Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 44
FLORIDA,*
einmitt núna
ior0itml4ní»ii í>
r.sz~
leslampTnn"]
Kl. 14:00
Bókmenntir
ÍQ ÚTVARPIÐ RÁS 1Qjjf
LAUGARDAGUR 25. NOVEMBER 1989
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Sambands-
fyrirtæki
segja upp
102 starfs-
mönnum
ÖLLUM starfsmönnum Bílvangs
sf., Jötuns hf. og Búnaðardeildar
sambandsins, samtals 102 að tölu,
hefúr verið sagt upp störfúm
vegna sameiningar fyrirtækjanna
undir Búnaðardeild. Sigurður
Arni Sigurðsson, sem stjórna mun
Búnaðardeildinni, segir að milli
50 og 80 manns verði endurráðn-
ir, þeirra á meðal allir starfsmenn
fóðurblöndunarstöðvar og verk-
stæða fyrirtækjanna.
Uppsagnirnar taka gildi nú um
mánaðamótin og er uppsagnarfrest-
ur þrír mánuðir. Sigurður Arni segir
nauðsynlegd; að fækka starfsfólki,
enda sé tilgangurinn með sameining-
unni að draga úr rekstrarkostnaði. Á
næstu tveimur til þremur vikum
muni hann meta hveijir verði endur-
ráðnir. Ljóst sé að skrifstofufólki
verði fækkað nokkuð. Hins vegar
segi í uppsagnarbréfum að allt verði
gert til að aðstoða fólk við að finna
^ný störf, innan Sambandsins eða
' utan.
*
Ognaði
stúlkubarni
með hnífi
ELLEFU ára stúlka, sem var
á leiðinni í Melaskóla í gær-
morgun, varð fyrir áreitni
unglingspilts, sem stökk að
henni, þreif í handlegg henn-
ar og sagði henni að koma
með sér. Þegar hún streittist
á móti ógnaði hann henni
með hnífi.
Sá með hnífinn guggnaði á
fyrirætlan sinni þegar barnið
veitti mótspyrnu og hljóp á
brott. Stúlkunni var að vonum
nokkuð brugðið, en hélt áfram
för sinni í skólann. Hún gat
illa lýst hnífamanninum, sagði
aðeins að þetta hefði verið tán-
ingssláni í blárri dúnúlpu. Ekki
hafði náðst til hans er Morgun-
blaðið fregnaði síðast.
Gert við trollið
Morgunblaðið/RAX
Grænlensk skip hafa í auknum mæli sótt til Ilafnarfjarðar síðustu tvö
árin. Yfír vetrartímann hafa um 15 grænlenskir togarar reglulega
viðkomu þar og auk þess að landa rækju er skipt um áhafnir í Hafnar-
firði og margvísleg þjónusta sótt til íslenskra fyrirtækja. Myndin er
tekin í vikunni er Grænlendingar á einu skipanna gerðu við trollið á
bryggjunni.
Hækkun spáð á þorsk-
blokk í Bandaríkjunum
Verð á blokk hefur hækkað um 30 sent frá því í fyrrahaust
M ARK AÐSFRÆÐIN G AR vest-
anhafs telja nú að verð á þorsk-
blokk í Bandaríkjunum, séu gæði
fullnægjandi, muni hækka um 5
sent öðru hvoru megin við ára-
mótin og eigi síðar en nokkru
fyrir fostuna. Birgðir af þorsk-
blokk eru nú með minna móti
og er möguleg hækkun vegna
þess. Annan nóvember í fyrra var
verð á þorskblokk 1,30 til 1,35
dollarar á pundið, nú selst hún á
1,60 til 1,65 og því er spáð að
hún fari i 1,70 á næstunni. Verð
á þorskfjökum er stöðugt, þrátt
fyrir miklu meiri birgðir en á
sama tíma í fyrra.
Birgðir af þorskblokk í Banda-
ríkjunum voru í lok september nær
23 milljónir punda, 10.500 tonn.
Það er 21% minna en á sama tíma
í fyrra og 12% minna en í lok
ágúst. Því er spáð að birgðir drag-
ist enn saman og verð hækki því.
Vöruskipti Alafoss og Sovétmanna:
Rússar greiða fyrir ullina
með olíu sem Svíar kaupa
ÁLAFOSS hefúr gert vöruskiptasamning við Sovétríkin um að lítið
^xunnin olía fyrir rúmar 90 milljónir króna komi fyrir ullarvörur frá
- fyrirtækinu. Sænskt fyrirtæki kaupir olíuna, nærri 10 þúsund lestir,
og íjármagnar þannig ullarkaup Sovétmanna. Það er nýjung í
íslensku viðskiptalifi að varan sem greitt er með sé seld utan íslands.
Ingi. Björnsson fjármálastjóri
Álafoss staðfesti að samið hefði
verið um þetta í Moskvu í gærdag.
Fulltrúar Álafoss eystra voru þeir
Ólafur Ólafsson forstjóri fyrirtækis-
^ins og Aðalsteinn Helgason.
Undirbúningur samningsins hef-
ur staðið í rúmt ár eða frá því að
skrifað var undir rammasamning
við nýtt sovéskt fyrirtæki, „Rússn-
esku utanríkisverslunina“. Hug-
myndin á bak við þann samning
var að fylgjast með breytingum í
sovésku viðskiptalífi. Samningar
líkir þeim sem nú var gerður gerast
æ algengari í ríkjum Austur-Evr-
ópu. Vegna gjaldeyrisskorts þar
hafa fyrirtæki á Vesturlöndum sér-
hæft sig í að selja sovéska vöru
þriðja aðila og fjármagna þannig
kaup Sovétmanna á vestrænum
vörum. Austurrískt fyrirtæki hafði
milligöngu um að selja sænskum
aðilum olíuna sem Álafoss samdi
um, fyrir 1,5 milljónir Bandaríkja-
dala.
Olían og ullarvörurnar frá Ála-
fossi koma til afgreiðslu í bytjun
næsta árs. Olían er lítið unnin og
af öðrum staðli en algengast er á
Vesturlöndum. Um er að ræða
umtalsvert magn af ullarvörum,
peysum, teppum og fleiru. Þeim
verður dreift innan Rússlands og
fer mikið til héraðsins Bashkyrska-
ya, samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins.
Þá er bent á að verðhækkun á
blokkinni hljóti að koma fram í
hækkuðu verði á fiskréttum fram-
leiddum úr henni, svo sem fiski-
fingrum og mótuðum fiskstykkjum.
Því er kaupendum á blokk og rétt-
um gerðum úr henni bent á að
birgja sig upp áður en eftirspurn
umfram framboð hækki verðið.
Birgðir þorskflaka eru um þessar
mundir 41 milljón punda, tæplega
19.000 tonn. Það er 2% minna en
mánuði áður, en 46% meira en á
sama tíma í fyrra. Verð á flökunum
er nokkuð misjafnt eftir fram-
leiðslulöndum. íslenzku flökin hafa
verið á 2,30 dollara pundið í eitt
ár, þau norsku eru á svipuðu verði,
2,20 til 2,35, ekkert framboð er af
flökum frá Danmörku, en beztu
flökin frá Kanada seljast á 1,85 til
1,90 og Alaskaflök eru á tæpa 2
dollara.
Markaðsfræðingar segja að mikl-
ar birgðir þorskflaka haldi sölunni
niðri, kaupendur taki aðeins það,
sem þá vanti hveiju sinni. Birgðir
flaka af Atlantshafs- og Kyrrahafs-
þorski séu mjög miklar borið saman
við síðasta ár, en orðrómur í við-
skiptalífinu hermi að töluvert af
birgðunum sé lélegt hráefni. Hins
vegar séu birgðir af ýmsum öðrum
tegundum takmarkaðar svo sem
lúðu, kola, grálúðu, hvítingi og
karfa og eftirspurn eftir ufsa hafi
verið góð.