Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.1989, Blaðsíða 4
4 '■ ‘ HIJOAaHAOUM QIQMaVÍUOaC MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1989 Breytingar á stjórnum sjúkrahúsa: Félagsmálaneftid Alþingis féllst á óbreytta skipan - segir Magnús Guðjónsson MAGNUS Guðjónsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitar- félaga segir að félagsmálaneíiid Alþingis hafi fallist á óbreytta skip- an á stjórnum sjúkrahúsa þegar Ijallað var um verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélga í vor. Sagði hann að frumvarp Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um heilbrigð- isþjónustu, þar sem gert er ráð fyrir breytri stjórn spitala og að starfsfólk verði ríkisstarfsmenn frá og með næstu sveitarstjórnar- kosningum, sé ekki unnið í samráði við sambandið heldur eingöngu af ráðherra. Magnús sagði að umræðan um verkaskiptingu milli ríkis og sveit- arfélaga hefði fyrst og fremst beinst að kostnaðarhliðinni en ákvæði eins og til dæmis stjómun hefði ekki borið á góma. „Það er fyrst þegar frumvarp til laga um breytta verka- skiptingu kemur fram að þessi ákvæði sjást,“ sagði Magnús. I umsögn stjórnar Sámbands íslenskra sveitarfélaga um frum- varpið er tekið fram að sambandið hafi átt fulltrúa í nefndum, sem unnu að tillögum um breytta verka- skiptingu. Hins vegar hafi sam- bandið ekki átt neina aðild að samn- ingu frumvarpsins, þar sem koma inn ýmis ný ákvæði meðal annars um stjómun heilbrigðisstofnanna. Stjómin lýsir sig í aðalatriðum sam- mála þeirri stefnumörkun, sem felst í frumvarpipu varðandi kostnaðar- skiptin en leggur þunga áherslu á að óbreytt skipting verði á stofn- kostnaði sjúkarstofnana, meðal annars vegna þess hversu sveitarfé- lögin em misjafnlega á vegi stödd í þessom málaflokki. Að öðru leytí leggur stjórnin til að 7. gr. sem íjallar um skipan stjórna sjúkrahúsa verði breytt á þannig að hún verði svohljóðandi: „Eðlilegast er að halda óbreyttri skipan á stjórnum sjúkrahúsa, með- an þau em rekin á nafni sveitarfé- laga eða sjálfseignarstofnana og að formaður stjórnar verði úr hópi fulltrúa þess.“ „Á þetta var fallist í meðförum félagsmálanefndar Alþingis í fyrra,“ sagði Magnús. „Síðan gerist það að fyrir stuttu er lagt fram frumvarp til laga um breytingu á heilbrigðisþjónustu þar sem þessu er breytt og það er auðvitað í engu samráði við okkur, heldur eingöngu og einhliða af hálfu ráðherra.“ VEÐUR Heimild: Veðurstofa islands (Byggl á veðurspá kl. 16.15 i gaer) VEÐURHORFUR íDAG, 2. NÓVEMBER. YFIRLIT í GÆR: Suðvestanátt á landinu, gola eða kaldi um norð- vestanvert landið, en allhvasst eða hvasst annars staðar. Á Norð- vesturlandi var þurrt að kalla, en rigning eða súld í öðrum lands- hlutum. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast á Reyðarfirði. SPÁ: Suðvestanátt, víða allhvöss og rigning eða súld fram yfir miðnætti, en síðan kaldi. Skúrir eða slydduél vestanlands, en aust- anlands léttir smám saman til þegar líður á morguninn. Veður fer kólnandi, fyrst vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Breytileg átt, víða bjart veður og hiti nálægt frostmarki í fyrstu en fer að hlýna og þykknar upp vestan- lands síðdegis, rigning einkum vestanlands undir kvöld. HORFUR Á MÁNUDAG: Suðlæg átt og rigning um mestallt land, þó síst á Norðausturlandi. Hiti á bilinu 4 til 20 stig. x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / •| Q° Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir * V El = Þoka — Þokumóða * / * / * / * Slydda / * / * # * * * * * Snjókoma # * * ’ , ’ Súld OO Mistur 4 K Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 13 úrkoma Reykjavík 9 rigning Bergen 5 léttskýjað Helsinki 4 skýjað Kaupmannah. +2 hrimþoka Narssarssuaq 3 alskýjað Nuuk +2 snjókoma Osló ■»•2 skýjað Stokkhólmur 1 skýjað Þórshöfn vantar Algarve 17 léttskýjað Amsterdam 0 mistur Barceiona 16 skýjað Berlín 0 místur Chicago +2 heiðskfrt Feneyjar vantar Frankfurt 1 mistur Glasgow 2 þokuruðningur Hamborg 1 þokumóða Las Palmas 24 léttskýjað London 2 mistur Los Angeles 9 heiðskírt Lúxemborg vantar Madrid 12 alskýjað Malaga 18 