Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 12
-MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1989 Ragnar Hall veður reyk effir Valþór Hlöðversson Skiptaráðandinn í Reykjavík, Ragnar’ Halldór Hall, skrifar í Morgunblaðið 21. nóvember sl. og er mikið niðri fyrir. Gerir hann þar að umtalsefni grein eftir undirritað- an í síðasta tölublaði Frjálsrar versl- unar, þar sem ýmsar upplýsingar koma fram um störf og kjör skipta- stjóra í þrotabúum. Er greinilegt á skrifum fógetans að hann hefur gert reiðina að ráðgjafa sínum og er umfjöllun hans öll því miður í stíl hins hrokafulla embættismanns. Hér er ekki ætlunin að hafa uppi stór orð um þá aðför sem þar birt- ist að heiðri mínum sem blaðafinnst fyrir löngu tímabært fyrir yfírvöld dómsmála í þessu landi að taka af skarið um það hvenær þau telji ástæðu til þess að láta á það reyna hvort blaðamenn njóti æruverndar samkvæmt almennum hegningar- lögum. Hins vegar skal framlag hans þakkað og því sérstaklega fagnað að tekist hefur að fá fram umræðu um þessi viðamiklu mál og er vonandi að hún haldi áfram. Þó er nauðsynlegt að hrekja nokkr- ar af villum fógetans um leið og honum er í vinsemd bent á að lesa umrædda grein í Frjálsri verslun á nýjan leik. Onákvæmni fógetans Fógetinn segir að í umræddri grein hafi verið látið að því liggja að skiptaráðandi hafi alræðisvald varðandi skipun bústjóra. Þetta er rangt. í grein minni rek ég verk- svið bústjórans, vík að skiptafundi og segi síðan: „A slíkum fundi er tekin ákvörðun um sérstakan skiptastjóra og gerir skiptaráðandi gjarnan tillögu um að bústjóri taki við því hlutverki, enda hefur hann aflað sér þekkingar á högum bús- ins. Það er hins vegar fundarins að ákveða hver skuli ráðinn skipta- stjóri." Hvaða rangfærslur eru hér á ferðinni, herra borgarfógeti? í framhaldi af þessu segir að Fijáls verslun fullyrði að skiptaráð- endur séu einráðir um kjör skipta- stjóranna og greiði eftir geðþótta sínum útvöldum lögmönnum millj- ónir króna sem þeir hafi ekki unnið til. Telur fógetinn þetta „ótrúlega ósvífin og rætin ósannindi" og bendir fávísum blaðamanni á að við ákvörðun launa (!) sé hann ekki bundinn af gjaldskrá Lögmannafé- lags Islands! í Fijálsri verslun er hvergi full- yrt að skiptaráðendur geti greitt milljónir króna eftir geðþótta til útvalinna lögmanna sem ekki hafi unnið til slíkra launa. Er sérstak- lega tekið fram að við ákvörðun launa sé ýmist farið eftir gjaldskrá Lögmannafélagsins ellegar samið um sérstakar greiðslur í hveiju til- viki. Þá er sérstök ástæða til að árétta að hvergi er gefið í skyn að þeir lögmenn er veljist til að skipta búum hafi ekki unnið til launa sinna. Þvert á móti er undirstrikað að þar sé um afar flókin og vanda- söm störf að ræða „og ekki nema á færi hæfra manna að annast slík mál“. Yfir það skal hins vegar ekki dregin fjöður að Fijálsri verslun þykir sem greiðslur til bústjóra séu óeðlilega háar í mörgum tilvikum og er sérstaklega tilfært dæmi úr Hafskipsmáli hvað það varðar. Er nánar að því vikið á eftir. Hins vegar er athyglisvert að borgarfóg- etinn virðist skammast sín fyrir gjaldskrá Lögmannafélags íslands og skal svo sem engan furða. Hins vegar hlýtur hann þar að vera að fást við eigin samvisku sem vart getur talist á ábyrgð undirritaðs. Bústjórahneykslið í Hafskipsmáli Borgarfógeti fullyrðir að í grein Fijálsrar verslunar sé hallað réttu máli varðandi þóknun skiptastjóra í þrotabúi Hafskips hf. Fullyrðir hann að framreikningur minn á þóknun lögmanna til núgildandi verðlags sé rangur og að ekki sé ástæða til að hafa langt mál um hugleiðingar mínar um „fánýti starfa skiptastjóranna“. Engan skal undra þótt skiptaráð- andinn kjósi að hafa ekki langt mál um þennan þátt embættisfærslpnn- ar. Hvað varðar fullyrðingu hans um að ég hafi gert lítið úr störfum skiptastjóranna hjá þrotabúi Haf- skips hf. vísa ég henni til föður- húsanna og læt nægja að minna á ummæli mín um að enginn vefengi hæfni lögmannanna til að annast það flókna verkefni. Hins vegar varpa ég fram í grein minni þeirri spurningu hvort það geti samrýmst nútímasiðferði að við opinber skipti gjaldþrotabús, séu lögmönnum í hlutastarfí tryggðar fimmfaldar tekjur kennara. Tölur Fijálsrar verslunar varð- andi þóknun skiptastjóra í þrotabúi Hafskips hf. eru fengnar úr frum- varpi til úthlutunar upp í kröfur, en það var lagt fram í réttinum. Raunar viðurkennir fógetinn að þær greiðslur hafi verið háar en ég læt lesendum Morgunblaðsins nú um að meta hvort þeim finnist réttlæt- Valþór Hlöðversson anlegt að þrír lögmenn í hlutastarfi fái greiddar 33 milljónir króna á 42ja mánaða tímabili. Fijáls verslun reyndi að grafast fyrir um hvernig þessar tekjur hefðu skipst milli lög- mannanna þriggja og hvenær á fyrrgreindu tímabili þeir urínu fyrir þeim. Þær upplýsingar lágu ekki á lausu, m.a. vegna erfiðrar upp- göngu í fílabeinsturn borgarfóget- ans í Reykjavík. Okkar niðurstaða var sú að miðað við ákveðnar for- sendur væri þóknunartaia lögmann- anna komin upp í 50 milljónir króna á núverandi verðlagi. Fógeti getur valið þann kost að reyna að þyrla upp moldviðri um hvort okkar framreikningur á þess- um 33 milljónum er réttur eða ekki. Það breytir engu um þá staðreynd að hér eru á ferðinni fimmföld laun kennara til hvers og eins lögmann- anna í hlutastarfi! Sú samlíking stendur hvort sem borgarfógeta líkar betur eða verr. Fógetanum væri nær að rækja upplýsinga- skyldu stjórnvalda og skýra al- menningi nákvæmlega frá þessum greiðslum, hvernig þær skiptust milli lögmannanna þriggja og hve- nær þær voru inntar af hendi. Feðgar í fyrirrúmi Skiptaráðandinn í Reykjavík ver talsverðu rými í grein sinni til að bera blak- af þeim feðgum Jóni Skaftasyni og Gesti Jónssyni, sem hefur haft með skipti að gera í tveimur stærstu gjaldþrotamálum í landinu á síðustu árum. Skiptaráð- andinn segir m.a. í grein sinni: „Ég fullyrði að Jón Skaftason yfirborgarfógeti hefur ekki í eitt einasta skipti reynt að hafa á það áhrif eða haft minnstu afskipti af því hveijir yrðu ráðnir til starfa í þjónustu þrotabúa." Og síðar segir fógeti og er greinilega mikið niðri fyrir: „Allar aðdróttanir þess efnis að Jón Skaftason hafi í krafti emb- ættis síns hlutast til um að Gestur sonur hans fengi að sitja að verk- efnum sem gefi miklar tekjur eru tilhæfulausar með öllu.“ Hvaða læti eru nú þetta? Hvers vegna þessi viðbrögð við sjálfsögð- um og eðlilegum spurningum blaða- manns í greininni í Fijálsri verslun? Ætli blaðamaður sé einn um það í þessu landi að þykja athyglisvert að lögmaður í Reykjavík fái milljón- ir króna í þóknanir vegna þrota- mála, sem heyra undir embætti föð- ur hans? Engar aðdróttanir komu fram várðandi það að Jón Skaftason hefði hyglað syni sínum með einhveijum hætti. Þvert á móti er það ítrekað í rammagrein í Fijálsri verslun að engu sé haldið fram að um slík tengsl geti verið að ræða. Þar seg- ir: „Okkur er ekki kunnugt um hvort Jón Skaftason hefur beitt áhrifum sínum innan embættisins til að beina þessum tekjumiklu verk- efnum til sonar síns. En þessi tengsl hljóta engu að síður að vekja menn til umhugsunar." Dýpra var nú ekki í árinni tekið. Vangaveltur blaðamanns um það hvort hagsmunaárekstur geti verið á ferðinni vekja upp slík varnarvið- brögð hjá undirmanni Jóns Skafta- sonar að hann sér sig knúinn til að skrifa langloku í Moggann sinn og vitna í lagagreinar varðandi æruvernd embættismanna frá því fyrir stríð. Væri raunar fróðlegt ef hann vildi skýra almenningi frá 108. gr. hegningarlaga nr. 19/1940 — svo spaugileg sem hún er. Hagsmunir hverra? Skiptaráðandinn telur sig hafa komist í feitt þegar Fijáls verslun fullyrðir að riftunarmál þrotabús Nesco framleiðslufélags hf. hafi ekki borið árajigur. Upplýsir fóget- inn sigri hrósandi að fyrir dómi hafi þrotabúið unnið 12 riftunarmál af 14 en eitt hafi unnist að hluta og annað tapast. Fullyrðingar Fijálsrar verslunar um að umrædd riftunarmál hafi ekki verið kröfuhöfum til fram- dráttar standa óhaggaðar. Sann- leikurinn í málinu er sá að þótt þau hafi unnist fyrir rétti er ekki þar með sagt að þau tryggi hagsmuni kröfuhafa. Skiptaráðandanum í Reykjavík á að vera það fullkunn- ugt að Nesco-Kringlan er gjald- þrota og Nesco-Laugavegur eigna- laust fyrirtæki og því litlar sem engar líkur á að kröfuhafar fái eitt- hvað fyrir sinn snúð. Aftur á móti er ljóst að umræddur skiptastjóri hefur af þessum málum talsverðar tekjur og vaknar þá á ný spurning Fijálsrar verslunar: Hagsmuni hverra var verið að tryggja með því að undirbúa 21 riftunarmál í þrotamáli Nesco- framleiðslufélags hf. fyrir undir- rétti? í títtnefndri grein IYjálsrar versl- unar, sem bar heitið Útfararstjórar atvinnulífsins, er varpað fram ýms- um spurningum um störf og kjör skiptastjóra. Ragnar Hall skipta- ráðandi telur sig hafa svarað þeim að nokkru leyti. Því miður er þetta ekki rétt frek- ar en ýmislegt annað í grein hans. Spurningum okkar er enn ósvarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá fram einföldustu upplýsingar úr skiptarétti borgarfógetaembættis- ins í Reykjavík. Er upplýsinga- skylda stjórnvalda ekki meiri en svo að einn tiltekinn embættismaður getur í krafti aðstöðu sinnar meinað blaðamanni að kynna sér opinber mál? Það er einnig rangt hjá skiptar- áðandanum að hann sé í einhvers konar „áróðursstríði við fjölmiðla eða aðra um frammistöðu í starfi“, með því að láta í sér herya á síðum Morgunblaðsins. Mál þetta snýst einfaldlega ekki um persónur ein- stakra starfsmanna borgarfógeta- embættisins í Reykjavík eða verk- taka á þeirra vegum. Mælendaskráin er opin Málið snýst um upplýsingaskyldu stjórnvalda og hvort Islendingar lifi yfirleitt á upplýsingaöld. Það snýst einnig um það hvort tjáningarfrelsi ríki í landinu en þó ekki síður um þann hugsunarhátt sem kemur m.a. fram í því að menn, sem valdir eru til trúnaðar- og ábyi'gðarstarfa, kjósi að aflá sér skjótfenginna tekna hjá aðilum sem í raun geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Fijáls verslun hefur lagt sitt lóð á vogarskálar þess að leyndinni verði svipt af ráðningu og launa- kjörum skiptastjóra í gjaldþrota- málum. Því skal enn fagnað að Ragnar Hall hefur gefið sér tíma til að stinga niður penna því skoð- anaskipti eru fprsenda lýðræðis- legrar umræðu. Ég ætla hins vegar ekki að taka undir orð fógetans um að hér með sé opinberri umræðu um málið lokið, því meðan tilefnin gefast munu fjölmiðlar á Islandi halda áfram að spyija óþægilegra spurninga, hvort sem opinberum embættismönnum líkar betur eða verr. Ilöfundur er ritstjórnarfulltrúi Frjálsrar verslunar. Fjósbitinn á Melun- um og árarnir sjö effir Guðna Björgólfsson Þorsteinn Gylfason kemur inn á aðföng Halldórs Laxness í grein í Morgunblaðinu 7. nóvember. Grein þessi er um margt sérkenni- 1 eg og greinilegt að höfundur hennar flækir sig ekki í vitinu þegar skáldskapur er annars veg- ar. Það er raunar með ólíkindum að maður sem kennir sig við aka- demíska hugsun skuli láta slíka dæmalausa ritsmíð frá sér fara og sér í lagi fyrir þá sök að nær ósjálfrátt tengist nafn höfundar höfuðsetri lærdómslistanna sjö, Háskóla íslands. Hætt er við að mörgum finnist þær kaldar kveðj- urnar sem berast af Melunum á rithöfundarafmæli eins mesta skáldjöfurs sem Islands hefur alið. Þorsteinn Gylfason er ekki fyrstur tii að koma fram með kenningu um vafasama tilurð verka Halldórs. Man ég glögglega eftir kveri nokkru sem gekk manna á milli fyrir mörgum árum sem átti að sanna að Halldór skrif- aði ekki bækur sínar, a.m.k. að hann yrði að fá forleggjara sína til að minna sig á hvað hann hefði skrifað og til þess að kóróna vit- ieysuna voru meðfylgjandi neðan- málsathugasemdir og spurningar Halldórs sjálfs um merkingu þess sem hann hefði skrifað! Hvort rit- ið hét Fjósbitinn á Melunum og árarnir sjö eða eitthvað annað má einu gilda héðan af. Mikið höfðu menn gaman af þessu kveri og mikið væri það óskandi að fyr- ir Þorsteini lægi að setja saman viðlíka undur á sviði bókmennt- anna, helst heila ritröð. — I upphafi greinar sinnar bendir Þorsteinn réttilega á hversu ólíkar þær bækur eru sem liggja eftir „Hvort ritið hét Fjós- bitinn á Melunum og árarnir sjö eða eitt- hyað annað má einu gilda héðan af. Mikið höfðu menn gaman af þessu kveri og mikið væri það óskandi að fyrir Þorsteini lægi að setja saman viðlíka undur á sviði bók- menntanna, helst heila ritröð.“ Halldór ep niðurstöður haris af því eru alrangar og skrifaðar á þann veg að hvorki sæmir né til- heyrir en ber aftur á móti allan keim hins ofdekraða vindbelgs sem hreykir sér hátt á hinum akademíska fjóshaug og útatar sjálfan sig sem aðra í geðvonsku- legum vængjaslætti. — Halldór hefur sjálfur lýst því í sjónvarpsviðtali að það að stjórna sögupersónum í bók sé ekki ósvip- að strengleik þeim sem í brúðu- leikhúsi er framinn. Hann getur þess einnig í sama viðtali að rit- höfundar verði að hafa margar raddir á valdi sínu og nefnir í því sambandi 3-4 aðalraddir. Þetta kemur heim og saman við skáld- verk Halldórs. Þessar aðalraddir er að finna í flestum bóka hans eina eða fleiri auk annarra. — Þorsteinn hlýtur að kannast við það sem kennari við Háskólann að þurfa að gera grein fyrir ge- rólíkum sjónarmiðum og mæla fyrir hveiju og einu án minnsta tillits til eigin skoðana. Hann hlýt- ur einnig að kannast við þá undir- búningsvinnu sem þessu er sam- fara. Eg hygg að líku sé farið um þann sem við ritstörf fæst. Hann þarf að sinna stai'fi sínu heill og óskiptur og eitt og sér dugir það skammt því heimildasöfnun tekur oftlega mörg ár. Aðföngum Hall- dórs hafa sennilega fáir gert betri skil en Eiríkur Jónsson í bók sinni Rætur íslandsklukkunnar. í þeirri bók eru fjölmörg rit talin upp og færðar að því líkur að Halldór hafi notast við þau. Engum hefur dottið í hug að eigna höfundum þessara rita íslandsklukkuna af þessum sökum! — Höfundur þarf að vera trúr því viðfangsefni sem hann tekur fyr- ir. Ákveðin minni, atburðir, veru- leiki eða óraunveruleiki geta verið viðfangsefnið og þá ekki síður einstakar persónur, einkenni þeirra, viðhorf og lífshlaup. Snilli- gáfa Halldórs er hins vegar fólgin í því að sá þjóðfélagshópur fyrir- finnst ekki á íslandi að hann hafi ekki fundið verðugan fulltrúa sinn í bókum hans og slík völund- arsmíð er skáldharpan að varla er til sá strengur mannlegra til- finninga og örlaga að hann finni sér ekki samhijóm meðal hinna fjölmörgu og ólíku lesenda. Ef allar opinberanir Þorsteins Gylfasonar eru á líkan veg og fram kom í greinarkorni hans og hér hefur verið gert að umtalsefni sýnist mér fara best á því að þær svífi um ómælisgeim til eilífðar- nóns. Ilöfundur er kcnnari við Grundnskóla á Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.