Morgunblaðið - 20.02.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990
27
Tillaga til þingsályktunar;
Yfirstjórn öryggismála
verði samræmd í lögum
Taki við verkefinum af varnarliðinu er það fer af landinu
„Alþingi ályktar að könnuð
verði og undirbúin setning lög-
gjafar um yfirstjórn öryggismála.
— Tilgangur með sérstakri yfir-
stjórn öryggismála verði að sam-
hæfa þá stjórnsýslu sem lýtur að
öryggis- og löggæzlu ríkis og al-
mennings í landinu. — Hlutverk
sérstakrar yfirstjórnar öryggis-
mála verði að fara með skipulega
samstjórn lögreglumála, land-
helgisgæzlu og mála sem varða
tollgæzlu, almannavarnir og aðra
öðryggisgæzlu."
Þannig er upphaf tillögu um sam-
hæfða yfirstjórn öryggismála, sem
fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks
lögðu fram á Alþingi í gær. Fyrsti
flutningsmaður er Þorvaldur Garðar
Kristjánsson. Meðflutningsmenn eru
Matthías A. Mathiesen, Friðjón
Þórðarson og Olafur G. Einarsson.
I tillögugreininni segir áfram:
„Til að undirbúa setningu löggjaf-
ar um yfirstjóm öryggismála skal
sett á fót nefnd sjö þingmanna sem
kosin verði hlutbundinni kosningu í
sameinuðu Alþingi. Nefndin skipti
með sér störfum. Hefur nefndin
heimild til að krefja opinberar stofn-
anir um upplýsingar og gögn um
hvaðeina sem verk hennar varða og
leita sérfræðiaðstoðar svo sem með
þarf.
Nefndin skal á haustþingi 1990
leggja fram á Alþingi áfangaskýrslu
um störf sín sem þar verði tekin til
umræðu. Að því loknu skal nefndin
halda áfram störfum sínum og ljúka
með frumvarpsgerð svo fljótt sem
auðið verður, en eigi síðar en 1.. febr-
úar 1991.
Kostnaður við störf nefndarinnar
verði greiddur úr ríkissjóði."
í greinargerð segir m.a.:
„Þessi ályktunartillaga kveður
ekki á um veru varnarliðsins hér á
landi. Hins vegar fjallar tillagan um
að komið verði á fót sameiginlegri
eða einni stjórn sem samhæfi þá
stjómsýslu, sem lýtur að öryggis-
og löggæzlu ríkis og almennings í
landinu. Það er gert ráð fyrir að
þessi samræmda gæzla sé þannig
að skipulagi og framkvæmd að hún
sé þess umkomin að taka við verk-
efnum af varnarliðinu eftir því sem
við verður komið og allri öryggis-
og löggæzlu á Keflavíkurflugvelli
þegar til þess kemur að vamarliðið
hverfur af landi brott. Það er hvorki
gengið út frá því að erlent varnarlið
verði í landinu um alla framtíð né
að innlendum her verði komið á fót.
Sú skipan öryggis- og löggæzlu,
sem hér er lagt til að stofnað verði
til, tekur mið af eðlismun einstakra
þátta löggæzlunnar og margbreyti-
leika. Engin breyting er gerð á skip-
an umboðsstarfa lögreglustjóra
þannig að gjaldheimta og tollheimta
heyra undir þá sömu og áður, hvort
sem um er að ræða fjármálaráðherra
eða aðra aðila. Eftir sem áður helzt
skipting landsins í lögsagnar-
umdæmi. Þeir málaflokkar, sem ekki
fara efir skiptingu í lögsagnar-
umdæmi, svo sem gæzla landhelg-
innar, lúta stjórn án umdæmisskipt-
ingar eins og hingað til. Sama er
að segja um almannavarnir og ýmiss
konar öryggisþjónustu svo að ekki
sé talað um þau verkefni sem beint
varða vamir landsins.
