Morgunblaðið - 18.01.1990, Page 5

Morgunblaðið - 18.01.1990, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990 B 5 Atvinnulíf HVAÐ EB NETIÐ ? NETIÐ er fyrir konur í öllum störfum, sem hafa áhuga á því að styrkja vitund kvenna og þátttöku þeirra í atvinnulífi. Kveikjan að stofnun Netsins var ráðstefnan Konur við stjómvölinn, sem var haldin í lok sér- staks kvennanámskeiðs Verkstjómarfræðsl- unnar hjá Iðntæknistofnun árið 1986. Með- al þess sem bent var á í niðurstöðum ráð- stefnunnar var að konur skorti fyrirmyndir á sviði stjórnunar og að konur í stjórnun þyrftu að koma betur fram í dagsljósið. Einnig, að sá nýi stjórnunarstíll sem hefði mtt sér til rúms hentaði og hæfði vel kon- um, þar sem þær byggju yfir svokölluðum „mjúkum“ eiginleikum, sem veita forskot í — því sambandi. Og síðast en ekki síst var bent á, að konur stæðu nú meira og minna utan þess óformlega samskiptanets, sem karlar nota sér til að fleyta sér fram á við í viðskiptalífinu og öðrum sviðum. Það varð úr að ákveðið var að stofna Netið sem átti að verða lifandi, óformlegt samskiptatæki og var fyrsti stofnfundur að hausti 1986. Frá byijun gátu konurnar valið í hvaða hóp þær vildu fara, stjórnunarhóp, verslunar- og viðskiptahóp eða almennan hóp. Um 160 konur eru skráðar i Netið, en margar þeirra hafa-ekki verið virkar lengi. Ákveðið var að hafa engan píramída í samskiptunum, en einn tengill yrði fyrir hvern hóp, sem sæi um að senda út fréttabréf, panta sali fyrir fundi og sjá um það nauðsynlegasta. Síðan var Félagaþjónustan fengin til að innheimta félagsgjöld og halda utan um félagatal. Fastir fundir eru einu sinni í mánuði og eru oft fengnir fyrirlesarar til að ræða ýmis mál. í viðtölunum hér á eftir greina tvær konur, önnur fyrrverandi tengill en hinn núverandi, frá því hvernig Netið starfar og hvemig það hefur gefist. Markmiðið er að styrkja oghvelja konur Rætt við Ingibjörgu Bjarnardóttur, tengil stjórnunarhóps INGIBJÖRG Bjarnardóttir, sem rekur Lögfræðiþjónustuna ásamt fimm öðrum lögfræðingum, er tengill stjórnunarhóps Netsins. Eg hitti hana að máli að loknum fundi á laugardagsmorgni, þar sem Ingólfiir Sveinsson hafði nýlokið erindi um streitu. Eg dró Ingi- björgu afsíðis meðan konurnar héldu áfram að spjalla sín á milli. „Við hittumst alltaf reglulega og erum í raun eini hópurinn sem starfað hefur óslitið frá stofiiun Netsins. Það má segja að það hafi tekið þessi þrjú ár að koma samskiptanetinu í fast horf,“ seg- ir hún. „Þróunin hefúr sýnt að það hentar okkur best að starfa formlega yfir vetrarmánuðina. A haustin hittumst við á vinnu- fúndi þar sem allar viðstaddar leggja fram óskir um verkefiii hópsins á komandi vetri. Við í sljórnunarhópnum reynum að út- vega einn fyrirlesara á hvern fund og auk þess höfúm við reynt að halda námskeið einu sinni á ári. Þetta hefúr mælst mjög vel fyrir hjá konunum.