Morgunblaðið - 04.04.1990, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1990
Stalín ræður ennþá
ríkjum á Islandi
- að minnsta kosti í íslenskum landbúnaði
eftir Svein
Guðmundsson
í þessu greinarkorni vil ég byija
á því að birta greinargerð um Til-
raunastöðina á Reykhólum sem
Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttar-
lögmaður, gerði fyrir Reykhóla-
hrepp 1984.
„Minnisgreinar um lög nr.
57/1944 um tilraunastöð í jarðrækt
á Reykhólum.
1. í framangreindum lögum sem
eru í gildi segir að reisa skuli skv.
lögum nr. 64/1940 um rannsónir
og tilraunir í þágu landbúnaðarins
tilraunastöð í jarðrækt á Reykhól-
um. í lögum nr. 57/1944 er hlut-
verk tilraunastöðvarinnar ekki frek-
ar skilgreint.
2. L. nr. 64/1940 voru leyst af
hólmi með lögum nr. 64/1965 um
rannsóknir í þágu atvinnuveganna
en í V. kafla þeirra eru ákvæði um
Rannsóknarstofnun landbúnaðar-
ins.
3. í 36. gr. síðastnefndra laga
segir að ríkið skuli fá umráð yfir
þeim tilraunastöðvum á sviði land-
búnaðar sem ríkið á. Síðan segir í
36. gr. I. mgr. laganna: „Þar skulu
framkvæmdar tilraunir í jarðrækt,
búfjárrækt, heyverkun og öðru sem
stjórn stofnunarinnar ákveður."
4. Enginn vafi er á því að ákvæði
36. gr. 1. nr. 64/1965 eiga við um
tilraunastöðina á Reykhólum. Ekki
eru í lögunum nein ákvæði, sem
banna þar tilraunir í búfjárrækt,
heldur er þar beinlínis fyrirmælt
að slíkar tilraunir skuli þar fram
fara.
Reykjavík, 14. febrúar 1984,
Ragnar Aðalsteinsson hrl.“
Eg hélt að stjóm RALA (Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins) væri
búin að læra það að henni ber að
fara eftir lögum eins og öðmm ís-
lendingum. Ég get ekki séð að
stjórn RALA hafi nokkum lagarétt
í:i i---a gera tilraunastöðina að
dánarbúi og selja hæstbjóðanda
eignir hennar. Meðal annars er
stjóm RALA búin að flytja stöðu-
gildi tilraunastjórans á Reykhólum
suður að Hesti og það er gert án
lagaheimildar. Einnig er búið að
segja upp ráðsmanni. Stjórn RALA
get ég sagt það að jafnvel Landbún-
aðarráðuneytið hefur engan rétt til
að leggja niður stöðina á Reykhól-
um. Til þess þarf einfaldlega málið
að fara gegnum Alþingi. Það er því
of snemmt fyrir aðstandendur
RALA að kaupa kransinn og vera
við útförina.
Því miður verður ekki hjá því
komist að gera ofurlitla úttekt á
RALA. Stjórn hennar er skipuð
þremur framóknarmönnum sem
hafa þegið „frama“ sinn vegna trú-
ar á Framsóknarflokkinn. Hins veg-
ar er það álit mitt að Framsóknar-
flokkurinn hafi hætt að vera lands-
byggðaflokkur þegar formaður
flokksins hætti að vera þingmaður
á landsbyggðinni og flutti höfuð-
stöðvar sínar suður á Miðnesheiði.
Að mínum dómi er Framsóknar-
flokkurinn ábyrgur fyrir aðförinni
að tilraunastöðinni.
Nú hefur tilraunastöðin frekar
verið geymslustaður hin síðari ár
fyrir hvíta féð. Allt er þar í niður-
níðslu. Hús og önnur mannvirki fá
ekki eðlilegt viðhald en það er eng-
in nýlunda að eignir ríkisins eru
látnar drabbast niður.