Gert er ráð fyrir að með yfirstjórn
allra öryggis- og löggæzlumála fari
forstjóri eða öryggismálastjóri sem
heyri undir dómsmálaráðherra.
Vegna mikilvægis þessara mála og
sérstaks eðlis má hugsa sér að Al-
þingi kjósi hlutfallskosningu nefnd
alþingismanna til eftirlits og varð-
stöðu um að öryggismálum sé haldið
utan við og ofar flokkspólitískum
hagsmunum og viðhorfum."
skipti stjómvalda af því máli skóla-
bókardæmi um undirmál, yfirklór og
klúður. í þeim skollaleik léku ráð-
herrar stór hlutverk.“
Þingmaðurinn sagði að afskipti
stjórnvalda af þessu máli næðu allt
aftur til 7. nóvmeber 1988 þegar
Olafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra hafi boðað tvo bankastjóra
Landsbankans á sinn fund „til að
ræða við þá hugsanleg kaup Lands-
bankans á Samvinnubankanum. Að-
ur höfðu forráðamenn SÍS verið í
sambandi við fulltrúa ríkisstjórnar-
innar, m.a. um þetta mál, og reyndar
einnig sölu á hlut Regins hf. í Aðal-
verktökum."
Friðrik rakti í ítarlegu máli fram-
vindu þessa máls. Hann minnti á að
Ríkisendurskoðun hafi talið hlut SÍS
í Samvinnubankanum 450- 500 m.kr.
virði. Bankaráð Landsbankans hafí
hinsvegar samþykkt 605 m.kr.
kauptilboð. „Hæstvirtur ráðherra og
formaður bankaráðs bæta síðan litl-
um 60 m.kr. við og meiri hluti bank-
aráðs felst á að gefa bankastjórunum
umboð til að ganga frá rnálinu."
Ekki er við SIS að sakast, sagði
þingmaðurinn. Auðvitað reyndu forr-
áðamenn þess að fá sem hæst verð
fyrir bankann. „Afskipti ráðherra og
formanns bankaráðs voru hins vegar
óheppileg og eru skólabókardæmi um
undirmál, yfirklór og klúður.“
Ekki á móti kaupunum
Þórhildur Þorleifsdóttir (SK-
RV) sagði þingmenn Samtaka um
kvennalista alls ekki á móti kaupum
Landsbanka á hlutabréfum SIS í
Samvinnubankanum. Hins vegar
væri ýmislegt athugunar vert við
aðdraganda málsins. Ríkisendur-
skoðun teldi og kaupverðið of hátt.
Ekki í tíð þessarar
ríkisstjórnar
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði ekkert óeðlilegt
við það að viðskiptabanki leitaði leiða
til að koma til björgunar stórs við-
skiptaaðila.
Ráðherrann sagðist heldur ekki
vera í stöðu til að meta hve háa vexti
eigi að greiða til SÍS vegna mál-
stafar. Það væri hlutverk bankans
að gera slíkt.
Þá sagði forsætisráðherra að ekk-
ert samkomulag væri í ríkisstjóminni
um að breyta ríkisviðskiptabönkum
í hlutafélög. Það yrði ekki gert í tíð
þessarar ríkisstjórnar.
Grafíð undan ríkisbönkum
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
(F-Ne) taldi það fjaðrafok, sem gert
væri úr þessu máli, til þess sviðsett,
að grafa undan grundvelli ríkisvið-
skiptabankanna.
Þingmaðurinn taldi hins vegar að
breyta þyrfti löggjöf um samvinnufé-
lög til samræmis við gjörbreytt þjóð-
félag, t.d. að leyfa útboð stofnsjóðs-
bréfa. Þá kæmi vel til greina að
breyta hluta af samvinnurekstri yfir
í almenningshlutafélög.
