Morgunblaðið - 08.09.1989, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989
Gtgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið.
Orðaleikir
fí ármálaráðherra
Jafnt á Vestfjörðum sem
Austfjörðum eru fiskvinnslu-
fyrirtæki lýst gjaldþrota. Tap-
rekstur er eitt helsta einkennið
á atvinnulífinu eftir eins árs
stjóm Steingríms Hermannsson-
ar. Leið stjórnarherranna út úr
vandanum er ekki að skapa fyr-
irtækjum heilbrigðan grundvöll,
þeir halda fast við millifærslu-
leiðina. Þeir em enn þeirrar
skoðunar, að það skili bestum
árangri að færa fé úr einum
vasa í annan fyrir milligöngu
ríkisins. Þeir sjá enga leið til að
stöðva tapið. Til þess að þessi
stefna gangi til lengdar þarf
annaðhvort að taka fé að láni
eða auka skattheimtu. Hinn al-
menni taprekstur margfaldar
eftirspum eftir fjármagni og
keyrir upp vexti og skatta. Við
höfum kynnst hvomtveggja að
undanförnu.
Við þessar aðstæður gengur
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra fram á völlinn og
hreykir sér af því, að rekstur
ríkisins hafi bara tekist betur
en áætlað var. Menn eigi aðeins
að meta fjármálastjórn hans eft-
ir því. Þeir eigi ekki að minnast
þess, að hann hækkaði skatta
um 7 milljarða fyrir síðustu ára-
mót, að hann hefur aukið lántök-
ur ríkissjóðs og hann hefur auk-
ið útgjöld umfram fjárlög ársins
um fimm milljarða. Hækkun
skattanna, lántökurnar og
greiðslur umfram fjárlög eiga
rætur að rekja til ákvarðana,
sem fjármálaráðherrann og sam-
starfsmenn hans í ríkisstjórninni
hafa tekið. Þar hefur allt farið
úr böndum. Em nú uppi áform
um að nota ríkissjóð enn frekar
vegna tapreksturs í sjávarútvegi.
I Morgunblaðinu í gær bregð-
ur fjármálaráðherra sér síðan í
orðaleik vegna umræðna sem
orðið hafa um skattlagningu á
sparifé. Meginboðskapur ráð-
herrans er sá, að ekki eigi að
skattleggja spariféð heldur tekj-
urnar af því. Fyrir þessari
dæmalausu ríkisstjórn taprekst-
ursins hefur ekki aðeins vakað
að lækka vexti og draga þannig
úr vilja fólks til að spara heldur
var það ein af fyrstu yfirlýsing-
um Ólafs Ragnars Grímssonar
sem fjármálaráðherra, að það
ætti að „sækja fjármagn í stór-
um stíl til fjármagnseigenda í
þessu landi“ og með því vísaði
hann til sparifjár landsmanna.
Gegn þessari aðför að spamaði
reis almenningur síðastliðið
haust. Nú ætlar ráðherra að
vega í sama knérunn. Heldur
ráðherrann að þeir sem hyggja
á sparnað sjái ekki í gegnum
blekkingarvefinn og átti sig á
því, að skattur á tekjur af spari-
fé jafngildir að sjálfsögðu skatti
á spariféð sjálft? Ráðherrann
hreykir sér af því að hann sé
ekki að leggja til eignaupptöku
á sparifé. Engum hefur dottið í
hug að gera honum upp hug-
myndir u_m slíkt, þótt eignar-
skattar Ólafs Ragnars hefðu
auðvitað átt að vekja gran um
að slík áform blunduðu hjá þeim
alþýðubandalagsmönnum.
Ráðherrann segir rangt, að
„í framtíðinni verði gerður mis-
munur á spariskírteinum ríkisins
og öðrum sparnaðarformum".
Með þessum orðum er ráðherr-
ann líklega að segja, að „í framt-
íðinni“ eigi að leggja jafnt skatt
á tekjur af spariskírteinum ríkis-
ins og tekjur af öðm sparifé.
En hvað um fortíðina? Hvers
vegna eiga þeir sem nú eiga
ríkisskuldabréf frekar að losna
undan skatti á tekjur sínar en
þeir sem hafa sparað með öðmm
hætti? Hvers vegna á ekki að
gæta þeirrar sanngirni, ef þessi
dæmalausa skattafíkn fær að
ráða, að allir sitji við sama borð
og ekki verði annað sparifé
skattlagt en það, sem verður til
eftir að skatturinn er á lagður?
