Morgunblaðið - 08.09.1989, Síða 23
MORGUNBLABIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989
23
ins. Ómar Smári Ármannsson, að-
stoðaryfirlögregluþjónn, sagði að
þarna hefðu aðstæður verið stór-
hættulegar.
Skrifstofu- og ritara-
skólinn:
15. starfsárið að
heflast
FIMMTÁNDA starfsár Skrif-
stofii- og ritaraskólans á mánu-
dag í húsakynnum Stjórnunarfé-
lags Islands sem rekur skólann.
Skólinn býður tvö sjálfstæð
námsár. Fyrra árið útskrifast nem-
endur með almennt skrifstofupróf,
en framhaldsárið með sérhæft
skrifstofupróf. Þar er hægt að velja
um 2 námsbrautir. Það nýmæli er
nú að nemendur taka starfsþjálfun
sem eina námsgrein.
Viðeyjarferð
Haftiarflarðar-
sóknar
KVENFÉLAG Hafnarijarðar-
kirkju og salnaðarstjórn stendur
fyrir safnaðarferð, sunnudaginn
10. september út í Viðey.
Farið verður með rútu frá Hafn-
arfjarðarkirkju klukkan 12.15 og
ekið til Sundahafnar. í Viðey mun
séra Þórir Stephensen taka á móti
gestum og leiða helgistund í Við-
eyjarkirkju, rekja sögu staðarins
og fara með hópnum um nágrenn-
ið. Kaffiveitingar verða seldar-
„Tveir á ferð“
opnuð á morgun
TVEIR á ferð nefnist sýning
feðginanna Margrétar Jónsdótt-
ur og Jóns Benediktssonar, sem
opnuð verður klukkan 16 á
morgun í FÍM-salnum, Garða-
stræti 6. Margrét sýnir olíumál-
verk og Jón höggmyndir í eir.
Margrét hefur verið starfandi
myndlistarmaður í 15 ár og tekið
þátt í fjölda sýninga. Jón hefur
verið starfandi myndiistarmaður í
yfir 40 ár og var einn af þekktari
myndhöggvurum þjóðarinnar.
Undanfarin ár hefur hann haft
hljótt um sig, en byijaði að vinna
aftur að fullu þegar FÍM-salurinn
tók til starfa sem gallerí.
Bókaútgáfa Orðs
lífsins gefur út
tvær bækur
BÓKAÚTGÁFA Orðs lífsins hef-
ur gefið út tvær nýjar bækur.
Hin fyrri heitir „Þú getur brotið
niður sterk vígi“ eftir Bandaríkja-
manninn John Osteen. Þýðandi er
Hrafn Haraldsson.
Seinni bókin heitir „Blóðsáttmál-
inn“ og ér eftir Svíann Sten Nils-
son. Sú bók er 180 blaðsíður og
fjallar um þann blóðsáttmála sem
Guð gerði við manninn. Þýðandi
er Guðni Þorvaldsson.
Bækur þessar eru til sölu hjá
versluninni Jötu og Kirkjuhúsinu
v/Klapparstíg.
(Úr fréttatilkynningu)
Morgunblaðið/Jón Svavars
Bílliun vó salt á brún grunnsins,
sem var ómerktur.
Ómerktur hús-
grunnur olli
óhappi
LÖGREGLAN I Reykjavík lét á
sunnudagskvöld merkja hús-
grunn, sem byrjað er að gi-afa
við Skipholt. Grunnurinn, sem
er þar sem áður voru bílastæði,
var ómerktur og lýsing við hann
engin. Á sunnudagskvöld varð
það óhapp, að bíl var ekið fram
af brún grunnsins. Engin meiðsli
urðu á ökumanni og bíllinn var
talinn lítt eða ekki skemmdur.
