Morgunblaðið - 03.09.1989, Page 10

Morgunblaðið - 03.09.1989, Page 10
10 MÓRGUNBLÁÐIÐ SUNNUDAGUR n. SfePTÉMBÉR' 1Ö89 FYRIR LIGGUR ÁÆTLUN UM VÍÐTÆKAR TILFÆRSLUR STARFSMANNA Tokyo. Þar er líklegt að næsta sendiráð íslands verði staðsett. eftir Sigþór Einarsson Utanríkismál hafa verið í brennidépli hérlendis að undan- fömu í kjölfar frétta af væntanlegum skipulagsbreyting- um innan utanríkisþjónustunnar, sem reyndareru þeg- ar hafnar. Mikili úlfaþytur hefur fylgt þessum hræring- um, og utanríkisþjónustan hefur verið gagnrýnd og lofuð á víxl. Ýmis stór orð hafa verið viðhöfð, og göm- ul vígi fallið, enda eru fyrirhugaðar róttækustu breyting- ar sem gerðar hafa verið um árabil, jafnvel frá upp- . hafi. Sem dæmi um þetta fela breytingarnar í sér veru- legar tilfærslur í störfum og vægi skrifstofa og deilda ráðuneytisins riðlast. Kjami þeirra deilna sem upp hafa sprottið er í raun hvort Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sé með tillögum sínum að breyta þar sem breytinga er þörf, eða breytinganna sjálfra vegna, og þá hvort þau mót- mæli sem fram hafa komið em réttmæt eða stafa af styggð hagsmuna- varða úrelts kerfis. Ekki virðast liggja flokkspólitískar línur að baki breyt- ingunum — sá aðili sem einna harðast hefur gengið fram fyrir skjöldu og gagnrýnt aðgerðir ráðherra er einmitt fyirum formaður Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal sendiherra'. Breytingamar virðast hins vegar hljóta hljóm- gmnn hjá málsvömm annarra stjórnmálaflokka jafnt og alþýðuflokks- manna, á sama hátt og þær em gagnrýndar þverpólitískt. Þannig hafa ýmsir þættir verið nefndir til sögunnar sem orsakavaldar deilnanna — tii að mynda sá, að tillögur ráðherra séu sprottnar af átökum eldri kynslóðar utanríkisþjónustumanna við yngri kynsióðir — þeirra íhaldssömu og þeirra sem vilja færa utanríkisþjónustuna til „nútímalegs horfs.“ I röðum eldri manna er að merkja greinilega gremju í garð Jóns Baldvins, og þykir þessum mönnum sem ráðherrann sýni ekki næga nærgætni í meðferð sinni á utanríkisþjónustunni. Þau orð sem ráðherrann sjálfur lét falla um Sverri Hermannsson bankastjóra fyrir um ári síðan eiga líklega einna best við til að iýsa viðhorfum þeirra til Jóns Baldvins: „Maðurinn hagar sér eins og fíll í postulínsverslun." Hvað felst í tillögxim ráðherra? Tillögur Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra miða að því að taka á ýmsum þeim þáttum sem ráðherrann telur að betur hefði mátt hlúa að í starfsemi ráðuneytisins. Þá segir hann ný og krefjandi verkefni gefa tilefni til breyttra aðstæðna innan ráðuneytisins, og nefnir sem dæmi yfírumsjón með utanríkisverslun, sem ráðuneytið hefurfengið til með- ferðar, auk verkefna sem tengjast samstarfi Evrópubandalagsins og • Fríverslunarbandalags Evrópu. Einnig verður ijármálastjórn ráðuneytisins efld, meðal annars með ráðningu sérstaks fjármálastjóra. Samkvæmt hugmyndum utanríkisráðherra skal innri uppbygging ráðu- neytisins vera að nafninu til svipuð og nú er. Hann segir að hlutverk fimm stærstu skrifstofa ráðuneytisins, verði skilgreint á annan hátt en verið 'hefur, og aukin áhersla verður lögð á stefnumótun í utanríkismálum, svo