Morgunblaðið - 07.11.1989, Blaðsíða 47
i
MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGÚR' 7.‘ nÓvEMBER lóéð
47
*te«
Akranes:
Almenn flársöfiiun vegna
dvalarheimilisins Höfða
Akranesi.
Fjáröflunar- og framkvæmdanefhd vegna byggingar 2. áfanga
dvalarheimilisins Höfða á Akranesi hefur ákveðið að leita til
íbúa á Akranesi og í hreppunum sunnan Skarðsheiðar um frjáis
framlög til HÖfða.
Bygging þessa áfanga hefur
staðið yfir í tæp tvo ár og er
stefnt að því að efri hæð hússins
verði tilbúin til notkunar í mars-
mánuði 1990. Fjármagn er tryggt
fyrir þeirri framkvæmd. Þar fá
26 íbúar húsnæði. Aðrir hlutar
hússins verða að bíða um sinn og
er mjög brýnt að ljúka við bygg-
inguna sem fyrst því þar er um
að ræða eldhús, borðstofu, félags-
rými auk margs annars fyrir allt
dvalarheimilið.
Gerð hefur verið áætlun um að
ljúka innréttingu neðri hæðarinn-
ar fyrir lok næsta árs, án kaupa
á lausum búnaði, og kostnaður
við það er talinn geta verið um
50 milljónir króna. Stærstu tekju-
stofnar byggingarinnar í ár eru
lán frá Byggðasjóði að upphæð
kr. 27,7 milljónir og framlag eig-
enda 19,4 milljónir. Lánveitingum
Byggðasjóðs lýkur um næstu ára-
mót. Þótt eigendur leggi fram
svipaða upphæð eða hærri 1990
en á þessu ári vantar samt vem-
legt fjármagn svo hægt verði að
standa við þessa áætlun.
Söfnunarvikan hefur verið vel
undirbúin og væntir fjáröflunar-
nefndin þess að hægt verði að
safna verulegu fé ef íbúar Akra-
ness og nærsveita eru samtaka.
Að sögn Gunnlaugs Haraldssonar,
formanns nefndarinnar, telja þeir
að ef hægt sé að safna 12 til 15
milljónum króna gætu fram-
kvæmdir haldið sleitulaust áfram.
Að öðrum kosti verði að fresta
framkvæmdum um óákveðinn
tíma og yrði það öllum mikil von-
brigði.
Gunnlaugur Haraldsson segir
að Höfða hafi borist margar góð-
ar gjafir síðan byggingarfram-
kvæmdir hófust eða um 9,5 millj-
ónir króna frá um 40 aðilum. Gjaf-
irnar hafi létt mjög byggingar-
starfið og sé nefndin afar þakklát
öllum þeim, sem veitt hafa henni
stuðning.
Á söfnunarsvæðinu eru um
1.700 heimili og er þess vænst
að hvert heimili geti látið eitthvað
af hendi rakna. Fjársöfnunin verð-
ur þannig í framkvæmd. Fulltrúar
í umboði nefndarinnar munu
heimsækja öll heimili á svæðinu
en þeim hefur nú þegar verið sent
gjafabréf. Þeir sem vilja taka þátt
í söfnuninni geta merkt á gjafa-
bréfið hvort þeir vilja gefa strax
tiltekna upphæð eða skriflegt lof-
orð um greiðslu síðar á þessu ári
eða næsta. Þá er einnig sá mögu-
leiki að fólk vilji notfæra sér hvort
tveggja.
- JG
Hin nýja bygging dvalarheimilisins Höfða. Mo.gunbiaðið/Jón Gunniaugsson
Frjálsu verði á írystri síld hafiiað:
Seljendurnir vilja fijálst
fiskverð þegar þeim hentar
- segir Bjami Lúðvíksson, ftilltr. kaupenda
„SELJENDURNIR virðast sjálfir
vilja hafa fiskverð frjálst þegar
þeim lientar. Ef þeir vilja almennt
frjálsa verðlagningu á fiski hefðu
þeir ekki hafnað frjálsu verði á
síld til frystingar,“ segir Bjarni
Lúðvíksson, framkvæmdastjóri
hjá SH og einn af fulltrúum kaup-
enda í verðlagsráði sjávarútvegs-
Verð á síld til frystingar gilti til
31. október og vilja kaupendur fijálst
verð á henni frá og með 1. nóvem-
ber síðastliðnum, að sögn Bjarna
Lúðvíkssonar. Seljendur hafa hins
vegar hafnað því. Deilunum var því
vísað til yfirnefndar verðlagsráðs.
