Morgunblaðið - 20.02.1990, Page 4

Morgunblaðið - 20.02.1990, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990 Nýir hluthafar og aukið hlutafé í Sýn hf.; Kemur til greina að senda út fleiri daga en um helgar - segir Jónas Kristjánsson stjórnarformaður FJÓRIR nýir hluthafar hafa keypt hlut í sjónvarpsfyrirtækinu Sýn hf. og heftir hlutafé félagsins verið aukið í 184 milljónir króna. Nýju hluthafarnir eru Frjáls fjölmiðlun, útgáfufyrirtæki DV, Bíó- höllin, Vífilfell og Þorgeir Baldursson í prentsmiðjunni Odda. Sýn hyggst hefja útsendingar næsta haust. Hingað til hefur fyrirtækið haft áform um helgarsjónvarp, en nýskipaður sljórnarformaður fyrirtækisins, Jónas Kristjánsson ritstjóri, segist ekki útiloka að dagskráin verði lengri. Ný stjórn Sýnar var skipuð á fundi í hlutafélaginu á sunnudags- kvöld. Hana skipa Jónas Kristjáns- son ritstjóri, sem er stjómarform- aður, Arni Samúelsson forstjóri Bíóhallarinnar, sem er varaform- aður, Sveinn R. Eyjólfsson stjórn- arformaður og útgáfustjóri Fijálsrar fjölmiðlunar, Þorgeir Baldursson í Odda og Halldór Guðmundsson hjá Hvíta húsinu, áður Auglýsingastofunni GBB. Hvíta húsið var hluthafi í Sýn fyr- ir, ásamt nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins. Jónas Kristjánsson vildi í sam- tali við Morgunblaðið ekki skýra frá því hversu stóran hlut hver hluthafi ætti í Sýn, en sagði að enginn hefði yfirburðastöðu um- fram aðra. Hann sagði að þótt fyrirtækið hefði uj phaflega verið stofnað um helgar ijónvarp, væri hlutaféð það mikið, rð hugsanlegt væri að sjónvarpa fleiri daga í viku. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin, en það kemur til greina að sjónvarpa ekki bara um helg- ar,“ sagði Jónas. Jónas sagði að gert væri ráð fyrir því að Sýn ræki auglýsinga- og áskriftarsjónvarp. Dagskráin verður því lykluð. Forráðamenn Sýnar hafa áður farið þess á leit við Stöð 2 að fá afnot af myndlykl- um hennar, en því var neitað. Jón- as sagði að það ætti hins vegar eftir að láta reyna á það hvort ný stjórnvöld á Stöð 2 myndu ljá máls á slíku. „Við getum líka vel verið með eigin lykla,“ sagði hann. Engir nýir starfsmenn hafa enn- þá verið ráðnir að fyrirtækinu í kjölfar hlutafjáraukningarinnar. Stefnt er að því að hefja útsend- ingar næsta haust, en ekki er nákvæmlega ákveðið hvenær það verður. Sýn hefur verið úthlutað rás á VHF-sviði fyrir útsendingar sínar. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 20. FEBRÚAR YFIRLIT í QÆR: Norðaustlægátt um allt land, 7-9 vindstig á Suð- austurlandi og Austfjörðum en annars hægari. Snjókoma eða él voru á norðan- og austanverðu landinu. 4 til 0 stig. SPÁ: Norðaustan 7-9 vindstig austanlands en heldur hægari vest- anlands. Snjókoma á Norður- og Austurlandi en annars þurrt. Lægir í nótt og í fyrramálið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Hæg breytileg eða suðvestlægátt. Bjart veður á Norður- og Austurlandi en él í öðrum landshlutum. Frost 3-10 stig. Undir kvöld fer að þykkna upp suð- vestanlands með vaxandi suðaustan- og austanátt. Aðfaranótt fimmtudags verður mikill vindur og snjókoma eða slydda um nær allt land en á fimmtudag lítur út fyrir stífa suð- og suðvestanátt með éljum sunnanlands og vestan en norðaustanlands léttir til. TÁKN: O. ► Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y. Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur j"~<^ Þrumuveður m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 0 alskýjað Reykjavík +1 skýjað Bergen 7 rigning Helsinki 4 kornsnjór Kaupmannah. 4 þokumóða Narssarssuaq +2 skýjað Nuuk +8 snjókoma Osló 5 alskýjað Stokkhólmur 6 skýjað Þórshöfn 6 skúr Algan/e 18 heiðskírt Amsterdam 14 mistur Barcelona 14 þokumóða Berlín 12 þokumóða Chicago ■5-7 heiðskírt Feneyjar 2 þokumóða Frankfurt 12 skýjað Glasgow 10 alskýjað Hamborg 8 þokumóða Las Palmas 25 léttskýjað London 12 alskýjað Los Angeles 8 heiðskirt Lúxemborg vantar Madrid vantar Malaga 17 mistur Mallorca 16 skýjað Montreal +4 alskýjað New York 4 alskýjað Orlando 18 skýjað París 13 skýjað Róm 15 þokumóða Vfn 11 skýjað Washington 7 þokumóða Winnipeg +23 helðskirt Rækju landað úr grænlenskum togara. Aflagjald