Morgunblaðið - 20.02.1990, Síða 20

Morgunblaðið - 20.02.1990, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990 . MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20, FEBRUAR 1990 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Vantraust á fjár- málastjórn ríkisins Fjórir þingmenn Framsókn- arflokksins hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsálykt- unar um uppskurð og hagræð- ingu í ríkiskerfinu. Hún gerir ráð fyrir því að Alþingi feli ríkis- stjórninni að setja nú þegar á fót vinnuhópa til að móta tillög- ur um hagræðingu og uppskurð í ríkiskerfinu. „Starfsmarkmið ríkisstofnana verði endurmet- in“, segir í tillögutextanum, „og þau markmið, sem til grundvall- ár eru lögð við reksturinn, skil- greind að nýju og afnumin sjálf- virkni í útgjöldum . . .“ Tillag- an gerir ráð fyrir því að ríkis- stofnanir fái sjálfstæðan fjár- hag og stjórnendur þeirra beri ábyrgð á að halda þeim innan fjárlagarammans. Gera skal út- tekt á ýmsum þáttum í rekstri ríkisstofnana, sem bjóða má út, og huga áfrarh að sölu ríkis- fyrirtækja. Lokaorð tillögutext- ans eru þessi: „Miðað verði við að fækka ríkisstarfsmönnum um 1,5-2% á næstu þremur' árum.“ Það vakti athygli að enginn þeirra ellefu ráðherra, sem ríkisstjórnina skipa, tóku þátt í umræðunni. Flestir þeirra vóru fjarverandi; létu ekki svo lítið hlusta á umfjöllun þingis. Til- lagan fékk á hinn bóginn góðar undirtektir hjá stjórnarand- stæðingum. Þeir kröfðuzt þess hins vegar að Alþingi, fjárveit- ingavaldið, veldi hönnuði sparn- aðarátaksins í stað ríkisstjórar- innar. Hún væri sá „valdamikli vinnuhópur“, sem siglt hafi ríkisbúskapnum upp á sker tíu til tólf þúsund milljóna króna halla á tveimur árum [1989 og 1990]. Alþingi beri að taka fram fyrir hendur ríkisstjórnarinnar að þessu leyti á sama hátt og aðilar vinnumarkaðarins hafi tekið fram fyrir hendur hennar með mótun nýrrar efnahags- stefnu í gerð síðustu kjarasamn- inga. I greinargerð flutnings- manna segir: „Hallinn á ríkissjóði gæti orð- ið um 5.000 milljónir króna á þessu ári [1989] og e.t.v. annað eins á því næsta [1990]. Tíu þúsund milljóna króna halli á ríkissjóði á tveimur árum svarar til að hann tapi um fímmtán 500 tonna frystitogurum eða sem svarar 700 einbýlishúsum . . . Ráðið til þess að bregðast við tapi ríkissjóðs er að skera upp ríkiskerfið og beita hagræð- ingu. Eitt brýnasta verkefnið í íslenzku efnahagslífi er upp- skurður ríkiskerfisins Þetta eru orð í tíma töluð. Hins vegar verður ekki séð að stjórnarflokkarnir eða ríkis- stjórnin stefni að þessu marki, hvorki við fjárlagagerð né fram- kvæmd fjárlaganna. Það sést bezt af hrikalegum ríkissjóðs- halla, þrátt fyrir stóraukna skattheimtu. Skuldir ríkissjóðs hlaðast upp. Vaxtagreiðslur í ár verða um 10.000 m.kr. Hlut- fall vaxta í ríkisútgjöldum nálg- ast óðfluga að vera hið sama og hlutfall framkvæmda á veg- um ríkisins. Dæmin, sem varða veg stjórnarinnar í ríkisfjármunum, spanna flest aukna eyðslu. Dæmi: 1) Fjölgun ráðherra úr 9 í 11. 