Morgunblaðið - 08.09.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 08.09.1989, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUUAGUR 8. SEPTEMBER ÍÓ89 Danmörk: Metár í ferða- mannaþjónustu Kaupmannaliofh. Frárlíils Jörgen Bruun, frcttaritara Morgunblaðsins. ÖLL líkindi benda til að árið 1989 verði metár i ferðamannaþjónustu í Danmörku. Aldrei fyrr hafa tekj- ur af ferðamönnum orðið eins miklar og nú og aldrei fyrr hafa gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum og tjaldstæðum orðið jafiimargar, að því er segir í danska blaðinu Jyllandsposten. Að mati Ferðamálaráðs Dan- merkur er útkoman nú 10% betri en þegar best hefur gengið hingað til. Ástæðan er fyrst og fremst fjölgun ferðamanna frá Svíþjóð, Vestur- Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þennan góða árangur er langt frá því að dönsk hótel séu fullnýtt. Meðaltalsnýtingin á árinu 1989 verður í kringum 29%. Reuter Upplausnarástand í Azerbajdzhan Mörg hundruð þúsund manns komu saman til fundar á Leníntorginu í Bakú í Azerbajdzhan á miðvikudag og krafðist fólkið aukinnar sjálf- stjórnar og einnig, að þjóðtungan yrði gerð að ríkismáli. Heita má, að nú sé allsherjarverkfall í ríkinu og formaður kommúnistaflokks- ins hafði þau orð um, að landið væri á barmi upplausnar. Verkföll og ókyrrð eru einnig í Moldavíu og Georgíu. Kúbverskt herlið sent heim á leið frá Eþíópíu Havönu. Reuter. KÚBVERJAR hyggjast heQa heimflutning herja sinna frá Svíþjóð: Verðmætum málverk- um stolið Stokkhóimi. Reuter. SEX málverkum að andvirði yfir þijár milljónir sænskra króna (um 28 millj. ísl. kr.), þar á meðal verki eftir franska impressíónistann Camille Pissarró, var stolið úr Millesgarden-listasafninu í Stokk- hólmi árla á þriðjudag. Verknaðurinn virtist hafa verið vandlega undirbúinn. Landslagsmál- verk Pissarós eitt saman er metið á um eina milljón s. kr. (ríflega níu millj. ísl. kr.). Málverk eftir annan franskan impressíónista, Maurice Utrilló — Bær á Korsíku — er metið á um hálfa millj. s. kr. Hin verkin fjögur, sem stolið var, eru eftir ítölsku 18. aldar málarana Zucca- relli, Canalettó og Canalettó yngri, svo og þýska 19. aldar málarann Gurlitt. Eþíópíu á morgun, að því er seg- ir í tilkynnigu frá herstjórn Kúbu. Fyrstu kúbversku „hernaðarráð- gjafarnir" voru sendir til Eþíópíu í apríl árið 1977, en þá átti marx- istastjórnin í stríði við Sómalíu. Talið er að kúbversku hermenn- irnir, sem alls urðu um 20.000 þegar mest var, hafi skipt. sköpum í stríðinu, en Eþíópímenn fóru með sigur af hólmi í því. I . tilkynningu herstjórnarinnar sagði ekkert um hevrsu margir kúb- verskir hermenn færu heim á laug- ardag. Talið er að ekki séu færri en 3.000 kúbverskir hermenn enn í Eþíópíu, en fyrir fimm árum voru þeir ríflega 10.000 talsins. „Með tilliti tii þess að hemað- arógn sú og hótanir, sem beindust gegn hinni hetjulegu þjóð, hafa minnkað, hafa ríkisstjórnir Kúbu og Eþíópíu ákveðið að kúbverskar her- sveitir hefji heimför sína hinn 9. september," sagði í tilkynningu her- stjómarinnar. Lík kúbverskra hermanna, sem fallið hafa í Eþíópíu og Angóla (marxistastjómin þar naut fulltingis 50.000 manna liðs frá Kúbu), hafa ekki verið send heim. í tilkynning- unni nú sagði hins vegar að áætlun um heimflutning þeirra verði brátt kynnt. Kommúnistastjórn Fídels Kastrós á Kúbu hefur aldrei látið uppi hversu margir hermenn þeirra hafa fallið í Afríkuævintýri hennar. í sama mund og tilkynning her- stjómarinnar var birt hófust friðar- viðræður milli marxistastjómarinn- ar í Addis Abeba og erítreískra skæmliða, en Jimmy Carter, fyrr- verandi Bandaríkjaforseti, er sátta- semjari