Á að þola aftui-virkni í sumum
tilvikum en ekki öðmm?
í athugasemd fjármálaráð-
herra hér í blaðinu í gær er hvað
eftir annað vikið að því, hvernig
staðið hefur verið að breytingum
á skattalögum í Evrópu og ann-
ars staðar á Vesturlöndum. Um
skatt á sparifé gilda mismunandi
reglur og í engu Evrópulandi búa
sparifjáreigendur við sömu
óvissu og hér, þar sem verðbólga
ríður húsum. Aðstæður em allt
aðrar hér að þessu leyti en ann-
ars staðar vegna verðbólgunnar.
Þegar Steingrímur Hermanns-
son kynnti stefnu stjórnar sinnar
sagði hann að hún myndi hafna
héfðbundnum vestrænum að-
ferðum við stjórn efnahagsmála.
Á skattur á sparifé að vera und-
antekningin sem sannar regl-
una? Hvers vegna skyldi fjár-
málaráðherra ekki byija á rétt-
um enda í þessu máli og stöðva
fyrst tapreksturinn og eftir-
spurnina eftir lánsfé innlendu
og erlendu og síðan huga að
því, hvort leggja eigi fleiri pinkla
á þá, sem þó ástunda sparnað?
Þá sem enn útvega honum pen-
inga í taphítina, en rúmlega 60%
af íslensku sparifé er í eign ein-
staklinga.
Það gengur ekki upp
eftirÞorvald Garðar
Krisijánsson
Veijendur kvótakerfisins leggja
sig í líma að tíunda það sem þeir
kalla kosti þeirrar fískveiðistefnu
sem nú er fylgt, rembast eins og ijúp-
an við staurinn. Telja þeir þá ýmis-
legt til svo sem jöfnuð milli lands-
hluta og hagkvæmni í fiskveiðum og
fiskvinnslu. Menn sjást þá oft ekki
fyrir í lofinu um kvótakerfið. Sverja
þá sumar fullyrðinganna sig meir í
ætt við öfugmæli en röksemda-
færslu.
Það er þannig ekki rétt að kvóta-
kerfið tryggi hagsmuni fiskvinnsl-
unnar með því að sjá fyrirtækjum
fyrir sem jöfnustu hráefni allt árið.
Það er hagur útgerðar og sjómanna
að veiða úthlutað aflamagn á sem
skemmstum tíma með lágmarks-
kostnaði. Það er ekkert sem segir
að ekki megi veiða upp í kvótann á
svo skömmum tíma sem verða vill.
Hins vegar er í sóknarstýringu fólgin
aðferðin með tímabundnum veiði-
bönnum til að jafna hráefninu eftir
þörfum á allt árið til hagræðis fyrir
vinnsluna og gera megi sem mest
úr hráefninu. Þá eru fullyrðingar um
gildi kvótakerfisins fyrir betri með-
ferð aflans um borð í veiðiskipunum
út í hött svo að ekki sé minnst á
fiskinn sem gefur miður hagkvæma
nýtingu á kvótann og er því fleygt.
Það er heldur ekki traust vísindi að
olíu- og veiðarfærakostnaður fari
eftir því hvort búið er við kvótakerf-
ið eða ekki. Góður skipsstjórnandi
gætir hagsýni í þessum efnum hvort
heldur er. Þá fær það ekki staðist
að kvótakerfið tryggi jafnvægi milli
landshluta. Þvert á móti sýnir reynsl-
an að þessi skipan hefir raskað stöðu
einstakra útgerðarstaða, sem hafa í
rás tímans órðið til, vaxið og dafnað
með því að sjávarútvegurinn hefir
fengið að laga sig sem fijáls atvinnu-
vegur að rekstrargrundvelli eftir
landsháttum og fiskimiðum. Einung-
is þannig fær þessi undirstöðuat-
vinnuvegur landsmanna skilað sem
mestum arði í þjóðarbúið hvort sem
veiðitakmarkanir eru meiri eða
minni. Þetta samræmist ekki kvóta-
kerfinu.
