Morgunblaðið - 04.04.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 04.04.1990, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1990 Lýsi hf.: Seldu lýsi í rækjufóður fyrir 50 millj. á síðasta ári LÝSI hf. seldi á síðasta ári sér- unnið loðnulýsi lyrir um 50 millj- ónir króna í rækjufóður í Thai- landi, Taiwan og Indónesíu, og einnig til fískeldis í Ástraliu. Að sögn Ágústs Einarssonar for- stjóra Lýsis hefur þegar verið selt nokkuð magn til þessara landa á þessu ári. Ágúst sagði að hörð samkeppni væri við Japani á þessum markaði, en hann væri þó bjartsýnn á fram- haldið þar sem'náðst hefðu góð við- skiptasambönd, og þessi viðskipti væru þegar orðin hluti af starfsemi fyririrtækisins. Hann sagði að hjá Lýsi hf. væri jafnframt hafin fram- leiðsla á sérunnu loðnulýsi til mann- eldis, sem meðal annars væri selt til Noregs, en það væri notað við niðursuðu matvæla í stað jurtaolíu. Blönduóss- búar kjósa um áfengisútsölu Blönduósi. ° BÆJARSTJÓRN Blönduóss sam- þykkti á fundi sínum í gær svo- fellda tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að sam- hliða bæjarstjórnarkosningum þann 26. maí næstkomandi fari fram atkvæðagreiðsla um afstöðu kjós- enda til opnunar áfengisútsölu á Blönduósi." Allir bæjarfulltrúar voru sam- þykkir þessari tillögu. Jón Sig. Sveitarstj órnarkosningar: Kosning utan kjörstaða hafín KOSNING utan kjörstaðar er hafín í Reykjavík þó að enn séu ekki allir listar komnir fram. Kaus sá fyrsti um hádegisbilið á þriðjudag. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla í Reykjavík fer fram hjá embætti borgarfógeta að Skógarhlíð 6. Lausn í sjónmáli á erfiðleikum Alafoss Ríkisstjórnin eykur við víkjandi lán til fyrirtækisins Iðnaðarráðherra segir að fundin sé lausn á erfiðleikum Álafoss hf. sem hann vonist til að sé málsendir. Álafoss hafði óskað eftir aðstoð ríkissljórnar- innar vegna yfirvofandi gjald- þrots. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í gær^að að auka við víkjandi lán, sem Álafossi hf. var veitt í fyrra, sem nemur tugum milljóna, og heimila fyrirtækinu afnot af Hekluhúsinu, sem er í eigu ríkis- ins, næstu tvö ár. Þá hafa stærstu lánadrottnar Álafoss, Landsbank- inn, Iðnlánasjóður og Iðnþróunar- sjóður, samþykkt að yfirtaka helstu fasteignir fyrirtækisins, og létta þannig á skuldum. Loks munu Atvinnutryggingasjóður og Hlutafjársjóður standa við samtals um 400 milljóna króna lánsloforð sem veitt voru á síðasta ári, en hætt var við vegna ótryggrar framtíðar Álafoss. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði við Morgunblaðið að helstu lánadrottnar og aðstandendur málsins telji þetta vera nægilegt til að koma Álafossi hf. fyrir vind og skapa svigi'úm til að koma á raunverulegum úrbótum í rekstri og markaðsátaki. Skuldir Álafoss hf. nema, fyrir þessar aðgérðir, rúmum tveimur milljörðum króna. Fyrirtækið tap- aði hálfum milljarði á síðasta ári. Ammoníaksgeymir verksmiðjunni. Aburðar- Samið í Aburðar- verksmiðjunni STARFSMENN Aburðaverk- smiðjunnar í Gufunesi hafa sam- Sigmundur Guðbjamason, rektor Háskóla íslands: Könnum hvort breyta beri stjórn Háskólasjóðsins VERIÐ er að kanna það innan Háskóla ísiands hvort ástæða sé til þess að breyta sljórn Háskólasjóðs Eimskips, en samkvæmt skipulags- skrá sjóðsins er stjórn hans í höndum stjórnarformanns, varafor- manns stjórnar og forsljóra hf. Eimskipafélags íslands. Sigmundur Guðbjarnason, rektor Háskóla íslands sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að verið væri að kanna þetta innan Háskólans, með það fyr- ir augum að tryggja það að hagsmunum Háskólans sé sem best borgið, Háskólasjóðurinn er næststærsti hluthafi Eimskips með 5,5% hluta- fjáreignar. Tilgangur sjóðsins, sem stofnaður var 1964 af Vestur-íslend- ingum er að stuðla að velgengni Háskólans og styrkja efnilega stúd- enta til náms. „Síðustu árin hefur sjóðurinn ekki styrkt stúdenta beint,“ sagði