2) Áform um stofnun nýs ráðuneytis, þótt verkefni þess hafi ekki verið ákveðin. 3) Stofnun Atvinnutryggingar- sjóðs og Hlutafjársjóðs á næst- liðnu ári við hlið Byggðastofn- unar. 4) Útgjaldahækkun ráðu- neyta, ekki sizt fjármálaráðu- neytisins,_ við síðustu fjárlaga- gerð. 5) Á árabilinu 1980-1990 hækkuðu ríkissjóðsútgjöld um 20,7% að raungildi og ríkis- starfsmönnum fjölgaði á sama tíma um 3.300 manns. Á síðustu árum hefur störfum í ríkis- búskapnum fjölgað jafnt og þétt á sama tíma sem störfum hefur fækkað á hinum almenna vinnu- markaði og atvinnuleysi hefur vaxið meira en dæmi eru um síðustu tvo áratugi. Tillaga íjögurra þingmanna Framsóknarflokks, sem hér hef- ur verið fjallað um, er vantraust á fjármálastjórn ríkisins, eins og hún hefur verið liðin miss- eri. Það er rétt, sem fram kem- ur í greinargerð þingmannanna, „að halli ríkissjóðs verður ekki brúaður með skattahækkun- um“._ Ríkisstjórnin hefur þegar sett íslandsmet í skattheimtu á fólk og fyrirtæki. Þar verður ekki öllu lengra gengið. Efnisatriði tillögunnar eru góðra gjalda verð. Alþingi ber hinsvegar að kjósa sparnaðar- nefndina eða fela fjárveitinga- nefnd að gera strangar tillögur um niðurskurð, hagræðingu og aðhald. Flutningsmenn tillög- unnar komast ekki, þrátt fyrir þarfar ábendingar, sem falla að sjónarmiðum stjórnarandstöð- unnar, hjá pólitískri ábyrgð á ríkisstjórninni eða fjármála- stjórninni meðan þeir styðja ríkisstjórnina, m.a. við sam- þykkt og framkvæmd fjárlaga. Heimsókn Vaclavs Havels: Morgunblaðið/Bjami Litið inn íHöfða Er heimsókn Vaclavs Havels forseta var undirbúin lét hann f ljós ósk um að heimsækja fundarstað leiðtoga risaveldanna haustið 1986, Höfða. Þar tók Davíð Oddsson borgarstjóri á móti forsetahjónunum °g fylgdarliði þeirra á tröppunum. Havel heilsaði nokkrum löndum sínum og borgarfulltrúum áður en hann skoðaði fundarherbergið fræga og ritaði nafn sitt í gestabókina þar. Þröngt var á þingi og áttu starfs- menn utanríkisráðuneytisins fullt í fangi með að ryðja Olgu Havlovu forsetafrú braut í gegnum fréttamannaskarann á eftir eiginmanninum. Er borgarstjóri lýsti tilhögun leiðtogafundarins furðaði Havel sig á því að stóll Reagans skyldi ekki hafa vísað í austur og stóll Gorbatsjovs í vestur. „Það er annars ótrúlegt að svona stórir hlutir skuli hafa verið ákveðnir í svo litlu herbergi," sagði Havel. Blaðamannafiindur forseta Tékkóslóvakíu: hafa mótandi áhrif á ritstörfin í framtíðinni. „Gefist mér aftur tóm til að sinna ritstörfum mun ég áreið- anlega ekki skrifa leikrit um þessa reynslu mína. Ég efast raunar um að ég gæti skrifað slíkt leikrit og jafnvel þótt ég gerði það þá myndi leikritið ekki vera tvær klukkustund- ir að lengd heldur myndi sýningin taka nokkra mánuði!“ Aðspurður kvaðst Havel ekki vita hvort hann gæfi kost á sér í embætti forseta eftir að kjörtímabili hans lýkur í jún- ímánuði en þá munu ftjálsar kosning- ar fara fram í landinu. „í raun er það ekki undir mér komið. Það fer eftir vilja þeirra pólitísku afla sem nú eru starfandi í Tékkóslóvakíu. Ég get aðeins samþykkt tilnefningu þeirra eða hafnað henni.