Morgunblaðið - 20.02.1990, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990
Þjóðhagsstofiiun kannar atvinnuástand:
Atvinnuleysi víðast
nema í fískvinnslu
Vinnuveitendur tregir að fækka fólki
ATVINNURE^KENDUR telja þörf á að fækka störfum um 370 á
landinu öllu, í flestum atvinnugreinum nema fiskvinnslu, þar sem
vantar fólk, samkvæmt niðurstöðum könnunar Þjóðhagsstofnunar á
atvinnuástandinu í lok janúar síðastliðins. Könnunin náði til fyrir-
tækja í nær öllum atvinnugreinum öðrum en landbúnaði, fiskveiðum
og opinberri þjónustu. Þó eru sjúkrahús með í könnuninni. 150 fyrir-
tæki tóku þátt í könnuninni og miðað við greidd laun lætur nærri
að hún nái til 75% af atvinnustarfsemi í landinu, segir í frétt frá
Þjóðhagsstofiiun. Þar kemur einnig fram að atvinnurekendur virð-
ast vera tregir til að framfylgja áætlaðri þörf fyrir að fækka starfs-
fólki, aðeins hafi fækkað um 60% þeirra starfa sem sagt var í septem-
ber síðastliðnum að leggja þyrfti niður.
Helstu niðurstöður könnunar
Þjóðhagsstofnunar eru að ennþá
stefni í fækkun starfa sem nemur
um 370 á landinu öllu, en það sam-
svarar um 0,5% af heildarmannafla
atvinnugreina í úrtakinu. Þessi nið-
urstaða er nánast óbreytt frá því í
september síðastliðnum og frá því
í lok janúar á síðasta ári. í frétt
Þjóðhagsstofnunar segir að tölur
um atvinnuleysi í janúar síðastliðn-
um, 3.900 manns, eða 3,2% af
mannafla, gefi þó dekkri mynd af
ástandinu. Að teknu tilliti til árs-
tíðasveiflna, er árstíðaleiðrétt at-
vinnuleysi í janúar þó minna, eða
um 1,1% af vinnuframboði. Tekið
er fram að búast megi við að árs-
tíðaleiðréttingin vanmeti atvinnu-
leysið þegar atvinnuástand er bágt
sökum almennrar efnahagslægðar.
í þjónustugreinum er talin vax-
andi þörf á að fækka starfsfólki,
en þó hefur dregið úr þeirri þörf
hjá verslunargreinum.
Enn er viðvarandi skortur á fólki
í fiskvinnslu og er hann óbreyttur
frá því fyrir ári, þó minni en í sept-
ember síðastliðnum. „Hér er samt
örugglega um einhver árstíðabund-
in áhrif að ræða. Eins og síðastliðið
haust virðist um staðbundna eftir-
spurn að ræða austanlands og norð-
anlands," segir í frétt Þjóðhags-
stofnunar.
í almennum iðnaði er talin vera
nánast óbreytt þörf fyrir mannafla,
lítilsháttar samdrátt í byggingar-
iðnaði, en vaxandi samdrátt í sam-
göngugreinum.
í fréttinni segir ennfremur:
„Upplýsingar frá fyrirtækjunum á
landinu öllu um starfsmannafjölda
í lok janúar benda til að fyrirtækin
hafi ekki dregið saman eins mikið
í starfsmannahaldi og æskt var
miðað við niðurstöður atvinnukönn-
unarinnar frá því í september
síðastliðnum. Þannig virðist að um
60% fækkunarinnar hafi komið
fram. Nú vilja atvinnurekendur
fjölga starfsmönnum frá janúar og
fram til apríl um hálfu prósenti
meira en talið var æskilegt fyrir
sama tíma í fyrra.“
Atvinnukannanir Þjóðhagsstofn-
unar fara fram í janúar, apríl og
september.
Morgunblaðið/PPJ
Báðar flugvélar Atlanta í Keflavík
Báðar flugvélar flugfélagsins Atlanta voru samtímis í gær í Keflavík. Önnur, TF-ABJ, til þess að fara í
nokkurra vikna skoðun hjá Flugleiðum, en hin, „Þjóðarþotan" svokallaða sem Arnarflug átti áður, fór í gær
til Helsinki með frakt fyrir Flugleiðir að lokinni skoðun. Þegar skoðun lýkur á TF-ABJ verða báðar vélar
félagsins í verkefnum erlendis, fyrir Finnair og fleiri aðila. Arngrímur Jóhannsson, aðaleigandi Atlanta,
stendur hér við flugvélarnar, sem eru í skýli til skoðunar.