Nú neitar fjárveitingavaldið því
að hafa ekki lagt nóg fé til þess
að reka tilraunastöðina áfram. Það
fjármagn hefur ekki skilað sér
þangað.
Hver gæti ástæðan verið? Mín
skoðun er sú að RALA líti frekar
á sig sem reykvíska stofnun en
stofnun í þágu bænda og þar með
þjóðarinnar allrar.
Nær allar nýjungar í íslenskum
iandbúnaði höfum við þegið erlend-'
is frá. Sú skoðun gæti þó verið röng
vegna þess að Búnaðarfélag Islands
hefur ekki komið til skila því sem
gert er á RALA. Búnaðarfélag ís-
lands gefur út þijú rit a.m.k. Það
er Freyr, Handbók bænda og Bún-
aðarritið. Mín skoðun er sú að eitt
gott erindi sé meira virði en stórar
bækur sem menn setja upp í bóka-
skáp.
Sannleikurinn er sá að við hér
fyrir vestan verðum lítið varir við
annan ráðunaut en ráðunaut æðar-
ræktar, enda ber starf hans góðan
ávöxt.
Til hvers eru tilrauna-
stöðvarnar á Reykhólum
og Skriðuklaustri?
Ég mun að þessu sinni halda
mig við vinnuaðferðir Jóns Baldvins
og segja í l.-lagi og í 2. lagi og
segja bæði A og B.
1. Sé ekki tilraunastarfsemin
höfð meðal bændanna sjálfra þá er
hætt við að hún nái ekki því mark-
miði sem henni var ætlað. Sé ætlun
þjóðfélagsins að leggja íslenskan
landbúnað niður, þá á fyrst að byija
á stofnunum landbúnaðarins sem
starfa í Reykjavík. Þar er RALA
engin undantekning.
2. Hvíta féð og hreinhvít ull eru
undirstaða þess að hægt sé að starf-
rækja ullarverksmiðjuna Álafoss
með nokkru viti. I Álafossverk-
smiðjuna er þegar búið að leggja á
annan milljarð án þess að undirstað-
an sé trygg. Á sama tíma er lítið
hugsað um ullina og gætu bænda-
skólarnir unnið þar stórvirki með
því að kenna bændaefnum að greina
sundur illhærulausa ull frá gulri ull
með hvítum og gulum illhærum.
Einnig_ skiptir grófleiki ullar miklu
máli. Álafoss og Gefjun hafa ekki
haldið vöku sinni. Ónýt ull hefur
verið f alltof háu verði sé miðað við
skástu ullina. Einnig gætu ráðu-
nautar frá búnaðarsamböndunum
og Búnaðarfélagi íslands kennt
bændum að gera sér grein fyrir því
hvernig góð ull á að vera.
Sveinn Guðmundsson
„Ég get ekki séð að
stjórn RALA hafi nokk-
urn lagarétt til þess að
gera tilraunastöðina að
dánarbúi og selja hæst-
bjóðanda eignir henn-
ar“
Það er heldur engin afsökun fyr-
ir RALA að flytja fullvirðisrétt frá
Reykhólum og suður að Hesti. Þörf
hvers tilraunabús þarf að meta
hveiju sinni og svo er það mál
hverrar ríkisstjórnar að meta hvort
þeir láti henda afurðunum eftir að
mælingar hafi farið fram eða mark-
aðssetja vörurnar. Bændur og neyt-
endur skiptir harla litlu máli hvort
12 til 15 hundruð ærgildum er fleira
í landinu eða ekki.
