Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 FSA: Röntgendeildin ekki til- búin fyrr en á næsta ári VONIR forráðamanna Fjórðungssjúkrahússis á Akureyri standa til að ný röntgendeild verði opnuð einhvern tíma á fyrstu mánuðum næsta árs. Upphaflega áætlunin var að opna deildina fúllbúna nýjum tækjum nú í haust, en fjárveitingar þessa árs nægja ekki til að unnt verði að ljúka verkinu. Ríkissjóður lagði til 45,7 milljónir króna á fjárveitingum yfirstandandi árs og þá kom einnig til rúmlega þriggja milljóna króna aukaflárveit- ing frá ríkinu. Akureyrarbær liefur einnig lagt fram fé vegna röntgen- deildarinnar, en á fjárhagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár er framlagið 8,1 milljón króna. Auk þess hefur bærinn tekið lán vegna uppbygging- ar deildarinnar að upphæð um 42 milljónir króna. Því til viðbótar hefur bæjarstjórn samþykkt að veita 550 þúsund króna greiðslu á 15% hlut bæjarins á móti aukafjárveitingu ríkissjóðs. Jafnframt hefur bæjar- stjórn heimilað bæjarstjóra að taka viðbótarlán vegna tækjakaupanna að upphæð 7,3 milljónir króna, en það mun ríkissjóður endurgreiða með verðbótum að 85% hluta á árun- um 1990 og 1991. Halldór Jónsson framkvæmda- stjóri FSA sagði að ieitað hefði ver- ið eftir viðbótarfjármagni til kaupa á tækjum vegna hækkunar á kaup- verði, sem eingöngu er til komin vegna breytinga á gengi. Hann sagði að þrátt fyrir viðbótarfjárveitingu til röntgendeildarinnar væri ljóst að fjármagn dygði ekki svo hægt yrði að opna deildina. En auk þess sem fjármagn væri ekki nægilegt hefðu framkvæmdir við hana ekki staðist áætlun. Fyrir liggur að taka ákvörðun um hvers konar framköllunarbúnaður verður keyptur á deildina, en þar er um að ræða tvo möguleika, ann- ars vegar hefðbundinn búnað þar sem unnið er í myrku herbergi og hins vegar birtuþolinn búnað, en sá síðarnefndi er um tveimur milljónum króna dýrari. Halldór sagði að á móti kæmi að birtuþolni búnaðurinn hefði vinnusparnað í för með sér, auk þess sem hann hefði mjög verið að ryðja sér til rúms í sjúkrahúsum erlendis og hefði gefið góða raun. Óskað hefur verið eftir hejmild til kaupa á birtuþolnum framköllunar- búnaði til röntgendeildarinnar og er nú verið að skoða það mál í ráðu- neyti heilbrigðismála. Um þrír mán- uðir líða frá því búnaðurinn er pant- aður og þar til hann er kominn á áfangastað. Morgunblaðið/Rúnar Þór Aðalsteinn Svanur Sigfusson við verk sitt Flugmaður. Aðalsteinn Svanur í Utvegsbankanum AÐALSTEINN Svanur Sigfússon sýnir verk sín í Útvegsbanka íslands á Akureyri. Sýningin hófst í gær og stendur hún út desem- bermánuð. Aðalsteinn Svanur fæddist árið 1960, hann stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla ís- lands á árunum 1982-86. Hann hefur haldið sýningar á Akureyri á árunum 1985-88 og tvær í Reykjavík, 1987 og 1989, en auk þess hefur hann tekið þátt í ijölda samsýninga. Allar myndirnar eru málaðar með olíulitum á striga, á árunum 1987-1989 og eru allar til sölu. KULDAVÖRN Ullarhlíf sem smeygt er yfir öryggishjálma. Tvöfalt öryggi. Hlíf í kulda og vindi. Hjálmurinn tollir betur. Prófun hf., Eyjarslóð 9, sími 91-26085 Morgunblaðið/Rúnar Þór Stofnfundur félags um sorg og sorgarviðbrögð verður haldinn í Sa&iaðarheimili Akureyrarkirkju á þriðjudagskvöld. A myndinni er undirbúningsnefnd sem kosin var vegna fundarins. Frá vinstri, sr. Birgir Snæbjörnsson prófastur í Eyjaljarðarprófastsdæmi og sóknarprestur í Akureyrarpre- stakalli, sr. Pétur Þórarinsson sóknarprestur í Glerárprestakalli, Asgeir Bragason, Sigmundur Sigf- ússon yfirlæknir geðdeildar FSA, Kristín Huld Harðardóttir, Ólöf Ananíasdóttir og Valgerður Valgarðsdóttir hjúkrunarfræðingur. Félag um sorgarviðbrögð STOFNFUNDUR félags um sorg og sorgarviðbrögð á Norður- landi eystra verður haldinn í safiiaðarheimili Akureyrarkirkju næstkomandi þriðjudagskvöld og hefst hann kl. 20.30. Héraðsnefnd Eyjafjarðarpróf- astsdæmis hélt fyrir skömmu fund um sorg og sorgarviðbrögð í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju og var gestur fundarins sr. Sigfinnur Þorleifsson prestur við • Borg- arspítalann í Reykjavík. Á fundin- um ræddi sr. Sigfinnur um sorg- ina og sagði frá félagi sem stofn- að var á höfuðborgarsvæðinu fyr- ir tveimur árum. Það félag varð til af þörf og hefur það markmið að styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra. Á fundinn mættu yfir 30 manns og fram kom mikill áhugi á því að stofna hér félag rheð sama markmiði og yrði félagssvæðið Norðurland eystra. Á fundinum var skipuð undirbúningsnefnd sem nú er að ljúka störfum og verður stofnfundur félagsins hald- inn næstkomandi þriðjudags- kvöld. Félaginu hefur verið boðið að hafa starfsemi sína í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Vöruhús KEA: Tíu ekki ráðnir efitir endurskipulagningu Deildum fækkad úr sex í þrjár GENGIÐ hefúr verið frá endur- ráðningu tuttugu og fjögurra starfsmanna Vöruhúss KEA, en eftir endurskipulagningu voru tíu starfsmenn ekki endurráðnir. Vinnunefiid skipuð starfsmönnum Kaupfélags Eyfirðinga ásamt ráð- gjafa frá ráðgjafarþjónustunni Ara hefúr skilað inn tillögum um endurskipulagningu Vöruhússins þar sem m.a. var lagt til að deild- um yrði fækkað og áherslu á vöru- flokka yrði breytt. Björn Baldursson fulltrúi kaup- félagsstjóra á verslunarsviði sagði að leitað hefði verið leiða til að byggja Vöruhúsið upp og styrkja stöðu þess og var niðurstaða vinnu: nefndar sú, að í stað sex deilda sem áður voru, verða deildir Vöruhússins nú þijár. Ráðnir hafa verið þrír deild- arstjórar, en enn hefur ekki verið gengið frá ráðningu vöruhússstjóra. Björn sagði að það yrði að líkindum gert í næstu viku. Samkvæmt niðurstöðum vinnu- nefndar verður hljómdeildin flutt í húsnæði járn- og glervörudeildar og heyrir undir hana. Þá verður vefnað- arvörudeild flutt af annarri hæð Vöruhússins niður á jarðhæð og deildarstjóri hennar mun einnig verða deildarstjóri skódeiklar. Sport- vöru- og ritfangadeild verður flutt af jarðhæð og upp á aðra hæð við hlið herradeildar og mun einn deild- arstjóri hafa með þeim umsjón. Jafnframt þeím breytingum sem gerðar hafa verið á deildum Vöru- hússins verður einnig lögð áhersla á breytt vöruúrval, þannig að aukið verður við þá vöruflokka sem hrað- ari sölu hafa en áhersla á þær vörur sem seljast hægar fer minnkandi. Þá verða einnig teknar upp tölvu- færslur varðandi skráningu birgða og sölu í öllum deildum. Eftir breytingarnar standa eftir tuttugu og fjögur starfsgildi við Vöruhúsið, en um tíu manns hlutu Símon Ellertsson framkvæmda- stjóri Fóðurstöðvarinnar hf. á Dalvík sagði að á þessu ári hefðu forráða- menn stöðvarinnar staðið í frjálsum samningum við kröfuhafa og það 'gengið vel. „Við vorum í þessum samningum til að komast á sléttari sjó og það leit ágætlega út, en nú ríkir mikil óvissa um hvert fram- haldið verður," sagði Símon. Frá því Fóðurstöðin fékk greiðslustöðvun í júlí á síðasta ári hafa nánast öll að- föng verið staðgreidd, að sögn Símonar og því hafa skuldir ekki safnast upp. Á síðustu árum hefur starfsemi Fóðurstöðvarinnar orðið flölbreyttari ekki endurráðningu í kjölfar endur- skipulagningar. Björn sagði að leitað yrði leiða til að útvega því fólki at- vinnu, bæði innan og utan kaup- félagsins. „Þessar breytingar hafa í för með sér fækkun starfsfólks og þar með lækkar launakostnaður sem er eín af forsendunum þess að byggja Vöruhúsið upp að nýju,“ sagði Björn. og það skotið styrkari rótum undir reksturinn. Auk loðdýrafóðurs er framleitt laxafóður hjá stöðinni, svo- kallað blautfóður, sem þtjú fiskeld- isfyrirtæki í Eyjafirði hafa keypt. Símon sagði að Fóðurstöðin væri eina stöðin á landinum sem framleiddi slíkt fóður og væru um tvö ár síðan framleiðsla þess hófst. „Hugmyndin er að framleiða meira af laxafóðri á næsta ári en við höfum áður gert.“ Yfir vetrarmánuðina hefur Fóður- stöðin keypt alla þá lifur sem hún hefut- komist yfir og hún verið brædd í meðalalýsi. Þá hefur meltugerð einnig farið vaxandi hjá fyriríækinu á síðastliðnum tveimur árum. Dalvík: Skuldir Fóðurstöðvariim- ar lækkaðar um 15 millj. TEKIST helúr að lækka lausaskuldir F’óðurstöðvarinnar hf. á Dalvík um 15 niilljónir króna frá því að stöðin hóf viðræður við kröfúhafa þar um fyrr á þessu ári. Útlit var því fyrir að rekstur Fóðurstöðvar- innar væri að komast í betra horf en áður, en í kjölfar boðaðra til- lagna varðandi vanda loðdýrabænda ríkir nú óvissa um framtíð stöðv- arinnar, auk þess sem verið er að skera niður stofninn á Böggvisstöð- um, en þangað voru seld um 30% af framleiðslunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.