Morgunblaðið - 02.12.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 02.12.1989, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 Frá stofnfundi Almenna bókafélagsins hf. Á efri myndinni er Björn Bjarnason, fráfarandi stjórnarformaður AB, í ræðustól. Hann hafði framsögu um tillögu stjórnar og útgáfuráðs um slit á félaginu og sameiningu við Stuðla hf. Á myndini hér til hliðar sést hluti fundarmanna. Einhugur er um stofhun Almenna bókafélagsins hf. ÆVIFÉLAGAR í Almenna bókafélaginu og hluthafar í Stuðlum hf. ákváðu í gær, I. desember, að sameina þessi tvö félög í eitt, Almenna bókafélagið hf. Ríkti einhugur um málið á fundi félag- anna. Hlutafé hins nýja félags er 49.500.000 Rrónur en stjóm þess hefúr heimild til að hækka hlutaféð um allt að 90 milljónir króna. Tilgangur félagsins er að vinna að alhliða menningarstarf- semi á þjóðlegum gmndvelli fyrst og fremst með bókaútgáfú, en einnig með rekstri bókaverslunar og annarrar skyldrar starfsemi. Á fundi Almenna bókafélagsins hafði Björn Bjamason, fráfarandi stjórnarformaður þess, framsögu um tillögu stjómar og útgáfuráðs um slit á félaginu með það að markmiði að eignir þess og skuld- ir gengju til Stuðla hf. en síðan var nafni þess félags breytt í Al- menna bókafélagið hf. í máli Bjöms kom fram að alls ekki væri ætlunin að hverfa frá þeim menningarlegu markmiðum, sem menn settu sér með stofnun AB í ársbyijun 1955. Eins og hingað til yrði haft að leiðarljósi við bókaval að kynna íslendingum andlegt líf og háttu samtíðarinnar og glæða áhuga þeirra og virðingu fyrir menningarerfðum sínum, sögu, þjóðerni og bókmenntum. Kristján Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri AB, gerði grein fyr- ir fjárhagslegum þáttum þessara breytinga á starfsemi félaganna og, lýsti því, hve eiginfjárstaða AB batnaði við að því verður breytt úr sjálfseignarstofnun í hlutafélag með þessum hætti. Eyjólfur K. Jónsson, formaður stjórnar Stuðla hf., benti á að samþykktir hins nýja félags væru þannig úr garði gerðar, að um raunverulegt almenningshlutafé- lag væri að ræða. Engar hömlur af neinu tagi væru settar á hluta- bréfaeign. Nú stæði fyrir dyrum að hvetja almenning til þess að eignast hlut í félaginu og styrkja það. Sagðist hann ekki efast um, að þær ákvarðanir, sem teknar voru einhuga á fundum félag- anna, væru til marks um að vegur þess yrði mikill í íslensku menn- ingar- og atvinnulífi. í stjóm Almenna bókafélagsins hf. voru kjömir: Björn Bjarnason, Brynjólfur Bjamason, Davíð Ól- afsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Hörður Sigur- gestsson og Ingimundur Sveins- son. í varastjóm: Davíð Oddsson, Geir Zoéga og Kristján Loftsson. Endurskoðendur vom kjömir: Er- lendur Einarsson, Þráinn Egg- ertsson og endurskoðunarskrif- stofa Sverris Ingólfssonar; vara- endurskoðandi Jónas G. Rafnar. Stjórnin skiptir með sér verkum. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður var fundar- stjóri á fundunum og Eiríkur Hreinn Finnbogason fundarritari. Álftafjörður; Tveir piltar slösuð- ust mikið í bílveltu TVEIR unglingspiltar slösuðust mikið aðfaranótt fostudags þegar bifreið, sem þeir voru farþegar í, valt rétt fyrir neðan bæinn Star- mýri í Álftafirði, um 40 kílómetra frá Djúpavogi. Piltarnir liggja báðir á gjörgæsludeild Borgarspítalans í Reykjavík og gengust undir aðgerðir þar í gær. Piltarnir voru að koma frá Höfn ásamt þremur kunningjum sínum þegar óhappið varð, skömmu fyrir klukkan 4 um nóttina. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst hjól bifreiðarinnar út fyrir bundið slitlag á veginum og þegar hann náði bif- reiðinni inn á veginn aftur missti hann stjórn á henni. Bifreiðin, sem er af gerðinni Saab 900, valt þijár veltur og stöðvaðist á hvolfi eftir að hafa runnið um 30 metra. Hún er gjörónýt. Piltarnir tveir, sem vora farþegar í framsæti og aftur- sæti, köstuðust út úr bílnum. Hinir unglingarnir slösuðust lítið sem ekkert, en ökumaðurinn var sá eini sem var í öryggisbelti. Hann hljóp ásamt einum farþeganna að bæ um einn kílómetra frá slysstaðnum og hringdi þaðan eftir hjálp. Ákveðið var að flytja piltana tvo á sjúkrahús í Reykjavík og var ekið með þá á flugvöltinn á Höfn. Þar lenti þyrla Landhelgisgæslunnar og voru piltarnir komnir með henni á Borgarspítalann um hádegi í gær. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið: Tekjutryggingarauki 15% hærri í desember Þeir eru báðir mikið slasaðir og liggja á gjörgæsludeild. Ríkisútvarpið: Tveir dag- skrárstjór- ar ráðnir Dagskrárstjórar hafa verið ráðnir við báðar rásir Ríkisút- varpsins. Margrét Oddsdóttir verður dagskrárstjóri Rásar 1 og Stefán Jón Hafstein á Rás 2. Margrét og Stefán voru einu umsækjendurnir um stöðurnar. Margrét hlaut öll sjö atkvæði útvarpsráðs, en Stefán fímm. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Haraldur Blöndal og Davíð Stefánsson, sátu hjá er greidd vora atkvæði um Stefán. HEILBRIGÐIS- og tryggingaráð- herra hefur ákveðið að síðari hluti áður samþykkts tekjutryggingar- auka skuli greiðast til elli- og ör- orkulífsþega í desember. Tekju- tryggingaraukinn verður því 15% hærri en ella í desembermánuði. í frétt frá ráðuneytinu segir, að þetta sé gert í því skyni að koma til móts við þá elli- og lífeyrisþega, sem við erfiðust kjör búa, þar sem þeir njóta ekki annarra tekna en bóta almannatrygginga. í júlí ákvað ríkis- stjómin að ráðstafa 100 milljónum króna í sérstakan tekjutryggingar- auka en sú upphæð svarar til 30% hækkunar á tekjutryggingu, heimil- isuppbót og sérstakri heimilisuppbót. Helmingur tryggingaraukans var greiddur í september. Þá segir enn fremur að frá 1. sept- ember 1987 hafi verið stefnt að því að bætur almannatrygginga væru aldrei undir lágmarkslaunum. Greiðslur til elli- og örorkulífeyris- þega, sem njóta fullrar tekjutrygg- ingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar eru nú 12% hærri en lágmarkslaun. Verð á síld til frystingar Persónuafsláttur og barna- bætur hækka um 7,36 prósent Persónuafsláttur og bamabæt- ur hækka um 7,36% um næstu áramót og verða skattleysismörk einstaklinga þá 52.466. Þau eru nú 51.455 krónur. Persónuafslátt- ur verður þá 20.850 krónur en er nú 19.419 krónur. Greiddar verða 25.237 krónur í bætur með einu barni yfir 7 ára og 37.855 með hverju barni umfram það. Tekjuskattur hækkar um áramót um 2% úr 30,8% í 32,8% og verður 8-13% hækk- un búvara? MIÐAÐ við óbreyttar niður- greiðslur að krónutölu þyrfti út- söluverð á mjólk að hækka um 8—9%, smjör um 13% og kinda- kjöt um 10%, en 6% ef niður- greiðslur verða auknar þannig að þær haldi hlutfalli sínu. Gert er ráð fyrir að nýtt verð taki gildi strax eftir helgi en ríkis- stjórnin hefur nú til umfjöllunar með hvaða hætti niðurgreiðslum verður háttað. þá skattprósenta í staðgreiðslu 39,74% þegar meðalútsvar er reiknað með. Þessi tekjuskatthækkun er til að vega á móti tekjutapi ríkissjóðs vegna lækkunar fyrirhugaðs virðis- aukaskatts úr 26% í 24,5%. I fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir að tekjuskattprósenta yrði óbreytt en frádráttarliðir hækkuðu um 3,5% í upphafi næsta árs. I frétt frá fjármálaráðuneytinu segir að þessi hækkun tekjuskatts komu fyrst og fremst við fólk með tekjur vel yfir meðallagi en lágtekjufólk og barnafjölskyldur borgi svipað eða ívið minna eftir breytinguna en eftir hana. Þá segir að breytingin úr 25% söluskatti í 24,5% virðisaukaskatti muni lækka almennt vöruverð um 1% en 7-8% á helstu almennum mat- vælum svo sem nýmjölk, dilkakjöti, fiski og grænmeti. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var búist við því að fram- færsluvísitalan myndi hækka um 2% í janúar vegna kostnaðarhækkana og gengisbreytinga ef ekki var gert ráð fyrir áhrifum af skattkerfis- breytingum. Þá eru efasemdir um að endurgreiðsla virðisaukaskatts af fiski og grænmeti skili sér að fullu í verðlagi, vegna þess að frjáls álagn- ing er á þessurn matvörum. Hins vegar á endurgreiðsla vegna mjólkur „Svar ríkisstjómarinnar var í stuttu máli það, að hún hefði lagt fram af sinni hálfu það sem hún hefði fram að færa. Fjárlög bæru ekki meira en það sem ákvarðanir hefðu verið teknar um og við yrðum að vinna út frá þeim forsendum," sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASf aðspurður um fundinn. „Það var hins vegar tekið fram um leið að ríkisstjómin væri reiðubö- in til viðræðu um hvaða atriði sem vera skyldi, þannig að það var heldur ekki skellt neinum hurðum. Menn og kjöts að geta skilað sér að fullu. Sjá frétríitilkynningu íjármála- ráðuneytisins á bls. 24. kynntu sín sjónarmið og ég geri fast- Iega ráð fyrir því ef eitthvað vindur frekar fram viðræðu okkar og at- vinnurekenda, þá myndum við hafa frekara samband við ríkisstjómina um áframhaldið," sagði hann enn- fremur. Aðspurður um niðurstöðu ríkis- stjórnarinnar varðandi virðisauka- skattinn, sagði Ásmundur, að mjög miklu máli skipti að hafa lækkað prósentuna niður fyrir prósentu sölu- skattsins. „Það er ósköp einfaldlega lykilatriði gagnvart hugsajúegum VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins hefúr ákveðið verð á- síld til frystingar frá og með 1. nóvem- ber síðastliðnum. Verð á 30-33ja sentímetra langri síld til frystingar, svokallaðri millisíld, er 7,50 krónur fyrir kílóið en var 9 krónur fyrir 1. nóvember síðastliðinn. Verð á 25-30 sentí- metra sfld er 5 krónur fyrir kílóið og verð á 33ja sentímetra síld og lengri er 10,70 krónur, sem er sama verð og fyrir 1. nóvember. verðbreytingum um áramót, vegna þess að ef virðisaukaskattsprósentan hefði verið hærri en söluskattspró- sentan þá hefði verið hækkunartil- efni yfir alla línuna." Hann sagði það hins vegar valda vonbrigðum að enn væri ætlunin að brauð og komvörur bæru sama virð- isaukaskatt og aðrar vörur, en það væru ekki minni nauðsynjar en lambakjöt. Hvað snerti tekjuskattshækkunina væru skattleysismörkin alltof neðar- lega. Þau hefðu verið færð niður um síðustu áramót með því að láta þau ekki fylgja verðbreytingum og reynd- ar væri um það sama að ræða núna. Þau hefðu þurft að vera mun hærri til þess að hann teldi niðurstöðuna ásættanlega. Fundur ASI með ríkisstjórninni: Engum hurðum skellt - segir Asmundur Stefánsson forseti ASI FORSVARSMENN Alþýðusambands íslands gengu á fúnd ríkisstjóm- arinnar í gær til að ræða við hana um leiðir til niðurfærslu verð- lags, einkum matvöruverðs, til að liðka fyrir þeim samningaviðræð- um sem íramundan eru. Atvinnumál voru einnig rædd á fúndinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.