“ Viðbrögð við hruni kommúnismans Forsetinn var spurður hvort hann teldi stuðning erlendis frá við lýðræð- isþróunina í Tékkóslóvakíu mikil- vægan og hvaða augum hann liti kommúnista á Vesturlöndum sem ekki vildu ræða eigin fortíð eða fortíð flokka sinna. Forsetinn vitnaði til tékknesks spakmælis „Hjálpaðu sjálfum þér og þá munu aðrir hjálpa þér.“ Hann kvað þetta eiga við um baráttu lýðræðissinna í Tékkósló- vakíu. „En vissulega gleðja viðbrögð erlendra ríkja okkur.“ Forsetinn sagði að menn yrðu sjálfir að ákveða hvernig þeir brygðust við hruni kommúnismans. „Vilji menn lýsa yfir því með skýrum og ótvíræðum hætti að þeir séu eða hafi verið kommúnistar er engin ástæða til að láta það ógert“. Havel sagðist telja að Sovétmenn væru reiðubúnir til að kalla herlið sitt frá öllum löndum Austur-Evrópu og að samningaviðræður um brott- flutning Rauða hersins frá Tékkósló- vakíu gætu orðið til þess að ryðja brautina að þessu marki. Sagðist forsetinn vona að þetta leiddi af sér frekari slökun á spennu í samskiptum austurs og vesturs. Það væri hins vegar Sovétríkjanna að ákvarða hve- nær heraflinn yrði fluttur á brott. Þessi þróun myndi síðan hafa áhrif á stöðu mála í álfunni allri. Að blaðamannafundinum loknum var Havel viðstaddur hátíðarsýningu í Þjóðleikhúsinu á leikritinu „Endur- bygging". Um kvöldið hélt forseti íslands opinbera móttöku til heiðurs Havel og eiginkonu hans, Olgu Havlovu. Havel hélt síðan af landi brott um klukkan tíu á sunnudags- morgun áleiðis til Ottawa í Kanada. Brottförin tafðist í rúma klukkustund vegna þess að forsetinn fór í stutta skoðunarferð um Reykjavík áður en haldið var til Keflavíkurflugvallar. „Ég vissi ekki að hér væri töluð tékkneska“ HÓPUR fólks af tékkneskum uppruna, sem búsett er hér á landi, fagnaði Vaclac Havel Tékkóslóvakíuforseta er hann kom til Hótel Sögu frá Keflavík- urflugveili. Fólkið hrópaði á tékknesku: „Lifí Havel“ og „Lifi Charta 77“. „Ég vissi ekki að hér á íslandi væri töluð tékkneska," sagði forsetinn þegar hann heils- aði löndum sínum. Mikill fögnuður var í hópi Tékk- anna vegna komu Havels. „Hann er að gefa okkur frelsið aftur,“ sagði Magnús R. Magnússon, sem er borinn og bamfæddur í Tékkó- slóvakíu en hefur búið á íslandi frá 1948. „Þetta er staðfesting á því, sem hefur gerzt í Tékkóslóvakíu," sagði Olga Franzdóttir. „Nú fara menn að trúa því í alvöru að það hafí gerzt, sem við höfum fylgzt með í fjölmiðlum.“ Olga hefur búið hér frá 1963. Tékkarnir ákváðu að safnast saman við Hótel Sögu þar sem allt útlit var fyrir að þeir fengju ekki tækifæri til að hitta forsetann við neitt annað tækifæri, en Davíð Oddsson borgarstjóri bauð þeim hins vegar til móttökunnar í Höfða síðar um daginn og bætti þar með úr því hversu stuttan fund fólkið átti með Havel á Sögu. Ari Lieber- mann, Tékki búsettur hér á landi, kom að máli við Morgunblaðið og sagði að leitað hefði verið eftir því, meðal annars við sendifulltrúa Tékkóslóvakíu hér, að fá að eiga fimm