Morgunblaðið - 20.02.1990, Síða 30

Morgunblaðið - 20.02.1990, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990 t Móðir mín, BJÖRG TÓMASDÓTTIR frá Miðhóli, er látin. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskapellu næsta mánudag kl. 15.00. Tómas Gunnarsson. t Móðir mín og tengdamóðir, BJARNEY FRIÐRIKSDÓTTIR, Marargötu 1, andaðist á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10b, 17.febrúar. Sigurður P. Sigurjónsson, Hulda Lárusdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR SIGURJÓNSSON, Austurbrún 25, lést aðfaranótt 18. febrúar í Landakotsspítala. Guðrún Pétursdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir mín, LÁRA LÁRUSDÓTTIR VÁRNHED til heimilis f Sydney, Ástraliu, lést 17. febrúar sl. Fyrir hönd aðstandenda. Björn Þórðarson. t Frænka okkar og systir, SVAVA ÞORSTEINSDÓTTIR fyrrum kennari, áðurtil heimilis á Hringbraut 37, andaðist á Hrafnistu sunnudaginn 18. febrúar. Anna Viggósdóttir, Eyvör Þorsteinsdóttir, Birna Viggósdóttir, Kristrún Cortes, Þorsteinn Júlíus Viggósson, Þorsteinn H. Þorsteinsson. t Eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, mágur og frændi, VALGEIR KRISTÓFER HAUKSSON, Spóarima 15, Selfossi, andaðist laugardaginn 17. febrúar. Sigríður Herdís Leósdóttir, börn og stjúpdóttir. Halldóra Jónsdóttir, Haukur Kristófersson, Margrét Hauksdóttir, Bragi Guðmundsson, Guðrún Hauksdóttir, Jóhannes Jóhannesson, og systrabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GEIR MARINÓ JÓNSSON, Goðatúni 15, andaðist í Landspítalanum 18. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. María Elisabet Gestsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SKARPHÉÐINN JÓNSSON fyrrv. bifreiðastjóri, Hvassaleiti 28, lést á heimili sínu 18. febrúar. Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, Sverrir Skarphéðinsson, Ingólfur Skarphéðinsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarna- börn. Minning: GuðMður L. Bene- diktsdóttir kaupkona Fædd 26. maí 1902 Dáin 12. febrúar 1990 Guðfríður Lilja Benediktsdóttir fæddist á Hóli í Hörðudal, Dala- sýslu 26. maí 1902. Foreldrar henn- ar voru Margrét Steinunn Guð- mundsdóttir og Benedikt Bjami Kristjánsson bóndi þar 1902-1907. Lilja var yngst 7 systkina sem kom- ust á legg og eru nú öll látin. Benedikt og Margrét tóku við stórbúi föður Benedikts, Kristjáns hreppstjóra og dannebrogsmanns á Þorbergsstöðum í Laxárdal við andlát Kristjáns, 2. apríl 1907. Ása Egilsdóttir, móðir Benedikts, lést nákvæmlega 10 árum áður eða 2. apríl 1897. Kristján hafði reist stórt og mikið íbúðarhús úr timbri á jörð- inni og var því hinni barnmörgu fjölskyldu ekki í kot vísað. Þarna ólust upp við störf og leik alsystkinin sjö: Egill, Hólmfríður, Ása, Kristján, Jakob, Ágúst og Lilja, en auk þeirra börn Margrétar frá fyrra hjónabandi, Ása og Hjört- ur. Þá tóku þau ágætu hjón í fóstur til sín þrjú bamaböm sín þau Margréti Bjömsdóttur Ármann, Kristján Bjarnason og Svölu Krist- jánsdóttur. Á Þorbergsstöðum var bæði hús- og hjartarými nóg hjá hinni stóm fjölskyldu. „Morgunstund gefur gull í mund“ voru einkunnarorð húsbænda. Risið árla úr rekkju og gengið seint til náða. Mikill þurfti afrakstur starfs- ins að vera, þegar metta þurfti marga munna og klæða hópinn stóra. Systkinin ólust því upp bæði við aga og vinnusemi sem kom þeim til góða síðar á lífsbrautinni. Þorbergsstaðir liggja við þjóð- braut. Þar var því tíðum gest- kvæmt. Gestum var veitt vel í mat og drykk og jafnan gengið úr rúm- um fyrir lúnum ferðalöngum. Bæði Margrét og Benedikt vom höfðingj- ar heim að sækja og hinn stóri glað- væri systkinahópur skildi eftir sig góðar minningar gesta, sem þökk- uðu stundum fyrir sig með stöku. Einn þeirra, Símon Dalaskáld, orti þannig til Lilju: Guðfríður Lilja, gullfríð mær, geðjast foreldrunum. Þriggja ára andlitsskær yngst af systkinunum. Systkinin áttu gott með að blanda geði við fólk, vina- og kunn- ingjahópurinn varð því stór. Margt var sér til gamans gert á menning- arheimili. Hér má nefna leiksýning- ar, íþróttakeppni, spilað, teflt, leikið á harmoniku eða orgel, sungið við raust og dansinn dunaði, á stund- um. Þá má ekki gleyma gæðingum fjölskyldunnar, sem óspart fengu að spretta úr spori á gleðistund. Lilja var ekki eftirbátur annarra, átti bæði harmoniku og hest, þótt ung væri að árum. Tefldi og glímdi við strákana óhikað. Á þessum ámm fór Lilja ung til náms í orgel- leik hjá dr. Páli Isólfssyni, vetrar- langt, kom heim í sveitina sína aft- ur og starfaði sem organisti við Stóra-Vatnshomskirkju um skeið. Nú tók að halla undan fæti, Benedikt lést 1930 og Margrét Steinunn 1939. Könnun á flölda afkomenda Ásu Egilsdóttur (1830-1897) og Krist- -jáns Tómassonar (1844-1907), með væntanlegt ættarmót í huga leiddi ljós, að þeir eru nú orðnir á sjöunda hundrað talsins og var Lilja elsti núlifandi afkomandinn. Lilja fylgdi í fótspor Ásu systur sinnar og fluttist einnig til Reykjavíkur. Kært var ætíð með þeim systrum. Hún hóf störf við fiskvinnslu og síðar hjá Sigurjóni á Álafossi, í verksmiðju hans. Hugur Lilju beind- ist til frekara náms og nam hún karlmannafatasaum hjá Andrési Andréssyni og starfaði þar um fjölda ára. Ása, systir Lilju, giftist Sigurði Bjömssyni brúarsmið 1922, og byggðu þau sér hús að Bergstaða- stræti 55 og lifðu í hamingjuríku hjónabandi. Ský dró þó fyrir sólu. Ása lést úr lungnabólgu aðeins 35 ára, 1933 frá-tveim ungum sonum þeirra hjóna, Benedikt Bjarna 9 ára og Birni Leví 6 ára. Var það þeim bræðrum til happs, að Lilja gekk að eiga Sigurð afa, 24. nóvember 1934 og ól þá upp sem besta móð- ir. Þau Sigurður eignuðust síðan saman soninn Grétar Áss, 22. okt. 1935. Að jafnaði var gestkvæmt hjá þeim hjónum á þeim árum. Þau tóku á móti sveitungum og ættingj- um beggja af rausn og gestrisni, og margir þáðu næturgreiða. Þetta var án efa arfur úr foreldrahúsum á Þorbergsstöðum. Bróðurdóttir Lilju, Svala, átti á þeim árum löng- um heimili hjá þeim hjónum og var milli Lilju og hennar gagnkvæm og góð vinátta. Lilja hafði á hendi ráðskonustörf að jafnaði hvert sumar fyrir brúar- vinnuflokka Sigurðar, sem oft voru fjölmennir og annríki mikið. Gott veganesti frá æskuheimilinu í Döl- um við matseldina nýttist henni hér