Morgunblaðið - 18.01.1990, Page 3
MORGUNBLAfflff VIÐSKI|RTl/aTVlNWILÍiP7-'?PMTtJpa.G^{{H8- JANÚML 199(1 ; ■
B ff3 s
Fiskeldi
Súrefhisbúnaður hélt
lífí í eldislaxi í 7 tíma
Munum setja þennan búnað sem skilyrði
í fiskeldistryggingum, segir Össur Skarp-
héðinsson
Á SAMA tíma og fiskeldisstöðin ísþór í Þorlákshöfn var að verða fyr-
ir tugmilljóna króna tjóni í óveðrinu í síðustu viku, varð tiltölulega
frumstæður súrefiiisbúnaður ásamt ósérhlífni starfsmanna til að koma
í veg fyrir tugmilljóna tjón í Fiskeldisstöð Grindavíkur að Brunnum.
I stöðinni voru alls um 60 tonn af eldisfiski að verðmæti um 30 milljón-
ir króna. Össur Skarphéðinsson, aðstoðarforstjóri Reykvískar endur-
tryggingar, sem tryggði fiskinn, segir að eftir þá reynslu sem fékkst
af þessum súrefnisbúnaði við þessar aðstæður muni Reykvísk endur-
trygging eftirleiðis gera hann að algjöru skilyrði í skilmálum fiskeld-
istrygginga félagsins.
' Reykvísk gerði súrefnisbúnað
þennan að skilyrði fyrir því að fisk-
eldisstöðin í Grindavík fengi fiskeld-
istryggingu hjá félaginu og varð
búnaðinum komið upp 2. janúar.
Aðeins um viku síðar skall óveðrið
á með þeim afleiðingum að vatn
komst í rafmagnstöflu stöðvarinnar.
Við það stöðvuðust dælurnar sem
dæla fersku vatni inn í stöðina, og
' gripu þá starfsmennirnir til súrefnis-
búnaðarins, sem Össur segir að sé
næsta frumstæður og tiltölulega lítil
framkvæmd að koma upp. Jafnframt
var hafist handa um að reyna þurrka
rafmagnstöfluna en fljótlega þótti
sýnt að það tæki lengri tíma en svo
að súrefnið dygði. Var því maður
sendur til Reykjavíkur til að sækja
aukabirgðir. Með þessu móti tókst
að halda laxinum lifandi í sjö klukku-
stundir í stöðinni án þess að einn
einasti fiskur dræpist. „Eg hafði
fyrirfram gert mér í hugarlund að
halda mætti fiski með þessum hætti
lifandi í 3 stundarfjórðunga til
klukkustund, en 7 klukkustundir er
meira en nokkurn óraði fyrir,“ sagði
Össur. „Auðvitað köm hér einnig til
útsjónarsemi og ósérhlífni starfs-
manna í stöðinni, en engu að síður
er reynslan af þessum búnaði slík
að hér eftir munum við gera kröfu
um hann í hverri einustu stöð sem
við tökum að okkur að tryggja."
Súrefnisbúnaðurinn hefði þó kom-
ið að litlum notum í ísþóri í Þorláks-
höfn, þar sem 15-20 metra háar öld-
ur brutu niður sjóvamargarð, gerðan
af náttúrunnar hendi, auk þess að
þeyta burtu grettistökum sem komið
hafði verið fyrir til viðbótar. í stöð-
inni voru alls um 160 tonn af eldis-
laxi sem drapst í öllum látunum,
þegar sjórinn gekk inn í stöðina.
Óssur segir að þrátt fyrir það hafi
verið þarna margt af mjög fallegum
fiski, sem-ekki var þó talinn hæfur
til manneldis, þar sem honum hafði
verjð gefin lyf um mánuði áður.
Áætlað verðmæti þessa lax er um
50-60 milljónir króna. Stöðin var
tryggð hjá Reykvískri en með um
20% sjálfsábyrgð. Liðlega 40 milljón-
ir munu því lenda á tryggingafélag-
inu, en Óssur segir að vegna áhæt-
tunnar í fiskeldistryggingum sé fé-
lagið endurtryggt bak og fyrir — og
í þessu tilfelli einkum hjá þýska
tryggingafélaginu Munich Re.
Þjónusta
Reykvísk tilbúin með
greiðsluvátryggingu
Ætluð innflytjendum sem ætla að fá
greiðslufrest á virðisaukaskatti
REYKVISK endurtrygging er að setja á markað sérstaka greiðsluvá-
tryggingu fyrir innflytjendur til að mæta skilyrðum þeim, sem fjár-
málaráðuneytið hefúr sett fyrir greiðslufresti á virðisaukaskatti vegna
innflutnings. Til að fá greiðslufrest þarf innflytjandinn að leggja fram
annað hvort bankaábyrgð eða ábyrgð frá viðurkenndu tryggingarfé-
lagi.
Gísli Lárusson, forstjóri Reyk-
vískrar endurtryggingar, segir að
félagið sé nú búið að ganga frá
greiðsluvátryggingu í samræmi við
nýju virðisaukalögin. Innflytjendur
getið því keypt slíka tryggingu og
lagt hana fram sé ábyrgð fyrir
greiðslu virðisaukaskattsins gagn-
vart ráðuneytinu. Tryggingin auð-
veldi þannig innflutningsaðilum að
notfæra sér greiðslufrestinn.
„Við getum boðið þessa tryggingu
þegar í stað,“ segir Gísli. „Félagið
hefur gengið frá mjög traustum
endurtryggingarsamningum erlend-
is og útbúið mjög einföld vátrygg-
ingarskírteini. Innflutningsaðili þarf
einungis að koma og semja við okk-
ur um trygginguna en við göngum
úr skugga um að á bak við trygging-
una liggi nægileg veð, svo að mála-
lengingar í kringum þessa trygging-
ar eiga að verða í lágmarki.“
Gísli segir að af hálfu Reykvískrar
endurtryggingar sé fyrst og fremst
litið á greiðsluvátrygginguna sem
aukna þjónustu. „Félagið hefur jafn-
an kappkostað að vera í farabroddi
með nýjungar af þessum tagi innan
tryggingarstarfseminnar hér á landi.
Þannig fékk Reykvísk fyrst allra
tryggingarfélaga heimild Trygg-
ingareftirlitsins til að selja greiðslu-
vátryggingar (kredit-tryggingar) í
ágúst 1988.“
Gísli segir að þótt Reykvísk sé
ekki stór tryggingarfélag felist
styrkur þess ekki síst í því að geta
verið mjög skjótt að bregðast við
breytingum og_ nýjum kröfum á
markaðinum. „Ástæðan fyrir því að
við erum svo fljótir til með þessa
tryggingu má þó einnig rekja til
þess að árið 1982 voru uppi áform
af hálfu stjórnvalda að veita innflytj-
endum tollkrít gegn ábyrgðum. Þá
undirbjuggum við greiðsluvátrygg-
ingu af þessum toga til fullnustu og
höfðum þá þegar allan pakkann til-
búinn. Tollkrítin sá hins vegar ekki
dagsins ljós árið 1982 en öll sú undir-
búningsvinna sem þá fór fram kem-
ur okkur hins vegar til góða núna.“
Fundur
MGALLUP á íslandi boðar til
fundar nk. þriðjudag 23. janúar
kl. 15 á Holiday Inn í Hvammi
og verður fjallað um fjölmiðla, fjöl-
miðlakannanir, markaðsmál og vin-
sældakannanir. Gestur fundarins
er Malcolm Mather einn af fram-
kvæmdastjórum og eigendum Gall-
up London. Mun hann aðallega
fyalla um sjónvarp og útvarp og
greina frá nýjustu aðferðum og nið-
urstöðum. Auk þess mun hann gera
grein fyrir gerð breska vinsældar-
listans, en þar nýtir Gallup áhuga-
verða síma- og tölævutækni. Verður
erindið 45 mínútna langt og að því
loknu verður kaffi, fyrirpsurnir og
umræður. Aðgangseyrir er 1.500
krónur.
