Morgunblaðið - 04.04.1990, Qupperneq 1
56 SIÐUR B
79. tbl. 78. árg.
MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Yiðræður EFTA og EB;
Lagt á ráðin um
næsta þátt viðræðna
Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
RÁÐHERRAR £rá aðildarlöndum Fríverslunarbandalags Evrópu
(EFTA) voru sammála um það á fundi í Genf í gær, að ganga til
formlegra samningaviðræðna við EVrópubandalagið (EB) um sameig-
inlegt evrópskt efnahagssvæði (EES). Utanríkisráðherrar EB-land-
anna ræddu þessar viðræður á fundi í Lúxemborg á mánudag.
Hyggst framkvæmdastjórn bandalagsins afgreiða tiilögu um umboð
samningamanna í formlegum viðræðum við EFTA á fúndi 10. apríl
nk. Líklegt er að málið verði á dagskrá þings EB um miðjan maí,
þannig að utanríkisráðherrar EB-landanna geta ekki tekið afstöðu
til þess fyrr en í júní.
Frans Andriessen sem fer með
utanríkismál innan framkvæmda-
stjórnar EB segir, að EFTA-ríkin
hafi í undirbúningsviðræðum sett
fram marga fyrirvara einkum varð-
andi sjávarútveg og landbúnað en
einnig í umhverfismálum. Vilji
framkvæmdastjórnin að undanþág-
ur verði eins fáar og frekast sé
kostur. Jacques Poos, utanríkisráð-
herra Lúxemborgar, segir, að
Sjálfstæði
frestað í
Litháen?
Moskvu. Washington. Reuter.
ROMUALDAS Ozolas, að-
stoðarforsætisráðherra Lit-
háens, sagði í gær að Litháar
væru reiðubúnir að fresta
sjálfstæðistöku rikisins ef það
mætti verða til þess að leysa
deilur við Sovétstjórnina
veg^na sjálfstæðisyfirlýsingar
Litháens frá 11. mars. Þeir
myndu þó aldrei fallast á að
ómerkja yfirlýsinguna.
Ozolas er leiðtogi þriggja
manna sendinefndar Litháens
sem fór í gær til Moskvu til
þess að freista þess að fá við-
ræður við Moskvustjórnina. Sta-
sys Lozoraitis, sendifulltrúi Lit-
háens í Bandaríkjunum, sagði á
blaðamannafundi í gær, að Lit-
háar væru rejðubúnir að semja
um sjálfstæði i áföngum ef það
mætti verða til að koma til
móts við óskir Sovétstjómarinn-
ar. Hún yrði þá að setjast að
samningaborði og Litháar væru
reiðubúnir að semja um nýjar
tímasetningar.
Þing Litháens samþykkti 24.
mars sl. að fela Lozoraitis æðsta
vald í málefnum landsins ef
Sovétstjómin hindraði eðlileg
störf ríkisstjómarinnar og
þingsins.
Edúard Shevardnadze, ut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna,
kom í gær til viðræðna við
bandaríska ráðamenn. Við kom-
una til Washington sagði hann
að Sovétstjórnin væri tilbúin til
„hreinskiptra viðræðna" við full-
trúa Litháens um lausn deilunn-
ar um sjálfstæði ríkisins. Heim-
ildir hermdu í gær, að banda-
rískir ráðamenn myndu setja
málefni Litháens á oddinn í við-
ræðum við Shevardnadze næstu
daga.
Sjá „Æðsta ráðið fjallar um
frumvarp varðandi sam-
bandsslit" á bls. 24.
ágreiningur um það hvernig töku
ákvarðana vegna EES skuli háttað
geti hæglega leitt til óleysanlegra
vandræða og haft í för með sér að
ýmis ríki kysu að sækja um aðild
að EB.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra sem sat fund
EFTA-ráðherranna í Genf sagði að
honum loknum, að of mikið væri
gert úr vandkvæðum vegna aðildar
EFTA-ríkjanna að ákvörðunum inn-
an EB og hið sama mætti segja um
fyrirvara af hálfu EFTA-ríkjanna.
Fríverslun með sjávarafurðir væri
sameiginleg stefna EFTA-ríkjanna
og það yrði látið á hana reyna í
samningaviðræðum. Fyrst reyndi á
ákvarðanaferilinn eftir að EES
hefði verið komið á fót. Vildu
EFTA-ríkin ekki sætta sig við
ákvarðanir EB giltu þær ekki fyrir
EES heldur einvörðungu EB. Jón
Baldvin sagði, að menn minntust
gjarnan á 60 blaðsíðna skýrslu
EFTA, þegar rætt væri um fyrir-
vara af þess hálfu. Þessi skýrsla
væri samin til að nota innan EFTA
en engum hefði dottið i hug að
leggja hana fram á samningafundi
við EB.
Reuter
Enga baltneska drengi
í hernámsliðið
Eistnesk kona með mótmælaspjald fyrir utan byggingar eistneska
þingsins í Tallinn. Á spjaldinu stendur: Enga baltneska drengi í her-
námsliðið. Þing Eistlands samþykkti ályktun í gær þar sem þess er
krafist að Sovétstjórnin láti nú þegar af stjórnmálalegum og hemað-
arlegum þrýstingi á Litháa og viðurkenni formlega sjálfstæðisyfirlýs-
ingu þeirra frá 11. mars síðastliðnum.
Tóbakið
deyðir 500
millj. fyr-
irárið2015
Perth. Reuter.
