Morgunblaðið - 04.04.1990, Side 7

Morgunblaðið - 04.04.1990, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4, AJRRÍL 1990 7 Krýning Japanskeisara: Óskað eftir að forsetinn verði full- trúi Islands RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í síðustu viku að fara þess á leit við forseta íslands lrú Vigdísi Finnbogadóttur að hún verði fúll- trúi Islands við krýningu Japans- keisara þann 12. nóvember næst- komandi. Að sögn Kornelíusar Sigmunds- sonar forsetaritara hefur ekki verið endanlega gengið frá því að forset- inn verði viðstaddur athöfnina, en hann sagðist búast við að svo verði. Fyrirvarinn væri langur og því nægur tími til að skipuleggja Jap- ansför forsetans. Norræni menn- ingarsjóðurinn: Islendingar fá rúma 1 milljón kr. NORRÆNI menningarsjóðurinn hefúr ákveðið að veita 45 norr- ænum aðilum samtals 2,914 miHj- ónir danskra króna, eða rúmar 27 milljónir íslenskra króna, í styrki. Þar af fá þrír íslenskir aðilar samtals 110 þúsund dan- skar krónur, eða rúma eina millj- ón íslenskra króna. Hlutverk sjóðsins er að styðja norræna samvinnu á sviði rannsókna, kennslu og menningar. Norræni menningarsjóðurinn hefur ákveðið að veita eftirtöldum íslenskum aðilum styrki: Félag íslenskra handavinnukenn- ara fær 40 þúsund danskar krónur, eða 376 þúsund íslenskar krónur, vegna námskeiðs fyrir norræna handavinnu- og vefnaðarkennara. Þá fær Sigrún Magnúsdóttir, bóka- safni Háskólans á Akureyri, 30 þúsund danskar krónur, eða 282 þúsund íslenskar krónur, til að bjóða þrem norrænum fyrirlesurum á ráðstefnu um íslensk bókfræði. Gísli Pálsson, félagsvísindadeild Háskóla íslands, fær 40 þúsund danskar krónur, eða 376 þúsund íslenskar krónur, vegna alþjóðlegu ráðstefnunnar „Frá sögu til samfé- lags“. Stjórn Norræna menningarsjóðs- ins skipa 10 menn, einn þingmaður og einn embættismaður frá hverju Norðurlandanna fyrir sig, sem vald- ir eru af Norðurlandaráði og ríkis- stjórnum Norðurlandanna. Fegurðarsamkeppni: Tvær stúlk- ur keppa erlendis á næstunni TVÆR íslenzkar stúlkur halda á næstunni til Bandarikjanna og Sovétríkjanna til þátttöku í feg- urðarsamkeppni. Hildur Dungal frá Reykjavík, sem varð númer tvö í Fegurðarsam- keppni íslands 1989, fer til Los Angeles til þátttöku í keppninni Miss universe 15. apríl. Þá fer Guð- rún Eyjólfsdóttir frá Akranesi til Leningrad til að taka þátt í nýrri fegurðarkeppni sem ber heitið Miss charm. Guðrún varð í 3. sæti í Feg- urðarsamkeppni Islands í fyrra. Það er alltaf öruggara að líta á málið frá öllum hliðum Litum til dæmis á húsbréf. Húsbréf eru rfkistryggö skuldabréf, gefin út af Byggingarsjóði ríkisins til seljanda fasteignar (skiptum fyrir skuldabréf sem er gefiö út af kaupanda fasteignarinnar. í fljótu bragði má ætla aö lítill munur sé á verðbréfafyrirtækjum þegar viöskipti meö húsbréf eru annars vegar. En þaö er öðru nær. Landsbréf eru nýtt, framsækið og traust verðbréfafyrirtæki sem gegnir forystuhlutverki f viðskiptum með húsbréf. í sérstökum samningi Landsbréfa og Húsnæðisstofnunar er kveðið á um að Landsbréf greiði fyrir og tryggi örugg viðskipti með húsbréf. Þetta greinir Landsbréf frá öllum öðrum verðbréfafyrirtækjum. Það er sama frá hvaða hlið er litið á málið. Hvort sem þú vilt kaupa eða selja húsbréf, þá gengur þaö hvergi hraðar og betur en hjá Landsbréfum. Vertu - með Landsbréfum - í forystuhlutverki. M LANDSBRÉF Landsbankinn stendur meö okkur Suðurlandsbraut 24 • Sími 91 -606080 og öll útibú Landsbanka íslands Upplýsingasími um veró húsbréfa er 91-606081

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.