Patreks-
firði
Skip þrotabús Hraðfrystihúss Pat-
reksíjarðar, Sigurey og Þrymur,
voru seld á nauðungaruppboði á
Patreksfirði á mánudag. Ef salan
á Patreki fyrr á árinu er tekin með
hefur 75% af afla togara og vertíð-
arbáta á Patreksfirði farið úr
byggðinni.
Þrír handteknir
Lögreglan í Reylqavík handtók þijá
menn í húsi við Sogaveg á
þriðjudagsmorgun. Einn
mannanna reyndist hafa hleypt af
skotvopnum inni í húsinu og út um
kjallaraglugga. Mennimir voru
ölvaðir. *
Borgaraflokkur í stjórn?
Borgaraflokkurinn hefur rætt
við stjómarflokkanna um inngöngu
flokksins í ríkisstjóm. Líklegt er
talið að flokkurinn fái ráðuneyti
dóms- og kirkjumála og fyrirhugað
umhverfismálaráðuneyti.
ERLENT
Óvæntur ftindur
Steinþró frá 10. öld fannst við
uppgröft á Granastöðum í Eyjafirði
í byijun síðustu viku. Bjami
Einarsson, fomleifafræðingur,
sagði fundinn óvæntan. Ekki hefði
verið vitað til þess að slík ílát hefðu
verið notuð á þessum tíma.
ASÍ óskar svara
Alþýðusamband íslands hefur
sent forsætisráðherra bréf, þar sem
óskað er svara um efndir á 8
loforðum af 12, sem ríkisstjómin
gaf til að greiða fyrir
kjarasamningum í apríl sl.
Landsbankinn kaupir
Samvinnubanka
Landsbankinn keypti 52% hlut
SÍS í Samvinnubankanum á
föstudag. Kaupverð hefur ekki
verið gefíð upp, en mun vera á
bilinu 700-1000 milljónir. Útibú
bankanna verða víða sameinuð og
nafn Samvinnubanka lagt niður.
Mjólk hækkar
Mjólkurvörur hækkuðu á
föstudag um 10,1 til 14,3%.
Mjólkurlítrinn kostar nú 70,20
krónur, en kostaði áður 63,10.
Peli af rjóma kostar nú 144,70
krónur, en kostaði áður 126,60 og
kíló af smjöri hækkaði úr 479,90
í 546,30 krónur.
Kólumbía:
Herjað á fíkni-
efíiaþijóta
Herferð kólumbískra stjóm-
valda gegn fíkniefnaþijótum í
landinu færðist enn í aukana í
vikunni, þrátt fyrir beiðni helstu
„eiturlyfjabar-
óna“ landsins
um friðarviðræð-
ur. Virðast þeir
vera tilbúnir til
þess að láta allt
í sölumar frekar en að verða
framseldir til Bandaríkjanna. Milli
50-100 bandarískir hemaðarráð-
gjafar vom sendir til Kólumbíu á
fímmtudag. í Medellín, höfuðborg
landsins em hvarvetna hermenn,
gráir fyrir jámum, og hefur út-
göngubann verið sett á millí kl.
22.00 og 06.00.
Kaunda styður de Klerk
Kenneth Kaunda Zambíuforseti
lýsti öllum að óvömm stuðningi
við umbótaáætlun F.W. de
Klerks, hins nýja forseta Suður-
Afríku. Gerðist þetta á fundi þjóð-
höfðingjanna í Zambíu á mánu-
dag. í áætlunni felast tilslakanir
á aðskilnaðarstefnu Suður-
Afríkustjómar, en stuðningur
Kaundas þykir mikill sigur fyrir
de Klerk og ósigur fyrir Afríska
þjóðarráðið (ANC), sem skoraði
ítrekað á Kaunda að hundsa
fundinn.
Moldavíska ríkismál
Mótmælum Moldava í vikunni.
lauk með því að moldavíska, sem
í raun er rúmensk mállýska, var
á fimmtudag tekin upp sem ríkis-
mál í stað rússnesku. Þá var lat-
neskt stafróf tekið upp á nýjan
leik, en Kremlverjar prönguðu
kýrillísku letri inn á Moldava eftir
innlimun svæðisins í Sovétríkin
við lok Seinni heimstyijaldarinn-
ar. Rússneska verður þó áfram
notað sem mál í samskiptum
hinna ýmsu þjóða og þjóðarbrota
Sovétlýðveldisins.