ÁÆTLAÐ er, að 500 milljónir
manna muni deyja af völdum
tóbaksreykinga á næstu 25
árum. Kemur þetta fram í
skýrslu Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar, WHO, og telja
höfúndarnir, að um aidamótin
muni tóbakið taka fleirum gröf
en nokkurt eitt atriði annað.
„Nú deyja 8.000 manns daglega
vegna reykinga en þegar börnin
okkar verða komin á miðjan aldur
verður talan komin upp í 28.000,“
sagði Richard Peto, höfundur
skýrslunnar ásamt Alan Lopez.
Bætti hann við, að héldi núver-
andi þróun áfram myndu 200 millj-
ónir manna undir tvítugu deyja af
völdum reykinga fram til ársins
2015 og 300 milljónir fullorðins
fólks. Er það niðurstaðan, að tó-
baksfaraldurinn sé banvænni en
alnæmið að því leyti, að hann deyði
miklu fleiri.
Þeir Lopez og Peto segjast hafa
farið að öllu með gát í útreikning-
um sínum, en komast samt að
.því, að dauðsföll af völdum krabba-
meins, hjarta- og lungnasjúkdóma
muni að 30% verða rakin til tóbaks-
notkunar þegar kemur fram yfir
aldamótin. Dauðsföll af völdum
reykinga eru nú flest í iðnvæddum
löndum en því er spáð, að 2025
verði 70% þeirra í þróunarríkjun-
um.
Þingflokkur a-þýskra jafiiaðarmanna setur flokksforystunni stólinn fyrir dyrnar:
Stefot að samsteypustjóm
undir forystu kristilegra
Austur-Berlín. Reuter.
ÞINGFLOKKUR jafnaðarmanna í A-Þýskalandi snerist gegn tillögum
forystu flokksins á fúndi á mánudigskvöld og ákvað að ganga til
viðræðna við Kristilega demókraU um samsteypusljórn. Fyrr um
daginn hafði flokksforystan mælt gegn stjórnarþátttöku en undirbún-
ingsviðræður um ríkisstjórn hófust ím síðustu helgi. Talsmenn kristi-
legra álíta að ný stjórn, án aðildar kommúnista, verði mynduð fyrir
páska.
Markus Meckel, sem tekið hefur
við forystu jafnaðarmanna af Ibra-
him Böhme, sagði í gær að flokks-
menn settu skilyrði fyrir sam-
steypustjórn með kristilegum og
nokkrum öðrum flokkum. Meðal
annars yrði flokkurinn að fá nokkur
mikilvæg ráðuneyti, þ. á m. ut-
anríkismálin, taka yrði verulegt til-
lit til stefnumála hans og verka-
skipting yrði að vera skýr milli sam-
starfsflokkanna. Hann sagði helstu
baráttumál jafnaðarmanna að
tryggja að velferðarkerfi yrði ekki
lagt af og Austur-Þjóðveijar myndu
bera skarðan hlut frá borði er mynt-
einingu þýsku ríkjanna yrði komið
á.
„Flokkur jafnaðarmanna vill
styrka samsteypustjórn undir for-
ystu Kristilegra demókrata svo að
hagsmuna þjóðarinnar verði sem
best gætt,“ sagði Meckel. Lothar
de Maiziere, formaður kristilegra,
hefur lýst því yfir að hann sé fús
að taka að sér stjórnarforystu.
Kristilegir telja víst að búið verði
að mynda nýja stjórn fyrir páska,
að líkindum 10. aprí!.
Viðræður jafnaðarmanna og
kristilegra, stærstu flokka landsins,
hófust þegar í gær og sögðu tals-
menn flokkanna að upphafið lofaði
góðu. Leiðtogar jafnaðarmanna
hafa verið mjög andvígir því að einn
af samstarfsflokkum kristilegra,
hægriflokkurinn DSU, fái aðild að
stjórninni. Að sögn jafnaðarmanna
notaði DSU óheiðarlegar aðferðir í
kosningabaráttunni og sagði jafn-
aðarmenn vera laumu-rauðliða sem
væru réttkjörnir arftakar kommún-
ista er réðu ríkjum í 40 ár í landinu.
„Við eigum enn eftir að ræða hlut-
verk og stöðu DSU í samsteypu-
stjórninni," sagði Meckel á frétta-
mannafundi í gær. Hann bætti því
við að afsökunarbeiðni frá DSU
myndi hjálpa til við að hreinsa and-
rúmsloftið.
Auk áðurnefndra þriggja flokka
munu Lýðræðisvakning, er var í
kosningabandalagi með kristileg-
um, og Fijálsir demókratar taka
þátt í stjómarmyndunarviðræðum.
Eining er um að halda arftaka
kommúnistaflokksins gamla utan
við viðræðurnar.
Vestur-þýska dagblaðið Frank-
furter Allgemeine Zeitung sagði í
gær að Ibrahim Böhme, sem sagt
hefur af sér öllum trúnaðarstöðum
fyrir jafnaðarmenn vegna ásakana
um að hann hafi starfað fyrir ör-
yggislögregluna Stasi, hafi reynt
að fyrirfara sér. Blaðið segir að
hann hafi verið fluttur á sjúkrahús
síðastliðinn föstudag með alvarleg
höfuðsár eftir sjálfsvígstilraunina.
Heimildarmenn úr röðum jafnaðar-
manna vísa þessum fregnum á bug
og segja Böhme dveljast hjá vinum
og sé hann að ná sér eftir þráláta
bólgu í eyra.