Ökumaður lítils fólksbíls ók á
litlum hraða inn á bílastæðið og
stöðvaðist bíliinn þegar framhjólin
voru komin fram af brún grunns-
Morgunblaðið/Einar Falur
Þátttakendur í Reykjalundarhlaupinu voru á öllura aldri.
300 í
Reykja-
lundar-
hlaupinu
Reykjalundarhlaupið var
haldið á laugardag. Um 300
manns á öllum aldri tóku þátt í
því og gekk það mjög vel.
Fjórar leiðir voru farnar — 2 km
hjólastólaakstur, 3 km
hlaup/ganga, 6 km hlaup/ganga
og 14 km hlaup. Þeir sem komu
fyrstir í mark fengu ekki verðlaun
heldur var dregið úr númerum
þeirra sem tóku þátt. Nokkur fyrir-
tæki og verslanir gáfu vinninga,
sem voru ýmsar úttektir.
Aðalbjörg Guðgeirsdóttir kom
fyrst í mark á hjólastól en hún fór
2 km á 11 mínútum og 20 sekúnd-
um. Besti tími í 3ja km hlaupi var
12 mínútur og 9 sekúndur en vegna
mistaka er ekki vitað hver á hann.
Snorri Dal Sveinsson sigraði 6 km
hlaupið á 23 mínútum og_8 sekúnd-
um og Kristján Skúli Ásgeirsson
kom fyrstur í mark eftir 14 km
hlaup á 50 mín. og 57 sek.
Rokktónlist
í Holly wood
Hljómsveitin Loðna rQttan mun
leika í Hollywood á föstudags- og
laugardagskvöldum á næstunni.
Sveitina skipa Sigurður Gröndal,
Richard Scobie, Halldór Hauksson,
Ingólfur Guðjónsson og Jóhann
Ásmundsson. Loðna rottan leikur
fyrst og fremst rokktónlist.
Happdrætti Félags-
heimilis Tónlistar-
manna:
Aukavinningur
dreginn út
1. september var dreginn út
aukavinningur í happdrætti Fé-
lagsheimilis tónlistarmanna.
Vinningurinn, ferðavinningur
frá Evrópuferðum, að verðmæti
krónur 80.000, kom á miða 669.
Vinningshafi getur vitjað vinn-
ings hjá Evrópuferðum, Klapp-
arstíg 25-27 Reykjavík.
í undirbúningi eru frekari uppá-
komur til að vekja athygli á happ-
drætti Félagsheimilisins, sem dreg-
ið verður í 23. október nk.
(Úr frcttatilkynningu)
Bítlavinafélagið
í Glæsibæ
Bítlavinafélagið mun halda
dansleik i Danghúsinu í Glæsibæ,
laugardaginn 9. september.
Bítlavinafélagið hefur leikið á
dansleikjum um land allt í sumar.
Húsið verður opnað klukkan 22 og
dansað verður fram á nótt.
