Morgunblaðið - 08.09.1989, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTBMBER 1989
Fyrsti samlestur á Húsi Bernörðu Alba:
Þrjú ný íslensk verk
frumsýnd hjá LA í vetur
FYRSTI samlestur á Húsi Bernörðu Alba, fyrsta verki Leikfélags
Akureyrar á leikárinu, var í gær. Frumsýning verksins verður 14.
október. Um fimmtán hlutverk, sem öll eru í höndum kvenna, eru
í verkinu og með titilhlutverkið fer Sigríður Hagalín gestaleikari frá
Leikfélagi Reykjavíkur.
Höfundur Húss Bernörðu Alba
er Garcia Lorca, leikstjóri Þórunn
Sigurðardóttir og búninga hannar
Charlotte Clason. Pétur Jónasson
gítarleikari mætir með gítarinn á
hveija sýningu og leikur spánska
tónlist, m.a. eftir Garcia Lorca.
Auk Húss Bernörðu Alba verða
sýnd þrjú ný íslensk verk á leikár-
inu. Annan í jólum verður sýnt
barna- og ijölskylduleikrit eftir
systurnar Iðunni og Kristínu Steins-
dætur í leikstjórn Andrésar Sigur-
vinssonar. Nafni verksins verður
að líkindum breytt, en enn sem
komið er ber það heitið Randaflug-
ur. Þetta verk hlaut önnur verðlaun
í samkeppni sem efnt var til í til-
efni opnunar Borgarleikhúss.
Eftir áramótin verða tvö ný
íslensk verk á íjölum Samkomu-
hússins. í svartasta skammdeginu
verður boðið upp á bráðfjöruga sýn-
ingu þar sem mikið verður sungið
og trallað. Sigurður Hróarsson leik-
hússtjóri sagði að enn ætti eftir að
ganga frá nokkrum lausum endum
varðandi þá sýningu og því yrðu
menn að bíða spenntir um stund
eftir að vita hvaða verk þar er á
ferðinni.
Lokaverkefni leikársins er ný
leikgerð Böðvars Guðmundssonar
og Tryggva Emilssonar af endur-
minningum Tryggva, Baráttunni
um brauðið og Fátækt fólk sem
Þráinn Karlsson ieikstýrir.
Blaðberar
óskast
Nú, þegar skólarnir eru að byrja,
vantar okkur blaðbera, sem geta borið
út fyrir hádegi.
Starfið hentar vel húsmæðrum
sem eldri bæjarbúum.
í boði er hressandi morgunganga,
sem borgar sig.
Akureyri, sími 23905.
Laugardagur:
Dansleikur
Hljomsveit
Ingimars Eydal
leikur fyrir dansi.
Allir velkomnir.
Hótel KEA
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fyrsti samlestur á Húsi Bernörðu Alba eftir Garcia Lorca var í
gær. Hlutverkin í verkinu eru öll í höndum kvenna og eru samtals
um fimmtán. Gestaleikarinn Sigríður Hagalín fer með titilhlutverkið.
Grímsey:
Lenging flugbraut-
arinnar er hafín
eftir hveija sprengingu í endurbætur
á höfninni, en hún er að margra
dómi mjög illa farin. Þær fram-
kvæmdir heflast vonandi með vorinu.
- Bára
Niðurstaða í
ljóðasam-
keppni kynnt
NIÐURSTÖÐUR dómnefiidar
vegna ljóðasamkeppni Menning-
armálanefiidar Akureyrarbæjar
verða kynntar við athöfn á Amts-
bókasafiiinu á Akureyri kl. 16.00
á morgun, laugardagiim 9. sept-
ember.
Við athöfnina verða veitt verð-
laun og einnig verða þau ljóð sem
bárust í keppnina til sýnis á safn-
inu, en um 80 ljóð bárust.
Básum.
VERKTAKINN Stefán Guðjóns-
son frá Sauðárkróki hefur við
fimmta mann unnið að undirbún-
ingi lengingu flugbrautarinnar
hér. Stefán segir að verkið hafi
gengið mjög vel og býst við að
því ljúki í lok september eða byrj-
un október. Þá veður nýi partur-
inn tilbúinn undir fína möl.
Það var eftir verslunarmannahelg-
ina, að hafist var handa við að
sprengja við nprðurenda flugbrautar-
innar eða í holtinu eins og það er
kallað.
Fólk sem var statt hér á norður-
enda eyjarinnar hefur brugðið
ískyggilega í brún þegar sprengt er
og líkt þessu við snarpan jarð-
skjálfta, en sem betur fer eru þeir
ekki að hijá okkur núna eins og svo
oft áður.
Brautin lengist um u.þ.b. 300
inetra og þykir það mikið öryggisat-
riði. Verkið er unnið í samvinnu við
vita- og hafnarmálastjórn,, sem
hyggst nota stórgrýtið sem kemur
ATVIN N13AUGL YSINGAR
Framhalds-
skólanemar ath.!
Leitum að barngóðri og duglegri manneskju
til að passa 4ra ára dóttur okkar og annast
léttari húsverk milli kl. 14.00-16.00 þrjá daga
í viku. Ekki yngri en 18 ára koma til greina.
Laun eftir samkomulagi. Aðstoð við dönsku-
nám ef óskað er. Við reykjum ekki og búum
í Kleppsholtinu.
Nánari upplýsingar í síma 32969 eftir kl.
19.00 í kvöld og kl. 13-15 laugardag og
sunnudag.
Sendiferðir
- innheimta
Óskum eftir að ráða starfskraft til sendiferða
og innheimtu á bíl fyrirtækisins. Verður að
geta byrjað strax. Æskilegt er að umsækj-
endur þekki vel til afgreiðslu tollskjala og
annarra innflutningspappíra.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
12. september merktar: „Sendill-9024“.
Hvaleyri hf.,
Vesturgötu 11-13, Hafnarfirði
Vantar ykkur vinnu?
Okkur bráðvantar fólk til starfa í pökkun og
snyrtingu STRAX hálfan eða allan daginn.
Mikil vinna.
Upplýsingargefurverkstjóri í síma 91-53366.
FERMSKRIFSTOFAN ÚRVAL
—V--------------
Fargjaldasérfræðing
vantar
á ferðaskrifstof u
Ferðaskrifstofan Úrval hf. óskar að ráða sölu-
mann með mikla þekkingu á fargjaldaútreikn-
ingi, sem getur unnið sjálfstætt og séð um
viðskipti við stór fyrirtæki. Lögð er áhersla
á góða vélritunar- og enskukunnáttu.
Mjög góð laun fyrir rétta manneskju.
Skrifleg umsókn, þar sem greint er frá aldri,
menntun og fyrri störfum, sendist auglýs-
ingadeild Mbl. fyrir 12. september nk. merkt:
„T-8339".
Fullum trúnaði heitið. Öllum umsóknum svarað.
Ritari
Ritari óskast til starfa á lögmannsstofu í
Múlahverfi. Vinnutími kl. 13.00-17.00.
Reynsla á skrifstofu og einhver tölvukunn-
átta nauðsynleg.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf
sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 14. sept-
ember nk. merktar: „L - 6391“.
■\^otulay S YVYV
REYKJAVÍK
Vaktavinna
Starfsfólk óskast í uppvask.
Upplýsingar í síma 689000 kl. 13-15 næstu
daga.
Kranamaður óskast
Vanur kranamaður óskast á nýjan bygginga-
krana.
Upplýsingar í síma 17788 milli kl. 20.00 og
21.00.
Byggingaraöili
BYGGINGAFÉLAG
GYLFA & GUNNAFS
Borgartúnl 31. S 20B12 — 622991