mínútna fund með forsetan- um til þess að tjá honum stuðning. Tékkum hefði sámað mjög að ekki hefði verið orðið við þeirri málaleit- an. „í fyrsta sinn í marga áratugi eru Tékkar hvar sem er stoltir af forseta sínum og _við vildum sýna honum stuðning. Ég er mjög þakk- | látur Davíð Oddssyni. Hann sýndi ► að hann er sá eini hér á íslandi, ; sem mundi eftir okkur. Því miður náðist ekki til okkar allra, þannig í að sumir vissu ekki af boðinu í Höfða,“ sagði Ari. Nokkrir herstöðvaandstæðingar voru einnig mættir fyrir framan Hótel Sögu er Havel bar að garði og veifuðu þeir spjöldum með slag- orðum um úrgöngu íslands úr NATO og brottrekstur vamarliðs- ins. i Stend við orð mín hvort sem ég er andófsmaður eða forseti - sagði Vaclav Havel er hann rakti ástæður heimsóknar sinnar til Islands Olga Havlova forsetafrú: Betra en að vera spurð af öryggislögreglunni VACLAV Havel, forseti Tékkósló- vakiu, sagði á fúndi með íslenskum og erlendum blaðmönnum á laug- ardag að nokkrar ástæður hefðu búið að baki því að hann hefði ákveðið að sækja Islendinga heim. Nú þegar ákveðið hefði verið að innleiða lýðræði í Tékkóslóvakiu væri vitanlega athyglisvert að sækja heim það Iand sem ætti elsta starfandi þing i heimi. Þá minnti hann á að upphaflegt tilefni heim- sóknarinnar hefði verið boð um að vera viðstaddur frumsýningu Þjóðleikhússins á leikritinu „End- urbygging". „Ég vil standa við orð mín hvort sem ég er andófsmaður eða forseti". Víða var komið við á fundinum og sagði Havel m.a. að hann vissi ekki hvort hann yrði áfram forseti eftir að frjálsar kosn- ingar hefðu farið fram í heima- landi hans. Þá fjallaði hann stutt- lega um lýðræðisþróunina í Tékkóslóvakíu og kvaðst telja að Sovétmenn væru reiðubúnir að kalla herafla sinn heim frá löndum Austur-Evrópu. Havel sagði í stuttu ávarpi er hann flutti, að nokkru áður en hann var kjörinn forseti Tékkóslóvakíu um áramótin heýði honum borist boð um að koma til íslands og vera viðstadd- ur frumsýningu á leikritinu „Endur- bygging". „Og ég vil standa við orð mín hvort sem ég er andófsmaður eða forseti Tékkóslóvakíu". Á fund- inum gat Havel þess að hann hefði ekki séð uppfærslu á neinu leikrita sinna í rúm 20 ár. Hins vegar hefði hann nýlega verið viðstaddur sýn- ingu á einþáttungi í Prag. í fótspor víkinga Forsetinn vék að því að hann og fylgdarlið hans væri á leið til Banda- ríkjanna og kvað það viðeigandi að höfð væri viðdvöl á íslandi. „Tékkar eru nú að uppgötva Bandaríkin og það er sagt að víkingar hafi fundið Ameríku og því fylgjum við nú í fót- spor þeirra. Að auki hefur nafnið Reykjavík yfir sér hljóm friðar. Tékk- neska ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að boða frið á annan og djúpstæðari hátt en stjórnvöld gerðu áður og því varð þetta fallega nafn höfuðborgarinnar okkur hvati til að koma til Islands". Forsetinn gat þess að tékkneska ríkisstjórnin stæði nú í samningaviðræðum við Sovétmenn um brottflutning Rauða hersins og því hefðu Tékkar áhuga á landi sem hefði engan her. Havel vék einnig að