vel sem og námið á húsmæðraskól- anum á Staðarfelli. Auk húsmóður- starfanna á veturna tók Lilja að sér fatasaum heim fyrir ýmsa klæð- skera, og drýgði þannig tekjur heimilisins. Bræðurnir þrír fengu gott uppeldi og menntun farsæla. Grétar Áss nam viðskiptafræði og var ríkisbókari um 15 ára skeið, en starfar nú sjálfstætt. Hann er kvæntur Sigrúnu Andrewsdóttur kennara, og eiga þau íjögur börn. Elstur er Sigurður Áss, þá Andri Áss, Guðfríður Lilja og Helgi Dag- bjartur Áss. Benedikt Bjami er yfirverkfræð- ingur hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Kvæntur Inger Elise f. Madsen, börn þeirra eru þijú. Ása, Jóhannes og Anna María. Björn Leví, húsasmíðameistari. Hann er kvæntur Sigríði Jóhanns- dóttur, þeirra börn voru þijú. Jó- hanna, Sigurður, látinn og María. Auk þeirra, Guðbjörg, dóttir Björns fyrir hjónaband. Kaupmennska hafði frá æsku verið áhugamál Lilju og ósk hennar um eigin vefnaðarvömverslun rætt- ist, er hún setti á stofn verslun í húsi ■ þeirra hjóna að Bergstaða- stræti 55, hinn 7. apríl 1951. Við þau störf eignaðist Lilja fjölda vin- kvenna, sem höfðu í senn ánægju og gagn af viðskiptum sínum við hana. Þekking Lilju á vefnaðarvöru og smáhlutum til sauma kom margri hagsýnni húsmóðurinni vel. Hún var einlægur ráðgjafi við- skiptavina sinna og naut þess að gauka lítilræði í kaupbæti til smá- fólksins, ef færi gafst. Ógleyman- legar vom heimsóknir okkar systk- inanna í búðina til hennar, en aldr- ei fórum við þaðan tómhent, og þá ekki síður til Sigurðar afa, uppi á Iofti, þar sem heitt kakóið og með- lætið beið okkar jafnan. Sigurður afi dó 28. ágúst 1964, 74 ára gamall og hafði þá verið veikur allmörg ár. Lilja lét þó hvergi deigan síga. Hélt sinni verslun og bjó áfram á Bergstaðastrætinu. Árið 1983 skall þó ógæfan yfir, þá er kviknaði í húsi hennar og verslunin stórskemmdist. Lilja var þá orðin áttræð og tími til kominn að hætta störfum og setjast í helg- an stein. Slíkt var henni mjög óljúft, því bæði var hún ern og full af starfslöngun, þótt þrekið væri farið að minnka. Nú dvaldi hún um ára- bil hjá Grétari syni sínum og Sig- rúnu tengdadóttur við góðan að- búnað að Brúnastekk 11. Að lokum fékk Lilja vistun með þeim er fyrstir fluttu inn á dvalar- heimili aldraðra í Seljahlíð í Breið- holti um mitt ár 1986. Þar naut hún góðrar umhyggju meðal jafn- aldra og gladdist sérstaklega þá er Margrét Björnsdóttir Ármann upp- eldissystir hennar og systurdóttir fékk þar einnig dvalarrými. Fyrir þrem vikum varð Lilja fyrir því óhappi að detta og lærbrotna, enda orðin óstyrk til gangs og sjón farin að daprast. Á Landspítalanum andaðist Lilja síðan af völdum þessa óhapps og lungnabólgu hinn 12. þessa mánaðar. Þá er lífsgöngu Lilju er lokið kemur upp í hugann, að hún var óvenju mörgum kostum búin. Líkamlegur styrkur hennar var mikill mestan hluta æviskeiðsins og andleg áhugamál mörg. Nefnd skulu hér nokkur dæmi. Þá er Lilja t Elskuleg tengdamóðir mín, ÁSA THEODÓRS, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 22. febrúar kl. 13.30. Dóra Sigurjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.