Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25.
NÓVEMBER 1989
Fer ráðherra umboðslaus
í Evrópuviðræðumar?
eftir Þorstein Pálsson
Á fimmtudag í þessari viku hóf-
ust á AJþingi umræður um evrópska
efnahagssvæðið svonefnda og
tengsl íslands og annarra ríkja
fríverslunarsamtakanna að innra
markaði Evrópubandalagsins. Hér
er um að ræða mál sem skiptir
miklu varðandi framtíðarhagsmuni
Islendinga.
íslendingar standa því frammi
fyrir því að taka þýðingarmiklar og
afdrifaríkar stjórnmálaákvarðanir
um framhald þessa máls. Slíkar
ákvarðanir þarf Alþingi að taka
með formlegum hætti.
Góður undirbúningur
Undanfarna mánuði hafa farið
fram könnunarviðræður milli
fríverslunarsamtakanna og Evrópu-
bandalagsins. Megin þungi þessara
könnunarviðræðna hefur hvílt á
stjórnarnefnd háttsettra embættis-
manna.
Síðustu sex mánuði hefur foryst-
an í þessum viðræðum hvílt á ráðu-
neytisstjóra íslenska utanríkisráðu-
neytisins. Hann hefur ásamt öðrum
íslenskum embættismönnum unnið
frábært starf og unnið sér traust
og virðingu erlendra samstarfsaðila
og viðmælenda. Óhætt er að full-
yrða að mjög traustur grundvöllur
hefur verið lagður að formlegum
samningaviðræðum og nú er komið
að stjórnvöldum og löggjafarvaldi
að taka stjórnmála ákvarðanir um
framhald málsins.
Þessum þætti málsins hefur ut-
anríkisráðherra sinnt ágætlega þó
að hann hafi brugðist í því að gæta
hagsmuna sjávarútvegsins.
Frumkvæði Evrópu-
bandalagsins
Fríverslunarsamtök Evrópu hafa
verið í stöðnun um nokkuð langt
árabil. Á hinn bóginn hefur átt sér
stað mikil nýsköpun og miklar
breytingar innan Evrópubandalags-
ins. Þar hafa verið stigin stór skref
fram á við. Samstarf Evrópubanda-
lagsþjóðanna er orðið mjög víðtækt
og umfangsmikið og nær til miklu
fleiri þátta en efnahagsmálanna
einna. En óefað er afdrifaríkasta
ákvörðun Evrópubandalagsins að
stíga lokaskrefið í þeim tilgangi að
koma á svonefndum innri markaði
árið 1992.
Evrópubandalagið hafði frum-
kvæði að þeim viðræðum sem fram
hafa farið að uncfanförnu um tengsl
fríverslunarsamtakanna og Evrópu-
bandalagsins. Könnunarviðræðum-
ar og niðurstöður þeirra byggjast á
þeim forsendum sem Evrópubanda-
lagið hefur lagt. Ljóst er að þær
miða að því að ríki fríverslunarsam-
takanna geti aðlagast þeirri löggjöf
sem Evrópubandalagsríkin eru nú
þegar búin að setja varðandi innri
markaðinn svonefnda.
Aukið frelsi
Væntanlegir samningar munu
öðru fremur fjalla um frelsi og sam-
skipti á fjórum sviðum. í fyrsta lagi
almennt frelsi í vöruviðskiptum á
milli landanha. í öðru lagi frelsi í
fjármagnsflutningum og þjónustu.
I þriðja lagi frelsi að því er varðar
atvinnurétt og búsetu. Og í íjórða
lagi aukið samstarf á ýmsum jaðar-
sviðum eins og það hefur verið kall-
að. Þar er um að ræða samvinnu á
sviði menningarmála, rannsóknar-
og vísindastarfsemi og umhverfis-
mála svo að dæmi séu nefnd.
Engum vafa er undirorpið að ís-
lendingar hafa mikilla hagsmuna
að gæta á öllum þessum sviðum.
