Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 7
Samband íslenskra sveitarfélaga:
Minnstu og stærstu
sveitarfélögin §ár-
hagslega best stödd
Á RÁÐSTEFNU um fjármál
sveitarfélaga, sem Samband
íslenskra sveitarfélaga stóð að,
kom lram að minnstu og stærstu
sveitarfélögin standa vel ijár-
hagslega. Nefhd er félagsmála-
ráðherra skipaði til að kanna
orsakir versnandi fjárhagsstöðu
sveitarfélaga kannaði sérstak-
lega fjárhagsstöðu 29 sveitarfé-
laga. Skuldir þessara sveitarfé-
laga miðað við árið 1988 eru á
bilinu 60% tii 180% af saineigin-
legum tekjum þegar skammtíma-
og langtímaskuldir hafa verið
dregnar frá skammtíma- og
langtímakröfum. Telur nefndin
að flest sveitarfélaganna geti
ráðið fram úr núverandi skulda-
stöðu. Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra upplýsti að 7
til 10 sveitarfélög stæðu mjög
illa og þyrftu frekari skoðunar
við.
Húnbogi Þorsteinsson skrifstofu-
stjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði
að versnandi ijárhagsstöðu sveitar-
félaga mætti rekja til margra sam-
verkandi þátta. „Sveitarfélögum
hefur gengið misvel að gæta að
útgjöldum sínum og er vandi sumra
fólginn í þeirri staðreynd. I nokkr-
um tilvikum hafa sveitarfélög ekki
gætt sín sem skyldi og aukið rekstr-
argjöld sín umfram fjárhagslega
getu. Afleiðingin hefur orðið söfnun
lausaskulda eða jafnvel lántökur til
lengri tíma.“
Benti hann á að sveitarfélög hafí
fundið sig knúin til að leggja veru-
lega fjármuni í atvinnurekstur til
að halda uppi atvinnu, sérstaklega
á stöðum, þar sem stærstu fyrir-
tækin hafa stöðvast vegna lélegrar
afkomu og skuldasöfnunar. Þar
hafi sveitarfélög lagt í ijárfestingar
langt yfir getu á síðustu áram. Þá
hafa gjaldþrot fyrirtækja haft veru-
leg áhrif á útsvarstekjur auk þess,
sem sveitarfélögin hafi í mörgum
tilvikum gengið í ábyrgð vegna lán-
töku fyrirtækja. Kjörnir sveitar-
stjórnarmenn og framkvæmdastjór-
ar hafi í mörgum tilfellum ekki
sýnt nægilega fyrirhyggju í fjár-
málastjórn og hefur aðhaldi í rekst-
ir verið ábótavant. Aukið hafi verið
við rekstur og þjónustu án þess að
fjárhagslegur grundvöllur væri fyr-
ir hendi.
Kristófer Oliversson skipulags-
fræðingur hjá Byggðastofnun,
sagði að meirihluti þeirra 29 sveit-
arfélaga sem sérstaklega voru
könnuð ættu að geta ráðið fram
úr núverandi skuldastöðu ef gripið
væri til viðeigandi ráðstafana.
Sveitarfélögin væru misjafnlega á
vegi stödd ijárhagslega. Þau
minnstu með 150 íbúa og færri eru
vel stödd* en þau veita jafnframt
minnsta þjónustu. Þegar örlar á
þéttbýli með vaxandi þjónustu,
versnar fjárhagsstaðan nema hjá
stærri þéttbýlissveitarfélögum, sem
virðast búa við fjárhagslegt jafn-
vægi.
Sagði Kristófer, að fjárhagsvandi
sveitarfélaganna fælist oft í því að
menn væra uppteknir af iausn á
skammtímavandamálum og gæfu
sér ekki tíma til að líta fram á veg.