“ Talið berst að því hvernig þess- ar konur geti hjálpað hver annarri frá degi til dags og segir Ingibjörg að til að kynnast sem flestum geti konurnar farið á milli hópa eða verið í tveimur hópum alveg eftir því hversu mikinn tíma hver kona hefur. „En það skemmtilega við þátttökuna í Netinu og að hitta konurnar á fundum er að félags- konurnar eru úr öllum stéttum og á öllum aldri. Sumar eru með sér- menntun en aðrar hafa langa stafsreynslu í ýmsum störfum. Þessi blanda af reynslu, þekkingu og aldursmun gerir það að verkum að við búum yfir miklum sjóði af þekkingu, visku og víðsýni. Við ræðum um allt mögulegt, t.d. vandamál í rekstri fyrirtækja, launamál, hvernig hægt sé að hjálpa varðandi ákveðin vandamál og felst það bæði í málefnalegum umræðum og ráðleggingum. Einn- ig eru rædd vandamál á vinnustað og meðal þessara kvenna þekkist ekki togstreita eða samkeppni, heldur er þetta hópur, sem hefur það að markmiði að styrkja og hvetja konur og auka hlut þeirra í atvinnulílfinu með því að hjálpa og miðla hver annarri.“ Samskiptanet karla og kvenna eru ekki eins Mér leikur forvitni á að vita hvort þetta samskiptanet virki eins og samskiptanet karlanna. Ingi- björg telur að það virki ekki alveg á sama hátt og samskiptnet karla. „Segja má að karlar noti sam- skiptanet sitt meira sem sam- tryggingarnet til að gæta hags- muna sinna og valda. Má e.t.v. segja að með þeirra fyrirkomulagi reyni þeir að hafa fingurinn á púlsæð þjóðfélagsins þannig að þeir viti hvaða hræringar eru í atvinnu og pólitísku lífi þjóðarinn- ar. Þessi vitneskja veitir síðan tækifæri til að kippa í rétta þræði strax og þörf gerist, t.d. þegar konur hóta hagsmunum karla að LÖGFRÆÐINGUR - Ingibjörg Bjarnardóttir er teng- ill stjórnunarhópsins. „Konur ræða saman á persónulegra plani en karlar," segir hún. þeirra áliti. Ef konur væru í valda- stöðum gæti þó verið að þær brygðust við á sama hátt,“ segir hún. „Þó að samskiptanet karla þjóni þeirra tilgangi þá er ég alls ekkert viss um að konur vilji að samskiptanet þeirra starfi á sama Netið ergeysilega gagnlegt - segir Rósalind Ragnarsdóttir sem er fyrrverandi tengill viðskiptahópsins ÞEGAR ég banka upp á að Hólabraut 4 í Hafharfírði opna tveir litlir drengir dyrnar og kalla inn: „Mamma, konan er komin.“ Og hlaupandi upp tröppurnar kemur Rósalind Ragnarsdóttir, sem rekur innflutnings- og heildsöluverslunina Extra en er um leið húsmóðir á sama stað. „Jú, vinnudagurinn verður oft ódijúgur og langur, því þó að ég reyni að sinna viðskiptunum, þá þurfa strákarnir líka sitt. Ég reyni þó að halda þessu svolítið aðskildu, þeir fá t.d. ekki að svara í símann á daginn, því ég vil ekki að viðskiptavinur fái samband við barn þegar hringt er í fyrirtæk- ið,“ segir Rósalind. Fyrirtækið eiga þau hjónin sam- an, en hún stendur ein að rekstrin- um og segir að sér finnist gagn- legt að mæta á fundi hjá Netinu til að bera saman bækur sínar við aðrar konur í svipaðri aðstöðu. Til dæmis að fá ýmsar upplýsingar í sambandi við virðisaukaskattinn, ræða breytingar og reglugerðir, hvar sé' hagstætt að fá prentuð eyðublöð, hverjar ætli að fara á sýningar á næstunni og svo mætti lengi telja. Það sé líka nýjung að geta rætt sín hugðarefni í sam- bandi við vinnuna i hópi kvenna sem starfa á sama vettvangi; Venjulega þegar konur hittist í vinahópi fjalli þær lítið um starf sitt en frekar um ýmis kvenna- mál. Hún segir jafnframt að hóp- urinn í heild sé mjög víðtækur. Þar séu einstaklingar með mis- munandi menntun og starfs- reynslu, þannig að þær geti leið- beint hver annarri og veitt aðstoð. í daglegum viðskiptum segist hún líka nota tengslin og hringja á milli ef einhverjar spurningar eða vandamál koma upp. „Mér finnst þetta alveg geysilega gagnlegt. Ég hafði verið ein með fyrirtækið