Morgunblaðið - 20.02.1990, Page 1
48 SIÐUR B
42. tbl. 78. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Stj órnarmyndun
dregst á langinn
Svíþjóð:
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter.
FORSETI sænska þingsins fól í gær Ingvari Carlssyni forsætisráð-
herra umboð til stjórnarmyndunar og hefiir hann frest til þess fram
á miðvikudagskvöld. Fátt bendir þó til, að stjórnarkreppunni í Svíþjóð
Ijúki á næstunni því að jafhaðarmenn fá ekki kommúnista í lið með
sér nema með því að draga allan brodd úr efhahagsúrræðunum, sem
þingið felldi, og borgaraflokkarnir geta ekki komið sér saman um
stefhuna varðandi kjarnorkuver landsins.
Carlsson vildi ekkert segja um
hvernig gengi að koma saman nýrri
stjórn en hann vísaði hins vegar á
bug hugmyndum um samstjórn allra
flokka eða nýjar kosningar.
Carl Bildt, leiðtogi Hægriflokks-
ins, sagði í gær, að hann hefði að
undirlagi þingforseta, Thage G. Pet-
ersons, kannað hvort borgaraflokk-
arnir þrír, Hægriflokkurinn, Mið-
flokkurinn og Þjóðarflokkurinn,
gætu komið sér saman um stjórn
Afríkuleiðtogar:
De Klerk boð-
ið á fund
Jóhannesarborg. Reuter, dpa.
F.W. DE KLERK, forseti Suður-
Afríku, hefur þekkst boð um að
sitja viðræðufund nokkurra leið-
toga Afríkuríkja um næstu helgi,
að sögn suður-afríska sjónvarps-
ins í gær. Talið er að með boðinu
séu leiðtogarnir að lýsa ánægju
sinni með stefnu forsetans sem
nýlega leyfði starfsemi Afríska
þjóðarráðsins (ANC), helstu
mannréttindasamtaka blökku-
manna, og leysti blökkumanna-
leiðtogann Nelson Mandela úr
haldi eftir 27 ára fangelsisvist.
Mandela og kona hans, Winnie,
fengu í gær vegabréf sín afhent.
Leiðtoginn segir að hann vilji ræða
í síma við Margaret Thatcher, for-
sætisráðherra Bretlands, um við-
skiptaþvinganir gegn minnihluta-
stjórn hvítra í S-Afríku. Thatcher
vill að þvingunum verði hætt vegna
tilslakana de Klerks en Mandela er
á öndverðum meiði. Mandela tók
fram að stjórn ANC yrði að sam-
þykkja viðræður við Thatcher, ella
yrði ekkert af þeim.
en svarið væri nei. Sagði hann
ástæðuna vera þá, að vinstrimenn,
jafnaðarmenn og kommúnistar,
hefðu eftir sem áður meirihluta á
þingi og auk þess væri ágreiningur
milli borgaraflokkanna um orkumál.
Hagfræðingar benda nú á að
efnahagserfiðleikarnir í Svíþjóð stafi
af því, að ríkisstjórnin hafi dregið
rangar ályktanir af verðfallinu mikla
í kauphöllinni í New York 19. októ-
ber 1988. Segja þeir, að þá hafi jafn-
vel Kjell-Olof Feldt fjármálaráð-
herra, sem nú hefur hætt afskiptum
af stjórnmálum, verið viss um að
mikið samdráttarskeið væri fram-
undan og því var beðið með að grípa
í taumana í efnahagslífinu. Þegar
þenslan hélt hins vegar áfram allt
síðasta ár hafí Feldt viljað hemja
neysluna með því að hækka virðis-
aukaskattinn en ekki haft erindi sem
erfiði.
Keuter
Kolanámumenn frá borginni Petrosani í Rúmeniu hrópa slagorð til stuðnings sljórn Ions Iliescus, for-
seta bráðabirgðasljórnar landsins. Stjórnarandstæðingar saka Iliescu og nánustu samstarfsmenn hans
um stalínisma.
Vaxandi óánægja með bráðabirgðastjórn Rúmeníu:
Iliescu hefur í hótunum
við stj órnarandstæðinga
Búkarest, París. Reuter, dpa.
ION Iliescu, forseti Rúmeníu, fór
í gær hörðum orðum um þá sem
réðust inn í bækistöðvar rúm-
enskra valdhafa á sunnudag og
varaði við þvi að ástandið í
landinu væri farið að minna á
Líbanon. „Viljum við virkilega
nýtt hernaðareinræði?" spurði
hann við upphaf neyðarfúndar
sem eftit var til með leiðtogum
stjórnmálaflokka landsins.
Spennan í landinu vex nú stig af
stigi. Síðdegis komu þúsundir
kolanámumanna með sérstökum
lestum frá borginni Petrosani til
höfúðborgarinnar Búkarest og
létu ófrjðlega, sumir voru sagðir
vopnaðir kylfum. „Iliescu, við
munum hjálpað þér að losna við
óeirðaseggina," hrópuðu námu-
mennirnir.
A sunnudag kröfðust um fimm
þúsund manns afsagnar Iliescus
vegna fortíðar hans í kommúnista-
flokknum. Mótmælin voru friðsam-
leg í fyrstu en harka hljóp í þau
þegar brotist var inn í höfuðstöðvar
Kommúnistar í Litháen:
Boða formlega sjálfstæð-
isyfírlýsingu fyrir árslok
Vilnius. Reuter.
TVEIR frammámenn í litháíska kommúnistaflokknum spáðu því
um helgina, að Litháar lýstu yfir formlegu sjálfstæði landsins
fyrir árslok. Leiðtogi flokksins hvatti í gær til viðræðna við sljórn-
ina í Moskvu um sjálfstæðistökuna, gagnkvæm viðskipti Litháens
og stærsta Sovétlýðveldisins, Rússlands, landamæri ríkjanna og
tollamál.
Romualdas Ozalas, sem sæti á
í stjórnmálaráði litháíska komm-
únistaflokksins, og Algimantas
Cekuolis, sem situr í miðstjórn-
inni, sögðu á sunnudag, að nýtt
þing landsins, sem kosið verður
næstkomandi laugardag, myndi
án efa stíga skrefið til fulls og
lýsa yfir fullu sjálfstæði Litháens.
Lögðu þeir áherslu á, að áfram
yrði haft náið samband við stjórn-
ina í Moskvu og Rússum tryggður
aðgangur að höfnum í Litháen.
Þá sögðu þeir einnig, að litháíski
kommúnistaflokkurinn ætlaði að
skipta um nafn, kenna sig við
vinnandi fólk eða þjóðina sjálfa,
bara eitthvað annað en kommún-
isma.
Algirdas Brazauskas, formaður
kommúnistaflokksins, flutti í gær
ræðu á fundi miðstjórnarinnar þar
sem hann hvatti til viðræðna við
Sovétstjórnina um úrsögn Lithá-
ens úr Sovétríkjunum.
Reuter
A laugardag var afhjúpað í
Kaunas í Litháen minnismerki
um óþekkta hermanninn, sem
barðist fyrir sjálfstæðistökunni
1918. Er um að ræða endurgert
minnismerki en það fyrra var
brotið niður á stalínstímanum.
Þjóðeiningarráðsins sem áður hýsti
utanríkisráðuneyti landsins. Fólkið
hrópaði slagorð eins og „Iliescu-
Ceausescu" og „Lokalausnin er önn-
ur bylting". Marxísk rit voru eyði-
lögð.
Ráðist var á Gelu Voican aðstoð-
arforsætisráðherra á skrifstofu
hans. Mótmælendur yfirheyrðu Vo-
ican í þtjár klukkustundir áður en
herinn kom til skjalanna seint á
sunnudagskvöld. Voican sagði að um
valdaránstilraun hefði verið að ræða.
Hann sagðist hafa verið laminn en
„lítill hópur manna með ábyrgðartil-
finningu" hefði bjargað sér.
Petre Roman forsætisráðherra,
sem staddur er í Frakklandi, sagði
að um launaða flugumenn hefði ver-
ið að ræða og sumir væru fyrrum
tugthúslimir, en neitaði að gefa upp
hveijir hefðu gert þá út.
I gær fóru Cazimir Ionescu vara-
forseti og Voican tii borgarinnar
Petrosani til að þakka koianámu-
mönnum þar fyrir stuðning við
bráðabirgðastjórnina. Námumenn-
irnir efndu til fundar á sunnudag til
stuðnings stjórnvöldum. Iliescu skor-
aði á þá í gær að sýna stillingu en
þegar Ionescu og Voican komu til
Petrosani voru tvær lestir fullar af
námamönnum lagðar af stað til
Búkarest. Ionescu og Voican hvöttu
menn til að fara hvergi og sögðu
að „óeirðaseggirnir" hefðu verið
handteknir.