Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 31 mikið og erfitt stríð við erfiðan sjúk- dóm og var sannarlega oft tvísýnt hvor hefði betur. Dvölin á Landspítalanum var löng og erfið. Það hjálpaði honum þó mikið að Steinvör sat hjá honum langdvölum og hjúkraði sem best hún gat og stytti honum stundir. Þar kom best í ljós hversu samrýnd þau voru og samstillt og í raun og veru háð hvort öðru. Þau höfðu gengið æviveginn saman og höfðu stutt hvoit annað í gegnum súrt og sætt. Steinvör hafði fylgt bónda sínum eftir nánast til allra verka og ég er raunar ekki í vafa um að ef hennar hefði ekki notið við á spítalanum, þá hefði frændi minn ekki komið lifandi þaðan út. En seiglan var mikil og þótt þrekið hefði næstum þorrið var haldið í vonina og smám saman kom bat- inn. _Ég leit nokkrum sinnum inn hjá Ásgrími þegar hann lá á spíta- lanum. Oft var þar margt um mar.n- inn. Eitt skiptið er mér minnisstæð- ara en önnur. Nokkrir voru í heim- sókn og var Ásgrímur hinn hress- asti. Allt í einu segir Ásgrímur við Steinvöru: „Er ekki eitthvað til að bjóða gestunum? Er ekki hægt að sýna gestrisni.“ Þetta var í raun dæmigert fyrir hann, alltaf boðinn og búinn að taka vel á móti öllum enda höfðingi heim að sækja og þau hjónin bæði. Jafnvel á sjúkrahúsi var hugsunin um gestrisni efst. Þegar heilsan skánaði kom hann stundum í heimsókn og var nú ýmislegt skrafað. Ég átti harm- óníku sem ég hafði keypt fyrir um það bil 10 árum, náði svona rétt lagi á en hafði endanlega lokað gripinn í tösku og sett niður í kjall- ara. Hófst nú smá þref hvort ég ætti að ná í hljóðfærið og reyna, sem varð úr. Ásgrímur hafði mjög gaman af harmóníku músík og hvatti mig mjög til að æfa. Ég gaf lítið út á það en mér er minnis- stætt að þegar við kvöddumst sagði hann: „Heldurðu nú að þú æfir ekki svolítið, það er miklu betra en að hafa hljóðfærið niðri í kjallara!" Þetta sat í mér og varð raunar til að eg fór í tíma. Ásgrímui' kom nú oft við er hann var hér syðra í eftirliti hjá læknum. Þá þurfti að sjálfsögðu að taka lag- ið enda taldi frændi sig eiga nokk- urn þátt í framförum þótt litlar væru. Þótt Ásgrímur hafði hætt vinnu hóf hann að byggja sér sum- arhús þegar heilsan leyfði. Er það hið snotrasta hús sem hann reisti á. ásnum fyrir neðan beitarhúsin í landi Lindarhóls. Jörðina Lindarhól seldi hann í fyrra en hélt eftir smá skika fyrir sumarhúsið. Það er, eins og allt annað sem Ásgrímur smíðaði, vandað og traust og ekki kastað höndum til neins. í Lind- arbæ, en svo heitir húsið, er ákaf- lega gestkvæmt. Síðla sumars kom ég þar og var slegið upp veislu. Þá höfðu hátt á annað hundrað manna skrifað þar í gestabók bara sumarið 1989. Allir þökkuðu móttökurnar og hver einasti talaði um gestrisni. En nú er komið að leiðarlokum. Við sem eftir stöndum geymum minninguna um góðan samferða- mann. Steinvöru votta ég samúð og bið guð að styrkja hana í þeim erfiðleikum sem hún má nú ganga í gegnum. Sigurður Guðmundsson ■ KIRKJUDAGUR Kvenfélags Garðabæjar verður á morgun. Guðsþjónusta fer fram í Garða- kirkju kl. 14. Sigríður Halldórs- dóttir, lektor, prédikar og kvenfé- lagskonui' lesa texta. Fyrsta að- ventuljósið verður tendrað. Organ- isti er Þröstur Eiríksson. Að lok- inni