Morgunblaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 11
M0RG,UN»I.AÐ1D FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989 11 lliflllli ÍIIIÉÉ ígHlfSÉ Ljósmynd/Ólafur Bragason norðan stórbaugslínunnar sé aðal- markaðssvæði íslendinga vegna áætlunarflugs og er þá miðað við núverandi og væntanlegar flugvéla- tegundir til millilandaflugs. Island er miðsvæðis milli tveggja risastórra efnahagsheilda, annars vegar Sovétríkjanna og hins vegar Bandaríkja Norður-Ameríku. Margt bendir til „Bandaríkja Evrópu" og víst er að ríki Evrópubandalagsins verða eftir 1992 mjög sterk efna- hagsheild. Ef ísland getur haldið sérstöðu sinni og notið bestu kjara sem sjálfstæð þjóð utan fyrr- greindra bandalaga, gefur það okk- ur ýmsa möguleika á flutningum um ísland milli fyrrgreindra heims- álfa. Það má Íáta sér detta í hug flutning á fólki af norrænu bergi brotnu frá landnemasvæðum í Norð- ur-Ameríku til íslands og áfram til Skandinavíu og auðvitað til baka. Flutningar fólks milli Norður- Ameríku og Sovétríkjanná eru einn- ig mjög spennandi kostur. Hafa verður þó í huga að á næstu áratug- um eru væntanlegar mjög hrað- fleygar þotur til farþegaflutninga. Þær munu geta flogið með allt að fjórföldum hljóðhraða, en farþega- þotur í dag fljúga á u.þ.b. 0,74-0,86 af hljóðhraða. Flugferð milli Evrópu og Ameríku mun þá væntanlega vara í 2 klukkustundir í stað um 8 klukkustunda nú. 3. Fríverslunarsvæði á Keflavíkurflugvelli. Verði ísland utan fyrrgreindra efnahagsheilda, en með bestu kjör, gæti verið mögu- leiki að sækja frumunninn varning eða hráefni, frá hvoru meginlandinu sem væri, fullvinna hérlendis, flytja út sem fullunna vöru og nýta sér íslensk tollafríðindi. Að þessu hafa írar unnið á flugvelli sínum í Shann- on um margra ára skeið. Tölvubún- aður eða annar léttur tæknibúnaður hefur reynst hentugur til starfsemi af þessu tagi. 4. Leiguflug íslendinga í út- löndum. Um margra áratuga skeið hafa flugfélög okkar stundað leigu- flug vítt um heim. Þessi markaður er enn fyrir hendi, en samkeppni er hörð og mikil. Þó má ætla að nægt rými sé þar enn fyrir íslenska athafnaþrá. 5. Vöruflutningar með flugi. Með reglubundnu vöruflugi Federal Express, um Keflavíkurflugvöll til Asíu, hefur opnast nýr markaður fyrir afurðir okkar. Auðvitað væri best að Islendingar önnuðust þenn- an flutning sjálfir, en vandinn er sá, að vöruflutninga verður að hafa í báðar áttir til þess að hagkvæmni náist. íslensk flugfélög ættu vafa- laust í erfiðleikum með að fá nægan flutning á leiðinni Asía-Ísland, til þess að flutningar af þessu tagi bæru sig. Federal Express fer vafa- laust ekki lengi um ísland með vöru- flutninga sína frá Evrópu til Asíu, en Bandaríkjamenn munu vera í viðræðum við Sovétmenn um loft- ferðasamning. Þegar hann liggur fyrir verður leiðin yfir Síberíu opin fyrir þá, en hún er mun styttri en leiðin um ísland. Þá væri þess óskandi, að íslensk flugfélög gætu tekið við þessum flutningum og treyst Asíumarkaðinn til frambúðar. Til þess að vöruflutningar með flugi geti orðið umtalsverðir frá landinu, er nauðsynlegt að reisa fullkomna útflutningshöfn fyrir flug. Sá aðbúnaður sem er þar nauð- synlegur er mjög dýr og vafasamt að arðbært sé að koma honum upp nema á einum stað á landinu. Keflavíkurflugvöllur er væntanlega heppilegasti staðurinn fyrir slíka útflutningshöfn. Vörur, sem senda ætti með flugi, yrði þá að flytja þangað frá öðrum stöðum á landinu. Ef þessi hugmynd yrði að veruleika, þá þarf áður að skipuleggja vöru- flutningakerfi innanlands með hent- ugum flugvélum, eða á annan hag- kvæman hátt. Það sem hér hefur verið sagt er vissulega hugarleikfimi. En ætlunin var að hvetja til umræðu og benda athafnamönnum framtíðarinnar á þá kosti, sem gætu verið fyrir hendi. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem lögðu mér lið við þessar vanga- veltur og sérstaklega Pétri P. John- son hvað varðar sögulega umfjöllun mína, en hann geymir hafsjó af fróð- leik um flugmál. Að endingu vil ég leggja áherslu á, að í umfjöllun þess- ari koma fram mínar eigin skoðan- ir, en ekki endilega opinber stefna stjórnvalda. Rithöfundasamband íslands og Bókasambandið: Virðisaukaskatti á bæk- ur mótmælt harðlega STJÓRN Rithöíúndasambands íslands álítur að menningarlegt stór- slys sé í uppsiglingu verði sú stefiia stjórnvalda að veruleika að virð- isaukaskattur leggist af fiillum þunga á bækur á sama tíma og ann- að prentað mál eins og blöð tímarit sé undanþegið skattinum, segir meðal annars í ályktun frá samtökunum. í ályktun frá Bókasam- bandi íslands er skorað á stjórnvöld að undanskilja íslenskar bækur virðisaukaskatti og sagt að sjaldan hafí verið brýnni þörf á því enn nú að styrkja stöðu bókarinnar. Ennfremur segir í ályktun Rit- höfundasambandsins: „Flest þau ríki heims er telja bókmenntir ein- hvers virði, hafa undanþegið þær skattlagningu, þó svo hafi e'kki ver- ið hér. Eigi nú að bíta höfuðið af skömminni með því að lúxusskatta bókmenntir í samanburði við annað prentað mál, má telja það jafngilda yfirlýsingu frá stjórnvöldum um að þau telji bókmenntasköpun í ald- anna rás ekki hafa reynst íslending- um skóbótarvirði.“ þeirrar skattheimtu. Þetta verður enn öfugsnúnara í ljósi þess að af- notagjöld útvarps- og sjónvarps- stöðva verða einnig undanþegin virðisaukaskatti." Að Bókasambandi íslands standa Bókavarðafélag íslands, Félag bókagerðarmanna, Félag íslenskra bókaútgefenda, Félag íslenskra bókaverslana, Félag íslenska prent- iðnaðarins, Hagþenkir — félag höf- unda fræðirita og kennslugagna, Rithöfundasamband íslands og Samtök gagnrýnenda. Loðnukaup fyrir 18 milljónir króna: Of hátt verð miðað við markaðsaðstæður - segir Krislján Ragnarsson „ÞETTA verð er of hátt miðað við núverandi markaðsaðstæður en með tilliti til framtíðarhagsmuna okkar töldum við rétt að greiða það og höfðum samtök verksmiðjumanna með okkur i því,“ sagði Kristján Ragnarsson, fi'amkvæmdasljóri Landsambands íslenskra útvegsmanna, í samtali við Morgunblaðið. í ályktun Bókasambandsins segir að ekki sé farið fram á að bækur njóti forréttinda umfram aðra miðla heldur að þær hafi sömu stöðu í skattamálum og og önnur útgáfa prentaðs máls og miðlun efnis á öldum ljósvakans. „Með hliðsjón af því að íslensk tunga á í vök að veijast og stjórnvöld standa að sér- stöku málræktarátaki væri fráleitt að lesefni í bókum bæri virðisauka- skatt en annað prentað efni sem þjóðinni stendur til boða yrði án íslendingar greiða Grænlending- um rúmar 17,8 milljónir íslenskra króna fyrir 31 þúsund tonn af loðnukvóta þeirra, eða 576 krónur fyrir tonnið. Það er sama einingar- verð og Færeyingar greiða Græn- lendingum fyrir 40 þúsund tonn af loðnu. „Við vildum frekar greiða þetta verð heldur en eiga það á hættu að vera ekki með í framtíð- inni,“ sagði Kristján Ragnarsson. Höfum við gengiö til góðs? í grein minni frá því á þriðjudag 4. sept. hafa fallið niður að því er virðist tvær dálkalínur svo ekki er hægt að sjá á hvaða forsendum ég byggi ákveðna og allalvarlega reikninga og fullyrðingar um þá raunalegu raunvexti sem margir verða nú að bera. Feitletruðu orðin hafa fallið niður, en kaflinn sem um ræðir á að hljóða: Vextir geta vissulega verið miklu hærri, a.m.k. þar sem Seðlabankinn fær að ráða. Verðbólga í þessum mánuði, ágúst 1989 er 13,4% eða 0,035% á dag. Vanskilavextir eru í sama mánuði samkvæmt ákvörðun Seðlabankans 0,125% og skulu reiknast sem dagvextir. Það gerir raunvexti upp á 0,09% á dag sem jafngildir rúmlega 39% á ári. Mjög stór hluti af skuldum landsmanna ber því í dag 39% raun- vexti, sem hljóta að vera þeir hæstu í heiminum. Við getum tekið dæmi um Vestfírðing sem skuldar helm- inginn í frystihúsi sínu og lendir í vanskilum. Það tekur þá bankann nákvæmlega 767 daga eða rétt rúm 2 ár að eignast allt frystihúsið og gæti sjálfsagt stytt þann tíma með lögfræði og innheimtukostnaði, allt saman fyllilega löglegt. Ég veit ekki hvort nokkur getur sjálfum sér um kennt að lenda í vanskilum við þessi skilyrði, og eðlilegra fyndist mér að nota annað orðalag í dag- blöðunum en að segja að frystihús- ið hafi tapað svo og svo miklu af eigin fé. Af slíku orðalagi mætti halda að það borgaði sig ekki leng- ur að veiða fisk og frysta á Is- landi, hagkvæmara fyrir þjóðina að fjölga bönkunum. Einar Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.