því að Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, hefði áður staðið framarlega í leikhúslífi íslendinga og hefði það vakið áhuga hans á landi og þjóð en Havel er sem. kunnugt er eitt þekktasta leikskáld Tékka. Hann minnti á að forseti ís- lands hefði á árum áður verið leik- hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur. Sjálfur gæti hann vel hugsað sér að gerast leikhússtjóri er forsetaferli hans lyki og þá ef til vill stjórna litlu og framsæknu leikhúsi. Hann lét þess getið að hann hefði boðið for- seta Islands að koma til Tékkósló- vakíu. Þær upplýsingar fengust á skrifstofu forseta íslands í gær að ekki hefði verið um formlegt boð um opinbera heimsókn að ræða. Algengt væri að forseti íslands fengi óform- leg boð um að sækja heim erlend ríki og yrði málið kannað nánar. Skilningur smáþjóða Havel sagði að í landfræðilegu til- liti væri ísland nokkuð langt frá Evrópu en andlega og í pólitískum skilningi stæðu landsmenn nærri þjóðum Evrópu. „Við búum hins veg- ar í Evrópu miðri en eigum engu að síður langa leið fyrir höndum ætlum KONAN á bak við Vaclav Havel heitir Olga. Til hennar skrifaði hann 144 fræg bréf úr fangels- inu, sem siðan hafa verið birt opinberlega. Þar segir hann ein- mitt á einum stað að þau hjónin komi úr ólíku umhverfi, hún úr verkamannastétt, hann af menntamönnum, hún sé raunsæ og lítið tilfinningasöm, standi föstum fótum á jörðinni, og ekki sé hægt að hnika henni. I Olgu hafi hann fúndið það sem hann þurfti, einhvern sem gat gagn- rýnt fjarstæðukenndar hug- myndir hans og veitt honum per- sónulegan stuðning í ævintýra- legu lífi hans. „Alla mína ævi hefi ég ráðgast við hana um allt sem ég geri,“ segir hann. Blaðamanni fannst hann því þekkja ofurlítið til þessarar konu af bréfunum, þótt svarbréf hennar sjálfrar séu óþekkt, og fýsti að hitta hana. Það var ekki auðvelt í svo samanþjappaðri eins dags heimsókn forsetahjónanna til íslands. Við- brögð hennar voru í samræmi við þessa lýsingu, þegar drepið var á viðtal í örstuttri viðdvöl þeirra hjóna í boði borgarstjóra í Höfða. Hún var varfærin, kvaðst ekki vilja hafa blaðaviðtal nema gegnum túlk, því enskan sín gæti valdið misskiln- ingi, en við skyldum reyna að hitt- ast aðeins síðar á Hótel Sögu. Þeg- ar þangað var komið reyndist túlk- urinn önnum kafinn á blaðamanna- fundi með manni hennar og þessi stutti tími fór eiginlega í að bíða eftir túlki. En við spjölluðum á meðan saman utan dagskrár. Eðlilega barst talið að bréfunum og hve augljóslega Vaclav á þar allt sitt undir henni, biður hana m.a. um að safna öllum bókum um heimspekileg og bókmenntaleg efni, sem hún viti að hann vilji og þurfi að lesa þegar hann komi aftur. Gerði hún það? „Auðvitað gerði ég það. Það var ekki erfítt. Enda keypti ég þetta líka handa sjálfri mér,“ svarar hún snögg upp á lag— ið. „Það var orðið mikið bókasafn, þegar hann losnaðl loksins. En þá hafði hann varla tíma til að lesa. Lífíð gekk svo hratt fyrir sig. Hann hafði ekki tíma til annars en að Morgunblaðið/Ámi Sæberg