Morgunblaðið - 20.02.1990, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 20.02.1990, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990 Nú þegar bíllinn ykkar fer á verkstæði, er hann settur í gang áður en þið takið við, ekki rétt? HÖGNI HREKKVÍSI '-u „ fcAP VAR HÉR SB/H SÆROI BINKI i VIKUNMI SÐM UE)P. " „Sálina“ eiga landsmenn allir Ekki verður annað- séð en að þátturinn þjóðarsálin í útvarpinu sé þokkalega vinsæll, og að þeir sem þar um sjá geri sitt besta. Lengd þáttarins maetti þó gjarnan ná fram að veðurfregnatíma kl. 18.45. Nú er svo komið að aðeins Sunn- lendingar hafa „sál“ en aðrir lands- menn telja í mörgum tilfellum að svokölluðum svæðisútvörpum hafi verið þröngvað upp á þá á sama tíma og „sálin“ sé í gangi sunnan- lands, og sé nú pumpað upp í þá allskonar milli-húsa-svæðiskjaft- æði, svo og rollu og krossablaðri, sem þá varði bara hreint'ekkert um (hvernig væri að senda „sálina“ einnig út á langbylgju og reyna þannig að koma til móts við hlust- endur á þessum svæðum), margt hefir borið á góma í „sálinni“ og ekki alltaf fullkomin niðurstaða svo sem ekki er von. Nokkuð hefir bor- ið á því undanfarið að konur hafi kvartað undan því að í hryllings- og bláskinnu-bókabúðinni, hafi þær fest óvart hendur á hræðilegum líkamsstellingabókum og telja að tilskipaðir klámsóparar, hafi eigi hafst að sem skyldi. Þá sé nú einn- ig tæpast hægt fyrir konur að fara lengur á bílaverkstæði þar sem upp um alla veggi hangi stór plaköt af Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. stallsystrum þeirra vægast sagt fremur fáklæddum þar sem þær beri aðeins þríhyrningsmottur skap- arans. Þá fari einnig í vöxt að ýmsir læðist laumulega í Stöð 2, er líður á nóttina, og sanki að sér til við- bótar ýmsum viðsjárverðum mynd- bandsspólum. Auðvitað er hér um nokkurn misskilning að ræða í flest- um tilfellum, þar sem ekki verður annað séð en að í gegnum tíðina hafi karlmenn dýrkað konuna og reist henni minnisvarða í máli og myndum, enda væri líklega jarðvist- in karlmönnum nokkuð dauf án hennar. Og því varla ástæða til að vanmeta þótt eitthvað sé um til- brygði í myndlistinni. í þessu myndastússi öllu mun vera nokkur hvatning til dáða, að vísu verður að gæta varúðar þar sem þjóðinni má tæpast fjölga nú um sinn, ef hún á að hafa ofan í sig og á þar sem hún lifri nú að stórum hluta á erlendum lánum. Það sýndi sig á sl. ári að fljótlegt er að fjölga þjóð- inni ef_ þörf krefur, og aðstæður leyfa. Ótrúlega auðveld og árang- ursrík aðferð;: taka rafmagnið af öllu landinu í 2 sólarhringa og ef rækta skal upp úrvals harðan kjarna getum við t.d. tekið sérstak- lega rafmagn af Þingeyjarsýslum, Vestfjörðum og Vestmannaeyjum, svona annað slagið! Nú ýmislegt fleira mætti nú reyndar taka til athugunar, í þessu sambandi sólar og lands. Undirritaður er ákveðið á þeim skoðunum að „sálin“ góða eigi ekki að vera til einkanota okkur sem búum á Suðurlandi: veit ekki betur en að allir aðrir landsmenn eigi útvarpið líka. J. Gunnarsson Blessuð ijúpan hvíta Ég las það í blaði nýlega, að tíundi hver Húsvíkingur hefði farið til fjalla sunnudaginn 15. október 1989. 0g erindið á fjöllin var að skjóta einn af fegurstu fuglum okk- ar, ijúpuna. Þegar skotið er á ijúpnahóp úr haglabyssu, deyr ekki alltaf allur hópurinn, sumar særast, vængbrotna og geta ekki flogið. Þá er það venjan að skotmaðurinn eltir þær uppi og snýr þær úr háls- liðnum. Ef einhveijar komast særð- ar undan kemur krummi og klófest- ir þær, byijar á því að draga úr þeim garnimar lifandi. Þegar skot- hríðin stendur sem hæst á sunnu- dag, stendur yfir guðsþjónusta víða í kirkjum landsins og presturinn boðar frið á jörð. í kirkjukórnum standa eiginkonur og dætur skot- mannanna og syngja, friðarins guð, þín hæsta hugsjón mín, höndunum lyfti ég í bæn til þín. En hafa þá kannski nýlega verið að vonast til að menn þeirra kæmu heim, með sem flesta fugla, að minnsta kosti nóg í jólasteikina. Það er ósk min og bæn til