Það myndi æra óstöðugan að
tíunda þá galla sem fylgja kvótanum
eins og óhjákvæmilega hveiju öðru
eftir Jóhann Pétur
Sveinsson
í ár eru 30 ar liðin síðan Sjálfs-
bjargarfélögin í landinu mynduðu
með sér landssamband, Sjálfsbjörg,
landssamband fatlaðra. Það eru því
30 ár síðan hreyfihamlað fólk tók
höndum saman til að beijast fyrir
réttindum sínum, beijast fyrir betra
samfélagi ölllum til handa.
Það voru stórhuga Sjálfsbjargar-
félagar í ungum samtökum sem réð-
ust í það að því er virtist óyfirstígan-
lega verkefni að byggja Sjálfsbjarg-
arhúsið í Hátúni 12, Reykjavík. En
þörfin var brýn og félagarnir bar-
áttuglaðir. Allir tóku höndum saman
og með dyggri aðstoð almennings í
landinú og stjórnvalda reis húsið
smátt og smátt af grunni. Fyrsta
skóflustungan vartekin haustið 1966
og eftir því sem árin liðu tók hver
starfsemin af annarri til starfa í
húsinu. í dag, 23 árum síðar, er í
Sjálfsbjargarhúsinu starfrækt vinnu-
og dvalarheimili fyrir mikið fatlaða
einstaklinga, leigðar út íbúðir, rekin
endurhæfingastöð, sundlaug og dag-
vist fyrir fatlað fólk sem getur búið
á eigin heimili.
En þrátt fyrir að öll þessi starf-
semi sé hafin í Sjálfsbjargarhúsinu
miðstýringarkerfi, kostnað við
stjórnun, kostnað'við eftirlit, undan-
brögð, misferli og spillingu. Það er
talað um að bæta úr annmörkunum
með því að breyta kerfinu. En það
er voniaust eins og reynslan sýnir
og dæmt til að mistakast framvegis.
Það dugar ekkert nema að afnema
kerfið vegna þess að kvótakerfið er
vandamál í sjálfu sér.
I umræðuna um kvótakerfið hafa
spurningar komið um sölu veiðileyfa.
Sumir fylgjendur kvótakerfisins
segjast vera það á þeim forsendum
að heimiluð sé fijáls sala veiðileyfa
tii að tryggja samkeppnina. En það
er ekki sama um hvaða samkeppni
er að ræða. í sölu veiðileyfa fellst
spurningin um réttinn til að hagnýta
sér þá takmörkuðu auðlind sem fisk-
stofnarnir eru. Þar stendur sá best
að vígi sem hefir mest fjármagnið
hvort sem það er komið frá sjávarút-
vegi eða af öðrum uppruna, innlent
eða erlent. Það er engin trygging
fyrir því í þessu lokaða hafta- og
skömmtunarkerfi sem kvótakérfið er
að sá sem veiðileyfið hreppir hag-
nýti það svo að það gefi jafn mikla
arðsemi fyrir þjóðarbúið eins og hefði
getað orðið í hendi þess sem missti
af leyfinu. Þannig er möguleikinn
fyrir hendi að rétturinn til fiskveiða
geti gengið smám saman þeim úr
greipum sem hæfastir eru og geta
gefið þjóðarbúinu mesta arðsemi af
þessum undirstöðuatvinnuvegi lands-
manna. Aftur á móti gegnir öðru
máli ef kvótakerfið er afnumið og
ekki um sölu veiðileyfa að ræða. Þá
er keppnin um það hver getur rekið
útgerðina bezt og gefið mestan arð
í þjóðarbúið, en það fer aftur eftir
hæfni skipshafnar og útgerða'rstjórn-
unar eftir því sem aðstæður eru til
hagnýtingar fiskimiða í hverri ver-
stöð.