30% - 40%
AFSLÁTTUR
af öllum vörum
Nýtt kortatímabil
Rabgreibslur á stœrri innkaup.
P.S. Lloyds skór i öllum stærðum
Austurstræti 14, sími 12345
Opið 9-18
Laugardag 10-14
%0 i É. í. •f G3 @ 1 % C ® ©'
©
Hmarks Vísitalan
Hefur Hækkað Um
2% Frá Áramótum
HMARK
IIIIJTABR! l AMARKAljURINN III
Aldrei hafa jafnmargir
íslendingar keypt hluta-
bréf og í desember mánuöi s.l. Margir spáöu
því aö mikiö yrði um sölu hlutabréfa fljótlega
eftir áramót og gengi bréfa myndi því lækka
vegna mikils framboðs.
Andstætt þessum spám lækkuðu engin hluta-
bréf á skrá hjá HMARKI eftir áramót. Þvert á
móti hafa hlutabréf Eimskipa, Hampiðjunnar,
Sjóvá - Almennra, Skagstrendings og Olíufél-
agsins þegar tekiö að hækka og hefur hækkun-
in veriö á bilinu 2-4%.
HMARKSVÍSITALAN 18.01.1990 419STIG BREYTING FRÁ ÁRAM.: +2%
GIINGI HLUTABRLfA 18. JANUAR 1990
KAUPGENGI SÖLUGENGI JÖFNUN 1989 ARÐUR A989 SÖLUGENGI BREYTING F. ÁRAM.
INNRA VIRÐI
Eimskipafélag islands hf 3,92 4,15 25.00% 10.00% 132.00% +4%
Flugleiöir hf 1,53 1,62 100.00% 10.00% 69.00% +0%
BE Hampiðjan hf 1,64 1,74 0.00% 8.00% 95.00% +2%
Hlutabréfasjóöurinn hf 1,59 1,68 20.00% 10.00% 143.00% +0%
© Iðnaðarbankinn hf 1,70 1,80 19,94% 10.00% 111.00% +0%
Grandi hf 1,48 1,57 0.00% 0.00% 118.00% +0%
Sjóvá - Almennar hf 3,92 4,15 230.00% +4%
Skagstrendingur hf 3,02 3,20 20.00% 10.00% 70.00% +3%
♦ Tollvörugeymslan hf 1,04 1,14 20.00% 10.00% 97.00% +0%
Útvegsbankinn hf 1,47 1,55 0.00% 3,50% 111.00% +0%
Verslunarbankinn hf 1,45 1,53 19,93% 10.00% 115.00% +0%
Olíufélagið hf 3,10 3,28 20.00% 10.00% 64.00% +3%
Kaupgengi er margfeldisstuöull á nafnverö, aö lokinni ákvöröun um útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa. Áskilinn er réttur til aö takmarka þá fjárhæö sem keypt er fyrir. Innra viröi i árs-
lok 1988. Breyting frá áramótum er leiörétt fyrir útgáfu jöfnunarbréfa, en ekki greiöslu arös.
Hlutabréfamarkaöurinn hf hefur afgreiösluraö
Skólavörðustíg 12 og hjá VÍB í Ármúla 7.
Verið velkomin.
VÍB
VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF.
Ármúla 7, Reykjavik, Sími: 68 1530.
HMARK-afgreiösla, Skólavöröustig 12, Reykjavik, Sími: 2 16 77.
&
©
ŒIB
&
©
ÍILil
* © ) % 1 ®) Bl Ý i i °% © |