Sigmundur. Helmingi arðgreiðslu Háskólasjóðsins hefur hins vegar verið varið til hlutabréfa- kaupa í Eimskip. Sigmundur var spurður hvort hann teldi að slíkt stangaðist á við skipulagsskrá sjóðs- ins: „Þetta er ekkert vandamál, frá okkar sjónarhóli. Þetta er nokkuð -almennt orðað í-skipulagsskránni og tekjurnar hafa verið notaðar til þess að efla starfsemi Háskólans með ýmsu móti, þannig að við teljum að við höfum notað féð með þeim hætti sem tilgreint er í skipulagsskrá." Sigmundur sagði að í kjölfar þeirrar umræðu sem átt hefði sér stað í þjóðfélaginu að undanförnu um hlutabréfakaup og eign hefði mikið verið hringt í Háskólann og fram hefðu komið ábendingar og kröfur um að Háskólinn léti kanna hvort breyta bæri stjórn sjóðsins. „Það er nú í athugun okkar færustu lögfræðinga hvað sé ástæða til þess að gera, ef nokkuðJ'. þykkt kjarasamninga, sem gerðir voru fyrir skömmu, með 48 at- kvæðum gegn 17, en um helming- ur starfsmanna tók þátt i at- kvæðagreiðslunni. Kjarasamn- ingurinn er á sömu nótum og kjarasamningur Alþýðusam- bands Islands og Vinnuveitenda- sambands íslands, en þó útfærð- ur með öðrum hætti. Samningurinn felur í sér 5% launahækkun á árinu eins.og kjara- samningur ASÍ og VSÍ en þó með nokkuð öðrum hætti. Starfsmenn í Áburðaverksmiðjunni voru með kjarasamning í gildi til febrúarloka og höfðu fengið 2% launahækkun í ársbyijun. Síðan kemur 1,5% launahækkun frá 1. febrúar í stað 1,5% launahækkunar almennu samningana 1. júní og 1,5% hækk- un 1. desember í stað 2% hækkunar almennu samninganna. Þá gildir samningurinn til 1. nóvember 1991 í stað 1. september, eins og al- mennu samningarnir kveða á um. Sex verkalýðsfélög eiga aðild að þessum samningum, Dagsbrún, Framsókn, Verslunarmannafélag Reykjavíkur, auk félaga rafvirkja, trésmiða og jámiðnaðarmanna. Langstærstur hluti starfsmanna Áburðai-verksmiðjunnar er í verka- •mannafélaginu Dagshrún, DAUÐ hrefna fannst rekin á fjömr sunnarlega á Alftanesi í gærmorgun. Þetta var ókynþroska kvendýr, 6,35 metrar á lengd og fullt af loðnu pg sílum. Að sögn Atia Konráðssonar líffræðings hjá Hafrannsóknastofnun vom netaför á dýrinu og því líklegt að það hafí lent í neti og dmkknað. I gærmorgun sást einnig búrhvalur fastur í netatrossu við Lundey á Kollafirði. Björgunarbátar Slysavarnafélagsins fóm á staðinn en þegar netin vom dregin upp var hvalurinn á brottu. A myndinni em Atli Konráðsson, Sverrir Daníel Halldórsson og Sveinn Guðmundsson að skoða hrefnuna á Álftanesfjöru. Kemur sér vel því við áttum enga íbúð fyrir „MÉR þykir afskaplega líklegt að við flytjum inn í íbúðina,“ sagði Sigurður Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, skömmu eftir að honum hafði verið tilkynnt að hann hefði unnið hæsta vinninginn í Happdrætti DAS, íbúð við Jöklafold í Reykjavík. „Þetta kemur sér vel því að við ina,“ sagði Sigurður. áttum enga íbúð fyrir,“ sagði Sig- urður. „Eg hef spilað í DAS í fyölda ára og ekki unnið nema einu sinni fimm þúsund krónur. Þó missti ég einu sinni af milljón króna vinningi þegar ég gleymdi að endumýja. Svo setti ég miðann á greiðslukort og hef ekkert vitað af honum fyrr en það var hringt 9g sagt að ég hefði fengið íbúð- Söluverðmæti íbúðarinnar er um 10 milljónir króna, að sögn Baldvins Jónssonar framkvæmda- stjóra Happdrættis DAS. Baldvin lætur af störfum þann 1. júní næstkomandi eftir að hafa verið framkvæmdastjóri Happdrættis DAS frá upphafí 1954. Sigurður Ágúst Sigurðsson hefur verið ráð- inn til að taka við starfi Baldvins. Hvalreki á Álftanesi Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Emelía Frá afhendingu happdrættisíbúðar DAS við Jöklafold. Frá vinstri Sigurður Ágúst Sigurðsson framkvæmdasfjóri Happdrættis DAS, þá vinningshafarnir Guðríður Jónsdóttir og Sigurður Guðmunds- son, og loks Baldvin Jónsson framkvæmdastjóri Happdrættis DAS. Unnu íbúð í Happdrætti DAS:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.