Morgunblaðið - 08.09.1989, Side 36

Morgunblaðið - 08.09.1989, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989 WIKA SUZUKI 1989* TS5QX BOKAMARKAÐUR Hundruðir bðkatitla - stðrkostlegur afslattur RAUÐSKINNA HILDUR Mál jjlawM.. ||| TÁRN 4>°* “”g I JL HÚSINU, 2. HÆÐ SÍMI 11981 Skjaddborg hf. HÖRPUÚTGÁFAN FORLAGIÐ SKUGGSJA VERSLUNARMIDSTÖÐ VESTURBÆJAR, HRINGBRAUT 12 ll?HI? B n ■ rw LJ IFOI, :_:i i::: i Opiö Irá kl. 12-18.30 — Laugardaga ffrá kl. 10-16 Ökumenn: Verið vakandi, virðið rétt gangandi fólks. Foreldrar, við kennum börnum okkar að nota gagnbrautir, gerum við það sjálf. Beiningamenn Til Velvakanda. Ekki á af aumingja alþingis- mönnunum að ganga. Ekki nóg með að þeir þori ekki að ákveða sér lífvænleg laun fyrir ábyrgðar- mestu störfin í þjóðfélaginu heldur brestur þá líka kjark til að taka við þeim launum, sem lög þó ákveða. Sl. vetur urðu hávaðaskrif vegna gamalla lagaákvæða um biðlaun þingmanna. Ólafur Ragnar Grímsson, ijármálaráðherra, þurfti að ná sér niðri á andstæðingi og upplýsti að sá hefði fengið greidd biðlaun í Alþingi, þótt hann tæki við hálaunuðu embætti. Ur þessu varð hinn mesti hvellur, svo sem til var ætlast og því gleymt að ein- ir 50 þingmenn höfðu fengið greidd slík biðlaun á liðnum áratugum, þar á meðal Olafur Ragnar sjálf- ur, sem féll út af Alþingi fyrir sex eða átta árum og tók biðlaun ásamt launum við Háskólann. Út af þessu fjaðrafoki fór heldur en ekki að fara um alþingismenn, alla nema Albert, sem er lítilþægur þegar aurar eru annarsvegar. Nú þora þingmenn, sem hætta þing- Góður prestur Á sínum tíma hlustaði ég á séra Gunnar Björnsson flytja vígslu- ræðu sína í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þessi ungi prestur tal- aði allt öðru vísi en aðrir prestar. Hann talaði út frá sjálfum sér, og minntist þess þegar hann var lítill og sat á kirkjubekk í Dómkirkj- unni í Reykjavík ásamt föður sínum, Birni R. Einarssyni. Þá hafði undirrituð sungið við allar athafnir Dómkirkjunnar í Reykjavík í tíu ár. Ég tók í hönd- ina á þessum unga presti eftir vígslu, og sagði: „Fjandinn hirði mig, drengur minn, ef þú átt ekki eftir að verða biskup.“ Ég dauð- skammast mín fyrir að verða ekki sannspá, sérílagi eftir hugvekju séra Gunnars Björnssonar í sjón- varpinu, sunnudaginn 3. septem- ber. Jafnvel páfinn í Róm, sem lagði á sig að læra nokkrar setn- ingar á íslensku með aðstoð Gunn- ars Eyjólfssonar kemst ekki með hælana þar sem Gunnar hefur tærnar. Ég tek mjög nærri mér að birta þetta. Sumir nágrannar mínir eru á hinni línunni og mér þykir vænt um þá líka. En það sem er allra verst, það tekur enginn mark á manneskjunni nema hún sé á upp- leið. Ég er það ekki. Guðrún Jacobsen Ed EGGERT KRISTJÁNSSON H/F Þakkir frá þýsk- um ferðalangi Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi orðsending frá þýsk- um ferðalangi. Kortið var póst- lagt á Hellu í byrjun þessa mán- aðar: Tvisvar á þessu ári hef ég heim- sótt landið ykkar stórfenglega með stórbrotinni náttúrufegurð og um- fram allt ástúðlegu fólki. Aldrei fyrr hef ég kynnst. jafn óeigin- gjarnri hjálpsemi, einkum hjá ungu fólki. Vinsamlegast birtið í blaðinu ykkar mínar hjartans þakkir. Því miður þekki ég fólkið sem ég vildi þakka ekki með nafni. Ég kem aft- ur. Irmgard Tebbe mennsku, ekki að taka við hinum lögboðnum biðlaunum. Enda ekki greitt aðgöngu, þar sem sjálfur forseti Alþingis, Guðrún Helga- dóttir, hefir lýst því yfir, að bið- launin verði ekki greidd nema við- komandi biðji auðmjúklegast um þau. Meðal annarra orða: Hvernig ætli færi ef skattalögn yrðu ekki framkvæmd nema þeir bæðu sér- staklega um það sem þau eiga að ná til? Eða lög sem ná til þjófa? Hin nýstárlega lögskýring for- seta Alþingis er mikið nýnæmi og verður honum og endilöngu Al- þingi til verðugs sóma, því ekki mun af veita. Hitt er ögn verra ef alþingismenn verða að gerast beiningamenn eða betlarar til þess að ná lögboðnum launum sínum. Melamaður Þesslr hlín^du . . . áratug. Þá kepptust allir að að eyða peningunum sínum jafn óð- um því ellegar brunnu þeir upp í verðbólgunni. Þessi vitleysa varð þjóðinrifdýr á sínum tíma. Spariij- áreigendur ættu að vera vel á verði því nú virðist röðin vera komin að þeim.“ Pims - virkilega gott kex. GÓÐ GREIN Sparifjáreigandi hringdi: „Ég vil þakka fyrir góða grein sem bar yfirskriftina Dæmalaus lagasetning og birtist í Velvak- anda fyrir skömmu. Þar bendir höfundur á tvískinnung stjórn- valda í garð þeirra sem lagt hafa fyrir í stað þess að eyða öllum sínum tekjum jafn óðum. Um þetta segir í greininni: „Á sama tíma og þetta skattadrep er borið í hús, er dreift til fólks áskorun um að kaupa sem allra mest af ríkisskuldabréfum. Er þetta kannski tilraun þessarar stjórnar sem nú situr til að gabba fólk til að kaupa bréf núna og hirða það svo seinna með sköttum?" Svo virðist sem þeir menn sem nú eru við völd vilji að aftur skapist það ástand sem ríkti fyrir rúmlega Þrýstimælar Allar stærölr og geröir SftduoHaníiidiiir <Mo»®[fi) & ©® bt Vesturgðtu 16 - Símar 14680-13280 SUZUKI UMBOÐIÐ H/F Skútahrauni 15, s 65-17-25 ] s [Jöfðar til LXfólksíöllum tarfsgreinum! Dæmalaus lagasetning Gullkeðja Gullkeðja fannst á Hótel íslandi 2. september. Upplýsingar í síma 83943 eftir kl. 20.30 . Kvenúr Kvenúr fannst á Eiðisgranda fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 13862. Kettlingar Sex vikna gamlir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 50342.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.