Með kvótakerfinu fá hæfileikar og
atgervi sjómanna og útgerðarmanna
ekki að njóta sín nema til jafns við
meðalmennskuna. í nauðvöm gegn
frelsisskerðingunni og viðleitni til að
bijótast út úr hnappheldunni er ráðið
að sjálfsögðu fyrir þá, sem vilja lyfta
sér yfir meðalmennskuna, að verða
sér úti um viðbótakvóta. Þá er stofn-
að til viðskipta sem ríkisvaldið býður
upp á og gerir óhjákvæmileg til að
gera ástandið bærilegra og halda
kvótakerfínu gangandi. Þessi við-
skipti eiga sér ekkert fordæmi meðal
siðmenntaðra þjóða. Réttindi sem
og að nú séu nær 23 ár síðan bygg-
ing hússins hófst er henni ekki enn
lokið. Af þeim verkefnum sem ólokið
er og hvað mikilvægust iná telja er
uppsetning brunaviðvörunarkerfis í
húsinu öllu. Hér er um mjög fjárf-
reka framkvæmd að ræða og hefur
því enn ekki reynst unnt að koma
því upp. Það má öllum vera Ijóst að
við svo búið má eigi lengur sitja og
þarf ekki að lýsa því fyrir fólki hvað
myndi gerast ef eldur kæmi upp í
húsinu án þess að viðeigandi hjálp
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
„Hvernig má það vera
að kvótakerfið sem
upphaflega var sett til
reynslu skuli ekki hafa
verið afiiumið eftir þá
raun sem það hefir þeg-
ar gefið? Hvernig er
hægt að þrauka í trú-
festunni við kvótakerf-
ið?“
veitt eru endurgjaldslaust með
stjórnvaldsráðstöfunum eru gerð að
verslunarvöru. Réttarvitund íslend-
inga þolir ekki slíka ráðstöfun á al-
mannaeign sem fískurinn í sjónum
er.
En hér er ekki einungis um að
ræða beina verzlun með kvótann
heldur og óbeina í formi uppsprengds
skipaverðs. Er nú svo að sjá að upp
á síðkastið sé það orðið helst þetta
sem fært er kvótakerfínu til gildis.
Á það að vera fólgið í því að dug-
andi sjómenn og athafnamenn geti
keypt skip með kvóta en haldi skip-
inu ekki út til veiða heldur hagnýti
sér veiðiréttinn á annað skip sem
þeir eiga fyrir í rekstri. Tala menn
þá sem þetta geti verið greiðfær leið
bærist í tæka tíð. Annað mjög brýnt
og ijárfrekt verkefni, sem hefur beð-
ið of lengi, er að gera viðunandi inn-
gang í Sjálfsbjargarlaugina, laugina
sem var gjöf landsmanna allra til
fatlaðra. Reyndar urðum við fyrir
því óhappi að flísalagning á botni
laugarinnar stórskemmdist nú nýve-
rið og mun kosta stórfé að gera við
hana. Það þarf ekki að brýna fyrir
fólki hve sund er hreyfihömluðum
lífsnauðsynlegt og hveija áherslu
verður að leggja á að gera hið allra
til að fækka veiðiskipum og aðlaga
sóknargetu fiskiskipastólsins þannig
veiðiþoli' fiskstofnanna. En ekki er
allt sem sýnist. Ekki er öllum gefið
að geta keypt ofurverði réttinn til
þess eins að geta hagnýtt skip sitt
með eðlilegum hætti. Hægfara verð-
ur minnkun fiskiskipastólsins með
þessari aðferð eins og reynslan sýn-
ir. Ekki þarf að fara orðum um að
greiðfærari væri sú leiðin að afnema
aflatakmarkanir á hvert skip og láta
kvótaviðskiptunum lokið. Þá myndi
ekki einungis verða lagt þeim skipum
sem ganga nú kaupum og sölum í
þessum viðskiptum heldur og öllum
hinum sem haldið er í rekstri einung-
is vegna kvótans en myndu ekki
standast samkeppnina þegar hann
yrði aflagður.
I umræðunni um kvótakerfið má
ekki gleyma þeim sem virðast telja
þessa skipan á fiskveiðistjórn hafa
þann tilgang að vera leið til að koma
á auðlindaskatti og allt sé með því
unnið. En það eru ýmsar leiðir til
að skattleggja sjávarútveginn svo að
enga nauðsyn ber til að viðhalda
kvótakerfinu í þeim tilgangi. Auð-
lindaskattur er skattamá] en ekki
mál fiskveiðistjórnunar. Á undanf-
örnum árum hefir auðlindaskattur
verið lagður á sjávarútveginn í formi
rangrar gengisskráningar.
Hvernig sem menn velta þessum
málum fyrir sér verður ekki gengið
framhjá því að kvótakerfið er ónot-
hæft og önnur leið sjálfsögð í stað
þess við stjórn fiskveiða. En aðeins
einni spurningu er ósvarað. Hvernig
má það vera að kvótakerfið sem
upphaflega var sett til reynslu skuli
ekki hafa verið afnumið eftir þá raun
sem það hefir þegar gefið? Hvernig
er hægt að þrauka í trúfestunni við
kvótakerfið? Það er vanséð hvernig
menn geta varið það að undirstöðu
atvinnuvegur þjóðarinnar sé lengur
bundinn í viðjar hafta- og skömmtun-
arkerfís, sem hefir gengið sér til
húðar. Að minnsta kosti gengur það
ekki upp fyrir þá sem vilja frelsi í
atvinnulífínu, boða frelsi í verslun
og gjaldeyrismálum og vara við lam-
andi hönd miðstýringar og ríkisaf-
skipta.
