Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. 'NÓVEMBER’ 1989-
Staða loðdýraræktar rædd í ríkisstjórn:
Hart deilt um að-
gerðir til aðstoðar
STEINGRIMUR J. Sigfusson, landbúnaðarráðherra, og ráðherrar
Alþýðuflokksins deildu á ríkisstjórnarfundi í gær um það með hvaða
hætti ríkisvaldið skuli koma loðdýrabændum til aðstoðar. Telja Al-
þýðuflokksmenn að tillögur landbúnaðarráðherra séu allt of kostnað-
arsamar fyrir ríkissjóð og gangi raunar ekki út á annað en ausa
hundruðum milljóna í vonlausa búgrein, en ráðherrann segir að
þeir vilji leggja hundruð milljóna króna í að ganga af búgreininni
dauðri, með sérstökum förgunarsjóði. Steingrímur J. Sigfússon seg-
ir að ákveða verði á næstu dögum ineð hvaða hætti loðdýrabændur
verði aðstoðaðir.
Alþýðuflokksmenn vilja ekki
tryggja loðdýrarækt fjárstuðning
ríkisins í framtíðinni, heldur ein-
ungis að aðstoða þá ioðdýrabændur
sem vilja hætta loðdýrarækt til þess
að geta hætt, auk þess sem ríkis-
sjóður verði að ábyrgjast þær skuld-
ir sém nú hvíla á búgreininni, en
þær eru taldar nema um 2,3 millj-
örðum króna. Það sé óverjandi að
ákveða áframhaldandi fjáraustur í
þessa búgrein.
Landbúnaðarráðherra sagði í
samtali við Morgúnblaðið í gær að
hann greindi á yið ráðherra Al-
þýðuflokksins í þessu máli. „Ég
ætla að ræða beint við þá, því að
aðrir stjórnarþingflokkar eru búnir
að afgreiða málið frá sér til ríkis-
stjórnarinnar," sagði Steingrímur.
Bíll valt
í hálku við
Hr.eðavatn
BÍLVELTA varð í Norður-
árdal í grennd við Hreða-
vatn síðdegis í gær. Maður
á jeppabifreið missti stjórn
á henni er hann lenti skyndi-
lega í hálku. Bifreiðin hent-
ist út í hraun og er gjör-
ónýt. Maðurinn var fluttur á
sjúkrahúsið á Akranesi en
reyndist ekki alvarlega slas-
aður.
Að sögn lögreglunnar í
Borgamesi var maðurinn að
koma akandi sunnan úr
Reykjavík. Mjög skörp skil
munu hafa verið á milli ágæts
færis og fiughálku á veginum
og hann hafði því lítið ráðrúm
til að bregðast við. Bíll hans
var á nýjum, ónegldum vetrar-
dekkjum. Lögreglan vildi koma
því á framfæri að þótt slík
dekk kynnu að duga á söltuð-
um götum í Reykjavík, væri
hreinasta glapræði að leggja á
þjóðvegina með þess háttar
hjólabúnað.
Hann sagði að hann sæi ekki betur
en alþýðuflokksmenn vildu greiða
mörg hundruð , milljónir króna í
förgunarbætur. „Þeir virðast vilja
kaupa það mjög dýru verði að leggja
atvinnugreinina niður sem slíka.
Ég hef ekki viljað fallast á það,
heldur hef ég viljað kaupa það ein-
hveiju verði að reyna að halda
lífvænlegri hluta hennar áfram,“
sagði landbúnaðarráðherra.
Steingrímur sagði að þær tölur
sem nefndar hefðu verið, hvað varð-
ar kostnaðinn við framkvæmd hans
tillagna, væru mjög ýktar og
beinlínis rangar. „Það sem ég hef
verið að tala um núna, eru lægri
tölur í beinum framlögum úr ríkis-
sjóði á næsta ári eða 50 til 70 millj-
ónir króna og í öðru lagi hef ég
rætt um ráðstafanir til skuldbreyt-
inga. Skuldum yrði breytt í lán til
15 ára og að sjálfsögðu myndum
við reikna með því að verulegur
hluti þeirra eða mestur yrði endur-
greiddur, þótt eitthvað af þeim
kynni í fyllingu tímans að falla á
ríkissjóð," sagði Steingrímur. Ráð-
herra sagði afar brýnt að ákveða
hjálparráðstafanir nú á næstu sól-
arhringum. Nú væri verið að ljúka
pelsun og loðdýrabændur sem vildu
halda áfram gætu vart farið að
kosta til fóðri og flokkun á dýrum
og svo framvegis, upp á von og
óvon.
Morgunblaðið/Þorkell
Nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð mótmæltu í gær fækkuii kennslustunda og deildu á stjórn-
endur skólans fyrir að kynna þeim ekki málið.