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Montreal #18 léttskýjað New York +2 léttskýjað Orlando 10 skýjað París 3 þokumóða Róm vantar Vin #2 mistur Washíngton 0 iéttskýjað Winnipeg +7 skýjað Þorgeir og Ellert á Akranesi segja upp 77 starfsmönnum: Fyrstu uppsagnir fyrirtækisins í 61 ár Morgunblaðið/Rax 50 árfrá upphafí Finnlandsstríðs í gær voru liðin 50 ár frá því Finnlandsstríðið braust út. Til að minnast þessa dags hér á landi lagði sendiherra Finna, blóm á leiði Snorra Hallgrímssonar læknis en hann var herdeildar- læknir í sjálfboðaliðasveit Svía í Lapplandi. Viðstaddir athöfnina í Fossvogskirkjugarði voru Guðmundur Benediktsson ráðuneyt- isstjóri, Sveinn Björnsson siðameistari utanríkisráðuneytisins, Þuríður Hallgrímsdóttir, Anneli Branders sendiherrafrú, Auður Snorradóttir, Þuríður Finnsdóttir, ekkja Snorra, Hákan Brand- ers sendiherra, Snorri Siemsen, Margrét Snorradóttir, Hallgrím- ur Snorrason og Anna Guðný Hallgrímsdóttir. Skipasmíðastöðin Þorgeir og Ellert á Akranesi hefúr sagt upp 77 af 121 starfsmanni frá 1. desember vegna verkefnas- korts. „Það er ekki okkar háttur að segja mönnum úpp þó syrti í álinn og hefúr reyndar aldrei verið gert í þessu fyrirtæki og það er þó sextíu og eins árs garnalt," sagði Jósef Þorgeirs- son, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, í samtali við Morgun- blaðið um ástæðurnar. Hann sagði að ekki hefði verið um annað ræða, því það hefði orð- ið algert hrun í verkefnum. Stöðin væri með Breiðafjarðarfetju í smíðum, sem lyki í desembermán- uði, og tvo lóðsbáta. Smíði annars þeirra lyki einnig í desember, hins í byrjun næsta árs og önnur verk- efni væru ekki vís. Jósef sagði að sagt hefði verið upp jámsmiðum, trésmiðum, skrif- stofu- og tæknimenntuðu fólki, en rafvirkjum og lærlingum haldið áfram. Nóg verkefni væru fyrir rafvirkja. Flestir hefðu þriggja mánaða uppsagnafrest, • nokkrir tveggja mánaða og fáeinir eins mánaðar uppsagnafrest. Stöðin hefði gert tilboð í tvö verkefni og verið lægst, en ákvarðanir hefðu ekki verið teknar um smíðina. Annars vegar væri um fiskibát að ræða og hins vegar væri viðgerðin á Áma Friðrikssyni. Fengi skip- asmíðastöðin annað hvort verkef- nið yrði hægt að endurráða flest starfsfólkið. Norskur loðnubátur: Riðm í sam- ræmi við íslenzk lög LANDHELGISGÆZLAN hefúr mælt riðil í nót eins af norsku loðnuskipunum, sem komin eru til veiða hér við Iand. Mælingin leiddi í ljós að stærð riðilsins var í samræmi við íslenzk lög, 21 til 23 millimetrar. Árni Kolbeinsson, ráðuneyt- issljóri í sjávarútvegsráðu- neytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið, ótvírætt væri að yfir veiðar og veiðarfæri norskra loðnubáta næðu íslenzk lög meðan þeir væru innan lögsögu okkar. Því væru norsku skipin skyldug til að hafa jafnstóran riðil í nótinni og þau íslenzku. Árni sagði að eftirlit væri í okkar höndum og væri stefnt að því að það yrði skilvirkt. Mælingabátur Landhelgisgæslunnar: Skipasmiðjan Hörð- ur með lægsta tilboðið TIU tilboð hafa borist í smíði mælingabáts fyrir Landhelgisgæsluna. Lægsta tilboðið átti Skipasmíðastöðin Hörður í Njarðvík og hljóðaði það upp á 43 milljónir króna. Alls munaði 25 milljónum á hæsta og lægsta tilboðinu. Áð sögn Gunnars Bergsteinssonar gáfú tilboðsaðil- ar upp misjafnar forsendur í tilboðum sínum og verður ekki tekin ákvörðun um að hvaða tilboði verður gengið fyrr en einhvern tíma í næsta mánuði. Gunnar sagði að flest hefðu til- boðin verið á bilinu 53-70 milljónir króna en í tilboðunum hefði verið gengið út frá mismunandi forsend- um eins og til dæmis hvað vélar- útbúnað og annað slíkt áhrærir. Væri rnargt eftir að athuga í þess- um tilboðum. Eftirtalin fyrirtæki gerðu tilboð í smíði mælingabátsins: Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi, Skipasmíða- stöð Njarðvíkur hf., Skipasmiðjan Hörður hf. í Njarðvíkum, Skipavík hf., Stykkishólmi, Vélsmiðja Seyðis- fjarðar hf., Skipasmíðastöð Marsel- íusar hf. á ísafirði og Trefjaplast hf., Blönduósi, sem buðu sameigin- lega í verkið, og Slippstöðin hf., Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.