Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989 Aðsópsmikil og hörkudugleg Guðrún Lárusdóttir íramkvæmdastj óri Stálskipa GUÐRÚN Lárusdóttir, fram- kvæmdastjóri Stálskipa hf. í Hafii- arfírði, er sögð reka eitt traust- asta útgerðarfyrirtæki landsins, en það á frystitogarann Ými, sem keyptur var nýr frá Noregi á síðasta ári. Á mánudag keypti fyr- irtækið togarann Sigurey frá Pat- reksfirði á nauðungaruppboði fyr- ir 257,5 milljónir. Guðrún er dóttir Lárusar Sigur- bjömssonar, skjalavarðar Reykjavíkurborgar, og konu hans, Ólafíu Sveinsdóttur. Föðurforeldr- ar hennar voru þau Guðrún Lárus- dóttir, alþingismaður, og' Sigur- björn Á. Gíslason, prestur. Föður- bróðir Guðrúnar er Gísli Sigur- björnsson, sem kenndur er við Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Guð- rún hafði aldrei komið nálægt út- gerð þegar hún og maður hennar, Ágúst G. Sigurðsson, skipatækni- fræðingur, ákváðu að stofna út- gerðarfyrirtæki árið 1970. Síðar gekk Þorsteinn Sigurðsson, vél- stjóri, mágur Guðrúnar, inn í fyrir- tækið sem hiut- hafi og verk- taki. Fyrirtækið keypti gamalt skip, sem fróðir menn segja að hafi verið talið hinn versti koppur, enda skemmt eftir strand. Skipið, sem fékk nafn- ið Rán, reyndist í betra ásigkomu- lagi en talið var og aflaði vel. Árið 1978 var togarinn Ýmir fluttur til landsins, þá átta ára gamalt skip, og tveimur árum síðar annar tog- ari, sem hét Rán. Eldra skipið með því nafni hafði þá verið selt. Nýju Rán átti fyrirtækið stutt, þar sem rekstur skipsins var ekki talinn hagkvæmur. Á síðasta ári var Ýmir endurnýjaður og frystitogari með sama nafni kom í hans stað. Fyrirtækið á nú aftur tvö skip, eft- ir kaupin á Sigurey. Kunnugir segja, að ein skýringin á velgengni Stálskipa hf. sé, að yfirbygging fyrirtækisins sé engin. Guðrún er eini launaði starfsmaður fyrirtækisins í landi, en hún þiggur laun hálfan daginn. Ágúst maður hennar kennir við Vélskólann og Þorsteinn rekur verkstæði í Hafn- arfirði. Þeir bræður hafa hins veg- ar séð sjálfir um að dytta að skipun- um og eru mættir í samfestingun- um niður á höfn þegar þau leggja að. Auk þess að starfa við útgerðina hefur Guðrún starfað að félagsmál- um. Hún er formaður Útgerðar- mannafélags Hafnarfjarðar, situr í stjórn Fiskmarkaðarins í Hafnar- firði og er eina og fyrsta konan í stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna. Jónas Haraldsson, lögfræðingur LÍÚ, segist geta gef- ið Guðrúnu sín bestu meðmæli. „Hún er hörkudugleg, ósérhlífin og fylgin sér, eins og reyndar maður hennar líka,“ sagði hann. „Sumum finnst hún of hörð og óbil- gjöm í sam- skiptum og gefa ekkert eft- ir. Það tel ég ekki hafa við rök að styðjast. Þau hjón em sögð hafa efnast vel á útgerðinni og ég er viss um að þau hafa unnið fyrir hverri krónu.“ Guðrún hefur einnig tekið þátt í stjómmálum og var í þriðja sæti á lista Fijáls framboðs, lista Einars Þ. Mathiesen, við síðustu sveitar- stjómarkosningar. „Hún er hörku- dugleg og vel gefin kona, eins og sést best á fyrirtækinu í dag,“ sagði Einar. „Hún þolir ekki óheiðar- leika, enda afar heiðarleg sjálf, staðföst og ábyggileg. Sumum finnst hún full aðsópsmikil, en það getur ekki talist löstur á fólki, ef það er heiðarlegt og duglegt. Þess vegna kann ég því afar illa þegar menn, allt upp í ráðherra, em að lepja upp slefsögur um slíkt fólk. Eg tel mig vera ríkari af að hafa kynnst þeim hjónum." Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðarins í Hafnar- firði, kynntist Guðrúnu þegar hún var að koma útgerðinni á laggirn- ar. Hann var þá framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. „Ég hef ávallt átt mjög góð samskipti við Guðrúnu," sagði Einar. „Hún er mjög fylgin sér og ákveðin og lætur engan vaða yfír sig, en er um leið mjög hreinskiptin. Það er alltaf hægt að treysta því að hún segi hlutina hreint út, en hún segir ekki eitt við þig og annað við aðra. Hún átti stærstan hlut að máli þegar Fiskmarkaðinum var komið á laggirnar og lagði fram bæði vinnu og hlutafé." Sagt er að á sama tíma og skuldasúpan sé að drekkja öðrum útgerðarfyrirtækjum sé eiginfjár- staða Stálskipa sterk. „Eg hef fengist mikið við rekstur togara, en því miður aldrei tekist að ná jafn góðum árangri," sagði Einar Sveinsson og hló við. „Þeir eru heldur ekki margir, útgerðarmenn- irnir hér á landi, sem standast Guðrúnu snúning.