í þeim. Kosningabaráttan í Noregi: Brundtland fær at- kvæði eigmmannsins Ósló. Keuter. EIGINMAÐUR Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, hefúr ákveðið að styðja konu sína í kosningunuin á mánudag en hingað til hefúr hann verið virkur félagi í Hægri- flokknum. Stærsta auglýsinga- stofa í Noregi birti í gær heil- síðuauglýsingu í einu dagblað- anna og sakaði þar stjórnmála- menn um að beita óheiðarlegum aðferðum í kosningabaráttunni. Arne Olav Brandtland, eigin- maður Gro Harlem, lýsti því yfir í gær, að hann ætlaði að kjósa konu sína í kosningunum á mánudag. Sagði hann, að stjórn Verkamanna- flokksins hefði komið á stöðugleika í norsku efnahagslífi og því væri það affarasælast fyrir þjóðina, að hún yrði áfram við völd. Arne Olav hefur til þessa tekið mikinn þátt í starfi Hægriflokksins en haft er á orði, að sinnaskiptin komi sér verst fyrir skopteiknara og aðra háðfugla, sem hafa oft leikið sér með togstreituna innan fjölskyldunnar. Þegar Jan P. Syse, formaður Hægriflokksins, var spurður álits, sagði hann aðeins, að þetta sýndi hvernig valdahlut- föllin væra innan Brandtland-fjöl- skyldunnar. (Arne Olav hefur ritað greinar um alþjóðamál hér í Morg- unblaðið.) BSB Bates, stærsta auglýsinga- stofa í Noregi og dótturfyrirtæki Saatchi-auglýsingahringsins, sem hefur staðið að kosningabaráttu Margaret Thatcher í Bretlandi, birti í gær heilsíðuauglýsingu í Arne Olav Brundtland Aftenposten ásamt tveimur stórum myndum af Gro Harlem Brund- tland forsætisráðherra. í meðfylgj- andi texta var ráðist að stjórn- málaflokkunum og þó einkum að Verkamannaflokknum, sem var sakaður um beita auglýsingaað- ferðum, sem ekki þættu gjaldgeng- ar í venjulegum viðskiptum. Arne Jensen, framkvæmdastjóri BSB, neitar því, að nokkur pólitík búi að baki en á því hefur verið vakin athygli, að í Noregi búa aug- lýsendur og auglýsingastofur við meiri takmarkanir en gerist al- mennt á Vesturlöndum. Kína: Ofsóknir flokksstjórna mæta andstöðu almennings Peking. Reuter. TILRAUNIR kommúnistaflokksins í Kína til að fyrirbyggja frekara andóf í landinu virðast mæta almennri andstöðu landsmanna. Telja sljórnarerindrekar að búast megi'við viðamiklum hreinsunum innan flokksins. Frá því kínverski herinn réðst til atlögu gegn lýðræðissinnum og myrti þá á Torgi hins himneska friðar í Peking 4. júní, hefur kommúnista- flokkurinn beitt námsmenn, verka- menn og menntamenn ofsóknum til að fyrirbyggja frekari mótmæli í landinu. Yfirlýsingar stjórnvalda og frásagnir Kínveija benda þó til þess að fjöldahreyfingar innan kommúni- Bandaríkjastjórn lokar sendiráði sínu í Beirút: • • Oryggi sendiráðsstarfsmanna eða þrýstingur á Aoun ástæðan? _ Washington. Rcuter. ÁKVÖRÐUN Bandaríkjastjórnar um að loka sendiráði sínu í Líban- on og hafa sig á brott er í hæsta máta tvíeggjuð. Víst er um það að ekki var lengur hægt að ábyrgjast öryggi sendiráðsstarfsmanna, en á móti kemur að Michel Áóun, hershöfðingi kristinna manna, er einangraðri en nokkru sinni fyrr og nú má telja að sá litli aðgang- ur, sem Bandaríkjamenn höfðu að upplýsingum um bandaríska gísla í Líbanon, sé úr sögunni. Bandarískir embættismenn halda því fram að ástæðan fyrir lokuninni hafi einungis verið sú, að ekki var lengur hægt að reiða sig á vernd heija kristinna í Beir- út. _ Áhrif lokunarinnar á ástandið í Líbanon eru hins vegar mun meiri en þeir hafa gefið til kynna. Mat flestra sérfræðinga í málefn- um Miðausturlanda er það, að Sýrlendingar hafi nú fijálsari hendur til þess að athafna sig að vild í Líbanon og að nú muni þrýstingur aukast á Aoun um að hann reyni samstarf við Araba- bandalagið og Sameinuðu þjóðirn- ar, en miðað við það sem undan er gengið má telja víst að kristnir menn beri skarðan hlut frá borði í þeim leik. John McCarthy, sendiherra Bandaríkjanna, og um 30 starfs- menn sendiráðsins voru fluttir flugleiðis til Kýpur á miðvikudag, en þá hafði Aoun — sem áður var talinn bandamaður Bandaríkja- manna — gagnrýnt Bandaríkin harðlega í nokkra daga og sakaði hann.