Fyrsti fundur nefndarinnar um þetta
mál var haldinn síðastliðinn fimmtu-
dag. Nefndin fjallaði aftur um málið
Pétur Einarsson flugmálastjóri „Iendir“ í
hans situr Viktor Viktorsson flugkennari.
Morgunblaðið/PPJ
flugherminum. Við hlið
fer úi-skeiðis. Að „flugi“ loknu fær
flugmaðurinn teikningu af ferii og
fiughraða „flugvélarinnar" og sér
þá hvar hann fór af leið eða gerði
mistök.
Fyrst um sinn verður nýi flug-
þjálfinn í húsnæði flugskólans í
gamla flugturninum á Reykjavíkur-
flugvelli, en ráðgert er að flytja
hann í nýbyggingu slökkviliðs flug-
vallarins þegar líður á veturinn.
á mánudag og næsti fundur hennar
verður haldinn næstkomandi
fimmtudag.
Guðjón A. Kristjánsson, einn af
fuiltníum seljenda í verðlagsráði
sjávarútyegsins, sagði að sjómenn
hefðu almennt viljað fijálsa verð-
lagningu á fiski en kaupendur vildu
einungis fijáist fiskverð þegar þeim
hentaði. Guðjón sagði að kaupendur
yrðu settir í einokunaraðstöðu ef
verð á frystri síld yrði gefið frjálst
núna, þar sem seljendur þefðu ein-
ungis þá kosti að selja síldina til
frystingar og bræðslu á meðan ekki
væri búið að semja við Sovétmenn
um saltsíldarkaup þeiiTa.
Sama verð var á síld til frystingar
og söltunar, eða 10,70 krónur fyrir
kílóið af 33ja sentímetra síld og
lengri, 9 krónur fyrir 30-33ja sentí-
metra síld og 5 krónur fyrir 25-30
sentímetra síid. Verð á síld tii
bræðslu er hins vegar fijálst.
Bjarni Lúðvíksson sagði að síldin
í milliflokknum Refði einfaldlega ver-
ið verðlögð of hátt miðað við það
verð sem markaðirnir vildu gefa fyr-
ir hana. „Verð á, miliisíld var það
hátt að ekki var hægt að reyna að
vinna nýja markaði í Frakklandi,
Þýskalandi og Tékkóslóvakíu en þar
virðast vera okkar einu möguleikar
á að auka söluna. Þar er hins vegar
hörð verðsamkeppni um þessar
niundir," sagði Bjarni. Hann sagði
að það ætti að vera sameiginlegt
hagsmunamál seljenda og kaupenda
að koma sem mestu af síldinni í
vinnslu á meðan hún skilaði hærra
verði en bræðslan.
„Verðið, sem við teijum hæfilegt
að greiða fyrir millisíldina, er rúm-
lega helmingi hærra en verð á síld
til bræðslu. Við emm hins vegar
ekki að leggja til verðlækkun á
stærstu síldinni, sem hentar til fryst-
ingar á Japansmarkað.“
. ,. Moi-gnnblartið/Áki Guflmundsson
Fra byggmgu nyja pósthússins á Bakkafirði.
Bakkafiörður:
Smíði hafin
Bakkafirdi.
NÚ ER hafin smíði á nýju póst-
húsi hér á Bakkafirði.
Samkvæmt samtali við Rósu
Magnúsdóttur, stöðvarstjóra Pósts
og síma, mun það gjörbreyta allri
aðstöðu á pósthúsinu þar sem það
hefur eingöngu verið í einu herbergi
á einkaheimiii hjá fráfarandi stöðv-
arstjóra.
Nýja pósthúsið verður 91,2 fm að
á pósthúsi
grunnfleti, timburhús, klætt að utan
með steinplötum. Það á að steypa
upp grunn og ganga frá góifplötu í
haust og er yfirsmiður við það verk
Jóliannes Jónasson frá Brúarlandi í
Þistilfirði.
Gert er ráð fyrir að nýja pósthús
Bakkfirðinga verði tilbúið til notkun-
ar eftir ár.