Þá er komið að bókstöfunum:
A) RALA vill hafa allar tilraunir
á Hesti í Borgarfírði enda er hann
í námunda við Hvanneyri. Að sjálf-
sögðu er Hestur alls maklegur en
sá er galli á gjöf Njarðar að Hestur
er á gamaveikisvæði. Ef til niður-
skurðar kæmi þá er það röng kenn-
ing og byggð á fáfræði að lítill
vandi sé að fá fé frá bændum og
halda af stað þar sem frá var horf-
ið. Þeir segja þá með óbeinum orð-
um að tilraúnastöðin á Hesti hafi
ekkert gagn gert. Ekki efast ég um
að Hestbúið hafi gert gagn þó að
ýmsar forsendur hafi breyst. Nú
vill þjóðin ekki feitt kjöt. Ég sé
ekkert því til fyrirstöðu að fleiri en
Þýðingar í myndmiðlum
eftir Gauta
Kristmannsson
Undanfarið hafa þýðingar verið
mikið til umræðu og er það vel.
Mikill hluti lesefnis landsmanna er
þýtt efni í sjónvarpi, kvikmyndahús-
um og á prenti. Það getur þess
vegna skipt sköpum fyrir þróun
íslenskrar tungu að þýðingar séu
vel úr garði gerðar, ekki síst þar
sem ungviðið hefur þær fyrir aug-
um og eyrum svo að segja daglega.
Það er hins vegar broslegt að sjá
gagnrýni eins og þá sem „Leikmað-
ur“ skrifar í Velvakanda þriðjudag-
inn 13. mars. Þar telur hann helst-
an löst á sjónvarpsþýðingum vera
að þær séu ekki orðabókarþýðing-
ar. Eins og öllum ætti að vera kunn-
ugt hefur samhengi alltaf mikil
áhrif á merkingu orða og ætli menn
sér einungis að nota orðabókar-
merkingu við þýðingar verða þeir
fljótt að athlægi. (Eða hvernig færi
„Leikmaður" að því að þýða beint
slangur eins when the shit hits the
fan“?)
„Leikmaður“ hnýtir líka í „áráttu
þýðenda að geta aldrei þýtt titia
beint eða eðlilega". Ég býð honum
hér með upp á nokkrar beinar þýð-
ingar á titlum sjónvarpsþátta eða
mynda. „Holocaust" útleggst þá
sem „Gjöreyðingin" ekki satt? Nei,
„Helförin" er miklu betri þýðing, í
senn skáldlegri og nákvæmari.
„Who is the Boss“ yrði í meðförum
„Leikmanns" að „Hver er stjórinn?"
en ekki „Hver á að ráða?“ og
„Frenzy“ yrði að líkindum „Æði“
en ekki „óðafár". Þáttaröðin „Crazy
Like a Fox“ hefði líkast til útlagst
„Bijálaður eins og refur“ ef reglum
„Leikmanns" væri fylgt í þýðingum.
(Hins vegar var téður Fox gamall
karl og það sást aldrei til refs í
þáttaröðinni". Ég læt honum hins
vegar- eftir sjálfum að þýða beint
nafnið á þáttaröðinni „Berlin Game,
Mexico Set & London Match“.
En það var ekki ætlunin að fjalla
um orðbókarþýðingar í þessari
grein heldur þýðingar í myndmiðl-
um almennt. Þar er víða pottur
brotinn að margra dómi. Undir þá
gagnrýni má taka að sumu leyti,
en þó tel ég ekki rétt að setja alla
þýðendur undir sama hatt. Víst er
um það að þýðingar eru misjafnar
en hver ber ábyrgðina?
Ef við lítum á myndmiðlamark-
aðinn eins og hann er í dag má sjá
að hann skiptist nokkum veginn í
þrennt: sjónvarp, myndbönd og
kvikmyndahús. Ég ætla ekki að
setjast í dómarasæti og sakfella
einn og sýkna annan, en mig lang-
ar að bera saman vinnubrögðin við
þýðingar á hinum ýmsu miðlum og
læt síðan lesendum eftir að dæma
hver séu æskilegust. Undirritaður
vill taka fram að hann þýðir ein-
göngu fyrir Sjónvarpið og byggir
þennan samanburð á upplýsingum
frá fólki sem vinnur við hina ýmsu
miðla.