Verður ríkisviðskiptabönkum breytt í hlutafélög?
Gagnstæðar yfirlýsingar forsætis-
ráðherra og viðskiptaráðherra
JÓN Sigurðsson, ráðherra bankamála, endurtók í þingræðu í gær
að það væri skynsamleg leið í eignarhaldsmálum ríkisviðskiptabanka
að breyta þeim í hlutafélög. Steingrímur Hermannsson, forsætisráð-
herra, sagði hinsvegar að ekkert samkomulag væri í ríkisstjórninni
um það mál.
Jón Sigurðsson, ráðherra banka-
mála, sagði að því unnið í ráðu-
neyti sínu, að bijóta ís fyrir tíma-
bundna starfsemi erlendra banka
hér á landi í samkeppni við innlend-
ar lánastofnanir. Nauðsynlegt væri
að slík afstaða yrði tekin með hlið-
sjón af framvindu mála hjá EFTA
og EB. Jafnframt þyrfti að styrkja
samkeppnisstöðu ríkisviðskipta-
banka með því að breyta þeim í
hlutafélög. Reyndar væri mikilvægt
að skapa ríkisviðskiptabönkum,
sparisjóðum og samvinnufélögum
aðstöðu til að bjóða út hlutabréf
eða ígildi hlutabréfa til að auka
eigið fé sitt.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, sagði á hinn bóginn,
að engin samstaða væri milli stjórn-
arflokkanna um að breyta ríkisvið-
skiptabönkum í hlutafélög. Það yrði
ekki gert í tíð þessarar ríkisstjómar.
Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins fagnaði
stefnumörkun viðskiptaráðherra,
að breyta ríkisviðskiptabönkum í
hlutafélög. Hann sagði að það
skyggði hins vegar á yfírlýsingu
ráðherra bankamála um þetta efni
og vitnaði um ósamlyndið á stjórn-
arheimilinu, að ræða forsætisráð-
herra hefði vísað til gagnstæðrar
áttar. Fjármálaráðherra hefði og
talað þvert á orð viðskiptaráðherra
um starfsheimildir erlendra banka
hér á landi.
Þá kom fram í máli bankamála-
ráðherra að með hliðsjón af 28.
grein viðskiptabankalaga hefði
Landsbankinn ekki stöðu til að
kaupa einn öll hlutabréf Samvinnu-
bankans. Það kynni og að auka
„samrunahagræðingu" ef Búnaðar-
bankinn kæmi inn í kaup á eftir-
stöðvum hlutabréfanna.
Sjá nánar á þingsíðu, bls. 27.
Magnús R. Magnússon, Tékki búsettur á íslandi:
Havel lofaði mér að eignum
fjölskyldunnar yrði skilað
MAGNÚS R. Magnússon forstjóri, sem borinn er og barnfæddur
í Tékkóslóvakíu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Vac-
lav Havel Tékkóslóvakíuforseti hefði Ijáð sér í boði borgarstjóra
í Höfða síðastliðinn laugardag, að hann þyrfti aðeins að gera
bréflegt tilka.ll til eigna sinna sem kommúnistar þjóðnýttu og þá
yrði þeim skilað aftur. Sama hefði utanríkisviðskiptaráðherra
Tékka sagt við sig.
Magnús og fjölskylda hans áttu
að hans sögn miklar eignir í
Tékkóslóvakíu. Magnús átti sjálf-
ur fjögurra hæða fjölbýlis- og
verzlunarhús í Prag og faðir hans
átti íbúðarhús og stóra verksmiðju
sem framleiddi íþróttaskó og seldi
meðal annars til íslands. Þá átti
Magnús einnig nokkrar jarðir.
Hann segist harðákveðinn í að
gera tilkall til eignanna.
Magnús kom fyrst hingað til
lands 1947 og bar þá nafnið Mir-
oslav R. Mikulcák. Hann settist
hér að 1948, skömmu eftir valda-
töku kommúnista í heimalandi
hans. Hann hafði þá verið varaður
við að fara heim til Tékkóslóvakíu
og segist telja að hann hefði verið
handtekinn. Magnús segir að
kommúnistastjórnin hafi gert
eignir föður síns upptækar, en
ekki þorað að slá eign sinni á hús
hans sjálfs í Prag, þar sem hann
hafí verið orðinn íslenzkur ríkis-
borgari og kommúnistar ekki vilj-
að spilla samskiptum landanna.