Þúsundir Kínverja ofsóttir
Amnesty Intemational, mann-
réttindasamtökin víðkunnu,
skýrðu frá því á þriðjudag, að
þúsundir Kínveija ættu yfir höfði
sér dauðarefsingu eða langa fang-
elsisdóma vegna ofsókna komm-
únistastjómarinnar í Peking á
hendur andófsmönnum og öðrum
þeim, sem kröfðust lýðræðis, í
mótmælaöldunni í júní síðastliðn-
um. Henni lauk með fjöldamorð-
um Kínverska alþýðuhersins á
Torgi hins himneska friðar.
Opinberir sjóðir í
Færeyjum þurrausnir
Kreppan í Færeyjum versnar
enn og er nú svo komið að flestir
opinberir sjóðir líta nú á tóman
botninn þegar skyggnst er í kass-
ann. Byggingasjóður landsstjóm-
arinnar er þegar tæmdur og aðrir
eru á sömu leið. Lánsreglur hafa
flestar verið hertar og hefur Fær-
eyska landsstjómin nú á pijónun-
um að afnema verðbætur á laun
og skera niður bamabætur í von
um að rétta fjárhaginn eitthvað.
50 ár liðin frá upphafi
Seinni heimsstyrjaldar
Á föstudag voru 50 ár liðin frá
því að stormsveitir Þriðja ríkisins
brunuðu inn í
Pólland eftir að
griðasamningur
nazistaforingj-
ans Adolfs Hitl-
ers og Sovétleið-
togans Jósefs Stalíns hafði vikið
öllum efasemdum um ágæti innr-
ásarinnar úr huga Hitlers. Inn í
styijöldina drógust velflest ríki
Evrópu og Sovétríkin, Bandaríkin
og Kanada í Vesturheimi, auk
Japans og fjölda ríkja í Asíu,
Afríku og Eyálfu. Styijöldinni
lauk ekki fyrr en Japanjr urðu að
Iáta í minni pokann fyrir nýfengn-
um kjamorkumætti Bandaríkja-
manna í ágúst 1945.
Alþjóða þingmannasambandið:
Þingkonum hefur fækkað
Genf. Reuter.
KONUM reynist æ erfiðara að komast á þing, að því er Alþjóða þing-
mannasambandið, IPU, sagði á fimmtudag. Hundraðshluti kvenna á
þingum heims minnkaði úr 14,6% í ársbyijun 1988 niður í 12,7% á
miðju þessu ári, samkvæmt könnun, sem sambandið hefiir látið gera.
Á árinu 1975, upphafsári kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna, voru
konur 12,5% þingmanna.
Stöðnunin í þessum efnum er
mjög greinileg," sagði Michel
Barton, talmaður IPU. Aðild að sam-
bandinu eiga 112 af 145 þjóðþingum
heimsins. „Okkur hefur ekkert miðað
áleiðis," sagði hann á fundi með
fréttamönnum.
Af þingmönnum 130 þjóðþinga,
sem svöruðu erindi sambandsins,
voru konur 3937 af 31.055 þing-
mönnujn á miðju þessu ári, en voru
4167 af 28.544 þingmönnum 133
þinga í ársbyijun 1988.
Mest varð fækkun þingkvenna í
Sovétríkjunum, úr 34,5% í 15,3%,
með tilkomu nýja fulltrúaþingsins,
sem kosið er til og hefur um sumt
svipaða stöðu og vestræn þjóðþing.
I Póllandi, þar sem einnig varð
hreyfíng í lýðræðisátt, fækkaði kon-
um sömuleiðis í þingkosningunum í
júnímánuði síðastliðnum, úr 20,2% í
13,3%.
Alþjóða þingmannasambandið
flokkar aðildarþingin ekki eftir því,
hvort þingmenn eru kosnir til þeirra
með fijálsum hætti eða hvort stjóm-
völd tilnefna þá.
Á ráðstefnu sem sambandið
gengst fyrir í Madríd í októbermán-
uði næstkomandi verður kannað
hvaða þættir það eru sem takmarka
aðgang kvenna að þingstörfum.