A. Sjónvarpið. Þýðandi fær í
hendur myndband og handric (ef
til er) og skoðar myndina. Því næst
er myndin þýdd, skilað inn á tölvu-
disklingi og textinn prófarkalesinn
af íslenskufræðingi. Þýðandinn set-
ur síðan textánn sjálfur inn á mynd-
ina, æfir innsláttinn og les yfir. Við
þessa vinnu gefst honum færi á að
laga hugsanlegar þýðingarvillur
sem prófarkalesari sér vitaskuld
ekki, stytta textana og endurtaka
textunina ef textinn kemur of
snemma eða seint inn. Þýðandinn
fær síðan greitt fyrir skoðun og
textun í tímavinnu ásamt tilteknu
gjaldi fyrir hvem texta.
B. Stöð 2. Sömu vinnubrögð og
hjá Sjónvarpinu fram að því að setja
skal textann inn á myndina, þ.e.
skoðun, þýðing og prófarkalestur.
Tæknimenn annast hins vegar text-
unina. Þýðandinn fær aðeins greitt
textagjald, ekki fyrir skoðun.
C. Myndbönd. Þýðandi fær
myndband og handrit og þýðir
síðan. Myndin er síðan textuð af
tæknimönnum og fjölfölduð á
myndbönd. Þýðandinn fær greitt
fast gjald fyrir myndina, óháð
textafjölda, lengd eða þyngd.
D. Kvikmyndahús. Þýðandi fær
í hendur handrit og skoðar myndina
í kvikmyndahúsinu. Textinn er
síðan vélritaður inn í vél sem brenn-
ir hann inn á filmuna og verður því
ekki aftur snúið ef hann fer inn á
röngum stað. (Þessi tækni er orðin
áratugagömul og hlýtur eitthvað
betra að vera komið í staðinn.)
Þýðandi fær greitt fast gjald fyrir
myndina.
Eins og sjá má af þessarí stuttu
yfirferð er textinn „mishrár“ þegar
hann kemur til lesandans, en ég tel
afleitt þegar prófarkalestri og ann-
arri yfirferð er sleppt. Þetta eru
hlutir sem kostar mjög lítið að laga.
Á hinn bógiiín tél ég að gera
Gauti Kristmannsson
„Færa má rök fyrir því
að mikið framboð
óreyndra þýðenda á
hlálegum launum og .
lítill metnaður sumra
dreifingaraðila grafi
undan gerð íslensks
efnis vegna þess hve
kostnaðarhlutfallið er
því óhagstætt.“
megi betur á öllum fyrrgreindum
stöðum og taka upp t.d. aðferð sem
tíðkast á Norðurlöndum þar sem
einn þýðir og textar eftir prófarka-
lestur og annar þýðandi fer síðan
yfir myndina textaða og færir
ábendingar í handrit.' Þýðandinn
sjálfur fer síðan sjálfur einu sinni
yfír að lokum áður en mynd er tilbú-
einn stofn megi vera til í landinu.
Rangt er að alhæfa allt.
B) Þeir á Reykhólum og Skriðu-
klaustri hafa lagt meiri áherslu á
ullargæði en kjötmagn sem ekki var
vanþörf á. Hins vegar hefur líka
verið lögð áhersla á kjötgæði og
fijósemi. Ég efast ekki um að
bragðlaukar manna geri lítinn mun
á dilkakjöti frá Hesti og Reykhól-
um.
Fijósemi í Reykhólafénu er mik-
il. Mjólkurlægni mikil og ærnar eru
frábærar mæður og óvenju gott er
að venja undir missi þær lamb eða
lömb.