Hann hafí hins vegar ekki haft
tekjur af húsinu. „Fyrir nokkrum
árum þurfti að gera við húsið og
sendiráðið hér hafði þá samband
við mig og heimtaði að ég borg-
aði allar viðgerðir. Eg sagðist
ekki hafa fengið krónu af húsinu
í fjörutíu ár og ég færi ekki að
borga," sagði Magnús. Hann
sagði að tékkneska ríkið hefði þá
viljað fara í málaferli og hann
loks gefizt upp og látið húsið af
hendi við stjórnvöld.
„Forseti Tékkóslóvakíu sagði
við mig núna á laugardaginn: „Þú
færð húsið til baka, skrifaðu bara
bréf og sæktu um að fá það aft-
Magnús R. Magnússon
ur,“ sagði Magnús. Hann sagði
að ef hann fengi hús sitt í Prag
aftur í hendur hefði hann hug á
að reka þar fyrirtæki í félagi við
íslenzka aðila til þess að hjálpa
Tékkum.
Sjá fréttir af heimsókn
Havels á miðopnu.
Sýknaðir af ákæru fyr-
ir brot á höfundarrétti
ÞRÍR menn, stjórnarmenn í hlutafélagi um rekstur myndbandaleigu,
hafa verið sýknaðir í sakadómi Reykjavíkur af ákæru um brot á
höfundarlögum með þvi að hafa flutt inn frá Bandaríkjunum og
dreift hérlendis 25 myndbandsspólum frá bandaríska fyrirtækinu
CBS-Fox, sem Steinar h/f er umboðsaðili fyrir hérlendis.
Spólurnar voru fluttar til landsins með lögum hér á landi 1947 og var
í september á síðasta ári en sýknan
byggist á því að ekki hafi verið
greint frá því í Stjórnartíðindum
hér á landi að Bandaríkjamenn hafi
gerst aðilar að Bemarsáttmálanum
um höfundarrétt frá 1947 í mars
1989.
Bernarsáttmálin var staðfestur
ákært fyrir brot á honum og lögum
frá 1972 um höfundarrétt. I dómin-
um, sem Pétur Guðgeirsson saka-
dómari kvað upp, er ekki tekin af-
staða til þess hvort hinir ákærðu
kunni að hafa gerst brotlegir við
önnur lög en refsilög.
í varðhald í sjö vikur
Steingrímur Njálsson, sem var
handtekinn eftir að hafa tekið sjö
ára dreng inn á heimili sitt og
afklætt hann, var um helgina
úrskurðaður í gæsluvarðhald til
4. apríl. Hann hefúr kært úr-
skurðinn til Hæstaréttar.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu á föstudag var maðurinn
handtekinn, eftir að nágranni hafði
hringt á lögregluna og tilkynnt að
hann hefði farið með sjö ára dreng
inn á heimili sitt. Þegar lögreglan
kom á vettvang hafði nágranna-
kona Steingríms farið inn á heimili
hans og sótt barnið.
Dekk ekki þvegin í vetur
GATNAMÁLASTJÓRI mun ekki
standa fyrir dekkjaþvotti í vetur
eins og í fyrra. Þá stóð gatnamála-
stjóri fyrir tjöruþvotti á dekkjum
en tjaran, sem sest á dekk í vetr-
arakstri dregur úr viðnámi þeirra
þegar tekið er af stað eða hemlað.
„Þetta var mjög vinsælt í fyrra-
vetur og sett upp til að koma til
móts við þá, sem virtu tilmæli borg-
aryfirvalda um að aka á ónegldum
snjódekkjum," sagði Ingi Ú. Magn-
ússon gatnamálastjóri. „Svo varð
reynslan sú að þetta var mjög mis-
notað og ekki síst af þeim sem voru
á negldum dekkjum. Þeir renndu í
gegn um þetta oft á dag. Það er
svona þegar eitthvað fæst án endur-
gjalds.
Þá sagði gatnamálastjóri að
hentugt efni til að hreinsa með
dekk fengist nú á flestum bensín-
stöðvum.