Morgunblaðið - 04.04.1990, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1990
19
Lýðræðisleg
flokksskipan
eftir Guttorm P.
Einarsson
Það er mikið gleðiefni að borgar-
málanefnd Borgaraflokksins í
Reykjavík hefur tekið þá ákvörðun
að efna til opins prófkjörs um upp-
stillingu á lista flokksins í komandi
borgarstjórnarkosningum.
A sama hátt og mikill meirihluti
landsmanna telur það skyldu æðstu
ráðamanna þjóðarinnar að láta fag-
legt mat ráða ferðinni þegar valið
er í áhrifamikil embætti, en ekki
gerræðisleg flokksbönd, þá er það
einnig skoðun alls þorra lands-
manna að kjósendur eigi sjálfir að
fá að velja frambjóðendur á lista
og raða þeim upp_ í krafti lýðræðis-
iegs prófkjörs. Á sama tíma og
gömlu ijórflokkarnir hafa snúið
baki við kjósendum sínum og svipt
þá þessum ákvörðunarrétti með ein-
þykkum ákvörðunum fárra manna
að setja fram og raða upp sínum
mönnum á lista, í krafti eigin duttl-
unga og geðþótta, hefur Borgara-
flokkurinn í Reykjavík sagt þessum
öflum stríð á hendur og efnt til
opins prófkjörs. Auðna ein ræður
hvort flokkar eru stórir eða litlir
og vissulega markast það í veigam-
iklum atriðum af þeim mönnum sem
fara fyrir flokkum hveiju sinni,
hvaða baráttumál þeir setja á odd-
inn fyrir flokk sinn og kjósendur,
en grundvallaratriðið er að flokks-
menn fái sjálfir að velja þá fram-
bjóðendur sem best treysta til að
fylgja málum sínum fram. Að öðr-
um kosti er hætta á því að annar-
leg sjónarmið fárra manna og ef
til vill sérgæðingsleg viðhorf þeirra
móti allt framferði þeirra sem óhjá-
kvæmilega verður túlkað sem
stefna og vilji flokksmanna. Fijálst
og opið prófkjör kemur í veg fyrir
þetta að svo miklu leyti sem slíkt
er unnt. Ef kjósendum líkar ekki
frammistaða forystunnar eiga þeir
þann eina kost að breyta stöðu
þeirra innan flokksins í prófkjöri
og einnig geta þeir komið á fram-
færi nýjum og frambærilegum for-
ystumönnum á sama hátt. Með ein-
ræði þröngra uppstillingarnefnda
Guttormur P. Einarsson
„Grundvallaratriðið er
að flokksmenn fái sjálf-
ir að velja þá frambjóð-
endur sem þeir best
treysta til að fylgja
málum sínum fram.“
er girt fyrir þessa möguleika og þar
með er búið að ijúfa sambandið á
milli flokksmanna og forystu. Borg-
araflokkurinn var ekki síst stofnað-
ur til þess að tryggja kjósendum
hans þennan rétt, hvort heldur það
er lítilmagninn eða stórbokkinn
skiptir einu, allir skulu hafa sama
rétt.
Sé það skoðun manna að Borg-
araflokkurinn eigi aðeins fáa og
smáa kjósendur, þá er að taka því
og vinna málum framgang af
drenglyndi og heilindum og missa
ekki sjónar á þeirri staðreynd að
flokksforysta er og verður ekki til
án þess að kjósendur flokka velji
hana, en vilji forystan svipta fólkið
því valdi, klippir hún á þráðinn að
ofan og hlýtur að falla í duftið eins
og köngulóin í dæmisögunni forðum
daga.
Höfundur er ritari
Borgaraflokksins.
■ Á FUNDI bæjarstjórnar Hafn-
arljarðar var nýlega samþykkt
ályktun þar sem segir að nú sem
fyrr telji bæjarstjórnin að besti val-
kostur fyrir byggingu nýs álvers sé
í Straumsvík. Bæjaryfirvöld í
Hafnarfirði hafi tekið þátt í viðræð-
um og samningum við Atlantal-
hópinn á umliðnum árum í tíð fyrri
ríkisstjórna, og málið gengið vel
fram. Allar forsendur fyrir slíkum
samningum og að framkvæmdir
gætu hafist mjög fljótlega í
Straumsvík séu fyrir hendi. í álykt-
uninni segir orðrétt: „Bæjarstjórnin
gengur út frá því að afstaða
íslenskra stjórnvalda nú, sem er í
samræmi við stefnu síðustu ríkis-
stjórna, sé óbreytt. Það á engu að
breyta í þessum efnum, þótt nýr
samstarfsaðili komi inn í Átlantal-
hópinn á síðustu stigum málsins.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mun
ganga fast fram í því að fyrri yfir-
lýsingar um málið standi, og mun
ekki láta sitt eftir liggja að sem
allra fyrst náist viðunandi samning-
ar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar
um byggingu nýs álvers í
Straumsvík.
GS
GoldStcir
ER-5054 D örbylgjuofnar eru 20
lítra, 530 W, meö 7 styrkstillingum
og 30 mín. klukku. Fást hvítir eða
drapplitir. H:324 x B: 495 x
D: 353 mm. Verð: 25S80F' kr.
22.083,-kr. Kr. 19.990,- stgr.
GoldStcir
ER-535 MD örbylgjuofnar eru 20
Iftra, 530 W, með lOstyrkstillingum
og99 mín. tölvuklukku. Fásthvítir
eða drapplitir. H: 243 x B: 430
x D: 300 mm. Verð: -27S507- kr.
23.758, kr. Kr. 21.990,- stgr.
O 0
GoldStcir
ER-654 MD örbylgjuofnar eru 28
lítra, 650 W, með lOstyrkstillingum
og 99 mín. tölvuklukku. Fást hvítir
eða brúnir. H:326 x B:544 x
D: 377 mm. Verð: J34S7VF kr.
29.640,- kr. Kr. 27.890,- stgr.
GS
A thugiö: Takmarkað magn !
GoldStcir
ER-9350 D örbylgjuofnar eru 25
lítra, 650 W, með 7 styrkstill., 60
mín. klukku og grilli, tilað brúna og
baka matinn. Fásthvítireða brúnir.
H: 362 x B: 546 x D: 437 mm.
Verð: -59S5Ö7- kr. 50.958,- kr.
Kr. 47.960,- stgr.
tökum
\)ol n
VISA
Samkort
■ ■
Orbylgjuofnar a
páskatilboðsverði
i
■
greiðslukjör til allt að 12 mán.
SKIPHOLTI 19
SÍMI 29800
• Hreinsiefni • Pappír • Vélar • Ahöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl.
KYNNIN6 A K.E.W. HKÞRYSTHUELIIM - MARGAR GERfllR
K.E11/I
Sérfræðingar K.E.W. verða ó staðnum 3. og 4. apríl fró kl. 14.00-18.00 báða dagana
* Hobby heimilisdælan lítil handhæg og þægileg + Stærri og kraftmeiri dælur fyrir fyrirtæki og stofnanir
* Eins fasa, þriggja fasa og bensíndrifnar dælur * Mikið úrval fylgi- og aukahluta
* Góð viðgerðor- og varahlutaþjónusta Kynningarverð á Hobby dælu
REKSTRARVORUR
Réttarhálsi 2, 110 Rvík. - símar 31956-685554-Fax 687116
• Hreinsiefni • Pappír • Vélar • Ahöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl.