Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 25
' ; : D’JAJ OhJAJaMUDa'OM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1989 25 Þrotabú Pólarpels við Dalvík: • • Ollum dýrunum verður slátrað Reynt að selja lífdýr úr búinu um helgina ENDALOK stærsta loðdýrabús landsins eru ráðin, en í gær var tekin um það ákvörðun að dýrin verða öll felld. Byrjað verður að slátra dýrunum á Böggvisstaða- búinu við Dalvík eftir helgina, en engin grundvöllur reyndist fyrir áframhaldandi rekstri búsins. Eitthvað af dýrum hefúr verið selt og verður helgin notuð til að reyna til hlítar að selja lífdýr úr búinu. Pólarpels, loðdýrabúið á Böggvis- stöðum við Dalvík var stærsta loð- dýrabú á landinum með um 25 þús- und minka. Allur refastofninn var skorinn niður í fyrrahaust. Búið hafði verið rekið í um 20 ár þegar það varð gjaldþrota, en síðan hefur verið leitað leiða til að selja eignir þess. Fyrir skiptafund í búinu 15. þessa Ferja fyrir Hrísey og Grímsey: Skip skoðuð í Danmörku og Noregi TVO skip koma til greina sem hugsanlegar ferjur til siglinga milli lands og Hríseyjar og Grímseyjar. Skipin voru skoðuð í vik- unni, en annað er norskt og hitt danskt. Guðjón Bjömsson sveitar- stjóri í Hrísey, Þorlákur Sig- urðsson oddviti í Grímsey, Örl- ygur Ingólfsson skipstjóri á Akureyri og Jón B. Hafsteins- son skipaverkfræðingur í Reykjavík héldu utan í byijun vikunnar og skoðuðu skipin. „Við skoðuðum þarna skip sem fyllilega koma til greina,“ sagði Guðjón í samtali við Morgúnblaðið. Annars vegar skoðaði hópurinn skip í Bergen í Noregi, en það er ellefu ára gamalt og svipar til þess sem til greina kom að kaupa fyrr á þessu ári. Hins vegar var skoð- að skip í Alasundi í Danmörku, en það er smíðað árið 1986. Bæði skipin eru um 40 metra löng. mánaðar hafði eitt tilboð borist í reksturinn, en því var hafnað. Árni Pálsson bústjóri þrotabúsins sagði að ekki væri um annað að ræða en hefja slátran dýranna, fyrir- sjáanlegt væri að enginn rekstrar- grandvöllur væri. Byijað verður að slátra á mánudag og verður lokið við það fyrir áramót. Kartöflu- geymsla í eigu búsins hefur verið seld, en aðrar eignir verða seldar á uppboði í desember. Árni sagðist búast við að geta selt eitthvað af lífdýram um helgina, en þegar hafa verið seld um 200 dýr. Einkum hafa menn áhuga á að kaupa svokallaðan villimink, en mest verð fæst fyrir skinn hans. „Það var gerð tilraun til að koma í veg fyrir að rekstur búsins legðist af, en trúlega hafa kröfuhafar ekki haft áhuga,“ sagði Eggert Bollason starfsmaður Fóðurstöðvarinnar á Dalvík, en hann var einn þeirra sem áhuga höfðu á áframhaldandi rekstri 'búsins. Hann sagði að vissulega væri útlitið í greininni ekki bjart þessa stundina, en menri hefðu þá trú að hún ætti eftir að ná sér á strik. Morgunblaðið/Rúnar Þór Pípulagningamenn á námskeiði um oíhastiHingar Samband íslenskra hitaveitna og lagnafélaga íslands héldu í gær námskeið fyrir pípulagningamenn og ijallar það fyrst og fremst um ofhakerfi og stillingar þess. Námskeiðinu lýkur í dag. Fjórir fyrirlesarar voru á námskeiðinu, Magnús Finnsson tæknifræðingur hjá Hitaveitu Akureyrar, Guðmundur Halldórsson verk- fræðingur hjá VST, Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Verkvangs og Svavar Óskarsson frá Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Námskeiðið var haldið í kyndistöð Hitaveitu Akureyrar og það sóttu pípulagn- ingamenn frá flestum hitaveitum á Norðurlandi. í kyndistöðinni var búið að koma fyrir ofnahermi, en þar var hægt að framkalla flesta þá hluti sem fyrir geta komið í einu ofnakerfi, en megniefni námskeiðsins var að sýna mikilvægi þess að ofnar séu rétt stilltir. Framleiðsluvörur fyrir sjávarútveg: Samdráttur í sölu innanlands allt að 25% miðað við fyrra ár SAMDRÁTTUR helúr orðið á þessu ári í sölu hjá þeim fyrirtækjum í Eyjafirði sem framleiða vörur fyrir sjávarútveg. Að nokkru leyti hafa fyrirtækin getað mætt þessum samdrætti í sölu innanlands með út- iiutningi. Hins vegar hefúr samdráttar einnig orðið vart í útgerð erlend- is, einkum í Kanada og í Færeyjum og þær áætlanir sem gerðar voru úm sölu þangað á þessu ári hafa brostið. Kristján E. Jóhannesson fram- kvæmdastjóri DNG sagði að á þessu ári hefði orðið um 25% samdráttur í sölu innanlands, en því hefði verið unnt að mæta með aukningu í út- flutningi. Um þriðjungur af veltu fyrirtækisins er til kominn vegna útflutnings. Kristján sagði að sam- drættinum hefði verið mætt með auknum útflutningi og sparnaði í rekstri og eru starfsmenn fyrirtækis- ins nú fimm færri en var á síðasta ári. „Það hefur orðið talsverður sam- dráttur í sölu innanlands og frekar rólegt hjá okkur núna. En vegna vaxandi útflutnings þá sýnist mér stefna í að við verðum við núllið, sem telst víst þokkalegt miðað við stöð- una í dag. Hins vegar reiknum við ekki með neinni uppsveiflu á næsta ári, menn búast við áframhaldandi samdrætti," sagði Kristján. Eygló Einarsdóttir sölustjóri hjá Vélsmiðjunni Odda sagði að salan væri minni en á síðasta ári, en þó færi töluvert út af bobbingum. „Það er greiniiegt að menn halda að sér höndum, menn nýta vörurnar betur og henda þeim síður,“ saðgi Eygló. Hún sagði að samdráttur í fram- leiðsluvöram fyrirtækisins væri eink- um innanlands og í Kanada, en hins vegar hefði orðið nokkur aukning í sölu til Grænlands á þessu ári. Sigríður Jónsdóttir framkvæmda- stjóri Plasteinangrunar sagði að samdráttur væri í sölu á framleiðslu- vöram fyrirtækisins og næmi hann 25% í heildina. Hún sagði að meiri erfiðleikar væru í útgerð í Kanada, en búist hafði verið við í upphafi árs og um eða yfir 20% samdráttur væri í sölu þangað á þessu ári. Pétur Reimarsson framkvæmda- stjóri Sæplasts á Dalvík sagði að salán á þessu ári væri mjög svipuð og var á síðasta ári. „Við eram nokk- uð ánægðir með þetta ár,“ sagði Pétur. Hann sagði að um mitt síðasta ári hefði mikill samdráttur orðið, en seinni part þessa árs hefði farið að bera á aukningu í sölu, sérstaklega varðandi útflutninginn. Samdráttur ^ frá síðasta ári væri því óvgrulegur. Pétur sagði ástandið í Færeyjum og Kanada slæmt, en útflutningur til Evrópulanda hefði vaxið mjög hratt á þessu ári, sem bætt hefði upp sam- drátt á hefðbundnum mörkuðum. Afkomu fyrirtækisins sagði hann vera réttum megin við núllið, en sam- kvæmt níu mánaða uppgjöri er nokk- ur hagnaður af rekstrinum, eða um 3-4% af veltu. Háskólastúdentar: Mótmæla ómarkvissri meðferð stjórnvalda í málefnum skólans FÉLAG stúdenta við Háskólann á Akureyri hefúr mótmælt þeirri handahófskenndu og ómarkvissu meðferð sem málefni skólans fá hjá sljórnvöldum. Fundur háskólanema samþykkt ályktun á fúndi sínum fyrir skömmu þar sem segir að svo virðist sem ráðamenn stefni markvisst að því að flytja allt háskólanám til Reykjavíkur og sæti það undrun margra hve illa eru samræmd orð og athöfn hjá ráðamönnum. deildina. Ekki er heldur gert ráð fyrir, að því er virðist, að halda eigi uppi eðlilegri kennslu í þeim deildum sem nú þegar eru starf- andi við skólann. Til að komast hjá meiriháttar röskun á högum vænt- anlegra n'ema við sjávarútvegs- braut og þeirra sem nú stunda nám við skólann er æskilegt að ráða- menn geri það upp við sig strax, hveijir það eru sem sitja eigi heima á næsta skólaári,“ segir í ályktun háskólanemanna. í ályktun háskólanemanna segir einnig að ákveðið hafi verið að stofna sjávarútvegsdeild við skólann og hafi sú ákvörðun verið tekin á grundvelli skýrslu nefndar sem menntamálaráðherra hafi skipað til að fjalla úm málið og þar kæmi fram hver kostnaður er vegna stofnunar og reksturs deild- arinnar. „í því fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er ekki gert ráð fyrir að það kosti krónu að stofna NÝJAR BÆKUR ALLT STAKAR SOGUR ás"an FAANLEGAR 41PAKKA A KR. 1.750

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.