Morgunblaðið - 04.04.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 04.04.1990, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1990 Frumvarp um stjórnun fískveiða: Verður að afgreið- ast á þessu þingi - segir Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra FRUMVARPIÐ um stjórnun fisk- veiða er enn statt í efri deild Alþingis. Sjávarútvegsnefhdir beggja deilda hafa að undan- förnu átt viðtöl við hagsmunaað- ila og einstaklinga um frumvarp- ið og segist sjávarútvegsráð- herra búast við því að nefndin í efri deild taki það fljótlega til sjálístæðrar athugunar. Frum- varp um stjórnun fiskveiða hefúr aldrei verið lagt fram jafii snemma og nú hin síðustu ár. Halldór Ásgrímsson segir, að frumvarpið verði að fá afgreiðslu á þessu þingi, en hvort svo verði, vilji hann ekkert fullyrða um. Það fari eftir gangi mála í þingi og hve lengi það standi. Mjög skiptar skoðanir hafi ætíð verið um stjórnun veið- anna og misjafnlega gengið að ná meirihluta á þinginu fyrir samþykkt laganna. „Síðustu ár hefur samþykkt lag- anna ævinlega dregizt fram á síðustu stundu. Að vísu hefur frum- varpið fyrst verið lagt fram á haust- in þar til nú, en sem dæmi um gang mála má benda á að núgild- andi lög voru ekki samþykkt fyrr en í janúar 1988. Það var auðvitað allt of seint og það er öllum fyrir beztu að lögin liggi fyrir með mjög góðum fyrirvara. Eg legg því áherzlú á að afgreiðsla náist á þessu þingi hvað sem verða kann. Undir- búningur er nú lengra kominn en nokkru sinni fyrr og því væri baga- legt að samþykkt laganna dragist fram á haustið," segir Halldór. Morgunblaðið/Emilía Minningargripir um Jón Sigurðsson Hrafnseyramefnd afhenti hinn 3. apríl Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands grip sem nefndin hefur lát- ið gera með lágmynd af Jóni Sigurðssyni forseta, sem felld er á valið fjörugijót frá Hrafnseyri við Arnar- fjörð, en gripinn hannaði og smíðaði Steinþór Sigurðsson listmálari. Gert er ráð fyrir að láta vinna 200 samskonar gripi, sem verða til sölu í safni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri, en það verður opnað 17. júní eins og úndanfarin ár. í ár eru 10 ár liðin síðan safnið var opnað og minningarkapella Jóns Sigurðssonar var vígð, en heimsókn Vigdísar forseta til Hrafnseyrar við það tækifæri var eitt fyrsta embættisverk hennar. Á myndinni eru talið frá vinstri: Ágúst Böðvarsson, Jón Páll Halldórsson, Halldór Kristjánsson, Þórhallur Ásgeirsson, formaður Hrafnseyrarnefndar, Steinþór Sigurðsson listmálari og Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands. VEÐUR VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +13 heiðskírt Reykjavík +10 léttskýjað Bergen Helsinki Kaupmannah. Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg Las Palmas London Los Angeles Lúxemborg Madríd Malaga Mallorca Montreal New York Orlando París Róm Vín Washlngton Winnipeg súld rigning þokumóða vantar vantar þokumóða rigning vantar 8 hálfskýjað 7 alskýjað 8 þokumóða 12 rigning 2 alskýjað 12 rigning 11 rigning 2 skýjað 11 rigning vantar 1 léttskýjað 13 þokumóða 9 rigning 6 þokumóða 9 heiðskfrt 11 hálfskýjað 3 rigning vantar vantar 7 rigning 12 rigning 9 skýjað 11 rigning 0 skýjað í DAG k/. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 4. APRÍL YFIRLIT í GÆR: Á vestanverðu Grænlandshafi er vaxandi lægð sem þokast austnorðaustur og mun fara hafa áhrif á veöur hér við land í kvöld og nótt, fyrst þó suðvestanlands. SPÁ: Austan- og suðaustanátt, víðast kaldi eða stinningskaldi. Slydduél suðvestanlands, en snjókoma eða él á Suður- og Vestur- landi og sennilega einnig á Vestfjörðum. Skýjað en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Austan- og norðaustan- áttir um land allt. Él á Austfjörðum og á annesjum norðanlands, en víðast úrkomulaust annars staðar. Léttskýjað á Vestur- og Suð- vesturlandi. Hiti um eða rétt yfir frostmarki að deginum við suður- og austurströndina, en annars frost á bilinu 2 til 7 stig. TAKN: Heiðskfrt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y. Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Siydda / * / * * * * * * * Snjókoma »•*.*«*• 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El EE Poka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður Erfítt að manna sum læknishéruð: Þarf að sameina læknis- heruð og bæta launakjör - segir formaður Læknafélags íslands „LÆKNAFELAG Islands hefur bent á ýmsa kosti, sem gætu orðið til þess að auðveldara yrði að manna læknishéruð en nú er. Við teljum nauðsynlegt að bæta launakjör lækna í fámennum og afskekkt- um héruðum og sameina læknishéruð þar sem þess er kostur,“ sagði Haukur Þórðarson, formaður Læknafélags íslands, í samtali við Morgunblaðið. I Morgunblaðinu í gær var haft eftir Ólafi Ólafssyni, landlækni, að sífellt yrði erfiðara að manna af- skekktari læknishéruð. Eina ástæðu þess taldi hann vera fjöldatakmark- anir í læknadeild, svo færri læknar útskrifuðust þaðan en áður. „Þetta er vafalaust hvort tveggja rétt,“ sagði Haukur. „í raun er ekki skort- ur á íslenskum læknum og það má benda á, að í lok síðasta árs voru 285 læknar erlendis. Flestir þeirra eru í sérnámi og ætla sér að flytja heim aftur. Það eru margar ástæð- ur fyrir því að illa gengur að manna afskekktari læknishéruð. Sum þess- ara umdæma eru fámenn og lækn- ar eru ef til vill ekki spenntir fyrir að dvelja þar sem verkefni eru fá og einhæf. Þá hljóta launin að hafa sitt að segja. Læknafélaginu finnst að þar sem aðeins einn læknir situr í héraði eigi að greiða honum með öðrum hætti en annars staðar tíðkast. Hann verður að fá hærri grunnlaun, þar sem tekjumöguleik- ar hans vegna ýmissa verkefna eru litlir. Þá höfum við einnig bent á að rétt væri að læknar á slíkum stöðum fengju greitt sérstaklega fyrir bakvaktir. Þeir fá greiðslur núna, en þær eru mjög lágar. Það verður að hafa í huga að læknir, sem er einn í heilsugæsluumdæmi, er mjög bundinn af starfi sínu og alltaf á bakvakt." Haukur sagði að sameina ætti fámenn læknishéruð þar sem þess væri kostur. „Það er ekki hægt að fara fram á að einn og sami læknjr- inn sé á vakt allan sólarhringinn, allan ársins hring,“ sagði hann. „Sums staðar eru landfræðilegir Nýr vettvangur: annmarkar á að sameina umdæmin, eins og á Vestfjörðum, þar sem bæir eru einangraðir yfir vetrart- ímann. Sú skipan er þó á, að lækn- ar á Suðureyri og Súðavík sitja á ísafirði, en fara reglulega til þess- ara staða.“ Haukur sagði að unnið væri að úrbótum í þessum málum í samráði við heilbrigðisráðuneytið, en þær væru ekki í höfn enn. Breiðafjarð- arferjan af- hent í dag NÝJA Breiðafjarðarferjan verður afhent í Akraneshöfii klukkan 14 í dag. Fulltrúar skipasmíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts afhenda sljórn Flóabátsins Baldurs skipið og síðan verður siglt til Reykjavíkur. Áætlað er að komið verði til Reykjavíkur um klukkan 16.30 og eftir það verður skipið opið almenningi til skoðunar í Reykjavíkurhöfn. Hafnar- mannvirki á Bijánslæk og í Stykkishólmi eru tilbúin og hefjast áætlunarsiglingar næstu daga, fyrsta ferðin verð- ur líklega á föstudag, að sögn Tryggva Gunnarssonar hjá út- gerðinni. Sótt um lista bókstafinn H NÝR vettvangur hefur sótt um listabókstafinn H fyrir framboð til borgarsljórnarkosninganna í vor. Prófkjör fyrir framboðið verður um næstu helgi. í frétt Morgun- blaðsins um frambjóðendur í gær féll niður nafn Guðrúnar Jónsdóttur ' áf-kítfektá. f tiþþ1ýsingum*frá'-Nýjúnr vettvangi tii Morgunblaðsins í fyrradag voru frambjóðendur sagð- ir 22, en alls eru frambjóðendur í prófkjörinu 23. Ekki hefur enn verið gengið frá reglum um prófkjörið utan að kosið verður bindandi í átta efstu sætin. Samtök um nýjan vettvang verða með kynningarfund á fimmtudags- kvöld á Hótef Sögu. - •

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.