Höfundur er einn of
alþingismönnum
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Vestfjarðnkjördæmi.
„Þess vegna treystir
Sjálfsbjörg því að enn á
ný taki allir sem vettl-
ingi geta valdið á með
okkur og leggi sitt af
mörkum í landssöfhun
þá sem nú er í gangi.“
fyrsta við laugina. Auk hérnefndra
verkefna vantar enn verulega fjár-
muni til að Ijúka framkvæmdum að
öðru leyti við Sjálfsbjargarhúsið, s.s.
til að koma upp viðunandi félagsað-
stöðu.
Sjálfsbjörg, landssamband fatl-
aðra, stendur á tímamótum. Við
höldum upp á þau tímamót undir
slagorðinu „Betri framtíð byijar í
dag“. í 30 ár hefur almenningur í
landinu staðið með Sjálfsbjörg og
stutt og styrkt starfsemi okkar. Það
er þess vegna sem við hjá Sjálfsbjörg
trúum því og treystum að fólkið vilji
að samtök okkar séu sterk og öflug,
að almenningur vilji vinna með okkur
að samfélagi sem taki tillit til allra,
henti öllum. Þess vegna treystir
Sjálfsbjörg því að enn á ný taki allir
sem vettlingi geta valdið á með okk-
ur og leggi sitt af mörkum í lands-
söfnun þá sem nú er í gangi.
Lesandi góður! Munum að margt
smátt gerir eitt stórt og að með fram-
lagi þínu stuðlar þú að BETRI
FRAMTÍÐ fötluðum til handa.
Höfundur er formaður
Sjálfsbjnrgnr, Lnndssmnbands
fntlnðrn.
í dag þarf Sjálfsbjörg á stuön-
ingi landsmanna að halda
Jóhann Pétur Sveinsson
MORGUNBLAÐIÐ FÖST-UDAGUR 8. SEPTEMBER 1989
21
Sláturhúsum verður
fækkað um 6 í haust
14 sláturhús úrelt á síðustu 4 árum
SEX sláturhús hafa sótt um úreldingu að þessu siuni og verður
því ekki slátrað á Dalvík, Fagurhólsmýri, Reyðarfirði, Laugarási
í Biskupstungum, Kópaskeri og Vopnafirði.
Umsóknarfrestur um sláturleyfi
rann út þann 1. september sl. Að
sögn Níelsar Árna Lund, deildar-
stjóra í landbúnaðarráðuneytinu,
hafa fjóitán sláturhús verið úrelt
á síðustu fjórum árum með þeim
sex sláturhúsum, sem ekki munu
lóga í haust. Hin átta húsin, sem
Bjarnaborgin seni stendur við Hverfisgötu 83
• /
Fjárskortur háir endur-
byggingu Bjarnaborgar
Um 20% heildarframkvæmda ólokið
EKKI hefúr reynst unnt að ljúka framkvæmdum við Bjarnaborg,
sem stendur við Hverfisgötu 83, vegna flárskorts. Byggingafélagið
Dögun hf. keypti Bjarnaborg af Reykjavíkurborg fyrir rúmum
tveimur árum á þrjár og hálfa milljón kr. og hefúr fyrirtækið unn-
ið að endurbyggingu hússins. Framkvæmdir hafa nú legið niðri í
nokkra mánuði. Kostnaður við kaup og endurbyggingu hússins er
nú um 80 milljónir króna, en um 20% af heildarfranikvæmdum við
húsið er ólokið. Bjarnaborg var reist árið 1902 og var fyrsta fjölbýl-
ishúsið í Reykjavík.
„Við vonumst til að geta hafið
framkvæmdir að nýju í haust og
lokið þeim um áramótin," sagði
Hjörtur Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Dögunar hf. Eftir er
að setja upp ofnakerfi í húsinu og
klæða það að innan með spónaplöt-
um.