- Á.H.G.
Félag íslenskra rithöfiinda:
Skattlagningu ís-
lenskunnar mótmælt
FÉLAG íslenskra rithöfunda framhaldsaðalfiind sinn 26. október
sl. Á fundinum gengu þrír rithöfundar í félagið og nú eru félags-
menn 80 alls. Núverandi stjórn Félags íslenskra rithöfiinda skipí^
Sveinn Sæmundsson formaður, Páll Líndal varaformaður, Snjólaug
Bragadóttir ritari, Indriði Indriðason gjaldkeri, meðstjórnendur
eru Indriði G. Þorsteinsson og Vilhjálmur Hjálmarsson. í vara-
stjórn eru Jón Björnsson og Bjarni Th. Rögnvaldsson.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt einróma á framhaldsaðal-
fundi Félags íslenskra rithöfunda
26. október sl.
„Framhaldsaðalfundur Félags-
íslenskra rithöfunda haldinn 26.
október 1989 varar við öllum hug-
myndum um skattlagningu, sem
leggur stein í götu íslenskunnar,
ritaðrar og talaðrar, hvort heldur
er á bókum, í tímaritum og blöðum,
í útvarpi og sjónvarpi.
Öllum má vera ljóst að leggist
virðisaukaskattur á bókaútgáfu, og
eins og nú hefír frést einnig á aðra
fjölmiðla, er vá fyrir dyrum.
Um þessar mundir hellist yfir
þjóðina sjónvarpsefni um gervi-
hnetti, þar sem mál stjórþjóða eru
alls ráðandi. Vitað er að fljótlega
aukast slíkar sendingar og allar
horfur á að tæki til móttöku þeirra
verði almenningseign á næstunni.
Vegna þessa er meiri þörf en
nokkru sinni að íslenskir ijölmiðlar
og útgáfufyrirtæki geti sinnt starf-
semi sinni af fullum krafti. Að
skáld, ritliöfundar og aðrir þeir sem
tjá sig á íslensku verði ekki settir
skör lægra en útlendingar sem
hingað beina sendingum og sem
engin leið er fyrir skattglöð hérlend
stjórnvöld að skattleggja.
Fyrir því mótmælir Félag
íslenskra rithöfunda því að virðis-
aukaskattur verði lagður á íslenskt
mál, skrifað og talað, og skorar á
stjórnvöld að falla frá hugmyndum
um slíka skattlagningu.“
Tónleikar í Olafs-
vík og Stykkishólmi
VIÐAR Gunnarsson bassasöngv-
ari og Selma Guðmundsdóttir
píanóleikari halda tónleika í
Olafsvík þriðjudaginn 7. nóvem-
ber og aðra tónleika í Stykkis-
hólmi miðvikudaginn 8. nóvem-
ber. Fyrri tónleikarnir verða í
Félagsheimilinu á Klifí og hefjast
kl. 20.30 en þeir seinni verða í
Hótel Stykkishólmi og liefjast
einnig kl. 20.30.
Á efnisskránni verða íslensk ein-
söngslög eftir Árna Thorsteinsson,
Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefáns-
son, Karl O. Runólfsson og aríur
úr óperum eftir W.A. Mozart, G.
Verdi og G. Rossini.
Viðar Gunnarsson stundaði
söngnám við Söngskólann í
Reykjavík frá 1978—81 þar sem
Garðar Cortes var aðalkennari
hans. Að loknu 8. stigs-prófi frá
skólanum var Viðar við framhalds-
nám hjá dr. Foike og Gunvor Sall-
strom í Stokkhólmi. í pæsta mán-
uði fer Viðar til Vínarborgar til
þess að syngja við Kammeróperuna
Viðar Gunnarsson bassasöngvari
Selma Guðmundsdóttir pianó-
leikari
og mun hann syngja hlutverk Sar-
astros í Töfraflautunni eftir W.A.
Mozart.
Selma Guðmundsdóttir lauk ein-
leikaraprófi frá Tónlistarskólanum
í Reykjavík þar sem aðalkennari
hennar var Árni Kristjánsson. Hún
stundaði framhaldsnám hjá Hans
Leygraf, fyrst við Mozarteum í
Salzburg, síðan við Staatliche-
Hochschule fiir Musik und Theater
í Hannover.