Lofta-
plötur
og lím
Nýkomin sending
Þ.ÞORGRfMSSON&CO
Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640
„Það er mjög brýnt að í sveitarfé-
lögum séu gerðar góðar fjárhags-
og greiðsluáætlanir til að minnsta
kosti þriggja ára og í þessum áætl-
unurn ber að leggja sérstaka
áherslu á „næsta ár“. Þetta er eink-
ar mikilvægt nú vegna þess að á
næsta ári eru kosningar. Og reynsl-
an sýnir að á slíkum tímum er er-
fitt að stíga á bremsurnar jafnvel
þótt blákaldar tölur krefjist þess
að allur rekstrarafgangur sveitarfé-
lagsins fari í að greiða niður skuid-
ir.“
Málverkið af Galtarfelli eftir Ásgrím Jónsson
Metverð fyrir málverk eftir Asgrím ?
MÁLVERK eftir Ásgrím Jónsson verður boðið upp á málverkauppboði
Klausturhóla í byrjun næsta mánaðar. Að sögn Guðmundar Axelssonar
í Klausturhólum er búist við að málverkið seljist á hæsta verði sem feng-
ist hefur fyrir málverk á uppboði hér á landi, eða á bilinu ein til tvær
milljónir króna. Málverkið er af Galtarfelli í Hrunamannahreppi, og er í
einkaeign. Það er málað árið 1909, og er 125 x 55,5 cm að stærð. í
fyrra seldist stór mynd eftir Kjarval á uppboði hjá Klausturhólum, og var
hún slegin á rúmlega eina milljón króna,
Málverkauppboð Klausturhóla verður á Hótel Sögu 3. desember, og
þar verða boðin upp 65 málverk.
Verulegur
samdráttur
í kjötsölu
TÆPLEGA 600 tonn af kindakjöti
seldust í októbermánuði, og er það
um 27% minni sala en var á sama
tíma í fyrra. I mánuðinum seldist
minna af öllum kjöttegundum,
nema svínakjöti, miðað við sama
tíma í fyrra, og var heildarsam-
drátturinn í kjötsölunni rúmlega
12%.
Miðað Við tólf síðustu mánuði hef-
ur sala á kindakjöti verið tæplega
2% meiri miðað við fýrra ár, en um
13% samdráttur hefur verið í sölu
nautakjöts á sama tíma, og tæplega
5% samdráttur í sölu hrossakjöts og
kjúklingakjöts. Sala á svínakjöti hef-
ur hins vegar aukist um tæplega 17%
á tímabilinu.
SfNINC I
KYNNING
TILBOÐSVEI
í dag látum við ekki við það sitja að benda á hillurnar.
Sjáðu allt það nýjasta sem er í boði af Philips heimilis-
tækjum. Fylgstu með hvemig við notum örbylgjuofna,
matvinnsluvélar, saumavélar og fleiri hjálpartæki heimilisins.
Það er gaman að sjá hve fljótt og léttilega
maður matreiðir í örbylgjuofni. Og fróðlegt
að fylgjast með því hvernig ein og sama
vélin hrærir, þeytir, sker og blandar hráefni
í mat og bakstur.
Og sértu að hugsa um saumaskap, þá er
tækifærið núna til að sjá hve létt og
fjölbreytt tök Elna saumavélin hefur.
Einnig er opið í verslun
Heimilistækja hf., Kringlunni.
r Kaffi
á könnunni
Gerðu þér dagamun:
• Komdu og sjáðu kokkinn okkar leikasér að
Philips-örbylgjuofninum.
• Komdu og fylgstu með því hvemig hann lætur
matvinnsluvélina vinna.
• Sjáðu hvernig verkið leikur í höndum konu sem
notar nýju Elna saumavélina.
• Tylltu þér með hljómtækjasérfræðingnum og
fáðu tónlistina beint í æð úr BOSE hátölurunum.
Allt þetta og miklu miklu meira.
Heimilistæki hf
Sætúni 8 — Símil 6915 00
(Zóde/lu/tcSt^^a/tée^óseuH/a/^u/tt
r Næg ’
bílastæði