“ Viðmælendur Morgunblaðsins voru á einu máli um, að sögusagn- ir um að ijársterkir erlendir aðilar hefðu stutt við bakið á Guðrúnu og fyrirtæki hennar við kaupin á Sigurey væru úr lausu lofti gripn- ar. Einar Sveinsson kvaðst viss um, að til slíkra ráða þyrfti Guðrún ekki að grípa. „Hún hefur ekkert til útlanda að sækja,“ sagði hann. Einar Þ. Mathiesen sagði, að svo virtist, sem Guðrún hefði heldur ekkert til íslenskra ráðamanna að sækja, því það hefði vakið athygii í hófi, þegar hinn nýi Ýmir kom til landsins, að þar var engan þing- mann, ráðherra, bankastjóra eða „kommissar" að sjá. „Menn töldu að hún hefði varla þurft á þeim að halda til að kaupa frystitogar- ann,“ sagði hann. Sagt er að lán á Sigurey hafí verið í vanskilum, en Guðrún reitt fram 30 milljónir nú fyrir helgina. Nafn: Guðrún Helga Lárus- dóttir. Fæðingardagur og ár: 29. ágúst 1933. Staða: Framkvæmdastjóri Stálskipa hf. í Hafharfirði. Heimilishagir: Gift Ágústi G. Sigurðssyni, skipatækni- fræðingi, og eiga þau þijár dætur. SVIPMYNP eftir Ragnhildi Sverrisdóttur Skattur á Qármagnstekjur: Ottast að dragi úr spamaði „HREIN vitfirring," segir Sverrir Hermannsson bankastjóri Lands- bankans um tillögur að skattlagningu Qármagnstekna sem fjánnálaráð- herra lagði fyrir ríkissljórnina í vikunni. Sverrir segir ekki þurfa að hafa fleiri orð um þessar hugmyndir. Samtök spariQáreigenda hafa sent frá sér mótmæli gegn skattlagningunni og segja hana verða til þess að ríkisvaldið -sölsi undir sig sparifé eldri borgara, sem þegar hafa greitt tekjuskatt af sparifé sínu. Bankamenn, sem Morgunblaðið ræddi við, voru ekki ánægðir með það sem þeir höfðu frétt af tillögun- um. Sögðu meðal annars reglurnar það flóknar að almenningur þurfi á ný að leita til sérfræðinga við gerð skattframtals, að sparnaði sé stefiit i hættu og skattlagningin muni fyrst og fremst bitna á almenningi. Þá sögðu sumir það augljóst, að ef ekki ætti að draga verulega úr sparnaði, þá þyrftu vextir að hækka samhliða álagningu skatta af vaxta- tekjum. Samtök spariíjáreigenda möt- mæla fyrirhugaðri skattlagningu og segja hana munu leiða til minnk- andi spamaðar og þar með glatist á skömmum tíma sá árangur sem náðst hefur á undanförnum árum við uppbyggingu innlends spamaðar. í frétt frá samtökunum segir ennfrem- ur: „Samtök sparifjáreigenda mót- mæla einnig harðlega áætlunum ríkisvaldsins að seilast í sparifé landsmanna með því að mismuna sparifjáreigendum eftir því hvaða sparnaðarform þeir kjósa, en áætlan- ir eru um að hafa sérstakt skatt- frelsi á spariskírteinum ríkissjóðs én ekki af öðrum spamaðarformum. Samtökin vekja athygli almennings og stjórnvalda á þeirri staðreynd, að eidri borgarar eiga talsvert sparifé. Þessir aðilar hafa greitt tekjuskatt af þeim tekjum sem mynduðu þetta sparifé. Ef tekjuskattur og eigna- skattur verða lagðir á þessa ijármuni er ijóst að ríkisvaldið mun á skömm- um tíma sölsa undir sig sparifé þessa fólks." Flókið kerfi og skrípaleikur „Þetta er óskaplega flókið,“ segir Gunnar Óskarsson hjá Fjárfestingar- félaginu. „Staðgreiðslukerfi skatta var sett á með það fyrir augum að auðvelda fólki að skilja skattframta- lið. Þetta er svo flókið, að það er ekki fyrir nokkurn mann að skilja það, einstaklingar geta ekki áttað sig á þessu. Þama þurfa þeir áftur á að halda aðstoð sérfræðinga, geri ég ráð fyrir, við að gera sitt framtal og skilja það. Að skattleggja raun- vexti er ekki auðvelt í framkvæmd, sérstaklega ef staðgreiða á skattinn, og að skattleggja raunvexti með þeim hætti, að það er verið að mis- muna formum, er heldur ekki einfalt mál. Ég hef ekki heyrt ennþá neitt um að verið sé að veija hag þessa almenna borgara sem er að safna sér í varasjóð til efri áranna, á kannski einhveija peninga og fær vaxtatekjur. Manni skildist upphaf- lega að ekki yrði lagður skattur á hinn almenna