Morgunblaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989
27
Minning:
Anna Sölvadóttir
I dag er Anna Sölvadóttir jarð-
sungin í Fossvogskirkju.
Hún fæddist 14. ágúst 1909 á
Litla-Árskógssandi í Eyjafirði. For-
eldrar hennar voru hjónin Sölvi
Magnússon og Borghildur Gísladótt-
ir. Hún var hið sjöunda í aldursröð
af átta börnum þeirra sem öll náðu
fullorðinsaldri.
Þau Sölvi og Borghildur voru
bæði eyfirsk að uppruna, hann fædd-
ur í Ólafsfirði en hún á Upsaströnd.
Eftir að þau giftust 1894 voru þau
á Litla-Árskógssandi eða nágrenni
og þar ólust börn þeirra upp.
Þegar Anná hafði náð fullorðins-
aldri lá leið hennar til Reykjavíkur.
Þar varð hún seinni kona Guðjóns
verkamanns Gunnlaugssonar. llann
var Suðurnesjamaður að uppruna,
fæddur 6. febrúar 1885. Þeim Önnu
fæddust 7 börn á árunum 1939-
1948. Eitt þeirra misstu þau í
bernsku en hin eru enn á lífi.
Þessi sambýlisár urðu að ýmsu
leyti erfið. Guðjón missti heilsu og
varð raunar fyrir slysi sem gerði
hann rúmfastan. llann dó 21 maí
1949. Anna bjó líka við nokkra van-
heilsu um skeið. Þessu fylgdi sú dap-
urlega staðreynd að hún varð að láta
börn sín frá sér að mestu leyti og
þau ólust upp annars staðar. Seinna
birti þó yfir og síðustu 20 árin átti
hún sér heimili í Ilatúni 10 þar sem
börn hennar og barnabörn gátu kom-
ið til hennar. Þannig verður nú þjóð-
félagið íslenska mörgum öldruðum
ómetanleg ellistoð og ber vissulega
að meta það svo sem vert væri.
■ Börn þeirra Önnu og Guðjóns eru
þessi: Borghildur, húsfrú í Kópavogi;
Sólveig, liúsfrú í Hveragerði; Sigurð-
ur, verkamaður í Reykjavík; Kolbrún,
húsfrú í Sandgerði; Ársæll smiður í
Neskaupstað og Sigríður Eyrún, hús-
frú í Grindavík.
Seinna eignaðist Anna dóttur,
Árnýju Sigríði Benediktsdóttur hús-
frú í Kópavogi.
Barnabörn Önnu eru 19 og barna-
barnabörnin 8.
H.Kr.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓHAIMIMA JÓHAIMIMSDÓTTIR,
Seljavegi 21,
Reykjavík,
lést 30. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinn-
ar látnu.
Jóhann Kristján Ragnarsson.Guðný S. Þorleifsdóttir,
IMína Björg Ragnarsdóttir, Halldór Jóhannsson,
Gunnar Ragnarsson, Margrét Ingvarsdóttir,
Auður Ragnarsdóttir,
Ragnar Ragnarsson, Ragnheiður Jónasdóttir,
Jón Ragnarsson, Guðrún Guðmundsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær dóttir mín, eiginkona, móðir,-tengdamóðir og amma,
HANNA E. G. PÁLSDÓTTIR,
Grettisgötu 96,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 8. sept-
ember kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á kvennadeild
Rauða kross íslands.
Einara Ingimundardóttir,
Halldór Þorgrímsson,
Margret A. Pálmadóttir, Hreinn M. Björnsson,
Gyða S. Halldórsdóttir, Sigurjón Bjarnason,
Hanna E. Halldórsdóttir,
Páll E. Halldórsson, Bára M. Sigurgisladóttir,
Gunnar S. Halldórsson, Björg Baldursdóttir
og barnabörn.
I
/
Allar gerðir
Fiskars skæra
og
hnífa.
I VERZLUNIN
^ Laugavegi29.
Símar 24320 — 24321 — 24322
NÁMSKEIÐ ERU AÐ HEFJAST - TAKMARKAÐUR FJÖLDI
Dag-kvöld-og helgarsímar 621066 - 10004
Aimenn tungumaianamsKeio
Þú mætir 2svar í viku 2 tíma í senn í
12 vikur - Við tryggjum að þú takir upp
þráðinn þar sem kunnáttunni sleppir.
ÞÝSKA, FRANSKA, ITALSKA,
SPÆNSKA, SÆNSKA, DANSKA,
ENSKA, JAPANSKA, KÍNVERSKA,
PORTÚGALSKA og [SLENSKA fyrir
útlendinga.
Verð: kr. 16.900,-
Viðskiptaenska
Viðskiptaþýska
ViðskiptafranSka
Námskeið fyrir fólk sem horfir til fram-
tíðar í viðskiptum.
10 vikna námskeið, 2 kvöld í viku, 2
tíma í senn.
Verð: kr. 19.100,-
20 vikna námskeið
Verð: kr. 39.600,-
Enska fyrir böm
12 vikur, 1 sinni í viku.
Verð frá kr. 8.600,-
íslensk réttritun
Verð 14.100,- - 10 vikur.
Alþjóðleg próf
Undibúningur undir TOEFL GMAT,
GRE, Cambridge og Pitman.
Fjarkennsla
Málaskólinn Mímir sér um fjarkennslu í
ensku í samvinnu við Rás 2.
Símsvörun á erlendu
tungumáli
Stutt hnitmiðuð námskeið fyrir
þjónustufyrirtæki. Fyrsta símtal getur
haft úrslitaáhrif um viðskipti við útlönd.