í 5 ár og eftir að ég kynntist þess- um konum finnst mér hafa opnast alveg nýr heimur. Ég fór til dæm- is að fara á vörusýningar, sem ég hafði ekki gert áður. Netið hefur einnig hjálpað mörgum konum sem hugðust stofna fyrirtæki með því að þær sem hafa reynsluna gefa ráðleggingar um hvar á að byija og hvað beri að forðast, þannig að þær þurfi ekki að reka sig á og prófa sig áfram. Við gát- um sagt þeim hvar við höfðum gert mistök. Þannig að mér finnst þetta hafa verið ákaflega gagn- legt.“ Erfitt að halda viðskiptahópnum saman Rósalind segir að það hafi verið erfitt að halda viðskiptahópnum saman, ákveðinn kjarni mæti alltaf á fundum, en aðrar láti sig alltaf vanta. Þær viti eiginlega ekki hver ástæðan sé. En þegar erfiðleikar fóru að gera vart við sig í rekstri fyrirtækja um áramótin ’87-’88 urðu þær varar við að konurnar gáfu sér ekki tíma til að mæta á fundum. „Við finnum einnig fyrir því að þegar konur koma heim eftir langan vinnudag þá bíður þeirra alls kyns húsverk og þær hlaupa ekki svo glatt frá kvöld- matnum til að fara á fund. Og ef þær gera það þá hafa þær gjarnan samviskubit. Við höfum reynt að hittast einu sinni í mánuði, en ef eitthvað mikið er framundan t.d. jól eða fermingar, sem sagt eitt- hvað sem kemur konum meira við en körlum, þá hafa fundir verið stopulli,“ segir hún. Aðspurð hvort henni finnist Netið virka eins og það hafi verið hugsað í upphafi segir hún að svo sé. Hins vegar finnst henni það ekki hafa virkað nóg. Konur séu ekki nógu duglegar að hringja og leita eftir aðstoð, of fáar séu virk- ar. Því það sé ekki síst tilgangur Netsins að virka sem óformlegt samskiptanet. „Okkur vantar svo tilfinnanlega þessi tengsl út á við sem karlar hafa. Til dæmis ef við förum í laxveiði þá erum við yfir- leitt með börnin líka og þá verður þetta meira fjölskylduferð, en þeir fara iðulega með öðrum körlum úr viðskiptalífinu. En auðvitað eru undantekningar á þessu eins og öllu öðru. Hins vegar er ég sann- færð um að svona samskiptanet hátt. Konur ræða saman í allt öðrum tilgangi en karlar. Þær ræða saman á persónulegra plani um vandamál sín og væntingar og hvernig eigi að leysa þau mál. Karlmenn tala yfirleitt ekki um sjálfan sig og í þessu er kannski munurinn fólginn, að þeir spjalla frekar um menn og málefni. Með þessu formi eru þeir samt sem áður að reyna að leysa vandamál sín og vætningar þótt óbeint sé komið að efninu og vandanum. Þannig verður upplýsinganet þeirra virkara." Stuðningur mikilvægur Ingibjörg segir að væntingar kvenna til samskiptanets nái ekki einungis til upplýsinga- og hags- munagæslu netsins heldur sé einn- ig lögð rík áhersla á stuðning og hvatningu kvenna við hvora aðra. Á þann hátt vinni þær að auknum hlut kvenna í völdum og ábyrgð atvinnulífsins og þjóðfélagsins í heild. Þær vinni að því að bijóta upp viðtekið kynja- og atferlis- mynstur og þær telji að sú þróun sem nú sé hafin komi körlum jafnt sem konum til góða þegar fram líði stundir. Ingibjörg sagðist að lokum vilja skora á þær konur sem áhuga hafa á að starfa í Netinu að mæta á fund, en fyrsta þriðjudag í hveij- um mánuði væru haldnir óform- legir hádegisfundir í kaffistofu Listasafnsins. er mjög gott og því fleiri konur sem koma inn í Netið því betur geti þetta virkað.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.