spariíjáreiganda, sem er algengasti viðskiptavinur okkar,“ segir Gunnar. „Þegar verið er að tala um að al- mennar sparisjóðsbækur verði ekki skattlagðar, þá er það skrípaleikur,“ segir hann. „Almenn sparisjóðsbók ber ekki raunvexti, miklu minna en það, þannig að eðlilega er engin skattlagning af slíkum tekjum, þær halda ekki einu sinni verðgildi." Hann segir það líka vera einkenni- legt að hvergi er minnst á að vaxta- gjöld eigi að koma til frádráttar vaxtatekjunum. „Mér finnst þessir punktar sem ég hef heyrt vera mjög hráir og það sem ég hef frétt af finnst mér vera mjög varhugavert. Ég er hræddur um að þetta sé í fyrsta lagi fiókið og í öðru lagi dragi það úr sparnaði hjá þessu fólki.“ Ottast að sparnaður minnki „Mér finnst þetta vera slæmt mál. Þetta hefur oft komið til tals á undanförnum árum og bankarnir hafa alltaf lagst almennt gegn skatt- lagningu spariijár," segir Kristján Oddsson bankastjóri Verslunarbank- ans. „Ég held að sparnaður okkar muni minnka. Meginþorri spariljár er í eigu almennings í landinu, sem er búinn að vinna fyrir honum hörð- um höndum og borga skatt af sínum tekjum. Það sem eftir verður leggja hinir forsjálu til hliðar og fá af því ávöxtun og eiga að fá af því ávöxt- un.“ Hann segir að þrátt fyrir að verið sé að tala um samræmingu, þá muni verða erfitt að ná í ein- hveijar „gráar“ ljármagnstekjur ef menn á annað borð vilja koma þeim undan, það verði fyrst og fremst hinn almenni og heiðarlegi maður sem verði fyrir barðinu á skattheimtunni. Kristján segir sparnað almennings hafa aukist mjög mikið þegar bank- arnir komu á skiptikjarareikningum, sem bera hagstæðustu ávöxtun á hveijum tíma. „Almennur sparnaður er á þeim reikningum og bankabréf- um, spariskírteinum ríkissjóðs og öðru slíku, ekki á þessum almennu sparisjóðsbókum. Ég óttast að ef verður farið að skattleggja þetta, þá minnki þessi sparnaður geysilega mikið, menn sjái sér ekki lengur hag í að leggja fyrir og fari að eyða pen- ingunum i eitthvað frekar en að fara að borga skatta af þeim aftur.“ Valur Valsson bankastjóri Iðnað- arbankans segist lítið geta tjáð sig 1 um tillögurnar........einfaldlega vegna þess að ég hef ekkert séð af þessu. Ég hef einungis séð frásagnir af þessu í blöðum, sem hafa verið að einhveiju leyti takmarkaðar vegna þess að blöðin hafa, að því er mér hefur sýnst, ekki heldur haft þessar tillögur í höndunum, heldur verið að skrifa um það sem þeim hefur verið sagt að væri í þeim,“ sagði Valur Valsson. Söng’stjórar kirkjunnar og organistar á námskeiði Organisti Péturskirkjunnar í Róm meðal leiðbeinenda Selfossi. RÚMLEGA 100 söngstjórar sitja námskeið á vegum söngmálastjóra þjóðkirlqunnar og Skálholtsskóla sem staðið hefur yfir í Skálholti og á Selfossi frá síðastliðnum sunnudegi 27. ágúst. Á þessu námskeiði er aðalefnið þjálíún bamakóra á vegum kirkjunnar. Auk þess er þessa viku meistaranámskeið fyrir organista þar sem meðal leiðbeinenda er James Edward Goettsche organisti páfa í Péturskirkjunni í Róm. John Höybye söngsljóri frá Danmörku leiðbeinir börnum frá Sel- fossi og Hveragerði. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Organisti Péturskirkjunnar í Róm, James Edward Goettsche, við orgelið í Selfosskirkju. Að sögn Glúms Gylfasonar sem leysir söngmálastjóra þjóðkirkj- unnar af þetta árið er mikill áhugi fyrir því sem fram fer á námskeiðun- um og nokkrir söfnuðir sem hyggj- ast hefja starfrækslu bamakóra með haustinu og hafa ráðið til þess fólk. Glúmur sagði að á námskeiðinu væri meðal annars kennt hvernig ná mætti sem mestri athygli barnanna í þær 40 mínútur sem hver æfing stendur yfir. Meðal kennara er mjög fær kennari, John Höybye frá Dan- mörku. Á námskeiðinu er unnið með efni sem gefið hefur verið út á vegum söngmálastjóra á þessu ári. Meðal efnis í þeim fjórum bókum sem gefn- ar hafa verið út eru íslensk þjóðlög sem Jón Hlöðver Áskelsson hefur raddsett Námskeiðinu lýkur í dag, sunnu- dag, þegar barnakórar koma fram í messu í Skálholtskirkju kl. 14.00 þar sem þetta nýja efni verður meðal annars flutt. — Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.