allra presta landsins að þeir skori á alþingi að sett verði lög, þar sem bannað verði að drepa fugla á sunnudögum. Ég hef haft tal af mörgu fólki og meirihluti af því vill láta alfriða ijúpuna í náinni framtíð. Ef lítið sem ekkert verður af ijúpu, hefur fálkinn ekki á neinu að lifa og ekki vilja menn að hann deyi út. Þegar ég var ungur, var geysimikið fuglalíf við Vestmanns- vatn í Reykjadal, nú sést þar varla nokkur fugl, það er minkurinn sem því veldur. Mér fínnst fátt prýða landið eins og fögur fuglahjörð óg hlusta á fuglasönginn. Ljóðskáldin okkar hafa fyrr og síðar ort sín fegurstu ljóð um fuglana og söng þeirra. Og tónskáldin samið fögur lög við þau. Yfir hlíðum aftan blíða hvílir sefur í víðirunni rótt: Rjúpan hvíta laust og hljótt. (Hulda) Vinur fúglanna, Dvalarheimili aldraðra, Hvammi, Húsavik. Víkveiji skrifar Fyrir einu ári voru settar nýjar reglur um skattalega meðferð á bílum, sem starfsmenn hins op- inbera eða einkafyrirtækja hafa til umráða frá vinnuveitanda. Þessar reglur byggja á því, að notandi bifreiðar greiði ákveðinn skatt af þessum hlunnindum og er skatturinn miðaður við kaup- verð bílsins. Þegar þessar reglur voru settar kom það skýrt fram, að þær næðu til allra, sem hafa slíka bíla til umráða þ.á.m. ráð- herra. Víkverji hefur orðið þess var, að það hefur vakið undrun fólks, að ráðherrar og aðrir opinberir embættismenn, sem hafa slíka bíla til umráða skuli ekki þá þegar hafa byrjað skattgreiðslur skv. þessum reglum, sem þeir sjálfir settu. Enn meiri undrun hefur þó vakið, að sumir í hópi ráðherra hafa haft uppi mótmæli vegna þessara skattgreiðslna. Jafnvel hefur verið gefið í skyn, að í smíðum séu nýjar reglur, sem eigi að koma í veg fyrir, að þeir, sem hafa bíla frá hinu opinbera þurfi að borga slíkan skatt! Þetta er auðvitað fáránlegt, svo að ekki sé sterkar að orði kveðið. Þeir, sem hafa slíka bíla á vegum opinberra aðila eiga að sjálfsögðu að greiða skatt af þeim hlunnindum eins og aðrir. Reglur þessar eru þannig úr garði gerðar, að því dýrari sem bíllinn er í innkaupi þeim mun hærri skatt verða menn að borga. Nú er það alkunna, að sumir ráð- herrar og ýmsir aðrir opinberir embættismenn aka um í mjög dýr- um bílum á kostnað skattgreið- enda. Þetta er auðvitað sveita- mennska og molbúaháttur á hæsta stig. Það er í raun og veru sjálf- sagt, að setja reglur um það hjá opinberum aðilum, að bifreiðar á þeirra vegum megi ekki kosta meira en ákveðna upphæð , m.ö.o., að sett verði þak á bílakaup þess- ara manna. Virðing þeirra byggist ekki á því í hvers konar bílum þeir aka, heldur hvernig þeir rækja embætti sín. xxx egar Havel forseti Tékkósló- vakíu kom að Hótel Sögu sl. laugardag var þar saman kominn hópur fólks til þess að fagna hon- um. Einn úr hópnum sagði í við- tali við fréttamann Stöðvar 2: Þetta er miki.ll dagur fyrir okkur sósíalista! Hvað var átt við? Havel er ný- lega sloppinn úr fangelsi sósíalista í Tékkóslóvakíu. Telur viðkomandi að Havel sé fulltrúi sósialista í Tékkóslóvakíu?! Það er auðvitað fráleitt, eins og, glöggt kemur fram í grein Björns Bjarnasonar í Morgunblaðinu í fyrradag, en þar sagði:“Havel vill að orðið sósíal- ismi verði tekið út úr ríkisheiti Tékkóslóvakíu og hann neitaði að rita undir eiðstaf forseta, ef orðið væri að finna í honum." xxx Hjalti Kristgeirsson, hagfræð- ingur, menntaður í Ungverj- alandi, hefur gerzt eindreginn stuðningsmaður breytinganna fyrir austan járntjald eins og m.a. kom fram í athyglisverðu viðtali við hann í Þjóðviljanum sl. föstu- dag og raunar einnig í greinum hér í Morgunblaðinu sl. sumar. Þetta er þeim mun athyglis- verðara, þar sem Hjalti varð þjóð- kunnur á námsárum sínum í Búda- pest (hann var þar þegar sovézkir skriðdrekar brunuðu inn í borgina 1956) fyrir stuðning við innrásina þá. Hvað olli hugarfarsbreytingu Hjalta? Víkverja er ekki kunnugt um, að hann hafi nokkru sinni gert opinberlega grein fyrir því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.