Morgunblaðið - 04.04.1990, Síða 16

Morgunblaðið - 04.04.1990, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1990 Meiri vinna meiri framleiðni en jafhframt aukinn sparnaður eftir Ólaf Ólafsson Sífellt er kallað á meiri vinnu og meiri „framleiðni" í heilbrigðisþjón- ustunni en jafnframt verða sparn- aðarkröfur háværari. Erfitt er að verða við öllum þessum kröfum því að krafa um þjónustu eykst stöðugt. Um þetta mál má skrifa langa grein en ég kýs að nefna örfá atriði: I. Á árunum 1970-85 tvöfaldað- ist tíðni þeirra er kvörtuðu um streitu meðal 34-44 ára á Reykjavíkursvæðinu (mynd 1). í eldri aldurshópnum varð aukningin nokkuð minni. Hver er afleiðing þessa? Þeir er kvarta um streitu leita marktækt meira til lækna vegna háþrýstings, bakveiki, maga- sárs, )>reytu og höfuðverkjar en aðrir. I ofanálag eru þeir mun meira fjarverandi frá vinnu vegna veik- inda. Þessu er svipað farið meðal karla og kvenna (mynd 2-3). Mark- tæk fylgni er á milli vinnutíma- lengdar, mikillar aukavinnu og streitu svo að eitthvað sé nefnt. Það þarf að draga úr streitu í þjóðfélag- inu. II. Öldrunarlækningar og há- tæknilækningar héldu innreið sína fyrir nokkrum árum. Margt eldra fólk sem áður átti ekki margra kosta völ leitar nú að slíkri hjálp þegar í nauðir rekur. Þessar aðgerð- ir auka oft til muna lífsgæði (mynd 4). Á að draga úr þessari þjónustu? Hér hafa verið nefnd dæmi um aukna þörf fyrir þjónustu. Ef menn vilja draga úr þessari þjónustu er nauðsynlegt að t.d. stjórnmálamenn er ráða að verulegu leyti íjárstreym- inu eyrnamerki skýrt og skorinort þá þjónustugrein er verður fyrir valinu. Þetta val er ekki hægt að leggja á heilbrigðisstarfsfólk nema að litlu leyti. III. Mjög er rætt um aukna hag- kvæmni í þjónustunni og er síst vanþörf á því enda hefur sannarlega verið tekið til höndunum að undan- fömu. 1. Mikil tilfærsla hefur orðið á „minni háttar aðgerðum" frá sjúkrahúsum til sérfræðinga „úti í bæ“. Þetta er góð þróun. 2. Nokkur lækkun hefur orðið á greiðsluhluta Tryggingastofnunar nkisins er fer tii sérfræðinga en vissulega má koma fyrir meiri hag- ræðingu á þessu sviði. 3. Starfsfólk hefur ekki verið fjölgað. Víða vinna nú tveir þá vinnu er þrír unnu áður. Þrátt fyrir að vinnan verði erfiðari á deildum meðal annars vegna aðsóknar eldra fólks. 4. Fimm-daga deildir eru nú teknar í notkun í vaxandi mæli. Það þýðir að öllu jöfnu lækkun á heildar- rekstrarkostnaði sjúkrahúsa. 5. Gerðar hafa verið verulegar ráðstafanir til þess að lækka lyfja- kostnað og vonandi gengur það eftir. Unnið er að fleiri tillögum í þessum efnum. En ekki má ganga of langt í sparnaði. Sú neikvæcía mynd sem margir stjórnmálamenn og fjöl- miðlar hafa gefið af heilbrigðisþjón- ustunni að undanförnu hefur dregið úr íjárstreymi til þjónustunnar. Afleiðingarnar eru nú þær að víta- hringur hefur myndast. Fleiri rúm eru lokuð, vinnan og vinnuaðstaðan verður erfiðari. Starfsfólki fækkar. Vinnuálag á sjúkrstofnunum er víðast hvar orðið gífurlegt. Lækn- ar, hjúkrunarfræðingar og aðrar heilbrigðisstéttir vinna lengri vinnu- tíma en aðrar stéttir í þjóðjjplaginu fyrir utan sjómenn. Yfirmáta álag á bráðavöktum hefur valdið því að fólk kýs að hverfa úr vinnu. Komið hefur í ljós að fjöldi heilbrigðis- starfsfólks, annarra en lækna, á elli- og hjúkrunardeildum er aðeins Vt-Vi miðað við svipaðar deildir á Norðurlöndum. (Hagkvæmni í heil- MYND 1 KVARTANIR UM VINNUSTREITU (34-44 ÁRA) HJARTAVERND 1967 1 983 -69 -85 ■ KARLWi F j -1502 E3 KONUR Fj : 1606 MYND 2 so% 40X 307. 