Ég minnist þess að Runólfur
Sveinsson, skólastjóri á Hvanneyri,
sagði að það tæki að minnsta kosti
eina öld að ná árangri í búfjár-
rækt. Halldór Pálsson, búnaðar-
málastjóri, lagði grunninn að Hest-
búinu. Hann var kennari minn í
sauðfjárrækt og þar að auki vann
ég nokkurn tíma með honum og
ég veit að hann hefði orðið hryggur
yfír þeirri skammsýni RALA-
manna að vilja eyðileggja allt nema
Hestbúið. Hann var leitandi vísinda-
maður, en ég efast um að sú hug-
sjón ráði ríkjum hjá RALA í dag.
Ég verð að játa að það fer um
mig gleðitilfínning þegar ég horfi
yfir Reykhólaféð. Þar er saman-
komið eitt fallegasta fé landsins.
Skilyrðislaust á framræktun að
vera þar og hvað eru 1 til 2 milljón-
ir í viðbót við allt sem á undan er
gengið?
Að lokum
Nú verð ég að játa að stjórn
RALA virkar á mig sem sé hún
óvinveitt sauðfjárbændum. Ég trúi
því ekki að stjórn RALA verði leyft
að bijóta lög. Það að leggja niður
tilraunastöðina á Reykhólum verður
aðeins gert með lögum frá Alþingi.
Sem betur fer hafa framkvæmda-
stjóri og stjórn RALA ekki ennþá
löggjafarvald og þó að þeir vilji
taka sér framkvæmdavald þá verða
þeir að gera það með samþykki
Alþingis. Sú tilraunastöð sem var
sett á fót með sérstökum lögum
verður ekki aflögð nema með sér-
stökum lögum.
Ég fordæmi þann hugsunarhátt
sem ég hef heimildir fyrir að einn
af forystumönnum RALA hafi sýnt
með orðunum: „Ég er ekki neinn
andskotans Iandsbyggðarmaður."
Höfundur er kennari og bóndi og
býr í Miðhúsum í Reykhólasveit.
in til sýningar. Þetta eru að sönnu
flóknari vinnubrögð en miklu
líklegri til góðs árangurs og þess
vegna æskilegri.
Staðreyndin er nefnilega sú að
þýtt myndefni er svo ódýrt að það
hlýtur að vera freisting fyrir dreif-
ingaraðila að birta það í löngum
bunum frekar en íslenskt efni sem
er margfalt dýrara. Færa má rök
fyrir því að mikið framboð óreyndra
þýðenda á hlálegum launum og lítill
metnaður sumra dreifíngaraðila
grafi undan gerð íslensks efnis
vegna þess hve kostnaðarhlutfallið
er því óhagstætt.
Dæmin ættu að sanna þetta og
hér í Morgunblaðinu var meira að
segja talað um „afþreyingarstöðv-
ar“ og þá átt við einkasjónvarps-
stöðvarnar. Á þá íslensk menning
einungis að birtast í Ríkisútvarpinu
af því það er ekki hægt að græða
nógu mikið á henni á meðan
„fijálsu“ stöðvarnar dæla út tugum
klukkustunda af útlendu efni í viku
hverri? Samkvæmt því er menning-
arleg ábyrgð einkastöðva lítil sem
engin og fái gróðasjónarmið ein að
ráða er víst að íslensk tunga og
menning eiga undir högg að sækja.
En hvað er þá til ráða? Á að
skylda sjónvarpsstöðvar til að birta
a.m.k. 50% íslenskt efni? Hvað yrði
þá um myndböndin og þýðingar á
þeim? Raunhæfasta lausnin hlýtur
að vera sú að gera einhveijar lág-
markskröfur til þýðenda útlends
myndefnis. Það yrði til þess að
óprúttnir dreifingaraðilar gætu ekki
lengur fengið saklausa viðvaninga
til að skella einhveijum texta á
myndir og rekið þá samdægurs ef
þeir eru með einhver uppsteyt.
Höfvndur er formaður Félags
sjónvarpsþýðenda hjá RÚV.