lagt á rækju úr græn- lenskum togurum VÖRUGJALD hefur verið fellt niður af lrystri rækju, sem grænlensk- ir togarar landa í höfnum hér á landi. Þess í stað hefiir samgöngu- ráðherra sett reglugerð um að greitt skuli aflagjald sem er 0,85% af hálfu fobverði aflans og er það til samræmis við þær reglur er gilda um löndun íslenskra skipa. Talið er að aflagjaldið sé um tífalt hærra en vörugjaldið áður. Að sögn Þorvaldar Jónssonar skipamiðlara, hafa grænlensku tog- aramir haldið áfram að landa hér eftir að reglugerðin tók gildi 1. jan- úar síðastliðinn. Sagði hann mjög erfitt að innheimta aflagjaldið þar sem ekki væri vitað hvað fobverð aflans væri, hann væri ekki seldur héðan. „Ég veit ekki hvernig það er gert,“ sagði hann. Eimskip sjá um að losa græn- lensku togarana í Hafnarfirði, búa um aflann og flytja síðan á mark- aði í Evrópu og Japan. Þórður Sverrisson framkvæmdstjóri hjá Eimskip sagði að þessi breyting úr vörugjaldi í aflagjald hefði verið til- kynnt með bréfi um miðjan janúar og látið gilda frá áramótum. Þá hefðu hins vegar legið fyrir sámn- ingar við grænlensku aðilanna um losun og flutning á rækjunni frá íslandi. „Þessi starfsemi er þjónusta sem hefur verið veitt og er hægt að veita á Grænlandi, Nýfundnalandi eða í Færeyjum og við óttumst auðvitað að Grænlendingamir snúi sér þangað aftur. Það er kannski eðlilegt að sama gangi yfir íslenska og erlenda aðila í þessum efnum en þetta eru ófær vinnubrögð. Ef menn vilja, að aflagjald sé lagt á grænlensku togarana átti að byija á því í upphafi, en ekki lokka þá hingað inn upp á eitthvað annað gjald, og koma svo aftan að þeim, þegar búið er að byggja hér upp aðstöðu þessi viðskipti farin að fest- ast í sessi. íslensk fyrirtæki ná aldr- ei árangri í þjónustu fyrir erlenda aðila ef að vinnubrögð sem þessi em viðhöfð,“ sagði Þórður Sverris- son. Þorvaldur Garðar Kristjánsson og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokks: Yfirsljórn öryggis- mála verði samhæfð FJÓRIR þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt fram á Al- þingi þingsályktunartillögu um að könnuð verði og undirbúin löggjöf um yfirstjórn öryggis- mála. Tilgangurinn er að sam- hæfa þá stjórnsýslu sem lýtur að öryggis- og löggæzlu ríkis og almennings í landinu. í greinar- gerð segir að þessi samræmda gæzla þurfi að vera þannig að Starfsmannafélag borgarinnar: Kjarasamn- ingurinn samþykktur FÉLAGAR I Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar samþykktu nýgerðan kjarasamning í alls- herjaratkvæðagreiðslu sem fram fór á föstudag og laugardag. Af þeim sem greiddu atkvæði voru 60% samþykkir samningnum. Á kjörskrá voru 2.464, en at- kvæði greiddu 538, eða 22% félags- manna. Af þeim voru 323 fylgjandi samningnum, eða 60%, en andvígir voru 205, eða 38%. Auðir seðlar. og ógildir voru 10, eða 2%. skipulagi og framkvæmd að hún geti tekið við verkeftium af varn- arliðinu eftir því sem við verður komið þegar til þess kemur að það hverfí af landi brott. í tillögutexta segir að hlutverk sérstakrar yfirstjórnar öryggsmála verði að fara með skipulega sam- stjórn lögreglumála, landhelgis- gæzlu og mála er varða tollgæzlu, almannavamir og aðra löggæzlu. Til að undirbúa setningu löggjafar- innar skal sett á fót nefnd sjö þing- manna sem kosin verði hlutbund- inni kosningu á Alþingi. Frum- varpsgerð á að vera lokið eigi síðar en 1. febrúar 1991. í greinargerð segir að tillagan kveði ekki á um veru varnarliðsins hér landi. Hún fjalli hins vegar um að komið verði á fót sameiginlegri stjórn eða einni stjórn, sem sam- hæfi þá stjórnsýslu er lúti að ör- yggi og löggæzlu. „Það er gert ráð fyrir að þessi samræmda gæzla sé þannig að skipulagi og framkvæmd að hún sé þess umkomin að taka við verkefnum af vamarliðinu eftir því sem við verður komið og allri öryggis- og löggæzlu á Keflavíkur- flugvelli þegar til þess kemur að varnarliðið hverfur af landi brott.“ Fyrsti flutningsmaður tillögunn- ar er Þorvaldur Garðar Kristjáns- son. Meðflutningsmenn em Matt- hías A. Mathiesen, Friðjón Þórðar- son og Olafur G. Éinarsson. Sjá nánar á þingsíðu, bls. 27.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.