Frumkvæðið Landsbankans
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra ítrekaði, að fmmkvæðið væri
Landsbankans að þeim kaupsamn-
ingi sem hér væri ræddur. Rangt
væri að ríkisstjómin hafi dregið ein-
hverjar björgunaraðgerðir inn í
bankakerfið til að geta tekið þar á
málum í skjóli bankaleyndar. Hér
væri um viðskipti að ræða, báðum
aðilum hagkvæm.
Ráðherrann vitnað til 38. greinar
viðskiptabankalaganna. Með hliðsjón
af þeim og stöðu Landsbankans
gæti hann ekki einn klárað þetta
mál [kaup á öllum hlutabréfum Sam-
vinnubankans]. Samrunahagræðing
gæti og orðið meiri ef þriðji bankinn
kæmi til sögunnar.
Þá sagði ráðherra að öll þróun
mála innan EFTA og EB kynni að
leiða til þess að starfsemi erlendra
bankastofnana yrði leyfð hér á landi.
Mikilsvert væri að styrkja innlenda
viðskiptabanka til líklegrar sam-
keppni, bæði með sammna þeirra og
með því að breyta þeim í hlutafélög,
svo þeir geti styrkt eiginfjárstöðu sin
með útboðum hlutabréfa.
Kaupverð 50% of hátt
Hreggviður Jónsson (FH-Rn)
sagði ljóst að kaupverð á hlutabréf-
um SIS í 'Samvinnubankanum væri
50% of hátt, ef hliðsjón væri höfð
af verðmati Ríkisendurskoðunar.
Samt er því haldið fram að hér séu'
engin tengsl milli rekstrarstöðu SÍS
og framvindu málsins, ríkisstjómar-
innar og ríkisbankans, sem er kaup-
andi bréfanna.
Tvískinnungurinn
í vaxtamálum
Þorsteinn Pálsson (S-Sl) sagði
að lesa mætti út úr umsögn Ríkisend-
urskoðunar, að kaupverð hafi verið
um 200 m.kr. of hátt. Þessu hafí
ekki verið mótmælt af talsmönnum
stjórnarflokkann. Hin hliðin á málinu
væri svo umdeild vaxtagreiðsla.
Meðalraunvextir hafí verið tæp 5%
á sl. ári. Hér hafi verið fallizt á að
greiða 11% raunvexti til SÍS vegna
tafa á kaupum. Hvers eiga viðskipta-
menn Landsbankans að gjalda, sem
endanlega greiða SÍS-vextina, að
sæta allt öðrum vaxtakjörum. Hér
speglaðist dæmigerður tvískinnung-
ur ríkisstjómarinnar í vaxtamálum..
Umræðunni var frestað vegna
funda í þingflokkum.
Friðrik Sophusson um kaupin á bréfiim Samvinnubankans:
„Undirmál, yfirklór og klúður“
Forsætisráðherra og ráðherra bankamála á öndverðum
meiði um breytingu ríkisbanka í hlutafélög
Jón Sigurðsson, ráðherra bankamála, ítrekaði í þingræðu í gær, að
stefna beri að því að breyta viðskiptabönkum í eigu rikisins í hlutafé-
lög, til að styrkja stöðu þeirra í líklegri samkeppni við erlenda banka
hér á landi. Hann sagði mikilvægt að breyta lögum á þá lund að ríkis-
bankar, sparisjóðir og samvinnufélög geti aukið eigin fé með því að
bjóða út hlutabréf eða igildi hlutabréfa.
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði hins vegar að rikis-
bönkum yrði ekki breytt í hlutafélög í í tíð þessarar rikissjórnar.
Friðrik Sophusson og Þorsteinn Pálsson, þingmenn Sjálfstæðis-1
flokks, gagnrýndu harðlega meint yfirverð í kaupum Landsbanka á
hlutabréfum í Samvinnubankanum sem og „hávaxtagreiðslur" ofan á
yfirverðið.
Hver er stjórnarstefiian í
málefiium bankanna?