„Tveir á ferð“ nefnist sýning þeirra feðgina Margrétar Jónsdóttur
og Jóns Benediktssonar sem opnuð verður á morgun laugardaginn
9. september.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 7. september
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 64,50 20,00 62,34 18,908 1.178.663
Þorskur(smár) 20,00 20,00 20,00 0,040 800
Ýsa 108,00 25,00 95,95 5,001 488.264
Karfi 34,00 31,00 32,39 3,253 105.369
Ufsi 30,00 20,00 29,39 4,158 122.220
Steinbítur 52,00 38,00 49,97 2,993 149.527
Langa 20,00 20,00 20,00 0,247 4.940
Lúða 265,00 150,00 224,45 0,410 92.025
Koli 67,00 32,00 32,47 1,419 46.073
Keila 15,00 15,00 15,00 1,047 15.705
Kinnar 88,00 88,00 88,00 0,033 2.904
Gellur 250,00 250,00 250,00 0,015 3.750
Samtals 58,71 37,737 2.215.675
1 dag verða meðal annars seld 20 tonn af þorski, 54 tonn af
karfa, 96 tonn af ufsa og 1,8 tonn af blönduðum afla úr Víði
HF, 8,5 tonn af ýsu og 2,5 tonn af ufsa úr Hjalteyrinni EA og
3 tonn af steinbít frá Hraðfrystihúsi Breiðdælinga hf.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 67,00 45,00 53,69 154,364 8.288.021
Þorskur(smár) 15,00 15,00 15,00 1,626 24.390
Ýsa 97,00 58,00 90,44 6,984 631.682
Ýsa(umál) 26,00 26,00 26,00 0,026 676
Karfi 33,50 32,00 32,96 30,228 996.348
Ufsi 31,00 25,00 29,56 12,743 376.741
Hlýri+steinb. 51,00 15,00 50,49 3,431 173.216
Hlýri 44,00 44,00 44,00; 0,418 18.392
Blálanga 39,00 37,00 37,14 1,558 57.879 -
Lúða(stór) 290,00 200,00 209,80 0,147 30.840
Lúða(smá) 200,00 140,00 143,68 0,228 32.760
Grálúða 43,00 42,00 42,30 6,534 276.394
Skarkoli 54,00 54,00 54,00 0,111 5.994
Hnísa 20,00 20,00 20,00 0,042 840
Samtals 49,97 218,502 10.917.603
Selt var úr Engey RE, Gylli ÍS, Drangey SK og fleirum. i dag
verður selt óákveðið magn úr Skagaröst KE og fleirum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 65,00 41,00 56,87 8,651 492.018
Þorskur(umál) 21,00 21,00 21,00 0,079 1.659
Ýsa 97,00 30,00 81,70 4,035 329.657
Karfi 39,00 15,00 29,27 11,275 330.054
Ufsi 40,00 15,00 22,14 1,548 34.270
Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,150 2.250
Langa 25,00 15,00 20,16 0,422 8.506
Blálanga 39,50 32,00 34,27 0,717 24.572
Lúða 100,00 90,00 99,17 0,024 2.380
Sólkoli 58,00 58,00 58,00 0,031 1.798
Skarkoli 37,00 35,00 36,70 0,047 1.725
Keila 22,00 5,00 8,36 0,374 3.128
Öfugkjafta 15,00 15,00 15,00 0,164 2.460
Samtals 44,86 27,517 1.234.477
i dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum.
Laugarásbíó
sýnir „Cohen
og Tate“
LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til
sýninga myndina „Cohen og
Tate“. Leikstjóri er Eric Red en
með aðalhlutverk fara Roy
Scheider og Adain Baldwin.
Lítil fjölskylda, Jeff og Marta
Knight, fer huldu höfði ásamt Trav-
is,-9 ára, á afskekktum bóndabæ í
Bandaríkjunum. Hjá þeim eru þrír
lögreglumenn, sem eiga að vernda
þau fyrir útsendurum glæpasamtaka
í Texas.
Jeff Knight hafði verið í hópi
glæpamannanna, en snúið baki við
þeim og það táknar í þeirra augum
að hann sé réttdræpur hvar sem til
hans náist.
Úr myndinni „Cohen og Tate“ sem Laugarásbíó sýnir.
Haftiarflörður;
Vetrarstarfið hjá
Hraunbúum hefst
Skátafélagið Hraunbúar í Hafharfirði hefur
vetrarstarf sitt með formlegum hætti á morgun,
laugardag. Sérstök innritun verður fyrir eldri
félaga og nýja og hefst hún klukkan 14. Sam-
hliða henni verða myndasýningar og kaffiveit-
ingar.
Skátar munu vera að starfi allan daginn og klukk-
an 17.30 verður kveikt á útigrillinu og þar grilla
gestir mat sinn, en Hraunbúar leggja til drykkjar-
föng. Um kvöldið er kvöldvaka með skemmtiatriðum
og afhendingu skipunarbréfa og viðurkenninga.
(Fréttatilkynningj