20% SJOKDOMAR OG STREITA (46-74 ÁRA KONUR) ' f j. 3587 HJARTAVERND 1981-1984 10X KRANSÆÐA— SJUKDOUAR I ÆTTINNI ■ FINNST STARF1D ANDLEGA ERFT7T a EKW ERFTTT XX XXX HAFA LEITAD LÆKNIS VECNA UAGASARS p < 0,05 0,01 P4. 0,001 MYND 3 5055 4055 3055 SJÚKDOMSEINKENNI OG STREITA 46—73 úra karlar (fjöldi 3246) Hjartavernd 1979-1981 2055 1055 ÞREYTA ■ RNNST STARFID ANDLEGA ERnTT B ekki erfttt HOFUÐVERKUR P<0.001 FRA vinnu VEGNA VEIKINDA UEIRA EN 8 DAGA A ARI Ólafúr Ólafsson „Sú neikvæða mynd sem margir stjórnmála- menn og Qölmiðlar hafa gefið af heilbrigðisþjón- ustunni að undanfornu hefiir dregið úr §ár- streymi til þjónustunn- ar.“ brigðisþjónustunni Mbl. mars 1989.) Samanburður á mannafla í heilbrigðisþjónustu við t.d. Norður- lönd er okkur mun óhagstæðari en samanburður í mörgum öðrum at- vinnugreinum. Ungt fólk hefur á undánförnum árum leitað minna í skóla heilbrigðisstétta en áður. T.d. hefur hjúkrunarfræðingum, er út- skrifast árlega, fækkað um helm- ingi. Svipaða sögu má segja um meinatækna (má vera að hræðslan við eyðni hafi einhver áhrif) og sjúkraliða þó að nokkuð hafi fjölgað á síðasta ári. Framundan eru mjög miklir erfiðleikar fyrirsjáanlegir vegna skorts á aðstoðarlæknum og hjúkrunarfræðingum á sjúkradeild- um. Margoft er búið að vara við þessu en menn virðast ekki skynja vandann. Höfundur er landlæknir. MYND 4 Hátækni og „viðbótarlífsgæðaár“ eftir aðgerð ár Nýrnasíun 5-6 Hjartaflutningar Kransæðaaðgerðir 5 vinstra megin stofn 6 Nýrnaflutningar 5 Mjaðmaaðgerðir 4 Byggðastofiiun á Kópaskeri eftirÞröst Friðfínnsson Hlutverk Byggðastofnunar Að undanfömu hefur verið nokk- ur umræða um byggðamál og fólks- flótta af landsbyggðinni. Það leiðir hugann að Byggðastofnun, hlut- verki og störfum. I lögum um Byggðastofnun segir að hlutverk hennar sé „að stuðla að þjóðhags- lega hagkvæmri þróun byggðar í landinu“. Einnig skal hún reyna „koma í veg fyrir að óæskileg byggðaröskun eigi sér stað eða lífvænlegar byggðir fari í eyði“. í þessu skyni veitir Byggðstofnun „lán eða annan fjárhagslegan stuðning". Stjórn Byggðastofnunar er að mestu skipuð landsbyggðar- þingmönnum,., reyndum mönnum með víðtæka þekkingu á atvinnulífí til sjávar og sveita. Því hlýtur það að vekja upp ýmsar spumingar þegar fréttir berast aftur og aftur af hmni fyrirtækja og vandræðum sveitarfélaga þar sem Byggðastofn- ún hefur aðstoðað.' í ársskýrslu stofnunarinnar 1988 segir á einum stað: „Lánveitingar á markaðskjör- um til fyrirtækja á landsbyggðinni teldust ekki aðgerð í byggðamálum í öðrum löndum.“ ÓbyggðastefVia Þegar Byggðastofnun lánar fé til fyrirtækja í rekstrarerfiðleikum sem þegar hafa fullnýtt lánamögu- leika annars staðar er það hins vegar orðin markviss aðgerð í byggðamálum, aðgerð sem er fólgin í því að fyrirtækin verða fljótt gjald- þrota og byggðin er í sámm eftir. Á almennum hreppsfundi á Kópa- skeri á dögunum vom meðal ann- arra staddir fjórir starfsmenn og tveir stjómarmenn Byggðastofnun- ar. I máli eins starfsmannsins kom fram að þegar Sæblik hf. á Kópa- skeri sótti um fyrirgreiðslu vegna kaupa á Árna á Bakka hefðu starfs- menn stofnunarinnar talið mjög hæpið að rekstur skipsins gæti bo- rið sig. Samt sem áður ákvað stjórn Byggðastofnunar að veita lán, lán sem síðan tapaðist við gjaldþrot Sæbliks. Ég ætla ekki að fría heimamenn ábyrgð en heldur fínnst mér nöturlegt fyrir þá þingmenn, sem keyptu sér atkvæði með stuðn- ingi við málið, ef engir verða eftir á Kópaskeri við næstu kosningar! Hvað er til ráða? Byggðastofnun, sem hefur lítið annað en erlend lán til ráðstöfunar, er markleysa. Byggðastofnun, sem framreiknar þróun búferlaflutn- inga, en hefur engin ráð til að gegna því hlutverki, sem í upphafí var rakið, er markleysa. Það sýnist jafnvel í þágu landsbyggðar að leggja niður slíka stofnun. Það hlýt- ur að fara að verða ráðamönnum ljóst að búseta stendur og fellur með traustu atvinnulífí, fyrirtækj- um sem skapa verðmæti. Það þýðir ekki að lána skuldugum ný og ný lán, heldur þarf nýtt áhættufé. Það þarf einnig áhættufé til nýrra fyrir- tækja, en fólk er hrætt við að hætta sparifé sínu. Gæti ekki orðið nýtt hlutverk Byggðastofnunar að ábyrgjast hlutafé sem lagt yrði í fyrirtæki á landsbyggðinni? Hún gæti t.d. lagt sjálf fram hluta á móti og fengið þannig aðild að stjórnun fyrirtækjanna og aðstoðað »Byggðastofnun, sem hefur lítið annað en er- lend lán til ráðstöfunar, er markleysa. Byggða- stofiiun, sem framreikn- arþróun búferlaflutn- inga, en hefur engin ráð til að gegna því hlut- verki, sem í upphafí var rakið, er markleysa.“ með sérþekkingu. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að mikil eftir- spurn hefur verið að undanförnu eftir hlutabréfum í traustum fyrir- tækjum, því er þessari hugmynd varpað hér fram. Með þessum hætti má spara erlendar lántökur og virkja sparifé landsmanna. Sterk eiginfjárstaða fyrirtækjanna og sér- þekking Byggðastofnunar ætti að tryggja að ekki félli á hana mikið af þessum ábyrgðum. By&gðastofnun á Kópasker Á áðurnefndum Kópaskersfundi stakk Jóhann Helgason, bóndi í Leirhöfn, upp á því að Byggðastofn- un yrði flutt til Kópaskers. Höfðu fundarmenn gaman af svo frum- legri hugmynd en starfsmaður stofnunarinnar benti á að stofnun væri aðeins þeir starfsmenn sem þar ynnu, og öldungis fráleitt væri að starfsmenn Byggðastofnunar flyttu til Kópaskers. Þessi viðbrögð hafa vakið spurningar í huga mér sem ég vil leyfa lesendum að hugsa um líka. Hvernig vinna þeir starfs- menn að byggðamálum sem finnst fráleitt að búa í fámenni? Er ekki trúlegt að þeir sem gætu hugsað sér að búa úti á landi og vinna í Byggðastofnun þar ynnu betur? Með þeirri fjarvinnslutækni og myndsendum, sem nú flæða um landið, skiptir þá nokkru höfuðmáli hvar á landinu stofnanir eru? Væri skaði ef starfsmönnum Byggða- stofnunar fækkaði? Er þessi hug- mynd um flutning stofnunarinnar aðeins brandari, eða er hún ef til vill snjöll lausn á vanda Kópaskers og Byggðastofnunar einnig, og þar með landsbyggðinni allri til fram- dráttar? Höfimdur er útibússtjóri í Samvinnubankanum á Kópaskeri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.