Morgunblaðið - 03.09.1989, Side 14

Morgunblaðið - 03.09.1989, Side 14
„Ég fékk hvítbláinn hjá þeim þarna í Frakk- landi,“ segir Thor Vil- hjálmsson rithöfundur og á þá við þann virð- ingarauka sem honum hlotnaðist er bæjaryfir- völd í Rocamadour í Frakklandi gerðu hann að heiðursborgara í lok skáldastefiiu þar í bæ í sumar. Til marks er silf- urskjöldur töluverður í bláhvítum borða, sem snarað hefiir verið um hálsinn á heimavönum skúlptúr í stofúnni hjá Thor. eftir Hávar Sigurjonsson Skáldastefnan í Rocamadour bar yfirskriftina Fes- tival Europeén D’Art et de Com- munication sem á íslensku gæti útlagst sem Hátíð lista og menningarsamskipta. Þarna voru samankomin níu skáld frá þremur heimsálfum og var hveiju þeirra helgað eitt kvöld þar sem lesið var úr ljóðum þeirra. „Af einhverjum ástæðum er ég betur þekktur í Frakklandi sem ljóðskáld,“ segir Thor þegar ég spyr hann hvers vegna ljóðin hans hafi skipað önd- vegi en ekki skáldsögumar. Tengsl Thors við Frakkland em sterk og rótgróin, allt frá því að hann, ungur maður, lagði stund á nám í bók- menntum við Sorbonneháskóla í París í byrjun sjötta áratugarins. Thor hefur um langa hríð haldið merkjum rómanskrar menningar á lofti og nú launa Frakkar honum vinarþelið með þeim virðingarhætti sem í heiðursborgarnafnbótinni felst. Enginn skyldi misskilja þessa vegsemd þannig að Thor sé lagstur á lárviðarsveigana, heldur má á honum skilja að þetta sé nánast einsog velkominn útúrdúr frá dag- ■ legum starfa önnum kafins lista-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.