og í innra starfi ráðuneytisins. Allar þessar breytingar eiga að ná fram að ganga án nokkurrar fjölgunar starfsmanna utanríkisþjónustunnar: „Breyt- ingarriar hafa í för með sér aukinn starfsmannafjölda í ráðuneytinu sjálfu, og til þess að manna þessar nýju stöður verða ýmsar tilfærslur innan ráðu- neytisins, auk þess sem starfsfólki verður fækkað í sendiráðum erlendis og það flutt heim. Eina frávikið frá þeirri reglu enn sem komið er er ráðn- ing Gunnars Gunnarssonar sérfræðings í afvopnunarmálum,“ segir Jón Baldvin. Þannig hafa verið settar reglur um starfsdvöl íslenskra sendi- manna erlendis, og í þeim kveðið á um, að þeir starfi ekki lengur en fjögur ár að hveiju verkefni, og dvelji ekki undir neinum kringumstæðum lengur erlendis en átta ár í senn. Þá mun sendiherrum að jafnaði ekki ætlað að starfa lengur erlendis en fram að 65 ára aldri. „Þess eru dæmi að starfs- menn utanríkisþjónustunnar hafi sinnt störfum erlendis í jafnvel tvo eða þrjááratugi," segir Jón Baldvin. „Slíkttíðkastekkiábyggðu bóli annars staðar, enda hljóta menn í slíkum tilfellum að ijarlægjast íslenskt þjóðlíf." Aldursreglan er hins vegar sett fram til að ráðuneytið fái notið starfs- krafta eldri sendiherra með starfsreynslu að baki. Starfsmenn utanríkis- þjónustunnar eru bundnir svonefndri flutningsskyldu, og undir ráðherra hefur verið komið hvert og hvenær starfsmenn flytjast, en hingað til hafa ekki verið fyrir hendi slíkar dvalartakmarkanir sem nú verða settar. Ekki virðist sem ágreiningur sé um réttmæti dvalarreglanna — til dæmis segir Haraldur Kröyer, sem nú er sendiherra í Osló og hefur starfað erlendis fyrir íslands hönd frá janúarmánuði 1962, að svo löng dvöl sé ekki til góðs, og hann sé hlynntur þeim reglum sem setja skal um þetta efni. Þó telja þeir sem hvað harðast hafa gagnrýnt tillögurnar, að erfitt gæti orðið að finna störf í ráðuneytinu fyrir þá starfsmenn er heim koma. Hverjar verða tilfærslurnar? Nokkrar tilfærslur í störfum hafa þegar átt sér stað, Sverrir Haukur Gunnlaugsson lét af starfi í fastanefndinni í Genf, og veitir nú forstöðu viðskiptaskrifstofu ráðuneytisins. Sá sem það gerði áður, Valgeir Ársæls- son, hefur verið gerður að sérstökum ráðgjafa í samningaviðræðunum við Evrópubandalagið. Þeir Albert Guðmundsson og Kjartan Jóhannsson hafa farið til starfaerlendis, Albert sem sendiherra i París, og Kjartan verður fastafulltrúi íslands hjá EFTA og öðrum nefndum í Genf. Þá hefur Hannesi Jónssyni verið vikið úr embætti sendiherra, Hans G. Andersen mun hætta störfum sendiherra i New York á árinu, og Benedikt Gröndal taka við af honum. Fyrr kom fram að gengið hefur verið frá ráðningu Gunnars Gunnarssonar sem sérfræðings í afvopnunarmálum. Að síðustu hefur verið gengið frá sendiherraskiptum í Bonn, þar sem Páll Ásgeir Tryggvason núverandi sendiherra í Bonn verður kallaður heim, og Hjálm- ar W. Hannesson sem hefur verið afvopnunarsendiherra tekur við af hon- um. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ertalið, að Sigríður Snævarr, sendifulltrúi í Bonn, muni verða skipuð sendiherra í Stokkhólmi, og verða M bl./GÓI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.