þá um að hafa tekið afstöðu með Sýrlendingum. Hann hótaði jafnframt því að taka sjálfur Bandaríkjamenn í gíslingu og stóð fyrir mótmælum gegn stefnu Bandaríkjastjórnar. Margir fréttaskýrendur velta því fyrir sér hvers vegna Banda- ríkjamenn leggja upp laupana nú eftir að hafa þraukað stórfelldar stórskotaliðsárásir Sýrlendinga síðastliðna mánuði. Bandarískur embættismaður sagði breytta af- stöðu Aouns vera ástæðuna: „Við nutum greinilega ekki lengur verndar 'þeirra, sem áttu að vernda okkur.“ Miðausturlandasérfræðingur- inn Clyde .Marks, sem er fræði- maður við þingbókasafnið í Was- hington, telur að Hvíta húsið hafi metið málið sem svo að lítið væri á sendiráðinu í Beirút að græða og bandarískum þegnum hafi ver- ið hætta búin þar. Hins vegar hafi þeir slegið tvær flugur í éinu höggi með því að loka því. Ekki þurfi nú lengur að hafa áhyggjur af sendiráðsstarfsmönnunum og það sem mest er um vert: Aoun hljóti að skiljast það, að Banda- ríkjamenn muni ekki koma honum til aðstoðar ef í harðbakkann slær og að hann verði því að fallast á vopnahlé. Marks segir ennfremur að Bandaríkjastjórn hafi hugsanlega viljað sanna — e.t.v. fyrir múslim- um — að hún sé ekki strengja- brúða i höndum kristinna og úti- loki þar með ekki viðræður við múslimi. Bandarískir embættismenn gefa hins vegar ekkert út á slíkar skýringar og sitja fastir við sinn keip, að lokun hafi einungis verið vegna öryggis starfsmanna sendi- ráðsins. staflokksins heyri nú sögunni til og að margir Kínveijar séú ekki jafn auðsveipir og áður. Song Ping, sem á sæti í stjórn- málaráði kommúnistaflokksins, hélt harðorða ræðu fyrir skömmu þar sem hann virtist boða viðamiklar hreins- anir innan kommúnistaflokksins en hann viðurkenndi þó að þær yrðu ekki auðveldar í framkvæmd. Hann kvað ýmsar stofnanir flokksins og háttsetta embættismenn hafa skotið skjólshúsi yfir lýðræðissinna og stuðningsmenn þeirra jafnvel löngu eftir að miðstjórn flokksins fordæmdi þá sem gagnbyltingarsinna. Dagblað kínverska innanríkis- ráðuneytisins skýrði einnig frá því nýlegá að fjölmargir Kínveijar, her- menn jafnt sem óbreyttir borgarar, vildu ekki blanda sér í herferð stjórn- valda því hinir pólitísku vindar gætu breyst bráðlega og búast mætti við að fjöldi manna biði eftir tækifæri til þess að hefna sín. Nokkrum hverfanefndum í Pek- ing, sem falið hefur verið að fylgjast með athöfnum borgarbúa, hefur vér- ið fyrirskipað að benda á þrjú pró- sent íbúanna sem „gagnbyltingar- sinna“. Haft er eftir Peking-búa að formaðiír einnar nefndarinnar hafi kvartað undan þessum kvóta við stjórnvöld og sagt hann fáránlegan ogóframkvæmanlegan. I skýrslu sem kommúnistaflokkur- inn lét gera er ennfremur haft eftir háttsettum embættismanni í Jiangsu-héraði að 80 prósent þeirra, sem segðust fylgjandi herferð stjórn- valda, væri ekki treystandi. Stjórnar- erindrekar sögðu að ofsóknir stjórn- valda gegn andófsmönnum mættu mikilli andstöðu meðal lágt settra embættismanna og flokksfélaga. „Margir okkar era bálreiðir," sagði ungur verkamaður. „Mótmælin í vor vora aðeins upphaf baráttunnar — núna bíðum við aðeins þess að fram komi nýr leiðtogi sem geti leitt næstu árás okkar,“ sagði verkamaðurinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.