Nemendur MH mótmæla
fækkun kennslustunda
NEMENDUR Menntaskólans við Hamrahlíð hafa mótmælt sparnað-
arboðskap menntamálaráðherra og þeim vinnubrögðum stjórnenda
skólans að ráðgast ekki við nemendur um hvar skorið verði niður
í kennslu. Nemendum var tilkynnt á fimmtudag að eftir áramót
fengi hver þeirra ekki fleiri en 36 kennslustundir á viku og náms-
greinum í vali myndi enn fækka. Skólastjórn ákvað í gær að stúd-
entselni gætu þó fengið fleiri kennshistundir en 36 á viku. Áfanga-
stjóri MH kveðst vonast til að kennarar taki þátt í mótmælum vegna
niðurskurðarins með nemendum. og fylgi þeim á íúnd ráðherra á
mánudagsmorgun.
Stjórnendur skólans fengu í lið-
inni viku fyrirmæli um að fækka
kennslustundum á næstu önn um
150 á viku. Þetta er að sögn Sverr-
is Einarssonar, áfangastjóra í MH,
liður í 4% sparnaði sem boðaður
hefur verið í framhaldsskólunum.
Sven-ir segir að ákveðið hafi
verið að færa líkamsrækt, mynd-
list, hússtjórn og tíma með umsjón-
arkennurum inn í stundatöflu. Énn-
fremur verði hámarkstímafjöldi á
viku 36 stundir í stað 38 áður.
Verkleg kennsla í líffræði verði
minnkuð og sparnaðurinn komi
einnig niður á kennslu í byijunar-
áfanga í íslensku,
Á fundi nemenda á föstudag var
deilt á stjómendur MH fyrir að
hafa ekki samráð við nemendur um
hvaða kennslu skuli minnka. „Þetta
eru gerræðisleg vinnubrögð og
sýna glöggt hvernig sparnaðar-
kröfur eru settar til höfuðs áfanga-
kerfinu sem verið héfur einkenni
skólans," segir Benedikt Erlings-
son, fulltrúi nemenda í skólastjórn.
Aðspurður um þessa gagnrýni
segir Sverrir Einarsson að líklega
hefði átt að hafa samráð við nem-
endur, stjórnendur skólans muni
reyna að útskýra breytingarnar
sem skyldi á mánudag og biðjast
afsökunar á að hafa ekki gert það
fyrr. Svokölluðum valdegi sem vera
átti á mánudaginn verður frestað
vegna mótmæla við niðurskurðin-
Víðtæk mótmæli við til-
högrm virðisaukaskatts
BSRB^ ASÍ, neytendur og bændur sameinast í mótmælum - Verzlunarráð
og VSI spá 2-4% verðhækkunum - sveitarfélögin segjast tapa stórfé
VIÐTÆK mótmæli samtaka vinnumarkaðarins, neytenda og sveitar-
félaga við frumvarpsdrögum um breytingar á virðisaukaskatti komu
fram í gær. Alþýðusambandið, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja,
Neytendasamtökin og Stéttarsamband bænda sameinast í andmælum
og kreQast þess að skattþrepin verði tvö, með matvæli og aðrar nauð-
synjar í neðra þrepinu. Vinnuveitendasambandið og Verzlunarráð gagn-
rýna lélegan undirbúning og óskýrar reglur og spá verðhækkunum
vegna of hárrar skattprósentu. Sveitarfélögin telja að sá fjárhagsávinn-
ingur, sem þau hafi átt að hafa af breyttri verkaskiptingu sinni og
ríkisins, brenni upp með virðisaukaskattinum og vel það.
Hinrik Erlingsson
Léstí
vinnuslysi
MAÐURINN sem lést í vinnuslysi
hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í
fyrradag hét Hinrik Erlingsson til
heimilis á Sléttahrauni 29 í Hafn-
arfirði.
Hinrik var 27 ára gamall, fæddur
23. september 1962. Hann var
ógiftur en lætur eftir sig átta ára
. gamlan son. ..
Forsetar ASÍ gengu á fund
forsætis-, utanríkis- og ijármálaráð-
herra í gærmorgun og kynntu þeim
kröfu um tveggja þrepa skatt, en þar
var því tekið ijarri að mögulegt væri
að verða við henni. Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra sagði í
samtali við Morgunblaðið að ekki
kæml til greina að fresta gildistöku
virðisaukaskattsins, sem á að verða
um áramót. Hins vegar kæmi til
greina að endurskoða framkvæmd
hans í ljósi fenginnar reynslu, í þá
átt að taka upp tvö skattþrep.
ASÍ, BSRB, Neytendasamtökin og
Stéttarsamband bænda héldu blaða-
mannafund í gær, þar sem fram kom
að það væri sameiginlegt markmið
þeirra að verð á matvælum yrði
lækkað. Á fundinum var bent á að
í Evrópubandalaginu væri gert ráð
fyrir matvörum og ýmsum nauð-
synjum öðrum í lægra þrepi virðis-
aukaskatts. Undarlegt væri ef þetta
væri ekki hægt á Islandi.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, sagði að búast mætti við að
virðisaukaskatturinn myndi hækka
verðlag. „Það er sérstaklega undar-
legt að horfa á að bað sé samstaða
um að veiðileyfi í ám eigi að vera
undanþegin virðisaukaskatti, en
brauð eigi að bera 26% skatt. Ég
veit ekki í hvaða heimi það fólk lifir
sem setur sínar nauðsynjar upp í
þeirri forgangsröð, en það er alitént
ekki að finnna innan okkar sam-
taka,“ sagði hann.