Tékkarnir veifúðu þjóðfána Tékkóslóvakíu og skiltum með áletrun- um á tékknesku. Á skiltunum stóð meðal annars: „Velkominn til ís- lands“, „Lifi borgaravettvangur" og „Sannleikurinn sigrar", en það var slagorð Tomasar Mazaryks, fyrsta forseta Tékkóslóvakíu, og fleiri forystumanna þarlendra fyrr á tímum. Tékkar á íslandi tóku á móti Havel: Morgunblaðið/Árni Sæberg Vaclav Havel á fundi með blaðamönnum á Hótel Sögu á laugardag. Forsetanum á hægri hönd er Mic- hael Zantovsky, blaðafúlltrúi Havels, en lengst til hægri á myndinni er túlkur forsetans. við okkur að nálgast önnur Evró- puríki. Við töldum því að það hefði táknræna merkingu að skiptast á skoðunum við íslendinga," sagði for- setinn og bætti við að sagan sýndi að smáþjóðir hefðu ævinlega mikinn skilning á þeim vandamálum sem önnur ríki stæðu frammi fyrir. Loks sagði forsetinn að það hefði verið ánægjulegt að koma til íslands og fá tækifæri til að anda að sér fersku lofti því Tékkóslóvakía væri orðin ein helsta „uppspretta“ mengunar í Evr- ópu. Alræðinu haftiað Havel var spurður hvemig núver- andi ríkisstjórn Tékkóslóvakíu gæti komið á nauðsynlegum breytingum á sviði stjórn- og efnahagsmála í ljósi þess að kommúnistar væru enn í röðum valdahafa. Forsetinn sagði það ekki vera stefnu ríkisstjómarinn- ar að uppræta kommúnista í Tékkó- slóvakíu. „Um 1,7 milljón manna var í kommúnistaflokknum þó svo þeim hafi nú fækkað nokkuð. Allir geta tekið þátt í lýðræðisþróuninni í Tékkóslóvakíu og þá skiptir engu hvort viðkomandi er eða hefur verið félagi í kommúnistaflokknum“. Ha- vel sagði lýðræðisþróunina í Tékkó- slóvakí ekki miða að því að uppræta sovésk áhrif í landinu heldur hefði alræðisskipulaginu verið hafnað. Kvað hann þetta gilda um stjómkerf- ið, samfélagið allt og hugsunarhátt þjóðarinnar. Forsetinn kvaðst vera þess fullviss að lýðræðisþróunin í ríkjum Austur-Evrópu yrði ekki stöðvuð. Havel sagði reynsluna hafa kennt sér að undrast ekki neitt og af þeim sökum héldi hann stillingu sinni og sálarró þó svo vissulega væm það gífurleg viðbrigði að vera nú talinn ástmögur tékknesku þjóðarinnar í stað þess að vera talinn til óvina ríkissins likt og gilti er kommúnistar voru einráðir í Tékkóslóvakíu og Havel var fangelsaður fyrir skoðanir sínar. Hann kvaðst efast um að reynsla sín í embætti forseta myndi Svona á leikritið að vera Morgunblaðið/Bjami Olga Havlova kemur með manni sínum, Vaclav Havel, í Þjóðleik- húsið. skrifa leikrit og greinar, því að við störfuðum fyrir neðanjarðarblöðin." Hún er spurð hvort hún hafi aldrei hikað við að leggja sig í þessa hættu og fylgja honum og svarið var snöggt: Nei. Með túlkinum komu tékkneskir sjónvarpsmenn og fóru að snúast í kring um okkur og ég spurði Olgu hvort henni bregði ekki við öll læt- in núna, með fréttafólk og mynda- tökufólk við hvert fótmál, eftir að hafa verið svo lengi haldið til hliðar í lífinu og hún svarar:„Þetta er miklu ánægjulegra en að raktar séu úr manni garnirnar af öryggislög- reglunni." Og hún útskýrir að þess- ir sjónvarpsmenn séu að taka upp fyrir myndband og það séu vinir hennar, því hún vinni með þeim sem ráðgjafí. Hún hafi undanfarin tvö ár unnið mikið með þessu fólki að fréttaþáttum fyrir sjónvarp. Áður varð að taka þetta upp og sýna í felum. „Nú erum við fyrir opnum tjöldum og í litum meira að segja. Við gerum okkur vel ljóst hve gífur- lega mikilvægur opinn fréttaflutn- ingur er og kunnum að meta hann.