Hjörtur sagði að ekki hefði tekist
að selja húsið hingað til svo að
ákveðið hefði verið að húsið yrði
áfram í eigu I)ögunar,_ sem síðan
myndi leigja það út. Á efri hæð
þess er rými fyrir fimm íbúðir og
á þeirri neðri er gert ráð fyrir þrem-
ur til fjórum veitingastöðum. Hjört-
ur gerir ráð fyrir að húsið verði í
eigu Dögunar næstu þrjú til fjögur
árin og yrði þá reynt að selja húsið
þegar framkvæmdir í nágrenninu,
t.d. við Skúlagötuna, eru lengra á
veg komnar.
Steingrímur J. Sigfússon:
Framleiðslustjórnun í
svínarækt ekki útilokuð
Kvóti ekki settur á
STEINGRÍMUR J. Sigfusson land-
búnaðarráðherra segist ekki telja
útilokað að einhvers konar fram-
leiðslustjórnun verði komið á í
svínarækt, en þó ekki með þvi að
selja kvóta á framleiðsluna. Svína-
bændur hafa undanfarið átt við-
ræður við stjórnvöld um vanda
búgreinarinnar, meðal annars um
mögulegar aðgerðir til að ná
stjórn á framleiðslunni.
„Ég hef óskað eftir því að svína-
bændur leggi fram hugmyndir um
það hvað þeir telji sig geta gert til
að ná skipulagi á framleiðslunni með
tilliti til markaðarins, og þá auðvitað
með vitund og stuðningi okkar. Þeir
Réttur „tóm-
stundabænda“
rýmkaður
SAMKVÆMT nýrri reglugerð um
sauðfjárframleiðslu er framleið-
endum utan lögbýla, það er svo-
kallaðra „tómstundabænda", nú
heimilt að taka allt að 10 ærgildis-
afúrðum, eða 182 kg, af ófrystu
kjöti af eigin framleiðslu úr af-
urðastöð, en áður var heimilt að
taka allt að 60 kg.
Framleiðendum á bóndabæjum er
heimilt að taka 10 ærgildisafurðir
alls af eigin framleiðslu, eða allt að
60 kg fyrir hvern heimilismann sem
hafði þar lögheimili 1. desember
1988.
völdu á sínum tíma þá leið að vera
með fijálsa verðlagningu og sam-
keppni, og því fínnst mér rökrétt að
þeir svari því hvað þeir telja sig geta
gert í stöðunni. Það er ljóst að núver-
andi ástand með vaxandi framleiðslu
og lækkandi verði getur endað með
ósköpum, en ég get hins vegar lofað
mönnum því að ég mun ekki standa
að því að setja á kvóta sem taki mið
af framleiðslu undanfarinna
era,“ sagði Steingrímur.
miss-
„Við höfum ekki fengið neinn
stuðning við endurbyggingu þessa
húss utan 200 þúsunda króna
styrks frá Húsfriðunarsjóði. Við
höfum hinsvegar sótt um stuðning,
bæði frá Húsverndunarsjóði og
Þjóðhátíðarsjóði, en hlotið synjun.
Þá höfum við farið fram á niðurfell-
íngu fasteignagjalda hjá Reykjavík-
urborg, en líka án árangurs," sagði
Hjörtur.
úrelt hafa verið á síðustu árum,
eru í Grindavík, Flateyri, Fellabæ,
Neskaupstað, Djúpavogi, Vík,
Minniborg og á Bíldudal. „Oll þessi
sláturhús samrýniast í raun og
veru sláturhúsaskýrslunni svoköll-
uðu, en í henni var lagt til að slát-
urhúsum yrðj fækkað úr 49 í 18,“
sagði Níels Árni.
Hann sagði að ekki væri á veg-
um landbúnaðarráðuneytisins
unnið skipulega að því að fram-
kvæma tillögur sláturhúsanefnd-
ar. Hinsvegar hefðu mál sjálfkrafa
þróast í þessa átt og hefðu forr-
áðamenn sláturh'úsa sjálfir af fús-
um og fijálsum vilja óskað eftir
úreldingu að fyrra bragði. Þeim
væri á engan hátt þröngvað til að
hætta slátrun, en í fyrra vom slát-
urhúsaeigendur fyrst aðstoðaðir
fjárhagslega við úreldinguna
þannig að greitt væri fyrir mats-
verð eigna. Samkvæmt skýrslunni
munu öll þau hús, sem úrelt hafa^
verið, ekki þótt hagkvæm til
áframhaldandi reksturs. Þó var
gert ráð fyrir í skýrslunni að slátr-
un yrði haldið áfram á Kópaskeri,
en eins og fram hefur komið verð-
ur slátrun þar aflögð í haust.
