Morgunblaðið - 20.02.1990, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.02.1990, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990 Ráðuneyti án verkeftia eftir Birgi ísleif Gunnarsson Fyrir skömmu ritaði ég hér í Morgunblaðið grein um væntanlega umfjöllun Alþingis um stofnun umhverfisráðuneytis. Þar rakti ég þann tvíþætta ágreining sem væri um málið: Annars vegar um máls- meðferð þar sem verið væri að draga þennan mikilvæga málaflokk niður í svað pólitískra hrossakaupa vð Borgaraflokkinn. Hins vegar væri mikill efnislegur ágreiningur um það hvort rétt væri að stíga þetta skref, að stofna sérstakt umhverfisráðuneyti. Ekki skal end- urtekið hér það sem í þeirri grein stóð. Mig skorti hugarflug Eg verð að viðurkenna að þegar „Nú skyldi samþykkja lögin um að stofina ráðuneytið en geyma ákvörðun um hvaða verkeftii ráðuneytið ætti að fá. M.ö.o. stoftia ráðuneyti án verkeftia.“ ég ritaði þessa grein í Morgun- blaðið skorti mig hugarflug til að sjá fyrir enn eitt atriði sem mikill ágreiningur hefur orðið um varð- andi meðferð málsins. Sá þáttur málsins er hins vegar svo einstakur að nauðsynlegt er að vekja rækilega athygli á honum. Mál þetta kom fyrir Alþingi í tveimur frumvörpum. Annað var frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð íslands, þar sem kveðið var á um að umhverfis- ráðuneyti yrði stofnað. Hitt frum- varpið var um hvaða verkefni hið nýja umhverfisráðuneyti ætti að fá. Nú eru ýmsir þættir umhverfismála hjá mörgum ráðuneytum og því þarf lagabreytingu til að flytja þá málaflokka til hins nýja ráðuneytis. Málin átti ekki að skilja í sundur Forsætisráðherra mælti fyrir báðum þessum málum í einni og sömu ræðunni þann 8. nóvember sl. Astæðan fyrir því var auðvitað sú að málin væru svo nátengd að þau yrðu ekki skilin sundur. Málun- um var báðum vísað til þingnefndar í einu og allir reiknuðu með að þau yrðu samferða í gegnum þingið. poggen pom Glæsileiki og hagkvæmni Þar sem gæöin koma fyrst Funahöföa 19, sími 685680 Birgir ísleifur Gunnarsson Þegar Alþingi kom saman að nýju eftir áramót var komið annað hljóð í strokkinn. Nú skyldi sam- þykkja lögin um að stofna ráðuneyt- ið en geyma ákvörðun um hvaða verkefni ráðuneytið ætti að fá. M.ö.o. stofna ráðuneyti án verk- efna. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa knúið málið í þann farveg og eru á góðri leið með að láta samþykkja stofnun umhverfísráðuneytis og enginn veit hvenær því verða með lögum fengin nokkur verkefni. Hvers vegna? En hvers vegna er gripið til þess- ara einstöku vinnubragða? Ástæð- urnar virðast tvær: Oþreyja for- manns Borgaraflokksins eftir því að fá ráðherratitil vð hæfi. Hin ástæðan er mikill ágreiningur innan stjórnarflokkanna um hvaða verk- efni hið nýja ráðuneyti á að fá.'Þar er deilt um flesta málaflokka. Á að slíta Hollustuvernd ríkisins í sundur og ef ekki hvar á yfirstjórn hennar að vera? Á að taka hluta af Landgræðslu ríkisins og Skóg- rækt ríkisins og setja undir hið nýja umhverfisráðuneyti? Á að taka hluta af verkefnum Siglingamála- stofnunar ríkisins og setja þau und- ir hið nýja ráðuneyti? Á að taka Veðurstofuna frá samgönguráðu- neytinu og setja undir hið nýja ráðu- neyti? Þetta eru dæmi um spurning- ar sem hart er deilt um á stjórnar- heimilinu. Eldarnir loga Á meðan eldarnir loga glatt á ríkisstjórnarheimilinu á að stofna nýtt ráðuneyti án verkefna. Nátt- úruverndarmál verða t.d. áfram hjá menntamálaráðuneyti þar til lögum um það hefur verið breytt. Dýra- vernd og fuglafriðun verða á sama hátt áfram hjá menntamálaráðu- neyti. Yfirstjórn ráðstafana gegn umhverfismengun af völdum ein- nota umbúða verður hjá iðnaðar- ráðuneyti og þannig má áfram telja hvern málaflokkinn á fætur öðrum. Auðvitað var sjálfsagt og rétt að afgreiða hvort tveggja í einu: stofn- un ráðuneytis og hvaða verkefni það fengi. Nú á bara að stofna ráðu- neyti og síðan munu menn arka að auðnu um það hvort og þá hvenær það fær einhver verkefni. Höfundur er e/nn af AFGASRÚLLUR alþingismönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi. fyrir bílaverkstæöi Olíufélagið hf 681100 ARNAÐ HEILLA Í7A ára afmæli. í dag 20. *l \/ febrúar er sjötugur Jón Snorri Bjarnason frá Ögur- nesi, Hlíðavegi 5 ísafirði. Hann er að heiman i dag. Nk. laugardag, 24. þ.m., ætl- ar hann að taka á móti gest- um í safnaðarheimili Lang- holtskirkju kl. 15-18. F Bókfærsla I ] j Bókfærsla II j | Tölvubókhald j ! Tölvuskóli íslands ; Isími: 67 14 66, opið til kl 22Í Ummmmmmmmmmmmmmmmmmm*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.