“ Og nú verður hún að drífa sig í Þjóðleikhúsið, sem er aðalerindi Is- landsferðarinnar. Olga kveðst hlakka til að sjá uppfærsluna á leik- riti manns síns á íslensku. Úti er íslenskt vetrarveður í ham og ís- lendingurinn fer auðvitað að afsaka veðrið. Leiðinlegt að þau skuli fá svona veður! „Hér er ekkert vont veður, svo lengi sem þið hafið ekki hvirfílbyl,“ segir þessi kjarkaða kona, sem hefur séð ýmislegt verra en hríðarveður á íslandi. E.Pá. öðru leikhúsfólki hana af spólu. Sýningunni var ákaflega vel tek- ið af leikhúsgestum. Endurbygg- ingin var frumsýnd á föstudags- kvöld, en á laugardag var sýning til heiðurs höfundinum, að viðstödd- um forseta íslands, Vigdísi Finn- bogadóttur, ríkisstjóminni og fleiri gestum. í sýningarlok var höfund- urinn hylltur með langvinnu lófa- taki. Gísli Alfreðsson þjóðleikhús- stjóri ávarpaði höfundinn og færði honum myndaalbúm með myndum úr sýningunni og hraunstein með kveðju frá Þjóðleikhúsinu. Brynja Benediktsdóttir leikstjóri sýningarinnar kvaðst kannast við ofangreind ummæli höfundarins, sem hefðu glatt sig mikið. Havel spurði hana hvers vegna ekkert ungt fólk væri í leikhúsinu, langaði til að vita viðbrögð þess Iíka. Og hún gat sagt honum að ungu fólki hefði verið boðið á nokkrar æfingar og leikritið þá vakið mikinn hlátur og gleði. Var hann mjög ánægður að heyra það. Sagðist ekki hafa heyrt viðbrögð við verkum sínum allan þennan tíma. Og nú þyrfti hann að sanna sig fyrir nýju fólki heima, sem ekkert þekkti til þeirra. Sagði Brynja að hann hefði haft orð á því að það væri ánægjulegt að skilningur gæti flust svona milli þjóða, eins og þarna hefði sannast. Svona vildi hann einmitt að Endur- byggingin væri flutt. - sagði Havel að lokinni sýningu á verki hans „ÉG HEFI ekki séð sýningu á verki eftir mig í 22 ár fyrr en nú,“ sagði leikskáldið og forset- inn Vaclav Havel eftir hátíða- sýningu í Þjóðleikhúsinu á leik- riti hans Endurbyggingunni síðdegis á laugardag. „En þessi sýning ætti að verða fyrirmynd að uppsetningu á þessu leikriti þar sem á eftir að setja hana upp í öðrum leikhúsum.“ Að honum var alvara má marka af því að hann var óánægður með sjónvarpsfólk sitt, að það skyldi ekki taka alla sýninguna upp, en það hafði aðeins tekið hluta hennar. Kvaðst hann vilja fá úr því bætt, til að geta sýnt Morgunblaðið/Bjami Höfundurinn, Vaclav Havel, var hylltur ákaft á sviði Þjóðleikhússins að sýningu lokinni. Til hægri er leikstjóri sýningarinnar, Brynja Bene- diktsdóttir, og til vinstri Erlingur Gíslason, sem leikur eitt aðalhlut- verkið í Endurbyggingunni, Seiýehr arkitekt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.