Þátttaka í þessu samstarfi er okkur
mjög mikilvæg til þess að tryggja
útflutningsmarkaði fyrir íslenskar
sjávarafurðir. Ennfremur er hún
þýðingarmikil í þeim - tilgangi að
aðlaga íslenska efnahagsstjórn að
því sem almennt gengur og gerist
annars staðar í Evrópu. Þá er aug-
ljóst að við opnum með þátttöku
fyrir möguleika á meiri nýsköpun
í íslensku atvinnulífi. Það mun auð-
velda okkur að skjóta fleiri og styrk-
ari stoðum undir atvinnustarfsem-
ina í landinu. Loks er þess að geta
að alþjóðleg samvinna af þessu tagi
hefur mikið gildi fyrir okkur á sviði
mennta- og menningarmála, vís-
inda- og rannsóknarstarfsemi og
ekki síst að því er varðar umhverfis-
mái.
Eðlilega hljótum við að huga að
því að tapa ekki forræði yfir megin
auðlindum landsins. Að því er varð-
ar evrópskan sameiginlegan vinnu-
markað er ennfremur eðlilegt að
við fáum heimild til svipaðra reglna
og gilda varðandi aðild okkar að
norræna vinnumarkaðinum.
Hagsmunir sjávarútvegsins
Brýnustu hagsmunir okkar eru í
því fólgnir að ryðja úr vegi öllum
hindrunum fyrir útflutning á sjávar-
afurðum inn á þennan nýja saiheig-
inlega Evrópumarkað. Við höfum
haft viðskiptasamning við Evrópu-
bandalagið frá 1972. Hann var
mjög hagstæður á sínum tíma, en
aðstæður hafa breyst á marga lund
sem gera það óhjákvæmilegt að
tryggja betur hagsmuni íslensks
sjávarútvegs á þessu markaðs-
svæði.
Þó að samkomulag hafi orðið
innan EFTA um fríverslun með
sjávarafurðir hefur það meira form-
legt gildi en efnislegt fyrir íslend-
inga. Tiltölulega lítil viðskipti með
sjávarafurðir eru við þjóðir fríversl-
unarsamtakanna. Þær hafa heldur
ekki mikilla hagsmuna að gæta í
þessum efnum gagnvart Evrópu-
bandalaginu. Ólíklegt er því að í
hinum almennu viðræðum EFTA
við Evrópubandalagið fáist nægjan-
lega skjótt niðurstaða varðandi
þettá atriði.
Það er því mjög alvarlegt að
ríkisstjórn íslands hefur á undan-
förnum mánuðum látið undir höfuð
leggjast að huga sérstaklega að
■ þessum mikilvægustu og brýnustu
hagsmunum íslendinga.
Tvíhliða viðræður
Óhjákvæmilegt er að taka sam-
hliða EFTA/EB-umræðunum upp
tvíhliða viðræður milli íslands og
Evrópubandalagsins í þeim tilgangi
að útvíkka fyrri samninga okkar
um hindrunarlaus viðskipti með
sjávarafurðir.
I slíkum viðræðum gerum við
ekki kröfur til þess að Evrópu-
bandalagið falli frá sjávarútvegs-
stefnu sinni og þeim gífurlegu
styrkjum sem það veitir til sjávarút-
vegsins. En þar á móti er eðlilegt
að Evrópubandalagið rýmki núver-
andi samninga varðandi útflutning
á sjávarafurðum, enda er augljóst
að þær eru okkur jafn mikilvægar
og iðnaðarvörurnar eru öðrum
ríkjum Evrópubandalagsins og
fríverslunarsamtakanna.
En það er ekki nóg með að ut-
anríkisráðherra hafi sinnt þessum
sérstöku hagsmunum Islands slæ-
lega á undanförnum mánuðum
heldur hefur hann tekið óstinnt upp
kröfu samstarfsnefndar atvinnufyr-
irtækja í sjávarútvegi og kröfu
Sjálfstæðisflokksins á Alþingi um
að hefja nú þegar formlega tvíhliða
viðræður. Sjálfstæðismenn gera
Þorsteinn Pálsson
„íslendingar standa því
frammi fyrir því að taka
þýðingarmiklar og af-
drifaríkar stjórnmála-
ákvarðanir um fram-
hald þessa máls. Slíkar
ákvarðanir þarf Alþingi
að taka með formlegum
hætti.“
mjög einarða og skýra kröfu um
að þessar viðræður verði hafnar
samhliða hinum almenna viðræðum
og munu fylgja því fast eftir á Al-
þingi.
