Morgunblaðið - 20.02.1990, Side 7

Morgunblaðið - 20.02.1990, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990 7 Reykjavíkurhöfii: Rekstrar- sljóri ráðinn JÓHANNES Ingólfsson hafiisögu- maður, hefur verið ráðinn.rekstr- arstjóri við Reykjavíkurhöfn. Hann starfaði sem stýrimaður og skipstjóri hjá skipafélaginu Jökl- um áður en hann réðist til Reykjavíkurhafnar fyrir rúmum 20 árum. 26 umsóknir bárust um starfið. Að sögn Hannesar J. Valdimars- sonar hafnarstjóra, er hér um nýtt starf að ræða. í starfi rekstrarstjóra felst að þjónusta skip og viðskipta- vina, sjá um leigu á verbúðum og landi á hafnarsvæðinu og að auki hafa umsjón með annarri þjónustu er höfnin veitir. Grindavík: Sjómenn óánægðir með jBskverð Grindavík. SJÓMENN á bátaflota Grindvík- inga héldu fund i lok síðustu viku um fískverð í ljósi hugmyndar verðlagsráðs sjávarútvegsins um fískverðshækkun. Ákvörðun hef- ur nú verið vísað til yfirnefiidar og taka fiilltrúar sjómanna ekki þátt í störfiim hennar. Verðlagsráðið leggur til 3% hækk- un á fiskverði sem er í samræmi við nýgerða kjarasamninga. Auk þess kom fram hugmynd um að greiða 0,4% uppbót á 70% þess afla sem landað er hér á landi. Á fundinum í Grindavík sem hald- inn var að frumkvæði sjómanna kom fram megn óánægja með þann mikla aðstöðumun sem er á milli þeirra báta sem selja á fiskmarkaði eða í gáma og þeirra sem selja fiskinn beint til útgerðarmanna. Sem dæmi um mun á hásetahlut heyrðist nefnt að sjómaður á bát sem landaði í gám hafði um 350.000 í hlut á móti trygg- ingu háseta á bát sem landaði í vinnsluhús í landi. Trygging í dag er um 100.000 kr. á mánuði. Á fundinum sem var fjölsóttur komu fram raddir um að setja allan fisk á markað til þess að jafna þenn- an aðstöðumun. Einnig komu fram hugmyndir um að setja hluta af af- lanum á markað. Einn sjómaður sagði að það væri hart að sjómenn fyrir austan og norðan fara fram á markaðstengt verð fyrir aflann með- an sjómenn í Grindavík mega ekki landa á markaðinn þó hann sé við hliðina á þeim. Eftir líflegar umræður ákvað fundurinn að kjósa 6 manna nefnd til viðræðna við fiskkaupendur þar sem farið verður fram á lagfæringu á þeirri mismunun á launum sjó- manna sem viðgengst þar sem sumir bátar afla í gáma eða selja á markað en aðrir ekki. - FÓ Viatka þvottavél 31.600stgr. RÖNNING KRINGLAN — Sími 68 58 58. — Garðabær: Fjárhagsáætlun samþykkt BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur samþykkt fjárhagsáætlun bæjar- ins fyrir árið 1990. Þar er gert ráð fyrir að sameiginlegar tekjur bæjarsjóðs verði um 537,6 milljónir króna og að aðaltekjustofhinn, útsvör, verði 413,4 milljónir króna eða 77% af sameiginlegum tekjum. Jóhannes Ingólfsson Að sögn Ingimundar Sigurpáls- sonar bæjarstjóra, er ekki tekið til- lit til nýgerðra kjarasamninga í fjár- hagsáætluninni og verður hún tekin til endurskoðunar í mars. Áætlunin gerir ráð fyrir að 94,9 millj. verði varið til fræðslumála og' er það stærsti útgjaldaliðurinn eða 25% af heildarrekstrargjöldum. Næst eru framlög til almannatrygginga og félagshjálpar, um 58,1 millj. eða 16% af rekstrargjöldum. Rekstrar- afgangur er 162,1 millj. eða 30,2% af sameiginlegum tekjum, en áætl- að er að veija 312,6 millj. til fram- kvæmda á árinu. Efst á lista yfir framkvæmdir er malbikun og nýbygging gatna og er áætlaður kostnaður vegna þeirra um 127 millj. Þá er gert ráð fyrir byggingu leikskóla í nýju hverfi á austanverðum Arnarneshálsi og er fyrirhugað að taka hann í notkun í mars 1991. í fjárhagsáætluninni er 10 millj. veitt til framkvæmda við viðbyggingu Flatarskóla og 15 millj. Til endurbóta og innréttinga á heilsugæslu Garðabæjar. TILB0Ð RÚMFATNAÐUR Ódýrt - Ódýrt Mikið úrval týmsum litum og mynstrum. 100<yobómull 990,' ABREIÐUR Mjúkar akryl ábreiður ( mismunandi litum SÆNGUR £2 ■\r*i M9stk. TttBOB W Faileg röndótt handklæði 990,- Frottesloppar. Dömu og herra 1690.- RÚM Rúm - 'n,£tó&Á' Massíf fura, glærlökkuð St. 150x200 cm. Kieijií- moo,- Sissel RUM úr massívri furu 85 x 200. 140 X 200 6.900,1 ^s8900,m SOKKA-TILBOO fOpor BADSKÁPAR MEÐ SPEGLl m 2990,- ■ Kojurúm öoigglega ódýrasta kojunimiö sem þú getur fenglö. Steridegt nim úr massifri furu. Dýnu- stsrA70x190sm. aðoo,- Stærðir 70 x 190,85 x 190, 70 x 200,85 x 200, 90 x 200, 75 x 190, 75 x 200 cm. 75990,- Opið: Mán.-fim. kl. 09.30-18.00 Föstud.kl. 09.30-19.00 laugard.kl. 10.00-16.00 Audbrekku3 200Kópavogí S.40460 Óseyrl4 600Akuneyri s. (96)26662 Skottan 13 108 fleyíýavft - Slmi 6874»

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.