Einnig verður fjallað um leiðir til
úrbóta.
Þau lönd sem hafa hæsta hlutfall
kvenna í þingliði sínu eru Svíþjóð
(38,1%), Noregur og Rúmenía
(34,4%), Kúba (33,9%), Austur-
Þýskaland (32,2%), Finnland (31,5%)
og Danmörk (30,7%). (Á Alþingi sitja
63 þingmenn, þar af 13 konur eða
20,6%. Innskot Mbl.)
í sumum löndum sitja engar konur
á þingi eða hlutfall þeirra er undir
hálfu prósenti. Meðal þeirra em
Marokkó, Úrúgvæ, Líbanon, Norð-
ur-Jemen, Sameinuðu arabísku fur-
stadæmin, Mið-Afríku-lýðveldið og
nokkur eylönd eins og Tonga, Tuv-
alu og Kiribati (öll ) Kyrrahafi).
Austur-Þýskaland:
Honecker veikur
Austur-Berlín. Reuter.
HAFT er eftir heimildum innan
vestur-þýsku stjórnarinnar, að
Erich Honecker, leiðtogi austur-
þýska kommúnistaflokksins, sé
alvarlega sjúkur.
Talsmaður austur-þýska utanrík-
isráðuneytisins segir aftur á
móti, að Honecker sé að ná sér en
þurfí að hvílast í einar sex vikur.
Þjóðernisólgan í Moldavíu:
Tungumálið endurheimt,
en ókyrrðinni er ekki lokið
Á FIMMTUDAG ákvað þing sovétlýðveldisins Moldavíu nær ein-
róma að gera „moldavísku" að ríkismáli og yar um leið tekið upp
hið latneska stafróf á ný, sem Rússar höfðu á sínum tíma látið
víkja fyrir hinu kýrillíska. Rússar, sem búa í Moldavíu, voru reynd-
ar ekki yfir sig hrifiiir af breytingu þessari, en til þess að miðla
málum var ákveðið, að rússneska yrði áfram það mál, sem þjóðir
sovétlýðveldisins notuðu sin á milli. Ætla skyldi að nú geti allir
unað glaðir við sitt, en raunin virðist vera önnur.
Moldavía er í raun vandræða-
land. Það var upphaflega
búið til árið 1924 þegar sneið var
tekin af Úkraínu og sjálfstjómar-
lýðveldið Moldavía myndað, aðal-
lega til þess að mótmæla endur-
heimt Rúmena á Bessarabíu.
Þegar Sov-
étmenn settu
Rúmenum úr-
slitakosti árið
1940 létu þeir
undan og
fengu Sov-
étríkin Bessarabíu, sem síðan hef-
ur myndað meirihluta Moldavíu,
að undanskildum þremur sýslum,
sem féllu undir yfírráð Úkraínu,
auk þess, sem hún fékk megnið
af landsvæði því, sem sjálfstjóm-
arlýðveldinu var úthlutað, aftur í
sinn hlut. Rúmenar, sem vora
bandamenn Þjóðveija í seinni
heimsstyijöld, innlimuðu Bess-
arabíu enn á ný árið 1941, en
Sovétmenn hirtu hana aftur árið
1944. Við friðarsamninga Sov-
étríkjanna og Rúmeníu í París
árið 1947 vora landamærin frá
1940 staðfest.
Reyndar er spuming með hvaða
rétti sé hægt að tala um
„Moldava" sem þjóð eða hvort
telja megi „moldavísku" tungu-
mál, því landið er ekkert annað
en pólitískur tilbúningur og
tungan einungis rúmensk mál-
lýska. Hins vegar hefur hún tekið
nokkrum breytingum undir stjóm
Kremlveija, sem hafa innleitt sem
flest tökuorð úr rússnesku og lagt
áherslu á öll sérkenni mállýsk-
unnar, sem greina hana að frá
rúmensku. Hafa stjómvöld í
Moskvu vafalaust talið að með
því að efla sérstaka þjóðemisvit-
und með „Moldövum" yrði minni
hætta á að þeir vildu sameinast
Rúmeníu á ný.