Ríkisstjórnin er klofín
í Ijós hefur komið að innan ríkis-
stjórnarflokkanna eru mjög mis-
munandi viðhorf uppi um það
hvernig haga eigi framhaldi þessa
máls. Svo virðist sem utanríkisráð-
herra vilji taka hina mikilvægu
pólitísku ákvörðun fyrir sameigin-
legan ráðherrafund EFTA og EB
19. desember nk. urrr aðild íslands
á þeim grundvelli sem nú hefur
verið lagður í embættismannavið-
ræðunum. En hann hefur tekið fá-
lega kröfunni um tvíhliða viðræður
samtímis vegna hagsmuna sjávar-
útvegsins.
Svo virðist sem Framsóknar-
flokkurinn ætli að stýðja formlegar
samningaviðræður milli EB og
EFTA en með meiri fyrirvörum en
Alþýðuflokkurinn. Framsóknar-
menn hafa verið iðnir við að búa
til fijálshyggjudrauga vegna frum-
kvæðis sjálfstæðismanna í nútíma-
legri efnahagsstjórn. Með aðild að
viðræðum um tengingu við hinn
fijálsa innri markað Evrópubanda-
lagsins eru þeir hins vegar að kok-
gleypa alla þá drauga. Og það sem
meira er: Þeir fallast á með aðild
sinni að evrópska efnahagssvæðinu
að taka þátt í umræðum um
fríverslun með landbúnaðarvörur
þó að ákvarðanir þar um verði ekki
teknar á fyrsta stigi þessarar frjáls-
ræðisþróunar.
Alþýðubandalagið lýsti á hinn
bóginn yfir algjörri andstöðu við
að ísland yrði knúið á næstu vikum
til þess að taka ákvörðun um þátt-
töku í formlegum viðræðum. Sú
ákvörðun var tekin á nýafstöðnum
landsfundi Alþýðubandalagsins og
meðan hún stendur er augljóst að
innan ríkisstjórnarinar er ekki sam-
staða og ríkisstjórnarflokkarnir
geta ekki myndað meirihluta á þingi
um framhald málsins.
Verða þingræðisvenjur
að engu hafðar?
Utanríkisráðherra hefur ekki
leitað eftir formlegum viðræðum
við neinn stjórnarandstöðuflokk-
anna um myndun nýs meirihluta í
þessu máli. Framhald þess. er því
allt í óvissu eins og sakir standa.
Og öllum má vera ljóst að það væri
í fullkominni andstöðu við þingræð-
isvenjur að tilkynna niðurstöðu af
íslands hálfu án þess að formlegur
meirihluti fyrir þeirri ákvörðun sé
fyrir hendi á Alþingi.
í þessu ljósi hafa sjálfstæðismenn
lagt á það ríka áherslu að Alþingi
álykti fyrir 19. desember nk. um
það hvernig það vill halda áfram
viðræðum við Evrópubandalagið.
Þingflokkur sjálfstæðismanna vill
að formlegar EB/EFTA-viðræður
verði teknar upp á grundvelli undir-
búningsvinnu embættismannanna
samhliða því að tvíhliða viðræður
verði teknar upp er lúta fyrst og
fremst að hagsmunum íslensks
sjávarútvegs.
En svo virðist sem utanríkisráð-
herra ætli að virða þingræðisvenjur
að vettugi og fótum troða Alþingi
pg freista þess að tilkynna ákvörðun
Islands án þess að Alþingi gera þar
um sérstaka ákvörðun. Slíka fram-
komu er ekki unnt að bjóða Alþingi
íslendinga. En hún væri í samræmi
við önnur vinnubrögð núverandi
ríkisstjórnar og staðfestir virðingar-
leysi hennar fyrir lögum og þing-
ræðisvenjum.
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisflokksins.
Ein af myndum
Hrings á
sýningunni
í Listasafni
ASÍ.
Sýning' á verkum
Hrings Jóhannessonar
SÝNING á málverkum eftir Hring
Jóhannesson verður opnuð í Lista-
safhi ASÍ við Grensásveg í dag
klukkan 14. Jafnframt sýningu á
verkum Hrings kemur út bók um
listamanninn á vegum Listasafns
ASÍ og Lögbergs.