Friðrik Sophusson (S-Rv)
vitnaði til þeirra orða viðskiptaráð-
herra í síðustu viku, að eðlilegt væri
að erlendir bankar fengju að starfa
hér á landi í samkeppni við íslenzkar
lánastofnanir. Hann spurði, hvort
það mál hafi verið rætt í ríkisstjóm-
inni og hvort samstaða væri um það
milli stjómarflokkanna.
Þingmaðurinn vitnaði jafnframt til
þeirra orða viðskiptaráðherrans, að
skynsamlegasta leiðin í eignarhalds-
málum bankanna væri að breyta ríki-
sviðskiptabönkum í hlutafélög og
bjóða út nýtt hlutafé til almennings.
Er von á fmmvarpi um það efni á
þessu þingi? Er samstaða um málið
í ríkisstjórninni?
Loks vitnaði hann til þeirra orða
viðskiptaráðherra, að í ráðuneyti
hans væru frumvarpsdrög að nýjum
lögum um samvinnufélög, þess efnis,
að þau fái heimild til að gefa út stofn-
sjóðsbréf eins og hlutafélög gefa út
hlutabréf. Getur verið, spurði hann,
að forsvarsmenn samvinnuhreyfíng-
arinnar séu andvígir slíku fyrirkomu-
lagi, eins og skilja mátti af orðum
ráðherrans?
U mframgreiðslur til SÍS
Friðrik Sophusson ræddi sér-
staklega það sem hann kallaði „um-
framgreiðslur til SIS vegna kaup-
anna á hlutabréfum Samvinnubank-
ans“. Hann sagði „sérkennileg af-
Arrow Air millilendir í Kefiavík:
Verdur ekki til að létta okkur
lífíð, minnki okkar hlutur
- segir blaðafulltrúi Flugleiða
,,VIf) teljum að erfitt sé að skipta þessum markaði sem um er
að ræða , og ef einhver veruleg hlutdeild okkar fer út þá verð-
ur það ekki til að létta okkur lífið,“ sasgði Einar Sigurðsson,
blaðafiilltrúi Flugleiða, um leyfi sem samgönguráðherra hefur
veitt ameríska flugfélaginu Arrow Air til að millilenda hér á
landi í farmflutningum milli Amsterdam og New York.
Arrow Air, sem er undirverk- ríkjanna. Einar Sigurðsson sagði
taki bandaríska flugfélagsins
Pan Am í farmflutningum frá
Amsterdam til New York, hefur
fengið bráðabirgðaleyfi til að
millilenda hér á Iandi næstu þijár
vikur á leiðinni vestur yfir haf á
meðan beðið er staðfestingar
bandarískra yfirvalda á félaginu,
en að henni fenginni á félagið
að geta lent hér samkvæmt loft-
ferðasamningi íslands og Banda-
þetta vera til marks um þá sam-
keppni, sem í auknum mæli væri
að koma erlendis frá inn á flug-
leiðimar hingað og nú væri að
færast inn á Ameríkuleiðimar,
en Flugleiðir hefðu margsinnis
bent á að samskipti íslands við
önnur lönd í flugmálum byggð-
ust á tvíhliða samningum.
„Við erum ákveðnir í að mæta
þessu með þeirri þjónustu sem
við höfum hingað til boðið upp
á, en undanfama mánuði höfum
við verið að auka mjög fraktflug
til Bandaríkjanna, og við gemm
ekki ráð fyrir að neitt verði dreg-
ið úr því. Við höfum náð að þjóna
markaðnum án þess að tapa
verulegum upphæðum á því, en
við höfum verið með leiguvélar
í fraktinni, og reynt að gera
samninga til lengri tíma um vél-
amar til að halda niðri verðinu.
Þannig höfum við verið að leita
hagræðingar í þessum rekstri og
það munum við halda áfram að
gera, en það verður með þetta
eins og á öðram flugleiðum þar
sem samkeppnin fer vaxandi, að
það er hún sem ræður úrslitum
á endanum,“ sagði Einar.