For'svarsmenn VSÍ og Verzlunar-
ráðs spá einnig verðhækkunum ef
skatthlutfallið verður jafnhátt og
áætlað er. „Mér sýnist I fljótu bragði
að ef skatthlutfallið verður hækkað
í 26% og ef ekki verður endurgreitt
í tolli hækki verðlag um þijá til fjóra
af hundraði vegna virðisaukaskatts-
ins,“ sagði Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Verzlunarráðs.
Hann hefur sent fjármálaráðherra
athugasemdir ráðsins vegna frum-
varpsdraganna. Þar er skatthlutfallið
sagt vera of hátt og auka tekjur ríkis-
sjóðs. Einnig er sagt nauðsynlegt að
þegar tekin verði ákvörðun um
greiðslufrest á virðisaukaskatti í
tolli, verði hann ekki veittur ef það
auki þrýsting til hærra verðlags.
Verziunarráð mótmælir því að í
frumvarpsdrögunum séu ákvæði um
skuldajöfnun á móli endurgreiðslu
innskatts vegna annarra krafna
ríkissjóðs á viðkomandi skattgreið-
anda. Það þýðir með öðrum orðum
að fyrirtæki, sem á inni endur-
greiðslu hjá ríkinu, fær hana ekki
ef það skuldar ríkinu einhver gjöld.
„Aðalkrafan er sú, að ef á að skulda-
jafna, gangi það einnig yfir skuldir
ríkissjóðs við fyrirtækin þannig að
jafnræði sé,“ sagði Vilhjálmur.
Vilhjálmur segir brýnt að virðis-
aukaskatturinn geti tekið gildi um
áramót og því þurfi að fara að koma
því á hreint hvernig eigi að haga
innheimtu hans. „Úr því að verið er
að tala um vanskil má vekja athygli
á því að ríkið er komið I vanskil með
pólitíska ákvarðanatöku og reglu-
gerðasmíð," sagði hann.
í ályktun framkvæmdastjórnar
VSÍ, sem send hefur verið stjórn-
völdum3r einnig fundið að loðnum
svörum og ruglanda ríkisins. Nefnd-
ar eru nokkrar forsendur þess gildis-
taka skattsins verði möguleg um
áramót:
Skýr svör þurfi að liggja fyrir um
viðbrögð við hækkunaráhrifum virð-
isaukaskatts á byggingarvísitölu,
fyrirliggjandi laga- og reglugerða-
drög leysi ekki úr þeim vandamálum.
Óll laga- og reglugerðarfyrirmæli
þurfi að liggja fyrir með minnst
mánaðar fyrirvara og éigi síðar en I
fyrstu viku desember.
Sagt er að vegna tafa og seina-
gangs muni allar upplýsingar berast
fyrirtækjunum of seint, af þeim
ástæðum sé augljóst að brotalamir
muni koma upp við framkvæmdina
fyrstu mánuðina, nema gildistöku
verði frestað um 2-4 mánuði. „Fyrir-
tækjum verður af framangreindum
ástæðum ekki gefin sök á erfiðleikum
við framkvæmd skattheimtunnar og
er með öllu óviðunandi að refsi- og
sektarviðurlög taki gildi fyrr en öll
framkvæmdaratriði eru að fullu
skýrð,“ segja vinnuveitendur.
VSÍ áætlar verðlagshækkun
vegna slælegs undirbúnings skatt-
heimtunnar, aukins fjármagnskostn-
aðar og annarra óbeinna óhrifa geta
orðið 2-3% I janúar og febrúar. Skatt-
hlutfallið er sagt of hátt og undan-
þágur of margar.
Sigurgeir Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenzkra
sveitarfélaga, segir að almennt hafi
verið talið að fjárhagur sveitarfélag-
anna myndi batna á bilinu 300-500
milljónir króna með breyttri verka-
skiptingu við ríkið, en í spá sam-
bandsins væri nú gert ráð fyrir að
upptaka virðisaukaskattsins myndi
kosta sveitarfélögin 600-800 milljón-
ir.
Forystumenn sveitarfélaganna
hafa staðið I viðræðum alla þessa
viku við ríkisskattstjóra og embættis-
menn fjármálaráðuneytisins um
reglugerð varðandi breytta verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga og
þær breytingar sem væntanlega
verða gerðar á lögum um virðisauka-
skatt. „Við höfum náð fram ákveðn-
um leiðréttingum en vonum þó að
enn frekara samkomulag náist á
fundum I næstu viku,“ sagði Sigur-
geir.
Sjá þingfréttir á bls. 26.