Hringur Jóhannesson er fæddur í
Haga í Aðaldal árið 1932. Hann nam
við Handíða og myndlistaskólann í
Reykjavík 1949—1952. Hann hefur
haldið tugi einkasýninga og tekið
þátt í samsýningum heima og erlend-
is.
Sýningin í Listasafni ASÍ er opin
virka daga frá kl. 16—20 og um
helgar frá kl 14—20. Henni lýkur
þann 10. desember.
Helgi hafiiar Parísarballettinum
HELGI Tómasson, listrænn framkvæmdastjóri San Francisco ball-
ettsins, fór til Parísar um miðjan september til að ræða við fram-
kvæmdastjóm balletts Parísaróperunnar. Þetta segir í frétt í blað-
inu Herald Tribune um langvarandi eijur rússneska ballettdansar-
ans Rudolfs Nureyevs, framkvæmdastjóra ballettsins í París og
Opemstjórans Pierres Bergés.
Mikið hefur verið fjallað um
deilurnar í blöðum og þar með að
Bergés vilji láta Nureyev hætta,
nú þegar ráðningartími hans þarf
að endurnýjast frá ágústlokum sl.
og fá í staðinn annan frægan ball-
etmann. Nokkrir eru nefndir, þar
á meðal Helgi Tómasson LSan
Franscisco. Herald Tribune skýrir
frá því að Helgi hafi 10. október
sl. sagt Rudolf Nureyev að hann
sé ekki að hugsa um þetta starf
og muni ekki líða Parísaróperunni
að nota hann til að beita Rudolf
Nureyev þrýstingi.
„Það er auðveldara að tala við
guð,“ sagði Nureyev nýlega um
Pierre Bergé, stjórnarformann
Parísaróperunnar. Bergé gaf opin-
berlega í skyn að býsna erfitt
væri að tala við ballettstjóra, sem
aldrei væri í París. Þetta endur-
speglar deilur þessara tveggja
manna. Hinn 51 árs gamli rússn-
eskfæddi dansari, sem nú er aust-
urrískur ríkisborgari, hefur verið á
sýningarferðalagi með „Kóngurinn
og ég“ í Bandaríkjunum og ætlar
svo að dansa með Kirov ballettin-
um í Leningrad, þar sem hann
hefur ekki dansað síðan hann flúði
land 1961. Nureyev og Bergé hafa
nú samið vopnahlé og ætla að hitt-
ast aftur í nóvemberlok, eftir Rúss-
landsferðina. Af viðræðum þeirra
þá ræðst hvort Nureyev verður
ráðinn áfram í París í stöðu, sem
hann tók við 1981.
Deiluefni þeirra eru mörg, með-
al annars hver skuli æðsti ráða-
maður um rekstur og verkefnaval
í Palais Garnier, 19. aldar óperu-
húsinu sem nú á að leggja alveg
undir dansinn. Þegar Nureyev kom
ekki til Parísar við opnun vetrar-
dagskrár ballettsins 20. október
hafði Bergé sett tvo aðra til að
stjóma þar daglegum rekstri. Hef-
ur Pierre Bergé sett ballettmeistar-
anum þrjá kosti, að hann dvelji sex
mánuði á ári í París, að hann
stjórni ballettinum í Garnierleik-
húsinu í samvinnu við fram-
kvæmdastjóra þessa hluta París-
aróperunnar og í þriðja lagi að
þeir taki ákvörðun saman um leyfi
fyrir ballettdansara til að dansa
annars staðar. En nýlega kom
fram í blaðaviðtali við Nureyev í
New York, að hann hefði ekki ver-
ið meira en 80 daga í París
1988-89.
Fleira ber á milli, m.a. að Nurey-
ev hefur ráðið erlenda vini sína
að franska ballettinum án þess að
spyija kóng eða prest. En Bergé
viðurkennir þó að hinn heimsfrægi
ballettdansari Rudolf Nureyev sé
stór rós í hnappagat Parísarball-
ettsins.
Sagt er að Pierre Bergé hafi
hafnað því að ráða annan frægan
rússneskan balletdansa, Edgar
Vincent Baryshnikov, í stað Nurey-
evs og nú hefur Helgi Tómasson
lýst því yfir að hann muni ekki
hafa áhuga á stöðunni. En þar
koma sýnilega aðeins til greina
stærstu nöfnin í ballettheiminum.
Helgi er þar á toppnum.