Þetta virðist hafa gengið væg-
ast sagt vonum framar, en e.t.v.
er hægt að rekja áhugaleysi
Moldava á sameiningu við Rúm-
eníu til stjómarhátta Nikolais
Ceaucescus, einræðisherra henn-
ar, sem tekist hefur að gera þegna
sína fátækari en Albani og er þá
langt til jafnað.
Línan frá Moskvu
Fylkingar Rússa og „Moidava“
tókust mjög harkalega á í deil-
unni um ríkismálið og era báðar
óánægðar með niðurstöðu þings-
ins.
Rússamir
hafa gefíð í
skyn að þeir
hafí Moskvu-
valdið á bak við
sig og margt
bendir til þess að aðgerðum þeirra
sé að einhveiju marki stjómað úr
Kremlarmúram, en þar á bæ era
menn logandi hræddir við hvers-
konar þjóðernishreyfingar og vilja
allt til vinna til þess að þær verði
ekki of öflugar.
Þar með er bara ekki öll sagan
sögð. Eins og áður gat era nefni-
lega fleiri þjóðir og þjóðabrot í
Moldavíu. Ukraínubúamir hafa til
þessa setið á sér, en miðað við
umbrot í Kænugarði mun sá frið-
ur vart standa lengi. Þá er ekki
hægt að gera ráð fyrir að Búlgar-
ar sitji þegjandi hjá mikið lengur.
í mestri hættu era þó Gagazú-
ar, sem eru um 160.000 talsins
og era í þann veginn að glata
þjóðernisvitund sinni, enda hafa
þeir aldrei eignast ritmál og eiga
þar af Ieiðandi engan bókmennta-
arf. Það er ekki fyrr en umræðan
um ríkismálið hefst, sem þeir
ranka við sér og að sögn Dmítríjs
Kazútíns, stjómmálaskýranda
Moskvufrétta, virðast Gagazúar
beijast fyrir máli sínu af mestri
alvöru allra íbúa Moldavíu.
Uppskeruhátíð
Kremlarbænda
En hver er niðurstaðan? Verður
hún einhver?
Segjast verður eins og er, að
ólíklegt er að þjóðernisólgu linni
í Moldavíu frekar en í öðram Sov-
étlýðveldum. Það má hins vegar
teljast furðulegt að hún komi
Kremlarbændum á óvart, því mið-
að við hvernig Jósef Stalín fram-
kvæmdi heimsvalda- og nýlendu-
stefnu sína — svo notað sé orð-
BAKSVIÐ
eftirAndrés Magnússon.
færi kommúnista — var vart við
öðra að búast.
í Sovétríkjunum búa ótal þjóðir
og þjóðabrot og njóta t.a.m. 122
tungumál opinberrar viðurkenn-
ingar. Að reyna að steypa íjölda
margklofínna þjóða saman í sov-
étlýðveldi án nokkurs tillits til
menningar, sögu, trúarbragða eða
nokkurs annars, sem gerir þjóðir
að þjóðum, og ætlast svo til þess
að þær gangi undir ok herraþjóð-
arinnar — Rússa — var vitaskuld
ekki annað en ávísun á vandræði
í framtíðinni og nú uppskera Sov-
étherramir sem þeir sáðu.
_r’ > MoskvaO
Hvíta- : o 300
fíússland . — "m" 1
C r a
N
Ukraína sovétríkin
V
loldavía
Kíshínev
Moldavía
■ Flatarmál: 33.700 krrf.
■ Fólksf jöldi: 4,2 milljónir.
■ Þjóöir og þjóöabrot:
Moldavar 64%, Úkraínubúar
14%, Rússar 13%, Gagaúzar
3.5%; Gyðingar 2%, Búlgarar
2%.
■ Saga: Rúmenar réðu
mestum hluta þess svæöis,
sem nú er Moldavía, milli
heimsstyrjalda. Sovétríkin
stofnuðu Moldavíska sjálf-
stjórnarlýðveldið í austasta
hluta Moldavíu árið 1924 og
innlimaði austurhluta Moid-
avíu árið 1940. Rúmenía
fékk svæðið aftur í sinn hlut
árið 1941, en árið 1944
hernámu Sovétmenn þaö á
ný og Moldavía var gerð eitt
af Sovétlýöveldunum 15.
krtn