Morgunblaðið - 18.01.1990, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990
B 7
REIKNINGSSKIL — Það er ekki einkamál endurskoðenda
hvernig reikningar líta út. í rauninni er það frekar einkamál fyrirtækj-
anna þar sem þau eru formlega ábyrg fyrir ársreikningunum en endur-
skoðandinn fyrir árituninni. Það er því auðvitað eðlilegt að það sé
einhver samvinna milli þessara aðila um það hvernig þessar reglur
eigi að vera,“ segir Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi og
dósent við viðskiptadeild H.í.
Úttekt Ragnars talin
verulega gölluð
Af hálfu endurskoðenda er úttekt
Ragnars talin verulega gölluð og
ekki skrifuð af mikilli þekkingu á
reglum reikningshalds. Stefán
Svavarsson benti t.d. á í svargrein
í Morgunblaðinu að hér á landi væru
þrjár aðferðir við endurmat fasta-
fjármuna. Þar sem hér væru ekki
gefnar út margar verðvísitölur væri
af þeim sökum erfitt að fá upplýsing-
ar um sértækar verðlagsbreytingar.
Endurskoðendur hefðu brugðist við
þessum vanda með því að rannsaka
hvaða verðstuðlar og gjaldmiðlar
gætu verið til vitnis um endurkaups-
verð. Og á grundvelli þeirra rann-
sókna hefðu þeii* gert tillögur til
yfirstjórna fyrirtækja um endur-
matsstuðul en ekki endurmatsað-
ferð. Stefán vekur ennfremur at-
hygli á því að samkvæmt íslenskum
lögum megi endurmeta varanlega
rekstrarfjármuni hafi um varanlega
hækkun þeirra verið að ræða. Engin
bein fyrirmæli séu á hinn bóginn um
hvernig að þessu mati skuli staðið,
þegar frá sé talið að heimilt er að
miða endurmat eigna við aðferð
skattalaga. Stefán bendir á að lögum
samkvæmt skuli þó reikningsskil
vera í samræmi við góða reiknings-
skilavenju. Féiagsskapur endurskoð-
enda hafi margsinnis fjallað um
þetta mál og sé það aðaltillaga fé-
lagsins að miða við almennar verð-
lagsbreytingar, en færi sé gefið á
öðrum stuðlum telji menn það eiga
betur við. Varðandi gengismál segist
Stefán sammála því að fyrirtæki
noti sama gengi, en hann kveðst
hins vegar ekki sammála því að
mismunandi gengi viti á óskiljanleg
vinnubrögð. Hjá sumum fyrirtækjum
hefði átt betur við að nota ársloka-
gengi fyrir umrætt ár en hjá öðrum
átt betur við að nota gengi í árs-
bytjun 1989.
Stefán bendir á í lok greinar
sinnar að það sé skoðun þeirra sem
til þekki að miklar framfarir hafí
átt sér stað á síðustu árum í gerð
reikningsskila hér á landi. Og það
raunar við aðstæður sem geri mæl-
ingar á afkomu og efnahag fyrir-
tækja ákaflega erfiðar. Hér eigi
hann við þau áhrif sem verðbólgan
hafi til þess að brengla úrslit reikn-
ingsskila. En endurskoðendur hafi
ekki brugðist í þessu efni. Það sé
a.m.k. umsögn erlendra fagmanna
um málefni þeirra. Það sé því langur
vegur frá því að endurskoðendur séu
að missa tökin á starfi sínu. KB
Frumkvæöi hf. - hlutabréf
Höfum kaupanda að hlutabrefum í Frumkvæði
hf.
Allar nánari upplýsingar veitir Svanbjörn
Thoroddssen í síma 681530
eóa á skrifstofu VÍB, Armúla 7.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF
ÞAU NOTA BOÐKERFI PÓSTS & SÍMA
Nð er lího
l samband
lilli þeirra
þegar þau
eru ehki saman
Oft er bagalegt að geta ekki náð sambandi við fólk sem þarf að vera
mikið á ferðinni innan húss og úti við. Nú er sá vandi úr sögunni. Boðkerfi
Pósts & síma gerir fólki kleift að senda boð frá venjulegum síma til léttra
boðtækja sem viðtakandi hefur í vasa sínum. Hann er í kallfæri hvar sem
hann er.
v I t Boðtæki taka ýmist við tónboðum eða talnaboðum.
*SV'4^’ Tækið sem Halldór smiður hefur í vasanum gefur frá sér
fjögur mismunandi tónmerki. Hann og Anna kona hans
’ I ' hafa komið sér saman um að ákveðið tónmerki tákni
pósts^og'síma Halldór eigi að hringja heim. Anna hringir einfaldlega
- í svæðisnúmer boðkerfisins og fimm stafa boðkallsnúmer
og velur í framhaldi af því þá tölu sem kallar fram það hljóðmerki sem þau
hafa valið í þessu skyni.
Fyrirtæki geta komist hjá kostnaðarsamri farsímavæðingu með því að
nota boðkerfið. Það getur líka virkað sem fullkominn símsvari og hægt er
að senda boð til allt að 10 boðtækja í einu. Boðkerfið er einnig til mikilla
þæginda fyrir einstaklinga og eykur öryggi þeirra í fjölmörgum tilvikum.
Merkjasendingar þess ná um allt Stór-Reykjavíkursvæðið og sendar hafa
verið settir upp á Akureyri, Selfossi, Akranesi og Keflavík.
Stofngjald fyrir boðþjónustu miðað við tónboðtæki er kr. 6.225.- með
VSK og ársfjórðungsgjald er kr. 800 án VSK Stofhgjald fyrir þjónustu
talnaboðtækja er kr. 7.470,- með VSK og ársfjórðungsgjald kr. 1000.- án VSK
POSTUR OG SIMI
Við spörutn þér sporin
Boðtæki eru seld í öllum söludeildum
Pósts & síma og hjá nokkrum öðrum
innflytjendum notendabúnaðar.
Eru þau einnig nefhd símboðar.
Fáðu frekari upplýsingar um
boðkerfið hjá söludeildum
Pósts & síma Ármúla 27
(fýrirtækjaþjónusta), sími 680580,
Kirkjustræti, sími 26165 og
Kxinglunni, sími 689199 og á
póststöðvum þar sem sendar
hafa verið settir upp.