kirkjuathöfn gengst kvenfélag- ið fyrir kaffisölu á Garðaholti. ■ KIRKJUDAGUR verður í Víðistaðakirkju á morgun. Við hátíðarguðsþjónustu klukkan 14 verða afhent hátíðamessuklæði, sem unnin eru af Sigrúnu Jóns- dóttur og eru gjöf frá Hafharfjarð- arsókn. í guðsþjónustunni verður flutt Missa Piccola eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Kór Víðistaða- sóknar syngur. Aðventusamkoma verður í kirkjunni kl. 20.30. Ræðu- maður kvöldsins er Gunnar Rafn Sigurbjörnsson. Kór Flensborg- arskóla syngur undir stjórn Est- herar H. Guðmundsdóttur. Lús- íur koma í heimsókn. Kór Víði- staðasóknar syngur undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Kaffi- sala og basar Systrafélags Víði- staðasóknar verður að lokinni hát- íðarguðsþjónustu og aðventusam- komu. Meðan á kaffisölunni stendur mun barnakór kirkjunnar syngja jólalög. ■ KIRKJUNEFND kvenna Dómkirkjunnar verður með sitt árlega aðventukvöld í kirkjunni á morgun klukkan 20.30. Aðalræðu- maður kvöldsins er Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra. Kór Melaskóla syngur nokkur lög undir stjórn Helgu Gunnarsdótt- ur, tónmenntakennara. Tvær ungar stúlkur, Vigdís Klara og Arna Kristín, leika á blásturshljóðfæri. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, dó- morganista og Marteinn leikur ein- leik á orgelið. Þá flytja dómkirkju- prestarnir ávörp við upphaf og lok samkomunnar og einnig verður al- mennur söngur. ■ AÐVENTUKVÖLD Breið- holtssafnaðar verður að þessu sinni haldið í Breiðholtskirkju á morgun kl. 20.30. Kór Öldutúns- skólans í Hafnarfirði og Kór Breiðholtskirkju syngja aðventu- og jólasöngva undir stjórn Egils Friðleifssonar og Daníels Jónas- sonar, Sigrún Hjartarsdóttir les stutta jólafrásögu, hópur ferming- arbarna flytur helgileik og sr. Lár- us Halldórsson, fyrrverandi sókn- arprestur Breiðholtssóknar, flytur aðventuhugleiðingu. Kvöldið verður svo endað með stuttri helgistund við kertaljós og á eftir býður kven- félag Breiðholts kirkjugestum að þiggja veitingar. M KIRKJUDAGUR Árbæjar- safnaðar verður haldinn hátíðlegur í Árbæjarkirkju á morgun. Kl. 10.30 verður barnasamkoma í kirkj- unni og eru foreldrar velkomnir með börnum sínum. Kl. 14 verður guðsþjónusta- í kirkjunni fyrir alla fjölskylduna. Sérstaklega er vænst þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra í guðsþjónustunni. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Jóns Mýrdals organista, Fríður Sigurðardóttir og Halla Jónas- dóttir syngja tvísöng í messunni. Að guðsþjónustunni lokinni hefst kaffisala Kvenfélags Árbæjar- sóknar í safnaðarheimili kirkjunnar og verður veislukaffi á borðum fram eftir degi. Jafnframt verður efnt til glæsilegs skyndihappdrættis með fjölmörgum góðum gagnlegum vinningum. t Þökkum samúð og hlýhug vegna fráfalls systur okkar, SIGURLAUGAR E. GUNNLAUGSDÓTTUR, og virðingu sýnda minningu hennar. Sérstakar þakkir flytjum við öllum þeim, sem sýndu henni hlýju og góða umönnun. Árni Gunnlaugsson, Stefán Gunnlaugsson. ULTRA GLOSS Okkar albesta vetrarbón! Þolir tjöruþvott! ESSO utsöiustaðir: i Tri’j stöðvamar Olíufélagið hf. Nú fást jólastjörnur í blómaverslunum um allt land. Blómaframlelðendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.