Dæmdur til fangelsis-
vistar fyrir tölvusvik
FYRRUM starfsmaður Reiknistofú bankanna hefur í Sakadómi
Reykjavíkur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi, þar af þijá mán-
uði skilorðsbundna til tveggja ára, fyrir að liafa dregið sér fé með
tölvusvikum. Þetta er fyrsta dæmið uni tölvusvik sem komið hefúr
upp hér á landi.
Maðurinn varð uppvís að því í
febrúar á þessu ári að hafa dregið
sér 312 þúsund krónur. Hann milli-
færði féð af bankareikningum, sem
ekki höfðu hreyfst lengi, og færði
með aðstoð tölvu á eigin reikning.
Upphæðirnar af hveijum reikningi
voru allt frá 30 aurum upp í fá þús-
und. Þessar millifærslur voru allar
gerðar sama dag, þ.e. maðurinn
stundaði þessa iðju ekki í lengri tíma.
Fljótlega eftir svikin uppgötvuðust
þau, þegar niðurstöðutölur Reikni-
stofunnar voru bornar saman. Mann-
inum var vikið úr starfi og Rannsókn-
arlögregla ríkisins fékk málið til
meðferðar. Ilann játaði brot sitt
strax og endurgreiddi féð.
Nú hefur Ingibjörg Benedikts-
dóttir, sakadómari, kveðið upp þann
dóm að maðurinn skuli sæta fimm
mánaða fangelsisvist, en þar af eru
þrír mánuðir skilorðsbundnir til
tveggja ára. Honum var einnig gert
að greiða málskostnað.
Sláturhús KÞ á Húsavík.
Morgunbladid/Silli
18 mánaða
fangelsi
fyrir árás
MAÐUR á þrítugsaldri liefúr verið
dæmdur til 18 mánaða fangelsis-
vistar fyrir stórfellda líkamsárás.
Maðurinn stakk konu um fimm-
tugt með hnífi á heimili hennar í
Reykjavík síðastliðinn vetur.
Áverki konunnar var ekki
lífshættulegur. Fyrr sama dag og
maðurinn stakk konuna hafði hún
ráðist á hann og brennt í andliti með
sígarettu. Um kvöldið var maðurinn
aftur staddur hjá konunni við
drykkju þegar hún veittist aftur að
honum. Hann dró þá upp hníf úr
vasa sínum og stakk hana. Maðurinn
bar að honum hefði staðið beygur
af konunni og hefði hann talið hana
til alls líklega þar sem hann vissi að
hún hefði fyrlr á árum hlotið dóm
fyrir að verða mannsbani. Pétur
Guðgeirsson sakadómari kvað upp
dóminn.
Slátrun hafin á Húsavík
Húsavík.
Sauðfjárslátrun hjá Kaupfélagi Þingeyinga hófst miðvikudaginn 6.
september og er það um viku fyrr en venjulega, því nú á þar að
slátra 56 þúsund fjár eda um 16 þúsundum fleira en síðastliðið ár.
Orsök fjölgunarinnar er sú að nú
verður ekki slátrað á Kópaskeri, því
nú liggur fyrir sú hugmynd að úrelda
hluta sláturhússins þar, eða sláturað-
stöðuna, en nýta tilheyrandi fiysti-
geymslur til geymslu á kjöti og jafn-
framt laxi, en mikill vöxtur er í fisk-
eldi á Kópaskeri og nágrenni.
Þetta er hluti af þeirri breytilegu
hagræðingu í heildarskipulagi á
slátrun sauðfjár í Þingeyjarsýslum.
Nú verður öllu sauðfé úr Keldu-
hverfi, Öxafirði, Presthólahreppi og
allt austur á Sléttu slátrað á Húsavík,
en ekki á Kópaskeri eins og verið
hefur.
Sauðfé i Kelduhverfi hefur fækkað
undanfarin ár, þar sem þar hefur átt
sér stað mikill niðurskurður vegna
riðuveiki.
Slátuilíðin hér. mun því standa
yfir viku eða hálfum mánuði lengur
en venjulega og af þeim orsökum
hefur göngum verið flýtt.
- Fréttaritari